Eintak - 04.08.1994, Side 4
ÓQEÐFE LLDASTA
FRÉTT
VIKUNNAR
Ógeðfelldasta frétt vikunnar
hlýtur að vera frétt Tímans síðast-
liðinn föstudag undir fyrirsögn-
Brevtingar á sölu dýra-
lyfia óviðunandi fvrir
bændur:
Alltað
dagabið
eftir
penísillíni
í fréttinni er greint frá því að
túlkun heilbrigðisráðuneytisins á
nýjum lyfjalögum valdi því að
bændur geti þurft að bíða í allt að
þrjá daga eftir penísillíni handa
sjúkum skepnum sínum. Það er
ótal margt ógeðfellt við þessa frétt. í
íyrsta lagi er það ógeðfellt að Tím-
inn skuli vorkenna bændum þetta
ffemur en saklausum skepnunum,
sem þó eru þær sem helstar líða fyr-
ir krankleika sinn. En ffamsetning
Tímans á þessari „ekki-frétt“ er
jafnvel enn ógeðfelldari, því þegar
hún er lesin áfram kemur í ljós að
ekki er allt sem sýnist. Túlkun lag-
anna er nefhilega á þá leið að dýra-
læknum sé óheimilt að reka farand-
apótek eins og verið hefur. Á hinn
bóginn mega þeir, sem fyrr, selja lyf
til þess að mæta meðferðarþörf þar
til unnt er að útvega viðkomandi
lyf í lyfjabúð. Og þar stendur hinn
ógeðfelldi hnífúr í kúnni, ef svo má
að orði komast. Það kemur nefni-
lega í ljós að bændur nenna ekki í
apótekið. Sums staðar eiga þeir
reyndar óhægt um vik vegna mjög
mikilla fjarlægða, en þá geta þeir
nýtt sér póstþjónustuna. Einhverjir
hafa reyndar gert það, meðal ann-
ars sá bóndi, sem fyrirsögnin vísaði
til, en meira að segja í því tilfelli
virðast heimildir vera lítt traustar.
Þessi ógeðfellda „ekki-frétt“ stend-
ur engan veginn undir þeirri ógeð-
felldu fjórdálkafyrirsögn, sem
henni er skenkt. Ekki síst þegar í
Ijós kemur að hún fjallar ekki um
veikar skepnur eða vont ráðuneyti,
heldur lata og ógeðfellda bændur.
Sveinssynir lagnir í innkaupum Q Café Ópera í nýjum höndum ©
Sœnskar frústrasjónir á bókmenntaþingi Q Péturfœr sér kók
eir bræður
IBenedikt
Sveinsson og
Einar Sveinsson
þykja lagnir kaupa-
héðnar og
hafa komist
fremur ódýrt yfir eignir sem
áður voru að einhverju eða
öllu leyti [ eigu almennings.
Eins og flestum ætti að vera
enn í fersku minnj var Bene-
dikt Sveinsson í forystu
þeirra sem fengu SR-mjöl á
slikk frá ríkissjóði. Nú hefur
Einar Sveinsson, sem er einn aðal-
eigandi Nesskipa, krækt í vænan
hluta af Smjörlíki-Sól hf. fyrir þægi-
lega upphaeð, en það fyrirtæki var í
gjörgæslu hjá Iðnlánasjóði og Iðn-
þróun-
arsjóði
sem
báðir
Jóhann Jóhannsson hefur tek-
ið við starfi rekstrarstjóra á
Café Óperu í Lækjargötu. Áð-
ur gegndi Valur Magnússon starf-
inu en hann hyggst nú hefja eigin
veitingarekstur að Vesturgötu 2.
Jóhann hefur séð um Café Ro-
mance undanfarin tvö ár og er því
ekki óvanur þessum atvinnugeira...
teljast fyrirlesturinn Karlmannlegt
þunglyndi og kvenleg hystería í
sænskum 19. aldar bókmenntum.
eru
sjóðir í
opin-
berri
eigu...
Fyrirlestrarnir sem boðið verður
upp á þinginu um bókmenntir
og kynferði sem hefst á
sunnudaginn eru eilítið sérhæfðir
oft á tíðum. Meðal þeirra hlýtur að
PÉTUR BJÖRNSSON,
stjórnarformaður
Vífilfells, hefur
aukið hlutabréfaeign
sína í fyrirtækinu. Að
undanförnu hefur hann
keypt bréf af Iðunni
Björnsdóttur systur
sinni og KristjAni
Kjartanssyni eiginmanni
hennar. Hlutur hjónanna var
Hanna Ragnarsdóttir brýtur enn umgengnisrétt Díans Vais
Beitir enn fýrir
sig lögreglu og
felur drenginn
„Mér er gjörsamlega fyrirmun-
að að skilja hvað fer í gegnum
höfuðið á þessari konu,“ sagði ís-
lenski Búlgarinn, Dían Valur
Dentchev, um barnsmóður
sína, Hönnu Ragnarsdóttur í
samtali við EINTAK í gær, en
hún hefur að engu haft samning
þann sem þau gerðu 29. júní síð-
astliðinn um umgengni Díans við
son þeirra. „Kirkjan ætlaði að
hafa milligöngu með umgengn-
ina en tilraunir þeirra presta sem
hafa haft afskipti af málinu hafa
verið árangurslausar,“ bætti Dían
við vonsvikinn.
