Eintak

Útgáva

Eintak - 28.07.1994, Síða 18

Eintak - 28.07.1994, Síða 18
Siónvarp SIGURJÓN KJARTANSSON Skál! Staupasteinn (Cheers) Ríkissjónvarpinu ★ ★★★ Það var mikil sorg fyrir okkur Staupasteins-aðdáendur þegar ákveðið var að hætta framleiðslu þessa frábæra myndaflokks í fyrra- vor. Þá hafði hann verið í gangi í hátt á annan áratug og orðinn gjör- samlega fastur liður í tilverunni. Svo vinsælir voru þættirnir hér á landi að suður í Kópavogi var meira að segja opnaður bar undir sama nafni, þar sem líkt var effir útliti leikmyndarinnar í einu og öllu og jafnframt reynt að bjóða upp á persónulega þjónustu „a la Cheers". Þessi bar fór nú reyndar á hausinn fyrir skömmu en það verð- ur að segjast að hann náði sannar- lega að vera líkari fyrirmyndinni heldur en sá bar sem að þættirnir sjálfir voru byggðir á. Sú knæpa er ennþá til og er staðsett í Boston. Þangað flykkjast ferðamenn alls staðar að úr heiminum og verða flestir fyrir svipað miklum von- brigðum og ég um árið, þegar ég átti leið um Boston og ákvað að taka á mig krók til þess að berja þessa merku krá augum. Það voru sko vonbrigði í lagi. Það var ná- kvæmlega ekkert sem minnti á útlit barsins í þáttunum nema pínulítið indíánalíkneski úti í horni, annars var þarna ekkert að sjá nema sorrí túrista drekkandi rándýran bjór. Ég var ekk’’ lengi að labba út. Er /að um það, þættirnir sjálfir V' otrúleg snilld og sem betur fer .ikissjónvarpið enn nokkra tugi af ósýndum þáttum. Fyrir skömmu hófú þeir einmitt sýningar á enn einni þáttaröðinni sem kemur von- andi til með að endast eitthvað fram á haust. Þangað til getum við unað ánægð við okkar hlutskipti, ásamt póstmanninum Cliff, fítu- bollunni Norm, töffaranum Sam, vitleysingnum Woody, sálfræð- ingnum Frasier, grybbunni Cörlu og bossanum Rebeccu. Skál fýrir því! © ÓTTARR PROPPÉ íslenskt ogfrískt í bland Smekkleysa f hALfa öld ★★★ Egg '94 ★★★ Útgáfufyrirtækið Smekkleysa lifði lengi vel á því að vera dóttur- fýrirtæki Sykurmolanna sálugu. Nú hefur fyrirtækið hins vegar öðlast sjálfstætt líf og það svo um munar. Útgáfa fyrirtækisins er með blóm- legasta móti þessa dagana eins og sést á metsöluplötu Páls Óskars og milljónamæringanna og safn- plötunum Smekkleysu í hálfa öld, sem er gefin út í tilefni afmælis lýð- veldisins en ekki Smekkleysu, og danssafninu Eggi '94. Hljómkringlur þessar sameina þá hugsjón að safna saman fjölda lítt og óþekktra hljómsveita og hrúga saman til kynningar. Þetta er skemmtileg tilbreyting frá þeirri lensku að gefa út safnplötur með nokkrum íslenskum lögum í bland við erlenda slagara og safna síðan saman safnlögum íslensku sveit- anna á næstu plötur sveitanna. Á safnskífum Smekkleysu heyrist í fjölda hljómsveita sem hefði tæp- lega heyrst í ef ekki væri fyrir þessa útgáfu. Hvort þær eiga það allar skilið að erta eyru landsmanna er svo aftur allt önnur spurning. Smelddeysa í hálfa öld er sem fýrr segir lýðveldisplata og stendur undir nafni með því að þyrja á lýð- veldisslagara hljómsveitarinnar Ex- em. í kjölfarið sigla svo lög eftir spámenn á borð við Texas Jesus, Bubbleflies, Curver og músiktil- raunaþríeykið Kolrössu krókríð- andi, Yukatan og Maus. Frísk bönd öll og áheyrileg. Hljómsveitin Ern- ir, Sbr. Frostbite á lag undir nafn- inu Kali þar sem Guðmundur gítar Pétursson kemur við sögu í rokk- könnun þeirra félaga. Erkitöffarinn Rúni Júl syngur lag með Unun, nýrri súpergrúppu Dr. Gunnars og Þórs Eldon og hefur ekki hljómað jafn bítlalega í alltof langan tíma. Olympia kannar útkomuna af því að spyrna