Eintak

Útgáva

Eintak - 28.07.1994, Síða 16

Eintak - 28.07.1994, Síða 16
t Seu vönduð föt rétt hengd upp fara krumpur úr þeim sem og raki og lykt, sem kann að setjast í þau í erli dagsins. Ef hugsað er um fötin með réttum hætti á ekki að þurfa að fara með fötin í hreinsun nema tvisv- ar, þrisvar á misseri. Fatahreins- un er nauðsynleg — ekki síst áð- ur en fötin eru hengd upp yfir þann árstíma, sem þau eiga ekki við — en fötin slitna verulega við margendurtekna hreinsun. Skyrtur eru nær hluti jakkafata. Fles nægja hvítar skyrtur sem er, en það eru kostirí stöðunni. Fllþt ast svolítið eftir, Fínastar eru ermastúkur, sem eru tvöfaldar og þarfað hneþþa með sérstðkum ermahnöþþum. Flestir láta sér þó nægja hefðbundnar ermastúkur, en aftur af þeim á að ganga hneppt klauf upp í ermina. Skór og belti Menn þurfa að veija skó við jakkaföt af kost- gæfni. Menn skyldu alltaf taka reimaða skó fram yfir mokkasínur þó ekki væri nema til þess að sýna að menn kunni að reima. Saumurinn má gjarnan vera greinilegur og skór með stungnu leðri eru ávallt augnayndi. Aðalreglan er sú að svartir skór eiga við évört föt og blá, en brúnir við brún, grá og mislit föt. Skór og belti eiga undantekningalaust að fara saman. Noti menn axlabönd — sem óneitanlega er svolítið tilgerðarlegt — eiga þau að fara saman við bindið. LUTAR Vasaktútar eru skyldir bind- unum að þvíteyti að þeir eru notaðir til skrauts. Sum bindi eru seld með viðeig- andi vasaklútum, en yfirleitt skyldi miðað við að klútur- inn rími við skyrtuna fremur en bindið. Vasaklúta þarf að strauja, jafnvei þó svo þeir séu hafðir fiakandi, eins og nú er algengast. <3 Hengið fötin alltaf upp eftir notkun og notið gott herðatré til þess — ekki stólbak. 0 Notið mjúkan fatabursta á fötin þegar farið er úr þeim. Rykið og óhreinindin, sem safn- ast í þau yfir daginn, kunna að vera tiltölu- lega lítil, en safnast þegar saman kemur og efnið slitnar miklu fyrr fyrir vikið. © Hreinsið alltaf bletti úr fötunum jafnóðum. 0 Hengið fötin upp í fatapokum til þess að koma í veg fyrir að ar komist að þeim. Vesti Vesti eru aftur að verða vinsæl, en þau duttu úr tísku um leið og miðstöðvarkynding varð almenn á Vesturlöndum. Nú eru þau hins vegar merki um að eigandinn leggi mikið upp úr klæðaburði sínum. Þau eru líka nauðsynieg til þess að bera vasaúr. Bindi Vegna þess hvað jakkaföt eru íhaldssöm í eðli sínu hættir þeim til að vera einsleit og jafnvel óspennandi. Þess vegna nota karlmenn bindi til þess að Ijá sér lit og gefa til kynna hvernig þeir eru stemmdir. Litina þurfa menn vitaskuld að velja saman við föt og skyrtur, en yfirleitt komast menn upp með nær hvað sem er íþeim efn- um. Menn skyldu þó gæta þess að smágerð mynstur, sem kunna að virðast afskaplega falleg, geta horfið gjörsamlega i fjarlægð. Dökkir litir geta sömuleiðis einfaldlega horfið ífjarlægð. Þess vegna er ráðlegt að máta öll bindi og skoða sjálfan sig íspegli yfir þvert herbergi. Bindi eiga að nema við beltisstað og eiga ekki að vera úr neinu öðru en silki. Gætið þess sér- staklega að bindin séu tandur- hrein. Fitublettur