Eintak - 28.07.1994, Blaðsíða 20
Verslunarmannahelgin er séríslensk uppfinning. Þessi fyrsta helgi ágústmánaðar
hefur jafnan verið tími ýmislegra furðulegra athafna enda ekki skrýtið, þegar fólk þyrpist úr
bæjunum og kemur saman í guðsgrænni náttúrunni við framandi aðstæður, drekkur lengur
og meira en það er vant og sefur lítið, er óhjákvæmilegt annað en eitthvað láti undan og fólk
taki upp á hlutum sem það myndi aldrei gera dags daglega. Jón Kaldal rifjar upp sögur
frá liðnum verslunarmannahelgum og ræðir við nokkra sem hafa tekið þátt í þessum
hátíðarhöldum á einn eða annan hátt.
Verslunarmannahelgin er sérís-
lensk uppfinning. Ekki er það
verslunarmannafrídagurinn sem
gerir þessa fyrstu helgi ágústmán-
aðar sérstaka, mánudagsfrí þekkj-
ast víða um heim, heldur er það
háttalag landans um þessa helgi
sem er einsdæmi. Útlendingar sem
hafa orðið vitni að hressilegri ís-
lenskri útihátíð gleyma þeirri
reynslu seint. Verslunarmanna-
helgin þykir reyndar svo merkileg
úti í heimi að í hitteðfyrra gerði
stór bandarísk sjónvarpsstöð lið út
af örkinni til íslands gagngert til að
fara á útihátíð og útbúa fréttaskýr-
ingu um þessa brjáluðu helgi á Is-
landi. Þegar þau tíðindi bárust
hingað til lands að umrædd frétta-
skýring hefði verið sýnd á besta
tíma á sjónvarpsstöðinni brugðust
margir ókvæða við og fannst það
hart að Bandaríkjamenn héldu nú
að íslenskt æskufólk væri upp til
hópa kolvitlausar fyllibyttur. Ein-
hver sendi meira að segja formleg
mótmæli til sjónvarpsstöðvarinnar
sem síðar sýndi fallega landkynn-
ingarmynd um land og þjóð, hvort
sem það var til sárabóta fyrir versl-
unarmannahelgar-umfjöllunina
eða einfaldlega annar afrakstur af
ferðinni til íslands.
Hvað sem má segja um það
framtak Kananna að filma íslenska
.útihátíð er ekki hægt að neita því
að fjölmargir Islendingar eiga
svaðalegar sögur af atburðum sem
hafa átt sér stað um verslunar-
mannahelgi. Enda er annað svo til
óhjákvæmilegt, þegar fólk þyrpist
úr bæjunum og kemur saman í
guðsgrænni náttúrunni við fram-
andi aðstæður, drekkur lengur og
meira en það er vant og sefur lítið,
er óhjákvæmilegt annað en eitt-
hvað láti undan og fólk taki upp á
hlutum sem það myndi aldrei gera
dags daglega.
Áfengisdauði
er afítaf varasamur
Það hefur aldrei þótt gæfulegt að
innbyrða svo mikið áfengi að lík-
aminn ráði ekki við magnið og
bregðist við með meðvitundarleysi.
Að deyja áfengisdauða á víðavangi
á útihátíð getur verið sérstaklega
hættulegt eins og ónefndur ungur
maður fékk að reyna á Húnavers-
hátíð um verslunarmannahelgina
1989. Þannig var mál með vexti að
skipuleggjendur samkomunnar
höfðu látið reisa mikinn og glæsi-
legan hljómsveitarpall sem síðan
hafði verið málaður í skrautlegum
litum. Hátíðin hófst eins og áætlað
var með pompi og pragt á föstu-
dagskvöldi og reyndist pallurinn í
alla staði mjög vel. Af einhverjum
sökum hafði láðst að fjarlægja
málninguna sem pallurinn
hafði verið málaður með og voru
af þeim sökum nokkrar hálffúllar
og óopnaðar málningardósir undir
honum. Átti það eftir að hafa ófýr-
irséðar afleiðingar.
Árla laugardagsmorgun þegar
rótarar mættu að hljómsveitarpall-
inum til að undirbúa spila-
mennsku dagsins blasti við þeim
furðuleg sjón. Við hlið pallsins svaf
áfengisdauða kviknakinn tvítugur
offitusjúklingur sem hafði verið
málaður grænn frá toppi til táar.
Einhverjir illvirkjar höfðu þá kom-
ist í málningarbirgðirnar og gengið
fram á unga manninn þar sem
hann lá yfirbugaður af völdum
Bakkusar. Höfðu þeir gert sér lítið
fyrir, afklætt hann hverri spjör og
brúkað húsamálninguna til að
breyta litarhafti hans. Til að kór-
óna listaverkið höfðu þeir stungið
rörbút milli fóta honum. Ekki segir
af viðbrögðum unga mannsins
þegar rótararnir vöktu hann en
það má gera ráð fýrir því að at-
vikið hafi kennt honum þá hollu
lexíu að ganga hægar um gleð-
innar dyr í framtíðinni. Ekki hafð-
ist upp á ódæðismönnunum.
