Eintak - 04.08.1994, Síða 13
Framboðsmál á Reykjanesi
Líklegt er talið að röð efstu
manna á lista Framsóknarflokksins
í Reykjaneskjördæmi breytist
nokkuð fyrir næstu kosningar,
hvort sem þær verða haldnar í
haust eða næsta vor. Jóhann Ein-
varðsson kom inn á þing þegar
Steingrímur Hermannsson sett-
ist í stól Seðlabankastjóra, en sam-
kvæmt heimildum EINTAKS telja
flokksmenn hans frekar von á
breytingu á listanum fyrir næstu
kosingar. Jóhann hefur enn eldd
kveðið upp úr með framboð sitt og
rétt er að minnast þess að hann
þótti heldur óhress með að láta af
stöðu sinni, þegar hann settist á
þing fyrir Steingrím. Fulltrúaráð
flokksins hittist eftir næstu helgi og
þar verður lagt á ráðin um skoð-
anakönnun sem fram mun fara á
kjördæmisþingi. Hjálmar Árna-
son, skólastjóri í Keflavík, segir að
það komi sterklega til greina að
hann bjóði sig fram. Aðrir kandíd-
atar Framsóknar eru Siv Friðleifs-
dóttir, bæjarfulltrúi á Seltjarnar-
nesi, Níels Ámi Lund sem er vara-
þingmaður Jóhanns og Páll
Magnússon úr Kópavogi.
Innan Sjálfstæöisflokksins hefur
ekki verið rætt formlega um próf-
kjör. Ólafur G. Einarsson, efsti
maður á listanum, hefur lýst því yf-
ir að hann bjóði sig fram, og Sal-
óme Þorkelsdóttir mun ætla slíkt
hið sama. Ámi Mathiesen, Sig-
ríður A. Þórðardóttir og Ámi R.
Árnason ætla öll fram. Sjálfstæðis-
JÓHANN ElNVARÐSSON
Hefur enn ekki kveðið upp úr
með framboð sitt.
menn á Reykjanesi hafa undanfarið
verið að bera víurnar í Gunnar
Inga Birgisson, formann bæjar-
ráðs Kópavogs, og nöfn Kristjáns
Pálssonar, bæjarstjóra í Njarðvík-
um og Viktors Borgars Kjart-
anssonar í Keflavík hafa einnig
heyrst.
Ólafur áfram
Alþýðubandalagsmenn í kjör-
dæminu hafa ekkert íjallað um
framboð sitt en Ólafur Ragnar
Steingrímur J. Sigfússon
Ekkert fær heldur haggað
Steingrími og það sama er í
raun að segja með aila
þingmenn kjördæmisins.
Ólafur G. Einarsson
Öruggur í efsta sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins.
Grímsson sagði í samtali við EIN-
TAK að hann myndi bjóða sig
fram. „Kjördæmisráð flokksins
mun íjalla um þessi mál á fundi í
kvöld,“ segir Ólafur. Hann segist
reikna með haustkosningum,
„enda get ég ekki séð hvernig Dav-
íð Oddsson getur bakkað með það
mál héðan af. Hann hefur sett í
gang atburðarásina og það verður
erfitt fýrir hann að stoppa hana
núna,“ segir Ólafúr.
Ekki er ljóst hver koma mun í
Halldór Blöndal
Hann situr traustur i fyrsta sæti
lista sjálfstæðismanna og
Tómas Ingi Olrich jafnfastur í
öðru sæti.
FOSTUDAGSKVOLD:
Ólafur Ragnar Grímsson
„Davið hefursett i gang
atburðarás sem verður erfitt
fyrirhann að stöðva.“
staðinn fyrir Önnu Ólafsdóttur
Bjömsson, þingkonu Kvennalist-
ans í Reykjaneskjördæmi, en sam-
kværnt reglum Kvennalistans mun
hún hætta þingmennsku eftir næsta
þing. Ekki náðist í forsvarskonur
Kvennalistans í gær. O
Framboðsmál á Norðurlandi eystra
Óbreytt ástand
Á Norðurlandi eystra er útlit fyr-
ir óbreytt ástand á efstu listum allra
flokkanna og litlar líkur á látum líkt
og áttu sér stað þegar Stefán Val-
geirsson var og hét í kosningun-
um 1987. Þá sigraði Guðmundur
Bjarnason Stefán í prófkjöri sem
varð þess valdandi að Stefán bauð
fram sérlista.
Framsóknarmenn eiga þrjá þing-
menn í kjördæminu þá Guðmund
Bjarnason, Jóhann G. Sigur-
geirsson og Valgerði Sverris-
dóttur.
