Eintak - 28.07.1994, Blaðsíða 27
Nafn: Ólafur Benedikt Guðbjartsson Fæðingardagur: 31. júlí 1964 Þyngd:
73 kg Háralitur: Rauður Augnlitur: Grænblár Sérkenni: Það held ég ekki
Hver?
Ólafur Benedikt er mynd-
listarmaður sem gerir verk
í symbólískum stíl. Hann
sýndi þau nýlega í Gallerí n
við Skólavörðustíginn.
„Ég nota hluta úr manns-
líkamanum til að tákna
nærveru mannsins og sýni
til dæmis heila til að túlka
hugsun," segir hann.
Hvar?
Ólafur Benedikt útskrifað-
ist úr Myndlista- og hand-
íðaskólanum árið 1988. Þá
hélt hann til Kína í kín-
verskunám og var þar á ár-
unum 1988-1990.
Áhugi Ólafs Benedikts á
Kína kviknaði í æsku en
ungur að aldri fór hann að
hafa gaman af landafræði
og tungumálum. Hann tal-
ar nú kínversku, frönsku
og ítölsku.
„Kínverskan er auðveldari
fyrir Islendinga en til dæm-
is Japani þótt þeir þekki
táknin mun betur en við.
Hljóðin er svipuð þeim
sem tíðkast í íslensku.
Franskan er okkur hins
vegar erfiðari hvað fram-
burðinn varðar,“ segir Ól-
afur Benedikt.
Hvað?
Þegar hann hafði náð kín-
verskunni hóf hann nám í
fornsögu Kína. „Ég var í
Peking þegar mótmælin
urðu á Torgi hins him-
neska friðar. Þetta var allt
mjög óraunverulegt. Skól-
inn minn var í 5 km fjar-
lægð frá torginu og ég sá
bíla brennda úti á götu og
hersveitir hér og þar,“ segir
Ólafur Benedikt. Hann
vildi ekki setjast að í Kína
þar eð honum fannst lífið
þar of ólíkt því sem hann
hafði áður átt að venjast.
„En það er gott að mennta
sig og reyna fyrir sér í út-
löndum meðan maður er
ungur,“ segir Ólafur Bene-
dikt.
Hvert?
Síðustu þrjú árin hefur
hann dvalist í París og milli
þess sem hann málar sker
hann út rauða stimpla fyrir
verslun eina þar í borg.
Hann kynntist rauðu
stimplunum í Kína en þeir
eru eins og þeir sem sjá má
á kínverskum myndverk-
um.
Ólafur Benedikt var í námi
í Svartaskóla í París í tvö ár
og lagði þar stund á forn-
leifafræði og listasögu við
deild Austurlanda. Lokarit-
gerðin hans fjallar um kín-
versk bronsinnsigli á seinni
hluta Shang-tímabilsins.
Hvenær?
Ólafur Benedikt hefur ekki
tekið ákvörðun um það
hvenær hann ætlar að flytja
heim frá útlandinu.
„Mér finnst gott að mála í
Evrópu enda til svo stór
listasöfn og bókasöfn þar
og auðvelt að þróa hug-
myndir sínar við slíkar að-
stæður. En mér er það mest
virði að sýna myndirnar
mínar heima á íslandi enda
fæddur hér og uppalinn. Ég
stefni líka á að búa hér í
framtíðinni," segir Ólafur
Benedikt.©
MYNDIR þú
treysta
þessumpresti
fyrir
brúðkaupinu
þínu ... ?
Mynd frá höfutidi
Blackadder og Aír. Bean.
^jógur brúðkaup og jarðarfór
hefur lifað og hrærst í myndlistarheiminum ára-
tugum saman og notið tilsagnar færustu lista-
manna þjóðarinnar. Allar myndir á sýningunni
eru til sölu, pælið í því. Sýningunni lýkurá
fimmtudaginn.
Hermína Dóra Ólafsdóttir sýnir myndir
unnar með blandaðri tækni [ Galleríinu Hjá
þeim. Úlfari fannst hún góð.
Sýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur
Ream stendur yfir í Norræna húsinu. Verkin
eru fengin aö láni hjá listasöfnum og einkaaðil-
um.
í deiglunni heitir sýningin í Listasafni íslands.
Þar eru sýnd verk frá árunum 1930-1944 og er
reynf að varpa Ijósi á þau umbrot sem urðu
þegar gamalgróið bændasamfélagið mætti vax-
andi borgarmenningu einkum i myndlist, list-
iðn, hönnun og byggingarlist. Þetta er mjög at-
hyglisverð sýning og greinilega mikil vinna á
bak við heimildasöfnunina. Sjáið þessa sýn-
ingu.
íslandsmerki og súlnaverk Sigurjóns Ól-
afssonar er yfirskrift sýningarinnar í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar. Sýningin stendur út áriö.
Húbert Nói Jóhannesson hefur opnað sýn-
ingu á Sólon íslandus. Þar hanaa uppi níu afar
dimm málverk. Bæði Listasafn íslands og
Reykjavíkurborg hafa keypt myndir af Húbert.
Hin mexíkóska Beatriz Ezban er meö mál-
verkasýningu í Portinu Hafnarfirði.
BÍÓBORGIN
Maverick ★★ Jody Foster skýtur James
Garner og Mel Gibson rel fyrir rass i þessum
grínvestra sem er lengri en hann er lyndinn.
