Eintak - 28.07.1994, Qupperneq 21
að fárast yfir því að þetta voru ekki
vatnsklósett eins og yrði eflaust
gert í dag.“
Verslunarmannahelgar hafa
jafnan reynst lögreglu landsins erf-
iðar. Eitt atvik sem Kristleifur
minnist frá liðnum árum sýnir
ágætlega hvernig álagið þessa helgi
getur farið með strekktar taugar
löggæslumanna.
„Það var einhverja verslunar-
mannahelgina að rafvirki einn var
að vinna við raflögn í kjallara tukt-
hússins. Svo fóru fram vaktaskipti
eins og lög gera ráð fyrir nema
hvað það gleymdist að láta nýju
vaktina vita af rafvirkjanum. Þegar
hinir nýmættu lögregluþjónar rák-
ust á ókunnugan mann sem var að
sniglast um í kjallara tukthússins
gerðu þeir sér lítið fyrir og stungu
honum í einn klefann. Skýringar
hans á því hvað hann væri að gera
létu þeir sem vind um eyru þjóta
og ályktuðu sem svo að þetta væri
einhver spéfugl af útihátíðinni sem
hefði ætlað að gera þeim grikk.
Manngreyið losnaði ekki úr gæsl-
unni fyrr en nokkrum klukkutím-
um síðar þegar einhver hringdi og
bað um að fá að tala við rafvirkj-
ann sem var að vinna í kjallaran-
um.“
Koníak í klaka og kók
Einn af minnisstæðustu atburð-
um verslunarmannahelgar síðustu
ára er koma bítilsins Ringo Starr á
útihátíðina sem haldin var í Atlavík
1984. Ringo var ekki einn á ferð því -
kona hans, Barbara Bach, var
með í för en hún hafði þá getið sér
það til frægðar að leika aðal kven-
hetjuna í nýjustu James Bond
myndinni. Mikill viðbúnaður var
hafður fyrir komu bítilsins og
meðal annars voru fengnir menn
til að gæta þeirra hjóna á meðan
dvöl þeirra stóð. Síðar hlutu þessir
menn titilinn bítlagæslumenn og
lag var samið þeim og Ringo til
heiðurs.
Jakob Magnússon, Stuðmaður
og einn reynslumesti skippuleggj-
andi útihátíða á íslandi og þó víða
væri leitað, var einn af aðstandend-
um Atlavíkurhátíðarinnar. Hann
segir að Ringo hafi kunnað vel við
sig á hátíðarsvæðinu og fallið vel
inn í skarann, svo vel reyndar að
gæslumenn hans hafi nánast reynst
óþarfir.
„Þegar Hringur kom þarna til
okkar á sínum tíma þótti ástæða til
þess að útvega honum lífverði til
að koma í veg fyrir að hann yrði
fyrir ónæði. Meðan við vorum að
spila vappaði hann um svæðið í
fylgd konu sinnar og gæslumanna.
Þau hjón voru bæði klædd í ís-
lenskar lopapeysur og ungviðið
virtist ekki taka neitt sérlega mikið
éftir þessum skeggjaða miðaldra
manni sem fór þarna um. Þannig
að Ringo gekk óáreittur um svæð-
ið, sér sjálfúm og öðrum til
mestu furðu. Unga fólkið
slagaði um og skemmti
sér og var ekkert að
spá í hver væri þarna
á ferð. Það kom þó að því að einn
hljóp upp um hálsinn á Ringo,
kyssti hann bak og fyrir og faðmaði
hann þéttingsfast að sér. Þegar
hann var búinn að þessu festi hann
augu á Ringo og virtist allt í einu
hálf ráðvilltur og spurði: „Kenndir
þú mér ekki annars smíði á Eiðum
í fyrra?“
En það var ekki nóg með það að
Ringo félli svona vel í íslendinga-
hópinn heldur var hann hinn al-
þýðlegasti á flestan hátt. Áður en
Ringo kom hafði það valdið okkur
skipuleggjendunum töluverðum
heilabrotum hvað ætti að veita
manninum í mat og drykk á með-
an hann væri á íslandi. Það var til
dæmis tekin ákvörðun um það að
eiga breiða línu af dýrindis koníaki
til þess að Ringo gæti sjálfur valið
þá tegund sem honum líkaði best.
Þessar ráðstafanir reyndust hins
vegar með öllu óþarfar þegar til
kom. Þegar Ringo var spurður um
hvaða tegund mætti bjóða honum
að dreypa á eftir matinn, og allar
þessar rándýru tegundir taldar
upp, svaraði hann eitthvað á þessa
leið í lauslegri þýðingu: „Það skipt-
ir ekki máli, láttu mig bara fá tvö-
faldan koníak á klaka með smá
kóki út í.“ Svipað gerðist þegar
honum var boðinn grillaður hum-
ar, þá sagðist hann ekki borða neitt
sem skriði og fór svo og steikti sér
hamborgara."
