Eintak - 04.08.1994, Blaðsíða 24
Krník
Mynd um mynd
RIkissjönvarpið
HvIta tjaldið
★
RIkissjónvarpið
BIödagar baksviðs
★★★
Það er fátt sem mér þykir leiðin-
legra en myndir um gerð annarra
mynda. Það er mjög sjaldgæft að þær
séu annað en ódýrar auglýsingar og
þær skilja yfirleitt ekki nokkurn
skapaðan hlut eftir af ffóðleik. Mest
fjalla þær um hvernig áhættuleikar-
arnir báru sig að, hvernig tækni-
brellumennirnir líta út og svo segja
aðalleikararnir okkar frá því hvernig
týpur þeir eru að leika.
Nú í seinni tíð þykir engin mynd
meðal mynda nema að mynd sé um
hana gerð og nú hefur hafið göngu
sína hjá ríkinu þáttur sem sýnir ekk-
ert annað en svona myndir. Honum
hefúr verið gefið hið frumlega nafh
Hvíta tjaldið (það eru alla vega tíu
útvarpsþættir á hinum ýmsu stöðv-
um sem hafa heitið nákvæmlega
þessu nafni) og er hann í stjórn Val-
gerðar Matthíasdóttur.
Ég nenni nú ekki að vera að eyða
mörgum orðum á þennan þátt.
Hann er eflaust ágætur fyrir þá sem
þurfa karakterlýsingar og þess háttar
áður en þeir drífa sig í bíó.
Um daginn var svo sýnd íslensk
mynd um gerð íslenskrar myndar,
það er að segja Bíódaga Friðriks
Þórs. Það má kannski segja að þar
hafi verið á ferðinni undantekningin
sem sannar regluna, því ég skemmti
mér bara ágætlega yfir henni. Þarna
var náttúrlega engum áhættuleikur-
um fyrir að fara, en í staðinn var fó-
kuserað á hluti eins og leikmynda-
smíði, búningahönnun og ýmislegt
forvitnilegt. Eg er ekki ffá því að í
þessu tilfelli hafi myndin um gerð
myndarinnar verið skemmtilegri en
myndin sjálf.
Popp
ÓTTARR PROPPÉ
Það þaggar enginn í
Böminum
David Byrne: David Byrne
★★★★
David Byme forsprakki Talking
Heads poppsveitarinnar sem íslensk-
ir pönkarar skírðu lögin sín effir.
Sérvitri gáfupopparinn sem gerði
bíómynd um versfunarmiðstöðvar
og hætti afskiptum af venjulegu
poppi til þess að gefa út plötur með
afrískri og brasilískri tónlist í sam-
vinnu við tugi skælbrosandi einka-
vini sína ffá framandi álfum. Hans
vitræna hátign er sumsé kominn aft-
ur í poppið þar sem mörgum okkar
þótti hann alltaf best eiga heima.
Talking Heads var ein nokkurra
sveita frá New York sem slógu í gegn
á árunum 1976 til 1978. Sveitirnar
áttu það helst sameiginlegt, utan það
að vera aldrei neitt líkar, að vera
kenndar við pönkbúlluna CBGB’s
við aðal rónastræti borgarinnar. Nú,
Blondies unnu með glampródúsern-
um Chinn og slógu í gegn diskó. The
Ramours slógu aldrei í gegn en náðu
að vinna með Phil Spector, eru enn
að og sjá enga ástæðu til að breyta
neinu í sínu pönki. Aðrir úr þessari
senu dóu og enn aðrir gleymdust og
standa enn niðri á CBGB’s við bola-
söluna og vonast til þess að einhver
þekki þá af gömlum myndum. Talk-
ing Heads áttu stórglæsilegan feril
þangað til sveitin var opinberlega
blásin af fyrir fimm eða sex árum.
Kvartettinn vann mikið með Brian
Eno, ambienttrölli með meiru.
Framleiddi furðuvídeó við litlu lögin
sín og hlaut talsverða lýðhylli fyrir.
Hol rödd Byrnes söng agndofa um
hversdaglega hluti. Furðulostinn
eins og breskur landkönnuður á Ak-
ureyri. MTV-kynslóðin var alveg til í
að taka ástfóstri við þennan hættu-
litla ameríska súrrealisma sem not-
aðist ekki við hættulegri yrkisefni en
búsáhöld og álfa. Hrifningin er enn
til staðar en Byrne gleymdi sér og
kom niður á jörðina í nokkur ár.
Með þessari nýju plötu er hann
kominn aftur út fýrir gufúhvolfið.
Rökhyggjan nagaði rykið halelúja!