Salernismál hafa löngum verið
til vandræða þar sem mikill fjöldi
fólks hefur komið saman um versl-
unarmannahelgar. Forsvarsmenn
útihátíða virðast oft vanmeta
grunnþarfir gesta sinna fýrir náð-
hús og oft hefur atgangurinn verið
slíkur í kringum þá fábrotnu að-
stöðu sem í boði hefur verið, að
fólk hefur frekar kosið að gera
þarfir sínar annars staðar. Að sama
skapi hefur þetta vandamál komið
upp á stöðum þar sem ekki hafa
verið skipulagðar útihátíðir en
margt manna safnast saman engu
að síður. Maður sem var staddur í
Þórsmörk fyrir nokkrum árum tók
einmitt þá ákvörðun eftir að hafa
kannað salaernisaðstöðuna á svæð-
inu á sunnudeginum, eftir tveggja
sólahringa gleði á svæðinu, að fara
frekar með rúlluna sína á afvikinn
stað til að hægja sér. Gekk hann
nokkuð afsíðis og leit rækilega í all-
ar áttir áður en hann leysti niður
um sig. Lauk hann sér af og þóttist
ánægður með að hafa sloppið við
subbuskapinn og fýluna á klósett-
unum. En hann fagnaði of
snemma. Þegar hann stóð upp til
að gyrða sig barst dynjandi lófatak
ofan úr hlíðinni fyrir ofan hann.
Sat þá þar hópur fólks af báðum
kynjum sem honum hafði yfirsést
og hafði það horft á aðfarir hans án
þess að gera minnstu tilraun til að
gera vart við sig og ldappaði hon-
um nú lof í lófa fyrir tilþrifin. Eins
og gefur að skilja var maðurinn
eldfljótur að koma sér af vettvangi.
Rafvirkinn
fangelsaður
Margar frægustu verslunar-
mannahelgarútihátíðir sem haldn-
ar hafa verið hér á landi hafa farið
ffam í Húsafelli. Villt fyllerí og
hroðaleg umgengni er eitthvað sem
einkennir svo til allar útihátíðir og
þar voru Húsafellshátíðirnar engin
undantekning. Það sem varð aftur
á móti til að afla samkomunum
þar sérstakrar frægðar var gríðar-
íegur fjöldi gesta sem gerði hátíð-
irriar villtari og svakalegri en ann-
ars staðar. Kristleifur Þorsteins-
son bóndi á Húsafelli upplifði
flestar þessar hátíðir og hann
minnist þeirra ekki beinlínis með
hlýhug.
„Þessar helvítis samkomur voru
hreinasta martröð,“ segir hann og
aftékur með öllu að fleiri útihátíðir
verði haldnar í Húsafelli.
Sú samkoma sem Kristleifi er
hvað minnisstæðust var haldin
1975-
„Það var Ungmennasamband
Borgarfjarðar sem stóð fýrir þessari
hátíð. Menn bjuggust við þrjú til
fjögur þúsund manns á svæðið og
höfðu skipulagt alla aðstöðu út frá
því. Þau plön áttu þó effir að fara
hressilega úr skorðum. Allan föstu-
daginn var stöðugur straumur
fólks inn á svæðið og strax um eft-
irmiðdaginn voru allir miðar upp-
urnir. Ómögulegt er að segja hvað
margir komu á endanum en það
hefur sjálfsagt verið eitthvað um
nítján þúsund manns á svæðinu
þegar mest var, eða um fimm sinn-
um fleiri en búist hafði verið við.
Þetta átti að heita bindindismót og
óhemju mikið af áfengi var tekið af
fólki og hellt niður. Það virtist þó
engu skipta því fylleríið var hrika-
legt. Það var þó mesta furða hvað
allt gekk vel fýrir sig og helgin leið
stórslysalaust. Það hefur sjálfsagt
haft nokkuð að segja að það voru
þrír hljómsveitarpallar á svæðinu
og fimm eða sex hljómsveitir sem
spiluðu, þannig að það var nóg um
að vera fýrir gestina.
Það var þó því miður ekki hægt
að segja að umgengni samkomu-
gesta hafi verið til fýrirmyndar.
Þegar fólk hafði tekið upp tjöld sín
á mánudeginum var skelfilegt um
að litast. Ruslið lá í stöflum út um
allar trissur og svæðið var eins og
sorphaugur.“
Kristleifur segir að auðvitað hafi
þessi mikli mannfjöldi gert skipu-
íeggjendum samkomunnar erfitt
fýrir en menn hafi þó náð að
bjarga sér eftir ýmsum leiðum á út-
sjónarsaman hátt.
„Ég man til dæmis að ldósett-
málin voru leyst þannig að nokkrar
holur voru grafnar í hraunið og
einföld grind smíðuð ofan á þær.
Síðan skeit fólk bara í hraunið og
lét sér vel líka. Það var ekkert verið
20
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ1994