Eintak

Útgáva

Eintak - 28.07.1994, Síða 14

Eintak - 28.07.1994, Síða 14
Við íyrstu sýn kynni sumum að þykja það einkennilegt að fólk geri það að sérstöku rannsóknarefni hvar sko kemur fyrir í máli manna og hvaða merkingu það hafi. Sum- um kynni einnig að þykja það sér- kennilegt að einhver eyddi mörg- um árum í að kanna mökunarferli mykjuflugna út í hörgul. Það kynni einnig að koma óvísum á óvart að einhver geri germanska j-ið að ára- löngu athugunarefni, nánar tiltekið hvort það hafi fallið brott við til- teknar aðstæður um 500 fyrir kristsburð, eða þá að sagnfræðing- ur skuli skrifa BA-ritgerð um skrif fslendinga um túnáburð frá 1881- 1911 og dönskufræðingur skuli fletta í gengum gjörvalla Nu-dansk ordbog í leit að kynjamisrétti. Þannig mætti lengi telja, því svona eru vísindin orðin. Sérhæfing vísindanna Á nítjándu öld var uppi maður sem hét Arthur Schopenhauer en hann var heimspekingur. Það er stundum sagt um hann að hann hafi verið síðasti maðurinn sem hafi vitað „allt.“ Með öðrum orð- um voru vísindin það skammt á veg komin, og þekking mannsins á hinum ýmsu efnum ekki meiri en svo á þessum tíma, að hún rúmað- ist í hausi eins manns, eða að minnsta kosti að nafninu til. Þessir gósentímar alheimsspekinga eru liðnir. Milljónir vísindamanna vinna dag hvern að rannsóknum á hinum ýmsu efnum og gífurlegur þekkingarforði hefur safnast fyrir. Það er því mörg þúsund ára verk að lesa allar fræðibækur veraldarinnar og ógerningur er fyrir nokkurn mann að ná neinni heildarsýn nema á mjög takmörkuðu sviði. Þá hafa menn safnað svo mikilli þekk- ingu að leitin að frekari upplýsing- um er alltaf að snúast um smærri og smærri atriði sem fljótt á litið hafa lítið gildi en skipta í rauninni öllu máli. Því í raun og veru er leit- in að litlum fróðleiksmolum grundvallaratriði í frekari þekking- arleit mannsins. EINTAK leitaði til nokkurra yngri sem eldri háskóla- stúdenta og fræðimanna sem hafa fengist við mjög sérhæfð viðfangs- efni og fékk þá til að útskýra hvaða áhrif rannsóknir í líkingu við þeirra hefðu í víðara samhengi, eða hvort þetta væri helber óþarfi og tíma- eyðsla. Kynjamisrétti í danskri orðabók Þyrí Árnadóttir, dönskufræð- 14 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.