Eintak - 04.08.1994, Page 12
Framboðsmál í Reykjavík
Spennandi prófkjör hjá
sjáHstæðismönnum
Hjá Sjálfstæðisflokki erlíklegt að Markús
Öm, Vilhjálmur Þ., Ari Edwald og Davíð
Scheving fari íprófkjör. Katrín Fjeldsted læt-
ur til skarar skríða. Alþýðubandalagsmenn
bíða eftirJóhönnu og kratarleita að eftir-
mannihennar.
Undirbúningur stjórnmálaflokk-
anna í Reykjavík fyrir haustkosn-
ingar er nú að fara af stað, hvar í
flokki sem borið er niður. Fulltrúa-
ráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
kemur saman í byrjun næstu viku
til að ræða franiboðsmál. Gert er
ráð fyrir að stjórnin leggi til að
prófkjör fari fram líkt og tíðkast
hefur frá 1970 og nær öruggt er að
sú tillaga hljóti hljómgrunn. Sam-
kvæmt heimildum EINTAKS er
reiknað með að efnt verði til próf-
kjörs með stuttum fyrirvara til að
baráttan gangi sem fyrst yfir og
menn fái þannig tíma til að jafna
sig að henni lokinni til að stilla
saman strengi sína.
Spekúlasjónir um það hvernig
listi Sjálfstæðisflokksins muni líta
út eru þegar komnar á fullt. Ekki er
gert ráð fyrir breytingum á fyrstu
þremur sætum listans. Þar sitja ör-
uggir, formaðurinn Davíð Odds-
son, varaformaðurinn, Friðrik
Sophusson og formaður utanrík-
ismálanefndar, Björn Bjarnason.
Allt getur gerst varðandi sætin þar
fyrir neðan en Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur nú á níu þingmönnum að
skipa í borginni.
Eyjólfur Konráð
Jónsson er fjórði þing-
maður Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík. Þær raddir
hafa heyrst innan flokks-
ins að hans tími sé liðinn
og vonuðust margir eftir
því að hann myndi víkja.
Hann hefur þó staðfest að
hann gefi enn kost á sér.
Heimildir innan flokksins
telja stöðu hans veika,
einkum vegna þess að
hann hafi ekki staðið sig
sérstaklega vel á þessu
kjörtímabili, auk þess sem
hann hefur verið frekar
upp á kant við flokksfor-
ystuna. Til dæmis vék
hann úr formannssæti í
utanríkismálanefnd fyrir
Birni Bjarnasyni. Menn
hafa einnig velt því fyrir
sér hvort Ingi Björn Al-
bertsson myndi gefa kost
á sér aftur en hann hefur verið
vandræðabarn í þingflokknum og
hefur ekki mætt þar á fundi um
langt skeið. Honum og formannin-
um er ekki vel til vina og skemmst
ber að minnast rimmu þeirra varð-
andi þyrlumálið þar sem þung orð
féllu af vörum beggja. Hann hefur
þó sagst ætla í framboð en talið er
að staða hans, líkt og Eykons, sé
einna veikust af núverandi þing-
mönnum.
Lára Margrét Ragnarsdóttir
rétt slapp inn á þing í síðustu kosn-
ingum sem níundi maður á lista í
Reykjavik. Staða hennar í dag þykir
nokkuð tæp og mun hún, ásamt
Inga Birni og Eykoni vera líklegust
til að víkja fyrir nýjum frambjóð-
endum. Sú staðreynd að Lára
Margrét er kona gæti þó reiknast
henni til tekna. Kvenþingmennirn-
ir eru tveir og innan flokksins er
lögð áhersla á að hlutur þeirra verði
ekki minni i næstu kosingum. Sól-
veig Pétursdóttir sem skipaði
sjötta sætið síðast þykir hafa styrkt
stöðu sína frekar en hitt og á því
væntanlega öruggt sæti. Katrín
Fjeldsted, fyrrum borgarfulltrúi,
sagði í samtali við EINTAK í gær að
hún ætlaði sér að bjóða sig fram og
hún gæti því ógnað sæti Láru
Margrétar.
Staða Guðmundar Hallvarðs-
sonar, áttunda þingmanns Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík, þykir
einnig óljós. Árangur hans í síðasta
prófkjöri kom nokkuð á óvart.
Hann hefur verið lítt áberandi sem
þingmaður í fjölmiðlum en hefur
þó sinnt grasrótinni vel, verið í
sambandi við sína menn í Sjó-
mannafélaginu og tekið í hendur á
fólki.
Auk Sólveigar Pétursdóttur er
búist við að Geir Haarde muni
styrkja sína stöðu í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins en hann náði að-
eins sjöunda sætinu síðast. Það vilja
menn þó skýra með því að hann var
í útlöndum á meðan prjófkjörið fór
ffam og var hinn afslappaðasti. Nú
má hins vegar búast við að hann
fari á fullt og ýmsir spá því að hann
taki fjórða sætið nú.