Halldór Blöndal skipaði fyrsta
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins síð-
ast og Tómas Ingi Olrich annað.
Staða Halldórs þótti veik í kjör-
dæminu fýrir síðustu kosningar en
heimildir innan Sjálfstæðisfloldcs-
ins segja að hann hafi styrkt stöðu
sína þar verulega enda verið dug-
legur að sinna kjördæminu í ráð-
herratíð sinni.
Sigbjörn Gunnarsson er eini
þingmaður Alþýðuflokksins í kjör-
dæminu og sömuleiðis Steingrím-
ur J. Sigfússon fyrir Alþýðu-
bandalagið. Allir þessir þingmenn
gefa kost á sér á ný og ekki er búist
við því að einhver hrófli við þeim.
Óvíst er hver mun leiða lista
Kvennalistans í kjördæminu fyrir
næstu kosningar. Málfríður Sig-
urðardóttir var síðasti þingmaður
þeirra kvenna á svæðinu en það
þingsæti fór forgörðum í síðustu
kosningum. ©
Sviptingar í vænd
um hjá Framsókn
f
Framboðsmál á Austurlandi
HOLMAR MEÐ
Hjörleifur áfram oddviti
Alþýðubandalags
Allar líkur eru til þess að Hjör-
leifur Guttormsson verði áfram
efsti maður á lista Alþýðubanda-
lagsins á Austurlandi. Af samtölum
við fólk í stjórmálasamtökum þar,
má ráða að flokkarnir eru að undir-
búa kosningabaráttuna, verði kosið
í haust. Ekki er talið að miklar
breytingar verði á listum floldcanna
á Austurlandi. Framsóknarflokkur-
inn verður með prófkjör, og talið er
að tveir efstu menn þar á lista, Hall-
dór Ásgrímsson og Jón Krist-
jánsson standi þar óhaggaðir. En
slagurinn um þriðja sætið mun
hins vegar standa á milli Karenar
Erlu Erlingsdóttur og Jónasar
Hallgrímssonar. Þau buðu sig
bæði fram síðast og þá lenti Jónas í
þriðja sætinu og Karen í því fjórða.
Áhrif Jóhönnu
Óvissa ríkir hins vegar með
framboðsmál Alþýðuflolcksins, sér-
staklega eftir að Hermann Sigfús-
son, annar maður á lista flolcksins,
lýsti á dögunum yfir stuðningi við
Jóhönnu Sigurðardóttir sem var
á yfirreið um Hérað fýrir skömmu.
'I'alið er að Gunnlaugur Stefáns-
son verði áfram í efsta sæti listans á
Austurlandi.
Egill Jónsson efsti maður á lista
Sjálfstæðisflolcksins hefur lýst því
yfir að hann muni bjóða sig fram.
Næsti maður á listanum er Hrafn-
kell Jónsson, verkalýðsfrömuður
á Eskiflrði. Að sögn Egils hefur ekki
verið ákveðið með prófkjör enn.
„Það er hins vegar skoðun mín að
haustkosningar séu betri kostur en
kosningar í vor, því þá mun þingið
leysast upp í prófkjörslag og kosn-
ingabaráttu," segir Egill.
Alþýðubandalagið held-
ur friðinn
Samkvæmt heimildum EIN-
TAKS, veigra Alþýðubandalags-
menn sér við að fara út í fram-
boðsslag á borð við þann sem skók
innviði flokksins fyrir fjórum ár-
um. Þá bauð Einar Már Sigurðar-
son sig fram á móti Hjörleifi í
fyrsta sætið, og þeirri rimmu lauk
með því að Einar var í öðru sæti.
Hjörleifur Guttormsson
Allar líkur eru til þess að hann
verði áfram efsti maður á lista
Alþýðubandalagsins á Austur-
landi.
Ekkert hefur verið ákveðið með
uppröðun á listann en samkvæmt
öruggum heimildum er það talið
tryggt að Hjörleifur vermi efsta
sætið. Einar kemur sterklega til
greina í annað sætið, en þó telja
sumir Alþýðubandalagsmenn það
sterkara að fínna kandídat annars
staðar en í Neskaupstað, þar sem
þeir báðir, Hjörleifúr og Einar, eru
þaðan.
Ekki tókst að ná í forsvarskonur
Kvennalistans á Austurlandi, en
þær buðu eldci fram lista í síðustu
kosingum. ©
Hrafnkell Jónsson
Hrafnkell hefur aldrei verið
stilltur flokksmaður og væri vis
með að verma Agli Jónssyni
undir uggum.
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994
13