Eintak

Tölublað

Eintak - 28.07.1994, Blaðsíða 11

Eintak - 28.07.1994, Blaðsíða 11
Hún var 21 árs og átti ágætis minningar frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sumarið 1988. Þess vegna langaði hana aftur og fór þangað í fyrra með stelpu sem hún hafði unnið með um sumarið. Helgin endaði með ósköpum og enn sér ekki fyrir endann á þeim. Mér var nauðgað remur strákum r „Ég fór til Eyja til að hitta strák fi ég var hrifin af. Við höfðum í mörg ár og ég hafði verið honum í eitt skipti tveimur vikum áður.Helgin byrjaði á því að ég varð viðskila við vinkonu mína. Ég hitti svo strákinn strax á fimmtudagskvöldinu. Hann vildi sofa hjá mér en ég hafði ekki áhuga. Hann kom illa fram við mig og við fórum að skíta hvort annað út. Ég gerði lítið úr honum fyrir framan vini hans. Hann stærði sig af því að hafa sofið hjá mér en ég neitaði því. Á laugardagskvöldinu hitti ég hann aftur þar sem hann var með vinahópi sínum. Þeir eru allir frá Vestfjörðum. Þá sagði strákurinn, svo allir heyrðu, að hann hefði smitað mig af kynsjúkdómi. Ég sagði að það gæti ekki verið og hann segði þetta bara til að reyna að láta mér líða illa. Ég gekk í burtu, rölti um svæðið en þekkti engan. Þegar ég fann hvað ég var orðin drukkin, fleygði ég frá mér brúsanum með víninu. Ég þorði ekki að sofna ein inni í tjaldinu mínu því mér hafði borist til eyrna að fangar sem nýflúnir voru af Hrauninu gætu hafa komist á þjóð- hátíðina. Reyndar náðist í þá rétt fyrir helgina en ég haföi ekki frétt af þvl. Ég haföi allan varann á og hafði sett hársprey ofan í farangurinn til að geta spreyjað framan í þann sem réðist á mig. Ég týndi því á fyrsta degi. Vinurínn fremstur í flokki Ég fór inn í tjald til stráks úr hópi þess sem ég hafði rifist við. Mér hafði fundist sá strákur mjög indæll og við höfðum borðað saman nesti í tjaldinu mínu fyrr um daginn. Þá hafði hann beðið um að fá að kyssa mig. Ég neitaði, því þá myndi mér líða eins og barnaræningja. Hann var miklu yngri en ég. Með honum í tjaldinu var líka stödd einhver stelpa en ég fékk að sofna hjá þeini. Ég vaknaði við að einhver var að reyna að klæða mig úr fötunum. Strákurinn sagði þeim sem þar var að verki að hætta og því var hlýtt. Næst er ég vakin við að strákur kemur inn til að segja mér að strákahópurinn sé að koma til að nauðga mér. Þá var ég orðin ein í tjaldinu en var svo drukkin að ég gat ekki hreyft mig. Ég bað strákinn um að hjálpa mér en hann sagðist ekki ætla að verða við því. í því kemur hópurinn inn í tjaldið og þeir fara að klæða mig úr. Sá sem ég hafði rifist við á fimmtudagskvöld- inu fór þar fýemstur í flokki. Ekki inni í mínu tjaldi! Ég man að sá sem haföi varað mig við nauðguninni sagði strax við strákana: „Ekki inni í mínu tjaldi!" Þess vegna var ég dregin út undir bert loft. Það var sunnudags- morgunn og albjart. Þeir voru þrír sem nauðguðu mér. Hópur stráka stóð í kringum okkur og skýldi hin- um. Ég veit ekki hvað þeir voru margir. Mér tókst að umla „hjálp“, en ekki nógu hátt. Strákurinn sem haföi varað mig við greip þá fyrir munninn á mér og sagði um ieið: „Fyrirgefðu“. Ég man að ég haföi fæturna beina og einhver hvæsti: „Beygið á henni lappirnar svo hún sjáist ekki.“ Svo var sagt við unga strákinn sem haföi beðið um að fá að kyssa mig: „Þú ert næstur.