Hvað endurnýjun á listanum
varðar stendur það flokknum
nokkuð fyrir þrifum að enginn af
núverandi þingmönnum ætla að
láta sæti sitt eftir. Einn sjálfstæðis-
maður úr röðum þeirra yngri segir
það fæla unga menn frá þátttöku í
framboði því þeir sjái ekki vinning-
slíkur gegn gömlu jálkunum. Ari
Edwald, deildarstjóri í dómsmála-
þeirri ástæðu að hún þykir hafa
verið lítt áberandi á þessu kjörtíma-
bili og hreinlega ekki staðið sig vel.
Ekki er ljóst hvaða menn muni
ógna sætum þeirra Svavars og Guð-
rúnar. Aukin heldur er ekki líklegt
að efnt verði til prófkjörs í Reykja-
vík sökum tímaskorts. Birtingar-
menn vilja að prófkjör fari fram og
líklegt er að þeir hafi hug á að senda
einhverja sinna manna í framboð.
Annars vegur spurningin um Jó-
hönnu þungt í hugleiðingum Al-
þýðubandalagsfólks um framboðs-
mál í Reykjavík. Sjálf hefur mg
Jóhanna gefið hugmyndum
um samstarf á vinstri væng
undir fótinn og þá auk Al-
þýðubandalagsins, með
Kvennalista og Framsóknar-
flokki. Áhugi fyrir slíku er
mikill meðal stórs hóps í Al-
þýðubandalaginu og sam-
ráðuneytinu, sagði þó í samtali við
EINTAK að hann væri að hugsa um
að bjóða sig fram þar sem vöntun
væri á yngri mönnum á listann.
Ljóst er að Katrín Fjeldsted býð-
ur sig fram og nokkuð líklegt að
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
borgarfulltrúi, geri það einnig.
Staða hans innan flokksins, líkt og
Katrínar, þykir sterk líkt og kom í
ljós í prófkjörinu fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar. Það er þó
erfitt að meta styrkleika þessara
frambjóðenda þegar að alþingis-
kosningum kemur. Markús Orn
Antonsson, hefur gefið framboði
undir fótinn en menn eru ekki á
eitt sáttir um möguleika hans. Ann-
ars vegar segja (menn að honum
beri að launa fyrir að fórna eigin
hagsmunum á kostnað flokkshags-
muni með því að víkja úr borgar-
stjórastólnum. Á hinn bóginn telja
menn að þar hafi hann sýnt pólit-
ískan veikleika sinn.
Af nýjum mönnum sem ekki
hafa tekið þátt í framboði fyrir
flokkinn áður má nefna Pál Kr.
Pálsson, Jón Ásbergsson, Þór-
arinn V. Þórarinsson og Davíð
Scheving. Helst er veðjað á að þeir
tveir siðarnefndu láti til skarar
skríða nú. Þórarinn hefur verið
framkvæmdastjóri hjá Vinnuveit-
endasambandinu í sjö ár
og þykir það dágóður
tími. Einnig þykja yfirlýs-
ingar hans undanfarin
misseri hafa gerst æ pólit-
ískari og þykjast menn
fmna af þeim framboðs-
fnyk. Davíð Scheving
hefúr gengið , lengst því
hann sagði í samtali við
EINTAK í gær að leitað
hafi verið til sín undanfarið og að
hann sé að hugsa málið. Þetta er
ekki i fyrsta sinn sem leitað hefur
verið til hans, enda hefur hann
löngum þótt njóta vinsælda meðal
landsmanna, þykir hafa til að bera
hið mjúka andlit kapítalismans eins
og einn viðmælandi blaðsins úr
röðum Sjálfstæðisflokksins orðaði
það. I þetta sinn hefur hann vænt-
anlega minna að gera en áður.
Spurnincjin
um Jóhonnu
Alþýðubandalagið hefur tvo
þingmenn í Reykjavík. Svavar
Gestsson hefur leitt listann í und-
anförnum kosningum og Guðrún
Helgadóttir hefur fylgt á hæla hans
en hún skipaði annað sætið síðast.
Báðir þessir þingmenn hyggjast
bjóða sig fram á ný. Margir Al-
þýðubandalagsmenn í Reykjavík
eru óánægðir með þessa frambjóð-
endur, sér í lagi Birtingarmenn.
Óánægjan með Svavar byggist helst
á því að hann er forsvarsmaður
flokkseigendaklíkunnar svokölluðu
og er sagður of einhæfur stjórn-
málamaður, sér í lagi hvað varðar
málsvörn hans fyrir gamlar áhersl-
ur flokksins sem helst voru uppi
fyrir hrun kommúnismans. Enn
fremur er bent á að Alþýðubanda-
lagið hafi ekki staðið sig vel í
Reykjavík undir forystu hans. Til
dæntis hafí bandalagið tapað fylgi í
Reykjavík í undanförnum tveimur
kosningum þrátt fyrir að flokkur-
inn yki fylgi sitt á landsvísu.