saman evrópoppi í anda Pet Shop Boys og drungalegum fjallatenór í anda Stefáns íslandi. Mesta uppgötvun þeirra Smekk- leysumanna er þó fönkrokksveitin Los sem er einhver sú ferskasta sem komist hefur á plast, eða geisla eða hvað það nú heitir í dag, í háa herr- ans tíð. Svona safnplötur vilja gjarnan enda á því að maður hlustar á þær með fjarstýringunni til að hlaupa yfir verri lögin. Þessi skífa er furðu laus við leiðindi og sýnir grósku í undirheimum rokksins sem er í engu samræmi við tíðindaleysið í tónleikahaldi. Það myndi náttúrlega jaðra við drottinssvik að gefa út Smekkleysu- plötu án þess að Björk fengi að vera með. Innlegg hennar að þessu sinni er Akkeri, íslensk útgáfa af Anchor song af Debut. Þessi útgáfa bætir litlu við upprunalega lagið nema helst að henni takist að gleðja ís- lenskufræðinga. Það skiptir ein- hvern veginn engu máli á hvaða máli er sungið þegar rödd Bjarkar er annars vegar. Hún hefði áreiðan- lega slegið í gegn þó hún syngi á færeysku. Egg ‘94 er þrettán laga plata þar sem teknóið ræður ríkjum. Þó svo nöfn sveita á við Underground Family, Kusur, Hydema og Plastic kveiki ekki á perunni hjá öðrum en innvígðum, er augljóst að teknóið þróast á ljóshraða hér á skerinu. Ef miða má við framfarir Ajax og T- world, þeirra einu sem undirritað- ur kannast við, er ísland næsta Ital- ía þegar kemur að dansgólfmu. Þessi plata stendur fyllilega upp í hárinu á erlendis safnplötum af „Smekkleysa hafi þökk fyrír vel heppnuð söfn. Næsta skref er að senda Los á sveita- ballamarkaðinn og selja T-world út í heim. Það er alla vega gott til þess að vita að það eru aðrir að spila músik en Pláhnetan og 1 Scope.“ sama toga. Það þarf umtalsverðan heilaskaða til að fíla þessa grúv ekki í botn, alla vega brotnaði talsvert af kristal þegar hún rataði á fóninn hjá mér. Smekkleysa hafi þökk fyrir vel heppnuð söfn. Næsta skref er að senda Los á sveitaballamarkaðinn og selja T-world út í heim. Það er alla vega gott til þess að vita að það eru aðrir að spila músik en Pláhnet- an og Scope. © MEÐ HULDARI BRE IÐFJÖRÐ YFIR H O LLYWOOD Hay hay hay ha..ha Ég hef oft velt því fyrir mér þegar ég hef horft á Bill Cosby Show og hina og þessa gamanþætti sem eru teknir upp fyrir framan „live studio audience“, hvað liðið í stúdíóinu getur hlegið mikið. Sama hversu slappur þátturinn er, sama hversu lélegur búmorinn er, alltaf skelli- hlær þetta blessaða „live studio audience“. Maður fer að velta því fyrir sér hvort þetta fólk sé svona svakalega ánægt með lífið og finnist allt svona ferlega fyndið, eða hvort maður sjálfur sé alger fúlingi. En svo kemst maður að þeirri niður- stöðu að liðið í þættinum hljóti að vera sérvaldir hláturbelgir sem ekki bara hlæi hátt og mikið, heldur séu þeir loksins að fá tækifæri til að vera viðstaddir tökur á uppáhalds- þættinum sínum. Og það er næst- um því þannig, að því komst ég ný- lega. Ég var að rölta í rólegheitunum á Melrose Avenue einn daginn þegar allt í einu vindur sér að mér maður á fertugsaldri í bleikum jogging- galla með hor í skegginu og stoppar mig. Hann romsar svo upp úr sér svaka rullu sem greinilega átti að vera brandari, potar því næst í magann á mér, bakkar tvö skref og starir framan í mig, greinilega að bíða eftir viðbrögðum. Ég hikaði aðeins, starandi til baka á viðundr- ið og fór svo að skellihlæja. Þá fór hann að gefa frá sér alls kyns kynja- hljóð sem erfitt er að ná á prenti en hljómuðu einhvern veginn eins og „hnnaa muuaii, banaa, ba, ba, hnumma, mmaaa, dúúrí dúúrí, hnaa, ba, ba!