Eintak

Issue

Eintak - 04.08.1994, Page 15

Eintak - 04.08.1994, Page 15
★ Tilskipun framkvæmdastjórnar ESB frá 24. júní 1992 um „sam-mannleg samskipti” á vinnustaö er sérkennileg þeaar litið er til þess hvað höfundarnir viroast eiga erfitt með að tjá sig. „1.1. Munnleg samskipti miiii frá- segjanda og eins eða fleiri tilhlýð- enda á að fara fram með stuttum textum, setningum, orðahópum og/eða einstökum orðum. 1.2. Munnleg skilaboð eiga að vera eins stutt, einföld og skýr og mögulegt er; mælska frásegienda og heyrn tilhlýðenda verður að vera næg til þess að tryggja ábyggileg samskipti. 1.3. Munnleg samskipti eru bein (mælt fram af mannsrödd) eða óbein (mælt af mannsrödd eða gervirödd, sem er útvarpað á þann hátt sem hentar hverju sinni). 2.1. Hlutaðeigandi þurfa að hafa staðgóða þekkingu á tungumálinu, sem notao er, svo að þeirgeti borið fram og skilið munnleg skiiaboð rétt og í framhaldi hagað sér rétt með tilliti til heilsu og öryggis. 2.2. Nú eru munnieg skilaboð notuð i stað — eða samhliða — lát- bragði og ber þá að nota lykilorð á borð við: - Stopp: Til þess að tefja eða stöðva hreyfingu - Hætta: Til þess að stöðva verk“ ...og svo framvegis. hafa ofurtrú á miðstýringu og það sem verra er, völd þeirra fara vax- andi. Þetta er kannski ekki skrýtið þegar haft er í huga að til starfans veljast fyrst og fremst opinberir starfsmenn eða pólitíkusar. Þeir sjá völd sín aukast með völdum sam- bandsins og telja efnahagssamrun- ann óhugsandi án frekari afskipta þess. Til þess arna er svo varið æ rneiri fjármunum ár hvert. Til þess að stemma stigu við þró- un af þessu tagi hefur ESB þá stefnu að sérhver ákvörðun innan sam- bandsins skuli vera tekin á lægsta mögulega stjórnunarstigi. Fram að þessu lofar frammistaða bandalags- ins þó ekki góðu. Frammistaða ESB Á undanförnum árurn hefur ESB fengist æ meira í fang á hinu félags- lega sviði. Þetta kann að tengjast því að starfsmenn sambandsins hafi einfaldfega talið sig þurfa að hafa rneiri afskipti af þessum mál- unt en verið hafði. Aðrir hafa bent á vaxandi áhrif sósíalistaflokka innan sambandsins, en ekki er heldur ósennilegt að eftir því sem vandi velferðarríkjanna í Evrópu jókst hafi menn einfaldlega viljað koma vandanum af sér og í yfirþjóðlegar hendur ESB, sem fegið tók að sér að senda út tilskipanir í þeim efnum. Kostnaður tilskipana ESB setur hvað eftir annað fram kostnaðarsamar tilskipanir án þess að nokkur virðist gera sér grein fýr- ir þeim skaða, sem þær kunna að valda. Þetta gerist þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á það með óyggj- andi hætti að stórfyrirtæki hagnast á þessu, því þau losna við sam- keppni minni og nýjungagjarnari fyrirtækja, sem þurfa að kosta hlut- fallslega meiru til þess að fylgja reglugerðarfarganinu. Þar fyrir utan gætir þeirrar til- hneigingar hjá grónum fyrirtækj- urn að vilja herða reglugerðir af þessu tagi. Ávinningur þeirra er áþreifanlegur en kostnaðinum er dreift í smáskömmtum á þúsundir neytenda. Einnig er hætta á því að þeir, sem eiga að hafa eftirlit með fyrirtækjunum, tengist þeim urn of — ekki síst ef unt er að ræða grein þar sem fá stórfyrirtæki