getur farið fram hjá eigandanum þegar hann lítur niður bringuna á sér, en aðrir taka undir eins eftir slíku og þá er betur bindislaust afstað farið. En það er ekki alltaf skilyrði að ganga með bindi. Stundum eru þau fullformleg, á meðan jakkafötin ganga flest tækifæri. Það er til dæmis hægt að ganga i rúllukraga- peysu við flest jakkaföt og vera þannig bæði frjáls- legur og elegant i einu. FIMMTUDAGUR 28. JULI 1994 Leðurjakki, baðmullarbolur og Levi’s kunna að vera kaiimannlegasti klæðaburðurinn, en samt sem áður eru það gömlu góðu jakkafötin, sem enginn karlmað- ur getur án verið. En það er ekki sama hvernig jakkafötum menn klæðast og hvernig menn klæðast þeim. Tískuffömuðurinn Andrés Magnússon leggur hér línumar um þennan hápunkt vestrænnar siðmenningar. Jakki, vesti, brók skór Tískan hefur á undanförnum ár- um færst mjög í frjálslyndisátt; um- burðarlyndi er meira en fyrr og það er af, sem áður var, að ein tísku- stefna eigi hug alls fjöldans. Það er þó eðli karlmannatísku að vera tals- vert íhaldssamari en gerist meðal kvenna, hugsanlega vegna þess að þeim er meira umhugað um að halda á lofti alvarleika sínum. Auð- vitað hefur í hátísku borið á alls kyns tiktúrum, en þegar allt kemur til alls hafa karlar haldið ótrúlegri tryggð við jakkafötin og um þessar mundir fara vinsældir þeirra enn vaxandi. Þetta er ekki sú jakkafatatíska, sem uppakynslóðin bar ábyrgð á. íhaid- ssemin er meiri nú en þá - hugsan- lega vegna þrengri efnahags - og menn leggja meira upp úr vönduð- um fötum en áberandi. Aftur á móti eru menn óhræddari við að impróvísara nú en áður. Menn þurfa ekki endilega að vera í skyrtu og bindi við jakkaföt. Það er hægt að vera í bindislausri skyrtu, bæði upphnepptri, sem fráflakandi. Sumir hafa flutt leðurreimar og hálsskart inn frá Texas og notað við Armani-föt með góðum árangri. Það er líka hægt að vera í skyrtu og bindi í vinnunni, en skipta svo yfir í fínofna rúllukragapeysu eða póló- skyrtu effir vinnu. Hér á landi eiga flestir karlmenn að minnsta kosti ein jakkaföt, sem eru nothæf við jarðarfarir og fimm- tugsafmæli þó ekki sé rneira. Yfirleitt eiga menn þó eins og tvenn föt, ein til jarðarfara og önnur, sem eru ögn sumarlegri og jafnvel nothæf í vinnu. Þeir, sem ganga vart í öðru en jakkafötum, þurfa hins vegar fleiri flíkur. Yfirleitt duga þeirn um sex jakkaföt, sem eru þá með misalvar- legu yfirbragði og jafnframt háðari árstíðum en ella. Hvernig eiga menn að velja sér jakkaföt? Auðvitað hafa menn mis- jafnan smekk á efnum, mynstrum og litum, en það er margt fleira, sem þarf að gæta að. Yfirleitt er óhætt að segja sem svo að menn eigi að kaupa dýrustu föt, sem þeir hafa efni á, en það er kannski full einfalt að slá slíku fram. Það er hins vegar óhætt að minna menn á að það er hægt að fá klæðskerasaumuð föt hér á landi og þau eru yfirleitt álíka dýr og vönduð tilbúin jakkaföt. Á móti kemur að þau eru margfalt vand- aðri, menn geta haít alla sína henti- semi með þau og þau eru nákvæm- lega saumuð til þess að þau dragi fram það besta í eigandanum. Þann- ig geta menn til