Eintak - 28.07.1994, Qupperneq 15
ingur og kennari, gerði það að BA-
verkefni sínu 1985 að fletta í gegn-
um Nu-dansk ordbog og athugaði
hvort að kynjunum væri mismun-
að í bókinni. Við fyrstu sýn virðist
þetta vera endalaust og tilgangs-
laust verkefni enda bókin stór og
mikil. En í rauninni er hérna á ferð-
inni hluti af miklu stærri umræðu
sem snýst um það hvort ákveðnir
kynjafordómar felist í málinu sjálfu
og menn halli ósjálfrátt á kvenfólk
þegar þeir tala.
„Þótt ég hafi tekið dönsku sem
dæmi er auðvitað einnig dæmi í ís-
lensku máli um kynjamisrétti og
kvenhatur. Menn geta til dæmis
velt fyrir sér muninum á orðunum
gleðimaður og gleðikona. Fyrra orð-
ið er jákvætt en það er strax komin
annarleg merking í orðið þegar
konu dirfíst að gleðjast," sagði Þyrí.
Annars sagði hún að leit hennar
hafi ekki aðeins snúist um merk-
ingarmun karl- og kvenkynsorða í
dönsku máli heldur hafi hún einnig
skoðað hvernig kynin væru notuð í
hvers kyns dæmuni í bókinni eða
þegar orð væru skýrð út. Niður-
staða hennar var að Nu- dansk ord-
bog væri mjög kvenfjandsamleg.
„Um það bil þrisvar sinnum fleiri
karlkynsdæmi eru í bókinn en
kvenkynsdæmi. Það segir sína
sögu. Þá birtast karlmenn yfirleitt
sem gerendur í setningum og eru
gjarnan notaðir í jákvæðu sam-
hengi eins og til dæmis þegar dug-
legur er útskýrt með dæmi, er not-
að: Hann er duglegur í stærðfrœði.
Kvenkyn er aftur
á móti frekar not-
að í neikvæðu
samhengi og
einnig þegar orð-
in snerta útlit og
hegðun og er
konan yfirleitt
aukapersóna eða
þolandi. Þannig
er fyrirbrigði eins
og að vera einfald-
ur, útskýrt með
dæminu: Hún er
einföld en það eru
hins vegar bara
karlmenn sem eru
séní eða gáfaðirf
sagði Þyrí.
Að sögn Þyrí er
rannsókn sem
þessi í rauninni
aðeins hluti af
v i ð a m i k 1 u m
kvennarannsókn-
um sem er
blómstrandi
fræðigrein um
þessar mundir.
Þyrí segir að gildi
þeirra sé mikið.
„Þær hjálpa okk-
ur að skilja að
helmingur mann-
kynsins hugsar öðruvísi en valdhaf-
arnir sem eru í flestum tilfellum
karlar. Þær hjálpa okkur einnig að
útrýma ýmiss konar fordómum og
koma auga á margt sem betur
mætti fara. Það hefur til dæmis
komið í ljós í rannsóknum að kon-
ur tala minna en karlar og nota
önnur orð. Málfar drengja og
stúlkna er eins fram til tíu ára ald-
urs, en þá fer að greinast töluverður
munur. Stúlkur nota yfirleitt sterk-
ari orð en strákar og tala í fyrir-
sögnum. Það er vegna þess að það
er síður hlustað á þær og þær verða
því að taka sterkar til orða sam-
kvæmt þeim rannsóknum sem
gerðar hafa verið."
Að lokum var Þyrí spurð hvort
hún teldi að rannsókn sín hefði haft
einhver áhrif. Hún sagði að hún
hafi ef til vill ekki þótt verið nógu
dugleg við að kynna niðurstöðu
sína og benti til dærnis á að nýja
dansk-íslenska orðabókin, sem er
aðallega byggð á Nu-dansk ordbog,
væri fljótt á litið full af svipuðum
meinlegum dæmum. Ef fleiri rann-
sóknir af þessu tagi hefðu verið
gerðar og kynntar í þjóðfélaginu
hefði vel mátt koma í veg fyrir það.
Þróun joðs í ger-
manskri tungu
Guðrún Þórhallsdóttir er lektor
í málfræði við Háskóla íslands.
Hún varði doktorsritgerð um „Þró-
un hálfsérhljóðsins joðs milli sér-
hljóða í forngermanskri tungu“ ár-
ið 1992. Rannsókn Guðrúnar gekk
út á að sýna fram á að j-ið, sem
kom upp milli sérhljóða, hefði fall-
ið brott á einu bretti þegar á frum-
germönsku stigi, ef til vill um 500
fyrir Krist, en áður hefur verið talið
að það hafi horfið smám saman.