EINTAK hefur undirritaðan
samning foreldranna undir
höndum og staðfestingu á hon-
um gerða af Sýslumanninum í
Reykjavík 7. júlí 1994. Með samn-
ingnum voru fyrri úrskurðir
Sýslumanns og dómsmálaráðu-
neytisins felldir úr gildi. I fyrstu
grein samningsins segir: „Dían
Valur skal hafa umgengni við son
okkar aðra hvora helgi frá kl.
10.00 að laugardagsmorgni til kl.
18.00 á sunnudagskvöldi“, en
þrátt fyrir að Hanna hafi undir-
ritað samninginn hefur Dían Val-
ur farið er-
NAFNSPJALD VIKWNNAR
few#
SIGURJÓN RAGNAR!
Sú stétt sem er hvað iðnust við að dreifa nafnspjöldum hér á Islandi
eru Ijósmyndarar. Nafnspjald þessarar viku er einmitt slíkrar ættar en
það er komið frá Ijósmyndaranum Sígurjóni Ragnari. Þetta er ákaf-
lega fábrotið spjald og hefur að öllum líkindum verið gert í svokall-
aðri nafnspjaldavél. Sá sem ætlar að búa sér til nafnspjald í slíkri vél
byrjar á því að setja ákveðna peningaupphæð í vélína. Eftir það get-
ur viðkomandi slegið þær upplýsingar inn sem hann vill að birtist á
nafnspjaldinu og stundum er einnig hægt að velja einhvers konar tákn til að skreyta spjaldið.
Þannig er hönnun nafnspjaldsins alfarið í höndum eigandans. Það eru nokkur atriði sem benda til
þess að nafnspjald vikunnar sé gert í slíkri vél. Til að byrja með er myndin af myndavélinni sem er
á því einföld tölvuteikning sem er dæmigerð fyrir slíkar vélar. Einnig bendir uppsetning upplýs-
inga á spjaldinu til þess að eigandinn hafi slegið þær inn í flýti. Upphrópunarmerkið á eftir nafn-
inu þjónar engum tilgangi, og er reyndar algjörlega út úr korti. Hið sama gildir um símanúmerið,
en það er einkennt upp á enskan máta „Tel“ en símboðanúmerið einfaldlega „Símboði".
LJÓSMYNDARI
TEL.: 91-11181 - SÍMBOÐI: 984-52236
indisleysu
um 26 prósent en eftir kaupin á
Pétur 78 prósent í fyrirtækinu.Við-
skiptin eru sögð í tengslum við
sameiningu Vífilfells og Þórð-
ar Sveinssonar og Co. við
Björn Ólafsson hf. sem
er móðurfélag fyrir-
tækjanna en ákvörð-
un um sameininguna
var tekin á aðalfundi
þeirra fyrir skömmu.
Nafn nýju fyrirtækja-
samsteypunnar verður
að sjálfsögðu Vífilfell
hf....
þegar hann hefur leitað eftir um-
gengninni.
Hanna hringdi á lögreglu 16.
júlí þegar Dían kom í votta viður-
vist að sækja drenginn og er það í
tólfta skipti sem hún beitir lög-
reglunni íyrir sig í máli þessu. í
skeyti sem Dían sendi Hönnu í
kjölfarið, kemur fram að hann
hefur upplýst lögregluna um eðli
deilunnar og lögregluyfirvöld
staðfest að þau muni ekki láta
misnota sig framar í þessu máli.
Hann vísar einnig í skeytinu til
þess að Hanna brjóti grundvallar-
mannréttindi drengsins með
hátterni sínu og segir að andleg
grimmd hennar gagnvart
drengnum sé með öllu óþolandi.
Um helgina mun Dían enn á
ný láta reyna á samninginn og
EINTAK mun íylgjast náið með
framvindu málsins sem enn virð-
ist komið í hnút.
Umgengnissamningurinn var
gerður sem kunnugt er í kjölfar
hungurverkfalls Díans Vals sem
stóð yfir í 49 daga en Hanna
Ragnarsdóttir hefúr komið í veg
fyrir umgengni feðganna síðan í
október 1993.