Þrumu-Jack ★ Ástralir elska Paul Hogan og
þreytast ellaust ekki é að sjá hann íþessari
mynd. Öðru máli gegnir um íslendinga.
Hvað pirrar Gilbert Grape What's Eating
Gilbert Grape ★★★ Ein afþessum myndum
sem maður gleymir sér yfir.
Blákaldur raunveruleiki Reality Bites ★★★
Góð skemmtun fyrir unglinga.
BÍÓHÖLLIN
Steinaldarmennirnir The Flintstone ★ Eftir
hina ágælu sendingu trá steinöld f Júragarðin-
um kemur hér ein mjög vond. Manni verður
nánasi illt i veskinu að sjá jafn mörgum milljón-
um kastað á glæ.
Löggan í Beverly Hills 3 Beverly Hils Cop 3
★ Líklega lokatilraun til að lílga við löngu
dauðan feril Eddie Murphy.
Bíódagar ★★★ Falleg en dálítið gölluð
mynd. Byrjar vel en leiðist úl íhálfgerða ára-
mótasketsa og endar I langri jarðarför.
Logregluskólinn — Leyniför til Moskvu
Police Academy — Mission to Moscow. ★ Yt-
irþyrmandi vitleysa sem er alltaf sjaldan
skemmtileg.
HÁSKÓLABÍÓ
Steinaldarmennirnir The Flintstone ★ Mis-
lukkuð skemmtun sem verður nánasl óbærilega
leiðinleg þegará líður. Flest barnanna helðu
frekar kosið teiknimyndirnar.
Löggan í Beverly Hills 3 Beverly Hills Cop 3
★ Það er löngu komið i Ijós aö Eddie Murphy
er einnar hliðar maður. Efmaður snýr honum
við þá er sama lagið hinum megin.
Græðgi Greedy ★ Útlaleg þvæla.
Veröld Waynes 2 Wayne's World 2 ★★★
Sannkölluð gleðimynd.
Brúðkaupsveislan The Wedding Banquel
★ ★ Gamanmynd um homma I felum. .
Beint á ská 331/3 Naked Gun 331/3 The
Final Insult ★ Frekar dapurleg tilraun tilað
halda lífi I þessari seríu. Með góðum hug má þó
hlæja hér og hvar.
LAUGARÁSBÍÓ
Krákan The Crow ★★ Mynd tyrir áhugamenn
um rokk, dulrænu, teiknimyndir og annað þess-
legt.
Serial Mom ★★★ Fyndinogbararéttmátu-
lega geggjuð svo ýmsir aðrir en einiægir John
Waters-aðdáendur geta haft gaman at.
Lögmál leiksins AboveThe Rim ★ Myndum
körfuboltaoggæja.
Ögrun Sirens ★★ Innihaldslaus og snubbótt
saga sem helði máll klára fyrir hlé. Þótl sumar
konurnar séu lull jussulegar geta karlar skemmt
sér við að horfa á prestsfrúna. Og konurnar á
Hugh Grant. Þessi tvö eiga sljörnurnar.
REGNBOGINN
Gestirnir Les Visiteurs ★★★ Frönsk della
sem má hala mikið gaman af. Hraður og hlað-
inn tarsi.
Sugar Hill ★ Sýrópið ogsykurinn drýpuraf
tjatdinu f einn og hálfan tíma áður en myndin
byrjar lyrir alvöru. Stuttu siðar er hún búin.
Nytsamir sakleysingjar Needful Things ★★
Djöfullinn stigur upp til jarðar og breytir frið-
sömu þorpi I hálfgert helvíti. Venjubundinn
Stephen King.
Píanó ★★★ Óskarsverðlaunaðurleikuríað-
al- og aukahlutverkum. Þykk og góð saga.
Kryddlegin hjörtu Como Aqua Para Chocol-
ale ★★★ Ástir undir mexíkóskum mána.
STJÖRNUBÍÓ
Bíódagar ★★★ /rauneratriðiðþarsem
bóndinn íer í sagnakeppni við Kanann nægt til-
efni til að sjá myndina.
Stúlkan mín 2 My Girl 2 ★★★ Myndsem er
um og fyrir gelgjur—og ágæt sem slík. Þeir
sem eru komnir yfir hana eða hafa aldrei orðið
lyrir henni geta meira að segja haft nokkuð
gaman af.
Tess í pössun Guarding Tess ★★★ Hæg,
Ijúf og líklega indæl gamanmynd með smá
spennu ílokin. Söguþráðurinn skiptir í sjálfu
sér ekki miklu eins og í mörgum svipuðum
myndum heldurandinn sem svífuryfir vötnun-
um.
Fíladelfía Philadelphia ★★★★ Frábærlega
leikin. Það hata allir gotl af að sjá þessa mynd
og ekki kæmi á óvart þótt hún yrði notuð sem
kennsluelni I alnæmisvörnum þar til annað
betra býðst.
Dreggjar dagsins Remains of the Day
★★★★ Magnað verk.
SÖGUBIÓ
Maverick ★★ Bíómynd byggð á sixtis sjón-
varpslöggunni sem skaut allt í tætlur.
Járnvilji Iron Will ★★ Ævintýramynd frá Walt
Disney sem lær mann til að velta lyrir sér hvers
vegna leiknu myndirnar trá fyrritækinu eru
svona miklu verri en teiknimyndirnar. Ef til vill
eru þær búnar til allt annarri deild.
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ1994
27