“ Mér fannst þetta al- veg stórsniðug hljóð og hélt áfram að skellihlæja. Og enn meira hló ég þegar hann sagði mér að kynja- hljóðin hefði verið tælenskt ljóð sem íjallaði um lífið, dauðann og stöðu mannsins í heiminum. Þegar ég hafði hlegið mig máttlausan yfir þessum frábæra karakter í dágóða stund, rétti hann fram hendina, sagðist heita Floyd Fredfred Floyd og starfa við það að finna hláturmilt fólk í „live studio audi- ence“ fýrir gamanþátt sem héti „And the world keeps spinning“. Ég væri greinilega hláturmildur maður sem hefði örugglega gaman af þættinum og mér væri hér með boðið að vera viðstaddur upptökur á næsta þætti. Því næst útskýrði hann fyrir mér hvar og hvenær upptökur færu fram og kvaddi svo. Þegar ég gekk í burtu frá honum heyrði ég hann upphefja kynja- hljóðin á ný og greinilegt að hann var að prófa annan vegfaranda. Því- lík vinna, hugsaði ég með mér. Daginn eftir brunaði ég niður í stúdíóið þar sem taka átti þáttinn upp. Þegar ég kom í upptökusalinn var mér vísað til sætis á milli tveggja fituhlunka sem voru svo polyester-dressaðir að ég fór strax að hafa áhyggjur af því hvort fötin þeirra myndu ekki hreinlega blossa upp þegar kveikt yrði á öllum sterku stúdíókösturunum. Ég reyndi að koma mér vel fyrir í því takmarkaða plássi sem ég hafði á milli amerísku hamborgararass- anna og leit yfir salinn. Ég áttaði mig fljótlega á því að það hefði ver- ið alveg sama bvar mér hefði verið vísað til sætis, alls staðar blasti við fólk sem hafði örugglega átt mikinn þátt í því að gera McDonalds að stórfyrirtæki. Hver einasti maður í salnum var akfeitur. Ég velti því fýrir mér hvernig í fjáranum mað- urinn í bleika jogginggallanum hefði eiginlega tengt við mig þenn- an hóp, og hvers konar þáttur þetta væri eiginlega. Meðan verið var að gera klárt fyrir sjóið var boðið upp á enda- lausan sítrónusafa og ég áttaði mig á því að það væri til að mýkja á okkur raddböndin þannig að við ættum auðveldara með að hlæja. Loksins byrjaði þátturinn og að- alpersónan steig á svið. Ég áttaði mig fljótlega á því að þessi blessaða aðalpersóna ætti að eiga við offitu- vandamál að stríða og væri alltaf fallandi á endalausa megrunar- kúrnum sínum. Mér fannst þetta frekar óspennandi söguþráður og fremur ófyndið allt saman. En þungavigtar „live audience-ið“ skemmti sér konunglega og ískraði og hossaðiast uni af hlátri. Til dæmis þegar Dale Toms, aðalper- sónan, ákvað að hrískaka væri mildu nothæfari sem glasabakki en matur og pantaði sér pizzu, hélt ég að polyesterbræðurnir sitthvoru megin við mig myndu hreinlega fá andarteppu því þeir hlógu svo mik- ið. Enda eflaust búnir að lenda í svipuðum aðstæðum sjálfir nokkr- um sinnum. Og ekki batnaði það þegar þurfti að taka þetta ágæta pizzuatriði aftur og aftur því Dale ruglaðist alltaf í textanum sínum. Alltaf ískraði salurinn og hossaðist. Og ég með, vel klemmdur á milli þeirra polyestérbræðra. Svo loksins þegar ég sá ástæðu til að hlæja að Dale Toms var það þeg- ar hann flæktist í einni af ljóskast- arasnúrunum og flaug á hausinn, en það var víst ekki í handritinu. En ég hló nú samt og komst að því að maginn í mér var orðinn bæði vel súr eftir allan sítrónusafann og < slappur eftir allan hristinginn og hossið sem þeir polyesterbræður höfðu boðið upp á. Því laumaði ég ( mér út úr stúdíóinu frá Dale Toms og hinum aukakílóunum. í þessum pistli er falinn djúpur boðskapur scm ég skora á þig að finna og segja svo vini þínum. 1 Huldar Breiðfjörð Los Angeles 18 u

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.