Fimmtudagurinn 28. júlí
Ég sneri aftur í bæinn í morgun og hætti aö elta
Jóku. Hún má eiga þennan landsbyggöarlýö fyr-
ir mér. Ég veit ekki þvað ég var að hugsa. Að
þetta væri mitt fólk? í krumpugöllum úr kaupfé-
lögunum á sunnudögum og angandi af fiski
þess á milli. Mér leiö eins og breskum nýlendu-
herra innan um frumbyggja, Þegar ég baö um
te leit þetta lið á mig eins og ég væri að lýsa því
yfir að ég væri pervert eða hómósexúal. Þegar
ég kom inn á einhverja af þessum sjoppubúllum
og bað um létt salat eða pasta hló þetta lið og
slengdi í mig hamborgara og kokteilsósu. Nei,
þetta fólk má fara til fjandans mín vegna. Þá er
betra að vera angurvært skáld í huggulegri íbúð
í miðbænum en að vera leiðtogi þessa lýðs.
Fostudagurinn 2ý. júlí
Ég er aftur sestur við skrifborðið mitt sem mér
finnst orðið alltof ungt nú þegar ég er orðinn
skáld. Það átti vel við þegar ég var hugmynda-
smiður frjálshyggjuaflanna og boðberi nýrra
tíma. Þá horfði ég fram og nýtískuhúsgögn,
hraðskreiðir bílar og tískusniðin jakkaföt áttu
við mig. Skáldin standa hins vegar traustum
fótum Hortíðinni og skilja samtímann út frá
henní. Ég er því farinn að þrá antik, citröen-
bragga og tweed-jakkaföt og jafnvel
prjónabindi.
Þegar hesturinn prjónar þi forða ég mér í skyndi
Ef ég gæli prjónað þi mundi ég prjóna mér bindi
Laugardagurinn JO. júlí
Skáldfákurinn svífur enn fyrir utan gluggann
minn og fyllir hug minn meiri kyrrð en ég hef
fengið að njóta. Jafnvel einfaldar hugsanir fela í
sér dýpt sem mér var áður hulin. Jafnvel einföld
orð sem ég set niður á blað öðlast líf. Fjandinn
hiröi hagfræði og aðra dauða hugsun. Lengi lifi
listin og lífið. Skál! Ég er meira að segja farinn
að sulla í rauðvíni eins og vinstribulla.
SunnudagurinnJJ. júlí
Ég orti ekkert í dag. Ekki frekar en í gær þegar
ég sat einn í skáldadraumum mínum og drakk.
Og því meira sem ég drakk af rauðvíninu því
minna gat ég teygt af skáldabikarnum. Og undir
kvöld rakst ég á bréf sem ekki hafði hvarflað að
mér að opna á meðan ég var í skáldahamnum.
Glaðninginn frá skattinum. Helvítis fíflin höfðu
neitað mér um skattafslátt vegna fatakaupa og
fatahreinsunar, strikuðu yfir kostnaðarliði vegna
bókakaupa og kaffidrykkju, vildu ekki skilja að
háskólaborgari eins og ég þarf að eyða kvöld-
stund yfir vínglasi meö lærisveinum sínum. Hel-
vítis endurskoðendabullur.
Mánudagurinn 1. ágúst
Ég hugsaði minn gang í nótt. í fyrsta lagi þá er
það ekki líkt skáldi að vera að fjargviðrast út af
frádráttarliöum á skattaframtali. í öðru lagi hef
ég heyrt að listamenn borga ekki skatta. Vinur
minn, listmálarinn, borgar aldrei skatt heldur
treður hann bara málverkum upp á ríki og borg
og er þá kvitt við skattinn. Ef ég ætla að verða
skáld verð ég að hegða mér eins og skáld. Ég
hringdi því í gjaldheimtustjóra og bauö honum
fimm erinda Ijóð um skattheimtumenn, bæði á
tímum Jesú og eins í dag. Hann hló ekki einu
sinni heldur skellti á.
Þriðjudagurinn 2. ágúst
Enn get ég ekki ort. Fyrstvar það rauðvinið og
síðan fjárhagsáhyggjur. Ég skil þetta ekki. Ég
hélt að þetta tvennt væru fylgifiskar skálda. En
kannski er ég ekki nógu mikið skáld til að þola
vín eða hungur. Ég vildi ég kynni að finna til.
Miðvikudagurinn3> ágúst
Ég er aftur sokkinn í sama þunglyndið og fyrr.
Eg sé þaö nú að skáldadraumarnir voru bara
flótti. Nú þegar þeir eru gufaðir upp er ég aftur
orðinn hugsuður sem enginn hlustará, áhrifa-
maður án áhrifa. Kannski ætti ég að snúa mér
að einhverju líkamlegu erfiði sem fær mig til að
gleyma. Kannski ætti ég að fara á sjóinn.
+
FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1994