hafa töglin og hagldirnar. Sérfræðinga þarf til eftirlitsins og oftar en ekki er þá helst að finna innan fyrirtækjanna. Árásin á menninguna Menn tengja störf ESB yfirleitt ekki við menningu, en samt sem áður hafa stofnanir hennar — sér- staklega framkvæmdastjórnin og Evrópuþingið — látið verulega til sín taka á því sviði. Eitt heista aðals- merki evrópskrar menningar hefúr einmitt verið margbreytileiki henn- ar, en viti menn, menningarfurst- um ESB í Brussel hefur dottið í hug að samræma menninguna líka! Valdsviðið er býsna breitt og nær til lista, fornleifa, íþrótta, samgangna og alls þess er varðar skemmtana- iðnaðinn, útvarp og sjónvarp. Aðalviðfangsefni menningar- kommissara ESB hefur þó verið að einangra Evrópu í menningarlegu tilliti, ekki síst á sviði sjónvarpsefn- is. Sú skoðun er alls ráðandi að Evr- ópu sé ógnað af bandarískri „menningarheimsvaldastefnu“ og japanskri „tækniforystu“. Frá 1991 hefur verið í giidi tilskip- un um að ekki skuli minna en helmingur dagskrárefnis koma frá aðildarríkjum ESB og auk þess er tilgreint að 5 prósent og síðar 10 prósent fjárhagsáætlana allra sjón- varpsstöðva skuii renna til sjálf- stæðra sjónvarpsframleiðenda inn- an ESB. Þá eru lagðar á kvaðir um lengd og staðsetningu auglýsinga- hléa, sem eru beinlínis sniðnar til þess að knýja framleiðendur bandarísks dagskrárefnis til dýrrar og tímafrekrar sérvinnslu á efni sínu fyrir Evrópumarkað. Auk þessa niðurgreiðir ESB raf- eindaiðnað sinn verulega til þess að hann geti keppt við bandaríska og japanska hátæknivöru, sem sarnt sem áður saxar á forskot Evrópu- þjóðanna, væntanlega vegna gæða sinna. Enn sérkennilegri eru þó sjónvarpsþáttaraðir, sem ESB kost- ar sérstaklega til þess að keppa við bandaríska þætti. Þetta eru yfirleitt þættir, sem sniðnir eru að banda- rískum fyrirmyndum, en öfugt við þær seljast evrópsku þættirnir af einhverjum ástæðum ekki utan ESB þó mikið hafi verið reynt. Gott dæmi um þetta er framleiðsla 120 þátta sápuóperu, sem nefnist Channel 6 Live og fjallar urn starfs- fólk fjölþjóðlegrar evrópskrar fréttastofu í leik og starfi. Enn er óvist hvort þættir þessir kornast á skjáinn, en eyðsla á peningum evr- ópskra skattgreiðenda í þessu sam- hengi virðist örugg. ESB hefur þó ekki látið staðar Kynlíf Enn eitt dæmið um reglugeröarfíkn ESB birtist í Evró-smokknum. ESB ákvað að láta ISO 4074 staðalinn frá Alþjóða- staðlastofnuninni lönd og leið og taka upp eigin staðal til þess að berjast gegn „lággæoa-latexi”, en fáum þarf að koma á óvart að sú umræða hófst meðal evr- ópskra latex-framleiðenda. Þá var skýrt frá því að: „Par sem fleira og fleira fólk not- ar smokkinn, ekki einungis til þess að komast hjá þungun heldur einnig til þess að verjast kynsjúkdómum, verður að gera því Ijósara hvernig á að nota þá. “ Til þess að búa Evrósmokkinn til var farið út í miklar rannsóknir og tilraunir, sem helst fréttist reyndar af þegar hinar ýmsu þjóðir lóru að metast um með- altyppastærð sína. Og allt vegna þess að einhver snillingurinn í Brussel hafði komist að þeirri niöurstööu að: „Fólk á rétt á því að smokkar, hvar i Evrópusambandinu sem þeir