“ Hann neitaði, en hinir brýndu fýrir honum að hann væri samsekur því hann hafði fylgst með án þess að hreyfa legg né lið. Þeir sem nauðguðu mér notuðu allir smokk, líklega vegna þess að þeim hafði verið sagt að ég væri með kynsjúkdóm. Þess vegna hélt ég að ég væri örugg fyrir þeim en svo reyndist ekki vera. Á meðan á nauðguninni stóð niðurlægðu þeir mig á allan hugsanlegan máta. Ég ætla ekki að hafa eftir þeirn hvað þeir sögðu um mig. Vonandi játar einhver Ég hef verið mjög þunglynd síð- asta ár og ieitaði þess vegna til lækna. Ég sagði þeim ekki hvað hafði gerst á þjóðhátíð. Ég lokaði algjörlega á það sem hafði gerst þar. Ég sagði engum frá því fyrr en fyrir tveimur mánuðum síðan. Þá sagði ég mömmu minni frá þessu og hún gat ekki leynt því fýrir pabba mín- urn og bróður, enda fékk þetta mjög á hana. Mér finnst viðbrögð þeirra óþægileg. Þau vilja óð og uppvæg að ég kæri. Ég er að hugsa um það, en það er svo lítil von til þess að þessir strákar fái nokkurn dóm. Eina von mín er að einhver sem varð vitni að nauðguninni treysti sér til að segja frá því hverjir þar voru að verki. Ég sá strákinn sem hafði varað mig við nauðguninni á vinnustað mínum fyrr í sumar og fékk tauga- áfall. Það var hræðilegt. Ég var með tárin í augunum allan daginn að reyna að sinna mínu starfi. Strákur- inn heilsaði mér á leiðinni út. Mér hafði fundist hann ósköp indæll áður og það fer mjög í taugarnar á mér. Ég hef hugsað svo mikið um þennan atburð síðustu daga eftir að umræðan urn hópnauðganirnar hófst í fjölmiðlum. Ég er óskaplega hrædd um 15 ára gamlar frænkur mínar sem ætla að fara á útihátíðir í ár. Sú siðferðiskennd sem ríkir hér á Islandi fær mann til að halda að fólk sé nýdottið niður úr trjánum. Ég vil benda stúlkum á, sem eru að fara á útihátíðir, að það er ekki nóg að fara tvær til þrjár saman. Farið sem flestar og passið vel upp á hverja aðra. © Theódóra Þórarinsdóttir „ Hópnauðganir eru ekkert nýjar en það er nýtt að þær séu orðnar að fjölmiðlamat. “ hafa orðið varar við síðan ein þeirra sagði í fréttatíma Ríkisútvarpsins að skipulagðar hópnauðganir væru stundaðar á útihátíðum. „Hópnauðganir eru ekkert nýjar en það er nýtt að þær séu orðnar að fjölmiðlamat. Þær eru alltaf skipu- lagðar, en það er misjafnt hvort ákveðið hefur verið fyrirfram hvert fórnarlambið á að vera,“ segir The- ódóra Þórarinsdóttir hjá Stíga- mótum. Starfskonur þeirra segjast bæði hafa fengið upplýsingar um hóp- nauðganir frá fórnarlömbunum sem og ættingjum þeirra. „Við vitum ekki hverjir það eru sem standa fýrir þessum nauðgun- um og ef við vissum það bæðum við náttúrlega lögregluna um að fylgjast vel með þeim,“ segir The- ódóra. Hún bendir jafnframt á að strákar sleppi heldur ekki við að vera nauðgað: „En það er aðeins annað kynið sem fremur glæpinn. Þeim strákum sem hingað koma finnst oft betra að tala við kvenfólk enda eru það aðrir karlmenn sem hafa brotið á þeim. Um daginn var okkur sagt frá því að verið væri að selja derhúfur með áletruninni „Ég er á lausu og til í allt“. Það eru viss skilaboð ríkjandi í þjóðfélaginu um að þetta sé allt í lagi.