Útlendingar
í tómri borg
Að véra staddur á íslandi yfir
verslunarmannahelgi er skrýtin
upplifun fyrir túrista. Það er ekki .
bara fylleríið og lætin á tjaldstæð-
um um allt land sem vekur undrun
þeirra, hitt finnst þeim ekki síður
skrýtið að koma til Reykjavíkur og
sjá varla hræðu á stjái. Þetta hátta-
lag íslendinga þessa fyrstu helgi í
ágúst þarfnast óneitanlega nokk-
urra útskýringa fyrir ókunnuga.
Magnús Ásgeirsson er marg-
reyndur leiðsögumaður sem hefur
farið með hópa af útlendingum
upp um fjöll og firnindi. Hann
kannast vel við að þurfa útlista fyr-
ir skjólstæðingum sínum hvað er á
seyði í íslensku þjóðfélagi um
verslunarmannahelgi.
„Ef maður er á leið um verslun-
armannahelgi með hóp á svæði þar
sem er viðbúið að eittbvað af ís-
lendingum safnist saman þarf
maður að taka sér góðan tíma til
að útskýra fyrir fólkinu hvað er
framundan. Þeim þykir mjög
fúrðulegt að vera búin að hafa
tjaldsvæðin svo til útaf fyrir sig alla
vikuna en horfa svo upp á allt
troðfyllast af Islendingum. I fyrra
gisti ég til dæmis með hóp við
Hjörleifshöfða gagngert til þess að
reyna að vera í rólegheitum og
sleppa við að lenda í fjörinu. Þau í
hópnum trúðu mér hálfpartinn
ekki þegar ég sagði þeim af hverju
við hefðum tjaldað svo afskekkt en
þegar við keyrðum svo framhjá Vík
snemma á laugardagsmorgninum
datt hreinlega af þeim andlitið að
sjá öll tjöldin. Otlendingar skilja
ekkert í því af hverju íslendingar
fara svona margir á
sama staðinn til áð
tjalda þegar allt þetta
land er fyrir hendi.
Ég reyni yfirleitt að útskýra þetta
þannig fyrir þeim að hér er svo lít-
ið af fólki en mikið pláss að við Is-
lendingar sækjum í það að koma
saman og skemmta okkur. I Evr-
ópu er þessu þveröfugt farið, þar er
mikið af fólki en lítið pláss enda
sækir fólk þar í einveruna. Þetta er
jafn góð skýring og hver önnur og
útlendingarnir sætta sig oftast
ágætlega við hana. Ég veit ekki
hvernig aðrir leiðsögumenn út-
skýra þetta en ég held að það sé
tvenns konar fólk í þessu fagi.
Annars vegar eru til leiðsögumenn
sem skammast sín fyrir hegðun
landa sinna þessa helgi og reyna að
fela fylleríið og lætin fyrir útlend-
ingum, eða gera að minnsta kosti
sem minnst úr því. Svo eru það
hinir, og ég tel mig einn af þeim,
sem reyna að útskýra þetta af ein-
lægni. Ég segi mínu fólki alltaf að
verslunarmannahelgin sé hluti af
íslenskri menningu sem þau verði
að upplifa. Það er miklu heiðar-
legra en að reyna að lagfæra veru-
leikann með einhverjum feluleik.
Útlendingum fmnst þetta líka
mörgum mjög spennandi og fram-
andi. Einu sinni tjaldaði ég til
dæmis með stórum hóp á föstu-
dagskvöldi um verslunarmanna-
helgi í Þórsmörk. Ég sagði þeim
hvað þau ættu í vændum og út-
skýrði fyrir þeim að það sem þau
myndu upplifa væri bara hluti af
ferðinni. Morguninn eftir vaknaði
helmingurinn af fólkinu úrillur og
óútsofmn eftir hávaðasama nótt. Á
sama tíma og það fólk var að staul-
ast út úr tjöldunum var hinn helm-
ingurinn af mannskapnum að skila
sér til baka með sælubros á vör og
sagðist aldrei hafa Ient í öðru eins.
Það fólk hafði þá tekið sig til og
skellt sér í fjörið og skemmt sér
svona konunglega.
Önnur hlið á þessu máli er þegar
útlendingar hafa planað að skoða
Reykjavík og lenda óvart á verslun-
armannahelgi. Ég hef verið spurð-
ur að því af útlendingum sem
eyddu verslunarmannahelgi í
Reykjavík hvort borgin sé alltaf
svona róleg. Þetta fólk hafði þá
ráðgert að vera í bænum um helgi
og skoða mannlífið í borginni. Þau
eyddu helginni í að ráfa á milli
hálftómra bara og veitingahúsa og
hittu hlutfallslega fleiri túrista en
heimamenn." ©
"f FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ1994
21