eru keyptir, geri sama gagn. “ Frönsku neytendasamtökin INC héldu þvi Iram að rannsóknir á tilraunastofum einar gætu ekki mótað Evrósmokkinn og dreifðu þvi 12.000 smokkum til 300 manns, sem notuðu smokka mikið, og tóku svo viðtöl við fólkið. Ein gleðikonan í hópnum skýrði út hvers vegna hún not- aði ekkí aðra tegund en Manix: „Ég hef ekki rifið einn einasta Manix-smokk ( þrjú ár og ég nota tíu á dag." Alls kyns at- hugasemdir um stærð, áferð, lykt og hvaðeina voru skráðar niður og sam- kvæmt INC staðfesti könnunin það, sem ESB á svo erfitt með að viðurkenna, að það sem hentar einum þarf ekki endilega að eiga við um annan. Sennilegast hefur enginn einn maður haft jafnmikil áhrif á eðli Evrópusambandsins og Jacques Delors, fráfarandi fram- kvæmdastjóri þess, en hann hann sóttist mjög eftir völdum til Brussel á kostnað Rómarsáttmálans. Delors er franskur sósíalisti og skilgetið afkvæmi hins nýja aðals Frakklands, embættismannastéttarinnar. Hann sat lengur í embætti en reglur kveða á um, en hætti loks til þess að sækjast eftir kjöri sem næsti forseti Frakklands. numið við að kosta framleiðslu þátta um evrópska fréttastofu, heldur hrundið af stokkunum sjón- varpsfréttarás, sem ætlað er að keppa við CNN. Rásin heitir vita- skuld Euronews og á að flytja fréttir frá „evrópskum sjónarhóli". Til þess að tryggja gæði og vinsældir rásarinnar var EBU, samtökum evrópskra ríkisfjölmiðla, falið að reka hana, en EBU hefur tii þessa verið þekktast fyrir umsjón sína á Evrósjón-söngvakeppninni. Ólympstindur í Brussel Evrópusambandið er nú til húsa í 36 byggingum í Brussel, en hefur vitaskuld skrifstofúr ntun víðar. Frá Brussel streyma nú árlega um 18.000 ályktanir, reglugerðir og til- skipanir. Fyrir sambandið starfa um 13.000 embættismenn og skrif- ræðið er í samræmi við það. Valdið byggist þó ekki á fjölda skriffinn- anna heldur þeirri staðreynd að þeir eru í oddaaðstöðu þegar að ákvarðanatöku kemur innan sam- bandsins og þannig hafa þeir meiri og meiri áhrif á störf kollega sinna í þjónustu hinna 12 ríkja sambands- ins. Vitaskuld hefur margt verið orð- um aukið í umræðunni um af- skiptasemi ESB. Evró-pulsan var aldrei annað en brandari í Já, ráð- herra, Evró-klósettið hefur enn ekki verið staðlað og skýlaus réttur borgaranna til samdægurssamloku hefur enn ekki verið tryggður. En hér á síðunum má sjá önnur álíka geggjuð dæmi, sem eru dagsönn. Það er í alvörunni til tilskipun um hversu bognar evrópskar agúrkur skulu vera og það er til tilskipun, þar sem gulrætur eru skilgreindar sem ávöxtur. Þá er fjármálahlið ESB í lama- sessi. Árið 1991 voru gerð hrein og klár mistök sem námu tugmilljörð- ★ ESB hetur upp á síökastiö hótaö því að láta vítamin, steinefni og heilsuvörur ýmsar falla frekar undir lyfjaeftirlit en matvælaeftirlit. Fyrir vikiö er heilsuvöru- iönaöurinn í mikilli hættu, því til þess aö selja megi „lyf“ þarf aö þrófa þau (nokk- ur ár og þær tilraunir geta kostaö allt að einum milljarði íslenskra króna. Önnur tilskipun, sem enn er til umræöu, miöar aö því aö láta jurtate, ginseng, frjókorn, megrunarefni og annaö af þeim toga gangast undir svipaö eftirlit. Hætt