“ Steingerður segir að rnikið hafi verið að gera þar í sumar miðað við undanfarin sumur. Ástæðuna telur hún meðal annars vera þá að Stíga- mót hafa unnið sér traustari sess svo konur eru farnar að leita þang- að fyrr. Þar af leiðandi hefur nýjuni máluryi fjölgað. Aftur á móti blöskrar Stígamótakonum hvað fólk er sinnulaust fyrir nauðga- naumræðunni og hvað því sé gjarnt á að segja að hún eigi við engin rök að styðjast. „Fólk þarf að sjá Biafra-barn til að trúa því að það sé hungursneyð en lætur eins og nauðganir og heimilisofbeldi séu ekki til þó það heyri lætin úr næstu íbúð,“ segir Theódóra. „Sömuleiðis hneykslast fólk á nauðgununum í fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu en við vitum að það þarf enga byssustingi til að framkvæma þær.“ Nauðgun er verri en morð Hópnauðganir hér á landi virð- ast konia fólki í opna skjöldu. Þau Helgi Daníelsson hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins, Agnar Angan- týsson lögregluvarðstjóri í Vest- mannaeyjum og Hansina hafa aldr- ei áður heyrt minnst á skipulagðar hópnauðganir á útihátíðum. Jafnframt kemur Agnari mjög á óvart að stúlku hafi verið nauðgað af þremur strákum á síðustu þjóð- hátíð. „Við gerum það sem við getum til að koma í veg fýrir að svona lag- að geti gerst á hverri þjóðhátíð,“ segir hann. Engin lögreglukona er starfandi hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, sem talið er æskilegt til að sinna fórnarlömbum nauðgana. „Það getur reynst mjög vel að hafa konu hér en við höfunt ekki hugsað út í það. En samvinna okkar við starfskonur Stígamóta hefur verið mjög góð,“ segir Agnar. Hansína segir lítið sem ekkert vera vitað um hópnauðganir hér heima. „Við höfum tiltölulega stranga dóma í ofbeldisbrotum og þeir hafa þyngst mjög að undanförnu miðað við önnur brot,“ segir hún. „Mér finnst frekar ósennilegt að sami hópurinn komist upp með að fara á útihátíð ár eftir ár til að nauðga. Ef svo er, er full ástæða til að reyna með einhverju móti að vekja at- hygli á þessum einstaklingum, til dæmis með kærum, svo koma megi í veg fyrir að slík brot endurtaki sig.“ Helgi Daníelsson Aldrei áður heyrt af skipu- lögðum hópnauðgunum á útihátíðum. Theódóra segir að samkvæmt bandarískum könnunum sé 12. hver nauðgun kærð. „Af þeim fimm nauðgunum sem komið var með til okkar í Vest- mannaeyjum um síðustu verslun- armannahelgi var ein kærð til lög- reglunnar. Við megum því vel við una,“ segir Theódóra. Elísabet segir að viss skilaboð ríki í samfélaginu um að þeir sem hafi peninga og vald sleppi við refsingu. „Við sjáum það til dærnis í sam- bandi við landabruggarana sem lifa á börnum. Þeir, líkt og kynferðisaf- brotamenn, eru handteknir af og til en sleppt aftur út eftir stuttan tíma. Samfélagið ræður ekki við að breyta afbrotamönnum og þeir fá þau skilaboð að enginn geti stopp- að þá,“ segir Elísabet. Hansína bendir á að gerendurnir í hópnauðgunum hafi yfirleitt það eitt fyrir augum að sýna manndóm sinn og hugsa í fæstum tilfellum hverjar afleiðingarnar eru fyrir fórnarlömbin. „Sterkasta vörnin er því að ræða afleiðingarnar opinberlega og út- skýra hversu hræðileg áhrif þessi atburður hefur á líf kvenna. Sumir telja hann alvarlegri en morð, því þetta er sá glæpur sent fórnarlömb- in þurfa að lifa með.“© |p FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ1994 11

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.