Þess má geta að forngermanska er
nafnið á tungumálinu sem þýska,
enska og skandinavísku málin þró-
uðust út frá.
„Ástæðan fyrir því að ég valdi
joðið, en ekki eitthvert annað fyrir-
bæri í germanskri hljóðsögu, var að
það var tiltölulega lítið vitað með
vissu um þróun j-s í stöðunni rnilli
sérhljóða og þær upplýsingar sem
lágu fyrir voru mjög loðnar. Saga j-
s í öðru hljóðumhverfi hafði raunar
verið rannsökuð mun betur.“
Fyrir utanaðkomandi mann
kann þetta að virðast mjög sértækt
viðfangsefni en Guðrún segir að
rannsóknir sem þessar séu í raun-
inni þáttur í rannsóknum á þróun
tungumála almennt.
„Það er meðal annars tungumál-
ið sem gerir menn að mönnum og
það er því ekki síður nauðsynlegt
að rannsaka þróun þess en annarra
hliða á sögu mannsins. Þessi rann-
SlGURGEIR GUÐJÓNSSON
„Skríf íslendinga um túnáburð
1884-1911 höfðu ekki veríð rann-
sökuð og þetta var því spennandi
vettvangur, á meðan hlutir eins og
saga búnaðarskólanna og aiþýðu-
fræðsla hafa verið skoðuð ofan í
kjölinn. “
it
sókn er svo náttúrlega aðeins eitt
lóð á vogarskálarnar í stærra verk-
efni, sem er rannsókn á þróun
indóevrópsku tungumálafjölskyld-
unnar í heild.“
Guðrún sagðist vonast til að
hennar rannsókn gæti varpað nýju
ljósi á uppruna ýmissa orðmynda í
íslensku og skyldum tungumálum.
„Þetta gæti breytt töluvert hug-
myndum manna um sögu ýmissa
orða,“ sagði hún.
Rannsókn Guðrúnar kostaði
töluvert erfíði því engar ritaðar
heimildir eru varðveittar frá frum-
germönskum tíma, og því fólst
rannsókn Guðrúnar í að bera sam-
an heimildir úr yngri textum dótt-
urmálanna. Með þessurn saman-
burði var reynt að rekja j-ið aftur
og reikna út hvernig og hvenær
brottfall þess milli sérhljóða hefði
orðið. Þegar Guðrún var spurð
hvort það væri ekki bara sérviska að
vera að grúska í gömlum orðmynd-
um sagijihún: „Þetta er líklega ekk-
ert sérviskusamlegra en hvað annað
í sögu germanskra þjóða sem
mönnum dettur í hug að rannsaka.
Islenska er fornlegasta germanska
tungan, og það má segja að það
standi íslendingum næst að rann-
saka forsögu íslensku og annarra
germanskra mála.“
Skrif ísiendinga um
túnáburð 1884-1911
Þetta hafði ekkert verið rannsak-
að og var því spennandi vettvangur,
á meðan hlutir eins og saga búnað-
arskólanna og alþýðufræðslan hafa
verið skoðuð ofan í kjölinn,“ sagði
Hrefna
SlGURJÓNSDÓTTIR
„Menn hafa strítt mér
á þvíað ég sé doktor í
mykjuflugum. “
ÞyrI Arnadóttir
,,/Wenn geta velt fyrir sér
muninum á orðunum
gleðimaður og gleðikona.
Fyrra orðið er jákvætt en
það er strax komin annar-
leg merking i orðið þegar
konu dirfist að gleðjast.