er viö þvi aö aðeins stærstu lyfjaframleiöendur myndu sitja að heilsumarkaðnum ef þessar tillögur ná fram að ganga. Leikföng [ tilskipunum ESB er víða að finna þá tilhneigingu að lög séu best til þess fallin aö tryggja gæði og öryggi hvers kyns vöru og þjónustu, þrátt lyrir að hingao til hafi markaðnum og skynsemi neýtenda verið fyllilega treystandi til þess arna. Til þess að koma skikk á þessi mál gaf ESB út 32 síðna handbók, sem hét „Leikföng: Ekki full af barnslegu sakleysi". I handbókinni er dregin upp veröld full af hættum, sem til- skipun ESB á að draga úr, en jafn- framt er mælt með því að börn séu aldrei skilin ein eftir með leikföng- um sinum. „Eftir aö ESB uppgötvaði misræmiö í lögum hinna ýmsu aðildarríkja sinna varð þörfin á talarlausum úrbótum fljótt Ijós. Eftir nokkurra ára kannanir og um- ræður var þess vegna ákveðið að gefa út sérstaka tilskipun þar að lútandi. Til- gangur tilskipunarinnar er að tryggja að sömu staðlar gildi f leikfangaöryggi að- ildarlandanna tólf. Þetta er skref fram á við fyrir Evrópu- neytandann." um króna. Það árið nániu fjárlög ESB 4.500 milljörðum króna og endurskoðendur sambandsins gagnrýndu það harkalega fyrir mis- tök, óráðsíu og bókhaldsóreiðu. Til dæmis var talið að um 250 milljarð- ar króna hefðu verið sviknir út úr ESB með ýmsum hætti, aðallega þó í gegnum falsaðar niðurgreiðslur og styrki. Vaxandi afskiptasemi Eitt helsta áhyggjuefni ESB að undanförnu hefur þó verið hversu illa þegnar sambandsins taka til- sögn. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir embættismanna þess virðast borg- arar landanna tólf nefnilega æ ofan í æ kjósa að fara að eigin smekk frekar en skynsamlegum ábending- um embættismannanna. Ýmis sætuefni hafa til dæmis ver- ið bönnuð þrátt fyrir að sannað sé að þau séu á engan hátt óholl nema þeirra sé neytt í óstjórnlegu magni. Frá ársbyrjun 1993 hefur ekki verið hægt að kaupa stakar chili- piparjurtir í stórmörkuðum Evr- ópu, þrátt fyrir að fremur ósenni- legt verði að teljast að margir vilji birgja sig upp af henni. Ástæðan er sú að til þess að fyrirbyggja að neyt- endur þurfi að treysta á misná- kvæniar vogir, er stórmörkuðum skylt að selja slíka vöru í fyrirfram vegnum pakkningum, sem ekki mega vera léttari en 50 grömm. Hin sameiginlega landbúnaðar- stefna ESB er sennilegast greinileg- asta dæmið um hvað er að sam- bandinu. Innan sambandsins eru engar hömlur á landbúnaðarversl- un, en lágmarksverð til bænda er tryggt með niðurgreiðslum, út- flutningsbótum og föstum kaup- samningum hins opinbera. Grund- vallarverð á landbúnaðarvöru var sett árið 1964 og föst hlutföll út- reiknuð milli hinna ýmsu landbún- aðarafurða. Þegar árið 1968 var verð á kjúklingakjöti 131% af heimsmarkaðsverði, nautakjöt 175%, hveiti 185%, olíuffæ 200%. smjör 397% og sykur 438%. Verðið hefúr ekki lækkað síðan og fyrir vikið hafa evrópskir neytendur borgað æ meira fyrir mat sinn. Það segir því ekki mikið þegar íslenskir bændur bera verð á afurðum sínum saman við verð á meginlandi Evr- ópu og segja ástandið ekki svo slæmt eftir allt. Landbúnaðurinn er þó síður en svo einn í þessari stöðu. Mótmæli