dæmis látið sauma eins marga vasa inn á jakka sína og þörf krefur og gera buxnavasana nógu djúpa til þess að hægt sé að setjast upp í bíl án þess að týna öllu klinkinu. Þau geta líka betur falið bumbur og innfallna brjóstkassa, meðan herðar eru ýktar og mitti undirstrikuð. Fyrst og fremst eiga þó fötin að vera þægileg. Það á að vera auðvelt að ganga í þeim og ekki síður á að vera þægilegt að sitja í þeim, jafnt við skrifborð sem í hægindastól. Þá skyldi maður aldrei kaupa jakkaföt án þess að prófa að fara í frakka ut- anyfir þau með mikilli sveiflu, því viðkvæmasti hluti jakkans eru yfir- leitt ermar og axlir.0 Snið Sniðið á jakkafötum eryfirleitt tengt laginu á manninum, sem ber þau. Vel vaxnir karlmenn geta yfirleitt gengið í hverju sem er, en þegar menn eru teknirað gildna þurfa þeirað gæta sín. Nær allir karlmenn geta notað tví- hneppt jakkaföt með sex hnöppum, þar sem aðeins neðsta hnappinum er hneppt. Flestir geta þó einnig notað tvíhneppt föt með sex hnöppum þar sem neðstu tveimur hnöppunum er hneppt. Einhnepptir jakkar eru aðeins nýtískulegri, en gildvöxnum mönnum hættir til að líta út eins og velklæddar tunnur íþeim ef þeim er hneppt of hátt (neðsta hnappinum er aldrei hneppt á einhnepptum jökkum). Gætið sérstaklega að því að jakkinn hvfli vel á öxl- unum og pokist ekki undir flibbanum að aftan. Klaufar Karlmannsjakkinn á ættir að rekja til þess tíma sem menn ferðuðust um á hestum, en fyrir vikið voru klaufar aftan á jökkunum. Klaufin hefur varðveist misvel. Miðklaufin er vinsælust vestanhafs á meðan meginiandsbúar Evr- ópu láta hana alveg eiga sig. Bretar kjósa aftur fremur tvöfalda klauf. vera nógu langar til þess að skyrtan gægist tæpan sentimetra fram úr þeim. Góð jakkaföt eiga að endast og endast sé vel um þau hugsað. Flestir komast af með ein smókingföt um ævina (yfirleitt með smá- breytingum þó) og það er engin ástæða til þess að jakkaföt geti ekki enst árum saman, þó þau séu meira notuð. Buxur Yfirleitt láta menn jakkann ráða þegar þeir kaupa sér jakkaföt og buxurnar fylgja með, svona allt að því í kaupbæti. Það er samt full ástæða til þess að gefa þeim gaum. Þær eiga að ná upp á mitti án þess að þrengja að klofinu, vera teknar saman að framan sem aftan og hafa uppbrot. Uppbrotin eiga að nema við skóna, þannig að ekki sjáist ísokka þegar menn standa. At- hugið að velja sokka við fötin. Svartir sokkar ganga við flest jakkaföt, en mynstraðir sokkar ganga svo framarlega sem þeir eru ekki i of skærum lit. Það er líka nauðsyntegt að vera í nógu háum sokkum, svo ekki glitti í bert holdið þegar menn krossleggja fætur. Ermar Fjöldi hnappanna á erm- unum skiptir máli og yfir- leitt er hægt að meta gæði fata á fjölda hnappanna. Þau fínustu hafa fjóra hnappa. Ermarnar eiaa að Vasar Vasar með hlíf eru algengastir á hefðbundnum jakkafötum, en hlífðarlausir vasar eru fín- legri og þannig eru til dæmis smókingjakk- arnir. Utan- áliggjandi vasar voru upphaf- lega aðeins á sportjökkum, Cl I 11 lcl l IU lll ll Id á mörgum óformlegum jökkum.

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.