Eintak - 04.08.1994, Síða 14
Evrópumræðan er að skella á íslandi með fullum þunga og kannski ekki seinna vænna segja sumir.
Fram að þessu heíur hún nelhilega verið smá í sniðum og gjarnan á tilfinninganótunum. Annars vegar hafa
verið ákafir Evrópusinnar og hins vegar þeir sem eru andsnúnir flestu samstarfi við aðrar þjóðir á
grundvelli þjóðernisstefnu. Mitt á milli eru svo þeir, sem gjarnan vilja fylgjast með breyttum tímum, en hafa hins
vegar ákveðnar efasemdir um ágæti skriffinnanna í Brussel til þess að vaka yfir hagsmunum landans.
En íslendingar eru ekki einir um slíkar efasemdir. Skemmst er að minnast þess að Danir felldu
Maastricht-samkomulagið á slíkum forsendum og víða innan Evrópu hafa menn látið í Ijós ugg um að
Evrópusambandið sé á rangri braut. Andrés Magnússon veltir vöngum yfir því hvort Evrópusambandið
þurfi ekki að taka til í eigin garði áður en það tekur inn nýjar aðildarþjóðir.
Þegar horft er til hinnar upp-
runalegu Evrópustefnu er sennileg-
ast hægt að fullyrða að drjúgur
meirihluti þjóðarinnar sé Evrópu-
sinnaður. Við teljum okkur vera
Evrópubúa, við viljum taka þátt í
varnarsamvinnu vestrænna þjóða,
við aðhyllumst verslunarfrelsi, við
viljum að landamæri séu eins opin
og unnt er, við viljum sem fæst
boð, höfit og bönn, og við viljum
auka samheldni þjóða álfunnar og
hagsæld.
Um þetta er lítill ef nokkur
ágreiningur og í þessu felst Evrópu-
stefnan eins og hún var sett fram í
Rómarsáttmálanum, sem undirrit-
aður var snemma árs 1957. En af
hverju eru þá uppi efasemdir um
stefnu Evrópusambandsins (ESB)?
Ástæðan er fyrst og fremst sú að
hin frjálslynda stefna Rómarsátt-
málans hefur smátt og smátt lotið í
lægra haldi fyrir stjórnlyndi
möppudýranna í Brussel. Þaðan
hafa undanfarna tvo áratugi
streymt reglugerðir, sem eiga að
bæta hegðan þegnanna, hafa vit
fyrir þeim og skerða frelsi einstak-
lingsins, þó svo það hafi alls ekki
verið ætlunin. Hér er síður en svo
um samsæri að ræða heldur stafar
þetta af því að velmeinandi skrif-
finnar í verkefnaleit hafa fengið of
mikil völd í hendur.
Róm eða Brussel?
Þegar í upphafi áttunda áratug-
arins voru menn farnir að vara við
of miklum völdum framkvæmda-
stjórnar EBE (sem þá hét), því þar
væri saman kominn einsleitur hóp-
ur opinberra starfsmanna og að lít-
illar andstöðu myndi gæta hjá ráð-
herrraráðinu því þar myndu póiit-
ísk áhugamál ráðherra líðandi
stundar kæfa grundvallarhug-
myndir Rómarsáttmálans.
Sáttmálinn var gerður með það
fyrir augum að endurbyggja Evr-
ópu efttir seinni heimsstyrjöldina á
grunni lýðræðis — efnahagslegs og
pólitísks frelsis. Höfundarnir töldu
að unnt væri að sameina þjóðir álf-
unnar ef viðskiptahindrunum væri
rutt úr vegi og efnahagur ríkjanna
samofinn svo að hagsmunir þeirra
væru einir og hinir sömu. Rómar-
sáttmálinn endurspeglar þessa
áherslu á viðskiptafrelsi hvarvetna
og er litið á það sem forsendu þess
að önnur markmið náist. Samræm-
ing reglugerða — sem hvað mest
áhersla hefur verið lögð á í seinni
tíð — var miðuð við að aflétta
hvers konar mismunun í sam-
keppnisaðstöðu; til þess að ljá frí-
versluninni tiigang en ekki til þess
að réttlæta afskiptasemi yfirþjóð-
legra skriffinna.
Tilgangur alls þessa var vitaskuld
sá að með fríversluninni hefðu
neytendur álfunnar meira val, sam-
keppnin myndi tryggja meiri fram-
leiðni og nýtingu auðlinda. Eins var
fólki frjálst að vinna annars staðar
en í heimalandi sínu ef því sýndist.
Þá var loks gefinn frjáls flutningur á
fjármagni til þess að leggja hömlur
á skattagleði einstakra ríkja.
Brussel eflist
Þegar grunnur var lagður að
stofnun EBE í Messína-viðræðun-
um á Sikiley árið 1955 voru Bretar
þeirrar skoðunar að frjálslyndis-
hugmyndir þær, sem lagðar voru til
grundvallar, væru svo í skýjunum
að aldrei kæmi til samkomulags.
Ekki svo að skilja að þessar hug-
ntyndir væru Bretum ekki að skapi,
en þeir gátu ekki skilið hvernig
unnt væri að fá Frakka, sem þá
höfðu fylgt verndarstefnu í 300 ár
og höfðu langhæstu tollamúra í
Evrópu, til þess að aðhyllast allt i
einu friverslun og leyfa Þjóðverjum
að keppa við þá á innanlandsmark-
aði.
Þetta hafðist nú samt, en í ljósi
sögunnar síðan er kannski ekki
undarlegt þó Bretar hafi veri frem-
ur svartsýnir. Staðreyndin er nefni-
lega sú að í hvert skipti, sem hrikt
hefur í samstarfi ríkjanna, hefur
samkomulag náðst með því að
slaka á grundvallarhugsjónum
Rómarsáttmálans. Og fýrir ótrúlega
„tilviljun" þá hafa það oftast verið
sérhagsmunir Frakka, sem valdið
hafa titringnum hverju sinni, þó
svo hin fátækari ríki Miðjarðar-
hafsins hafi sótt í sig veðrið að
þessu leyti á undanförnum árunt.
Fyrir vikið má til sanns vegar
færa, að Evrópusamvinnan hefur
enst jafnlengi og raun ber vitni
vegna þess að sveigt hefur verið af
þeirri leið, sem upphaflega var
mörkuð í Rómarsáttmálanum. Þær
frantfarir sem orðið hafa í átt til frí-
verslunar urðu nær allar í upphafi
sjöunda áratugarins. Síðan hefur
skrifræði það, sem komið var á fót
til þess að annast rekstur EBE, svo
EB og loks ESB, aukist svo að afli,
að nær allt frumkvæði í málefnum
sambandsins kemur þaðan.
Vitaskuld er erfitt að henda reið-
ur á slíkt, en þegar litið er til tilskip-
ana framkvæmdastjórnar ESB má
ljóst vera að sérfræðingar hennar
14
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994