breskra og franskra sjómanna gegn innflutningi á ódýrum fiski - - sem íslendingar vissu til dæmis alls ekki að væri svo ódýr - - stöfúðu af því að þeir hatá notið svipaðrar vernd- ar. Hér eru á ferðinni rakin dæmi um hvað getur gerst þegar fram- leiðendur fá að hafa áhrif á hvernig löggjafinn verndar þá, en fyrir vikið er framfærslukostnaði haldið uppi, gæði vörunnar skipta minna máli og verðskyn neytenda er vísvitandi brenglað. Afskiptasemin getur verið á fleiri sviðum. Þannig eru tilskipanir ESB um kjúklingaframleiðslu óheyri- lega nákvæmar — yfirleitt í nafni heilsugæslu -—- en þjóna fyrst og fremst hagsmunum stórra fram- leiðenda á kostnað hinna smærri. Þjóðverjar fengu í gegn tilskipun um að allir ostar skyldu vera fer- kantaðir, á þeirri forsendu að þannig stöfluðust þeir betur í gám- um og gerðu flutninga því örugg- ari. Þetta fór hins vegar mjög fyrir brjóstið á Frökkum, sem búa til alls kyns osta, hnöttótta, kringlótta, pulsulaga og Guð má vita hvað. Þetta viðkvæði um heilsugæslu heyrist æ oftar. Þannig eru nýjar reglur um kjötsölu að ganga í gildi, sem munu sennilegast útrýma hefðbundnum evrópskum slátrur- um, því samkvæmt þeim þarf hver þeirra að kosta til um sjö milljón- um króna til þess að slátrarabúðir þeirra standist kröfur ESB. Eftir lifa vitaskuld stórmarkaðirnir. Lífræn fæða hefur vaxið mjög að vinsældum að undanförnu, en kröfur ESB til lífrænnar fæðu er þannig að engin sulta getur staðist þær og ekkert brauð nema hugsan- lega rúgbrauð. Meira að segja vatnsveitur eru ekki undanþegnar. Á Bretlandi er til dæmis fyrirsjáanlegt að vatn- sveitureikningar tvöfaldist vegna nýrra krafna um frárennsli (annað en klóak), en Bretum finnst þetta vitaskuld súrt í brotið, ekki síst þar sem kranavatn er víðast hvar á Bretlandi hreinna en það vatn, sem selt er á flöskum í Frakklandi. Baráttan gegn áfengi og tóbaki hefur stigmagnast innan ESB upp á síðkastið. Sambandið hefur kostað stórkostlegum fjármunum til þess að berjast gegn reykingum og drykkju, en megnið af þeim pen- ingum renna til rannsókna á félags- legum áhrifum þessara niein- Skaðabætur Drög aö tilskipun um neytendavernd myndi hækka vero á allri þjónustu veru- lega el þau ná fram aö ganga. Samkvæmt drögunum bæri þjónustufyrirtækjum aö borga skaöabætur nema þau geti sýnt fram á sakleysi sitt þegar neytendur kvarta. Þetta gengur vitaskuld gegn þeirri meginreglu réttarríkisins ao sérhver maour sé saklaus uns sekt hans sannist. Þar að auki hafa neytendafélög víða um Evrópu tekið höndum saman með iðn- rekendum og sagt drögin munu skerða hlut neytenda fremur en að rétta hann. í tilskipun ESB um hlifðarbúnað fólks frá 30. nóvember 1989 segir: „Persónulegur htifðarbúnaður verður að vera hannaður og fram- leiddur með það fyrir augum að auðvelda rétta staðsetningu á not- andanum og að hann haldi kyrru fyrir út notkunartímann hverju sinni að tilliti teknu til umhverfis, hreyf-, inga notandans og stellinga hans. í þessu skyni verður að vera mögu- legt að fínstilla persónulegan hlífð- arbúnað að líkamslögun notandans með öllum tiltækum ráðum, svo sem með fullnægjandi búnaði til að- lögunar