kjölinn en „Sko“ er einmitt nafn á
BA-ritgerð í málfræði sem hún
vann að. „Raunar var þetta verkefni
valið fyrir mig frekar en mér hafi
sjálfri dottið þetta í hug,“ sagði
hún. „Þegar ég byrjaði að skoða
þetta sá ég að það var mjög spenn-
andi athugunarefni sem kemur
bæði inn á sál- og málfræði.“ Árný
segir að hún hafi athugað hvar fólk
noti þetta orð í setningum og við
hvaða tækifæri. „Fólk notar oft sko
þegar það hikar og þegar það þarf
að hugsa sig um, sem er raunar
mjög oft, því íslenskan er flókið
mál og fólk þarf oft að gefa sér dá-
lítinn tíma til að hugsa upp setn-
ingarnar svo þær komi ekki allar
skakkar og vitlausar út úr þeim.“
Sko er aðallega notað í talmáli
þannig að Árný gat lítið stuðst við
skrifaðan texta heldur reyndi að
hlusta effir notkun orðsins í útvarpi
og sjónvarpi og í tali manna. „Það
er auðvitað mjög erfitt að segja ná-
kvæmlega hvaða gildi rannsóknir
sem þessar hafa. En öll þekking
kemur auðvitað til góða, ekki síst
varðandi málið. Það er oft sagt að
það sé tungumálið sem geri mann-
inn að því sem hann er. Með því að
grandskoða tunguna er því hægt að
öðlast gleggri skilning á því hvernig
hann hugsar. Það hlýtur að teljast
eftirsóknarvert.“
Sko hefur lengi verið bannfært af
málfræðingum enda danskt að
uppruna. Árný segir að henni sé þó
ekkert í nöp við orðið. „Ég nota sko
oft sjálf. Það er mjög gott að nota
það þegar maður ætlar að leggja
áherslu á orð sín eða hugsa sig að-
eins um.“ ©
Sigurgeir Guðjónsson sagnfræð-
ingur en hann skrifaði BA-ritgerð
sem ber titilinn „Skrif íslendinga
um túnáburð á tímabilinu 1884-
^911.“ Þetta hljómar í fyrstu sem
brandari en á sér í rauninni ofur-
eðlilegar skýringar, því þótt þetta sé
mjög sérhæft rannsóknarefni sagði
Sigurgeir að þessi skrif hafi skipt
töíuverðu máli í þeirri vakningu
sem varð meðal bænda um alda-
mótin. Þessi vakning bænda hafði
aftur mikil áhrif á mótun íslensks
þjóðfélags eins og við þekkjum það
í dag enda fýlgdi vélvæðing sveita í
kjölfarið og meiri velmegun.
Sigurgeir sagði að skrif bænd-
anna um áburð hafi aðallega snúist
um betri nýtingu lífræns úrgangs
úr húsdýrum en reyna átti að nýta
landið betur til að geta hafið út-
flutning á kjöti. Heldur dofnaði
hins vegar yfir þessari umræðu 1920
því þá var Áburðarverksmiðja rík-
isins stofnuð.
„Það sem mér finnst merkilegt
við þetta er að þarna eru bændur
hættir að hugsa einungis um sjálfs-
þurftarbúskap, það er að miða bú-
skap sinn einungis við að hafa fæðu
ofan í sjálfa sig og klæði á kropp-
inn, heldur farnir að leiða hugann
að stórfelldum útflutningi," sagði
Sigurgeir. „Þetta er þó aðeins lítill
angi af þeirri miklu urnræðu senr
fór fram meðal bænda um breytta
búnaðarhætti á þessum tíma.“
Mökunarlíf
mykjuflugna
„Menn hafa stundum strítt mér á
því að ég sé doktor í mykjuflug-
unr,“ segir Hrefna Sigurjóndóttir
en hún skrifaði doktorsritgerð 1980
sem fjallaði aðallega um rannsóknir
á mykjuflugum. Við fyrstu sýn
virðist þetta vera býsna sérkenni-
legt rannsóknarefni, enda mykju-
flugur ekki beint fallegustu lííverur
veraldarinnar. Það hljómar einnig
allþunglyndislega að eyða þremur
árurn í að grarnsa í kúadellum og
grandskoða flugnahópa. Hrefna
sagði þó að í rauninni hafi helsta
markmið rannsóknar sinnar verið
að átta sig á hvernig stærðarmunur
kynja hjá dýrurn hafi þróast en
mykjuflugan hafi verið mjög gott
„módel“ fyrir þær rannsóknir.
Ennfreinur rannsakaði hún þrjá
fuglaættbálka í tengslum við þetta
verkefni en ritgerðin vakti þó mesta
athygli firir . rannsóknirnar á
Arný Einarsdóttir
„Þegar ég byrjaði að
skoða orðið sko sá ég
að þetta var mjög
spennandi athugunar-
efni sem kemur bæði
inn á sál- og málfræði. ‘
mykjuflugunum en margt kom
fram í þeim sem hafði ekki áður
verið vitað og er jafnvel enn vitnað
til þessarar rannsóknar í erlendum
vísindatímaritum.
Um hvort rannsóknin hafi haft
áhrif sagði Hrefna að rannsóknir
sem þessar séu grundvöllur smíða
líkana í þróunarfræði og þessi
rannsókn hafi líkast til nýst ágæt-
lega í þeirri vinnu.
Þótt hún hafi aðallega stundað
þessar rannsóknir 1977-1980 í Eng-
landi sagðist hún enn vera að fylgj-
ast með mykjuflugunum, enda sé
sama tegundin hér og í Englandi og
virðist hegða sér eins. „Það er helst
að það sé meira af þeim hérna,“
sagði hún.
Sko til
Árný Eiríksdóttir nýtur þeirrar
sérstöðu að vera eini maðurinn
sem hefur skoðað orðið sko ofan í
f
Fl