Óánægjan með Guðrúnu er helst af
kvæmt heimildum þaðan er búist
við að rætt verði við Jóhönnu á
næstu dögum um þetta mál. Birt-
ingarmenn eru mjög áhugasamir
um samstarf við Jóhönnu og Mörð-
ur Árnason, oddviti þeirra, sagði í
samtali við EINTAK að kæmi til slíks
sameiginlegs framboðs, hvort sem
það yrði í slagtogi með öðrum
flokkum eða ekki, yrði Jóhanna
Sigurðardóttir að sjálfsögðu í fyrsta
sæti.
Alþýðuflokkurinn hefur verið
næststærsti flokkurinn í Reykjavík í
undanförnum tveimur kosningum
og haft þar þrjá þingmenn. Núna
Jón Baldvin, Jóhönnu Sigurðar-
dóttur og Össur Skarphéðins-
son. Komi til haustkosninga verð-
ur væntanlega ekki viðhaft prófkjör
þar á bæ á þeim forsendum að tím-
inn sé of knappur. Helstu breyting-
arnar hjá Alþýðuflokknum verða
væntanlega þær að engin verður Jó-
hanna. Og hvar hún verður er
óljóst, en verði hún einhvers staðar
gæti það haft veruleg áhrif á fylgi
flokksins í Reykjavík. Löngum hef-
ur verið talið að össur Skarphéð-
insson, óviss um sæti sitt í borg-
inni, hugsaði sér til hreyfings út á
land. Gefi Jóhanna hins vegar ekki
kost á sér eru þær vangaveltur hans
væntanlega úr sögunni og líklegt að
hann taki þá annað sætið. Formað-
urinn leitar nú logandi ljósi að
málsmetandi aðila í þriðja sætið. Sú
leit hefur ekki borið árangur fram
að þessu. Að auki er óljóst hverjir
fylla sætin næstu fýrir neðan en tal-
ið er að formaðurinn vilji sjá menn
úr ungliðahreyfingunni sem sam-
mála eru honum í ESB-málunum.
Finnur Ingólfsson er eini þing-
maður Framsóknarflokksins í
Reykjavík. Hann bar sigurorð af
Guðmundi G. Þórarinssyni í eft-
irminnilegum og hörðum próf-
kjörsslag fyrir síðustu kosningar.
Finnur býður sig fram nú og sama
gildir um Ástu Ragnheiði Jó-
hannesdóttur, sem skipaði annað
sætið síðast. Valdimar K. Jóns-
son, formaður fulltrúaráðsins í
Reykjavík telur líklegt að flokkur-
inn efni til prófkjörs fýrir næstu
kosningar
eins og
venja hefur
verið. Hann
segir að lík-
lega verði
prófkjörið
bundið við
fulltrúaráð-
ið sem er
skipað 420
mönnumog
að kosið
verði um
fjögur fyrstu
sætin. Síðan
muni kjör-
n e f n d
á k v e ð a
neðri sæti á
1 istan um.
Valdimar segir að margir aðilar hafi
haft samband við sig og lýst yfir
áhuga á þátttöku í prófkjörinu.
Hann telur þó ekki líklegt að Finn-
ur fái samkeppni en gerir ráð fyrir
mótframboði í annað sætið.
Kvennalistinn hefur á þremur
þingmönnum í Reykjavík að skipa.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fór
þar fremst í flokki en er nú orðin
borgarstjóri. Kristín Einarsdóttir
á samkvæmt reglum listans að
hætta eftir þetta kjörtímabil þar
sem hún hefur að því loknu setið
sem þingmaður í átta ár. Hvort hún
hættir fékkst ekki staðfest þar sem
hún er stödd á kvennaráðstefnu í
Finnlandi. Kristín Ástgeirsdóttir,
sem er þriðji þingmaður Kvenna-
listans í Reykjavík, gerir fastlega ráð
fyrir að bjóða sig fram á ný. Hún
gerir ráð fyrir að forkönnun verði
viðhöfð áður en raðað verður á lista
hjá þeim konum, þrátt fyrir að tím-
inn sé naumur. Það muni þá skýr-
ast í næstu viku eftir að félagsfund-
ur fer fram. Ekki er ljóst hvaða kon-
ur hyggjast bjóða sig fram til að
taka við sætum þeirra Ingibjargar
og Kristínar. Kristín Ástgeirsdóttir
vildi ekki nefna nein nöfn í því
sambandi í samtali við EINTAK. ©
SVAVAR GESTSSON
Yngri allaballar vilja allt til þess
vinna að losna við hann úr
höfuðborginni.
12
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994