og festingar búnaðarins og nægilega rúmum stærðarmörkum. “ Með öðrum orðum er nauðsynlegt að hlífðarbúnaðurinn passi þeim, sem eiga að ganga í honum! Ofangreint er vitaskuld aðallega hlægilegt, en það er fleira að finna í þess- ari tilskipun. Fyrst og fremst eru þar nefnilega fyrirmæli, sem munu reynast einyrkjum og öðrum þeim sem vinna á heimilum sínum eða mjög smáum vinnustöðum afar dýrkeyþt. Samkvæmt tilskiþuninni verða allir vinnustaðir, stór- ir sem smáir, að láta meta sig með tilliti til eldvarna, þjálfa starfsfólk i brunavörn- um og halda skýrslur til þess að sýna eldvarnareftirlitsmönnum fram á að farið hafi verið að öllum reglum. Einyrkjar, sem ekki fá neina viðskiptavini í heim- sókn á vinnustaðinn, munu þó undan- þegnir þessu, en kostnaðurinn fyrir fyrir- tækin er talinn vera á bilinu 20.000 krón- ur og upp í 200.000 krónur. semda! Þá hefur auglýsingabann verið tekið upp og hafa fjölmiðlar á Bretlandi einu orðið af 80 milljarða króna tekjum fyrir vikið. Enn ein- kennilegra er þó að á sama tíma ver ESB enn meiri fjármunum til þess að styrkja vínbændur og tóbaks- framleiðendur innan sambandsins. Hafa sumir leitt að því getum að baráttan gegn tóbaki og áfengi snú- ist aðallega gegn tóbaki og áfengi frá löndum utan sambandsins. Hefur verið bent á að auglýsinga- bannið miði aðallega að þessu, því ffamleiðendur utan ESB hafi verið þar fremstir í flokki í von um að fá sinn skerf á fremur lokuðum rnark- aði. Einn helsti kostur markaðsbú- skaparins er sá að markaðurinn bregst við raunverulegum óskum og þörfum neytenda og er blindur á pólitísk landaskil. Menn velja sér ekki þýska penna, ensk ídæði, danska skinku, japönsk sjónvörp eða hvað annað af því að þeim eru þessar þjóðir svo kærar. Aldalöng verndarstefna i bland við þjóðernisstefnu hefur hins veg- ar þrátt fyrir allt lifað innan Evr- ópusambandsins og miðstýring og afskipti hins opinbera virðast jafn- vel vera að færast í aukana þó svo dæmin um ömurlegan endi slíkrar stefnu ættu að vera nógu greinileg í austurvegi. Þegar menn telja sig þurfa að setja á blað reglur um „sam- mann- leg samskipti", staðlaða smokka, að föt eigi að passa á fólk, að heilsu- fæði lúti sörnu reglum og lyf og að gulrætur séu ávextir, má Ijóst vera að’Stofnunin er komin úr sambandi við umheiminn að ekki sé minnst á það hversu erfitt hún gerir þeim fyrir, sem enn eru með báða fætur á jörðinni en þurfa að semja sig að lögum þessum. Þegar grunnurinn var lagður að ESB með Rómarsáttmálanum voru markmiðin nógu góð til þess að miklu var til fórnandi svo að þeim yrði náð. En þegar verið er að fórna markmiðunum í nafni stofnunar- innar er eitthvað meira en lítið að. Embættismenn ESB virðast líta á það sem skyldu sína að koma upp múrum umhverfis Evrópu til þess að hlífa álfunni við erlendri sam- keppni, en fyrir vikið er sambandið farið að missa af kostum alþjóð- legrar samkeppni og sekkur dýpra og dýpra í fen einangrunarstefnu. Afleiðingin verður þveröfug við hin upphaflegu markmið um einingu Evrópu og hagsæld. © FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 15

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.