Og fýrinn á leiðinni til að trylla
landslýð í Háskólacinema eftir mán-
uð. Á þessari plötu er Byrne aftur
kominn með lítið þriggja manna
band og bætir Iitlu við. Hér er þessi
gamli góði mættur með skemmtileg-
um lögum sem koma sífellt á óvart
þó þau virki á köflum eins og gamlir
félagar. Útsetningar allar með
smekklegasta móti og hljóðfæraleik-
urinn óaðfinnanlegur. Byrne og fé-
lagar eru óumdeilanlega að leita aft-
ur að einfeldninni sem einkenndi
Talandi höfuð í gamla daga. Meistar-
inn sem margir héldu endanlega út-
brunninn hefur aftur fundið galdur-
inn í tónlistinni. Því ef það er eitt-
hvað betra en að drekkja einföldum
melódíum í Wagnerískum útsetn-
ingum er það hæfileikinn að gera
þær skemmtilegar með töfraformúl-
unni trommur-gítar-bassi-rödd.©
Alfrœðitónaþjónustan}
góðan dag!
Iah Wobble’s invaders of the he-
art: Take mf. to god
★
Það er ákveðin klíka tónlistar-
manna sem lifir á jaðri poppsins,
heimstónlistarinnar, djassins, rokks-
ins og allt hvað. Þessi hópur virðist
lifa fyrir það eitt að blanda saman
hinum ólíkustu stefnum og nota
sem flest hljóðfæri sem enginn hefúr
minnst á fýrr. Stórvesír þessa hóps er
auðvitað upptökustjórinn slyngi,
Bill Laswell en samstarfshópurinn
margfaldast á hverjum degi og er
Bretinn Jah Wobble fastur með-
limur í félagsskapnum. Á nýjustu
plötu sinni hefúr Wobble safnað um
sig gríðarstórum hópi alls kyns lista-
manna sem eflaust eru að krukka
meistaraverk hver í sínu horni en
samsuðan hljómar.. .ja eins og sam-
suða. Hljóðfæraleikur er óvíða betri
en á þessari plötu og öðrum af svip-
uðu sauðahúsi, en einhvern veginn
hefur það hingað til ekki nægt til að
knýja pöpulinn að hátölurunum
nema þá helst öðrum hljóðfæraleik-
urum. Svo er og um skífu þessa. Það
er ljótt að segja að svo vel unnin plata
geti verið afspyrnu slæm. En það er
erfitt að hlusta á þessa plötu nema þá
til þess að dunda sér við að greina ex-
ótísk hljóðfæri og sérhæfða skala úr
tónarfi Inka. Það gæti verið spenn-
andi samkvæmisleikur út af fýrir sig
en varla mikið meira. Umslag plöt-
unnar og konseptið á bak við hana
eru listasmíð en það nægir illa til þess
að koma plötum á fóninn. Alla vega
hjá undirrituðum. ©
(deiglunni heitir sýningin í Listasafni íslands.
Þar eru sýnd verk frá árunum 1930-1944 og er
reynt aö varpa Ijósi á þau umbrol sem uiöu
þegar gamalgróiö bændasamlélagiö mælti vax-
andi borgarmenningu einkum í myndlist, list-
iðn, hönnun og byggingarlist. Þetta er mjög at-
hyglisverö sýning og greinilega mikil vinna á
bak við heimildasöfnunina. Sjáiö þessa sýn-
ingu.
íslandsmerki og súlnaverk Sigurjóns Ól-
afssonar er yfirskrift sýningarinnar í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar. Sýningin stendur út árið.
Leikhúsin hefja starfsemi sína á
haustin og brátt fara Borgarleik-
húsið og Þjóðleikhúsið að keppast
um hylli leikhúsáhugafólks. Því er
ekki úr vegi að athuga hvað þau
ætla að bjóða upp á til að stytta
landsmönnum veturinn.
Leikárið 1994-1995 í Borgarleik-
húsinu hefst með frumsýningu
leikritsins
Óskin
en undirtitillinn er Galdra-Loftur
eftir Jóhann Sigurjónsson. Leik-
gerðin sem leikið er eftir að þessu
sinni er eftir Pál Baldvin Bald-
vinsson og er hann jafnframt leik-
stjóri. Aðeins sex leikarar taka þátt
í þessari leikgerð og með aðalhlut-
verk fara
þau Bene-
dikt Er-
lingsson
sem leikur
Galdra-Loft,
Margrét
Vilhjálms-
dóttir sem
fer með
hlutverk
Dísu og
Sigrún Edda Björnsdóttir sem
leikur Steinunni. Þau Benedikt og
Margrét útskrifuðust úr Leiklistar-
skóla íslands síðastliðið vor og
vöktu athygli fýrir góða frammi-
stöðu í lokaverkefninu, Sumargest-
um eftir Gorkí. Óskin verður sýnd
á Litla sviðinu.
Leynimelur 13
verður frumsýndur á Stóra sviðinu
í september í leikstjórn Ásdísar
Skúladóttur. Þetta er farsi eftir þá
Emil Thoroddsen, Harald Á.
Sigurðsson og Indriða Waage.
Verkið fjallar um klæðskera sem
byggir mikið hús en verður fyrir
því að ríkið tekur það eignarhaldi
og alls kyns fólk flytur inn. Meðal
leikara eru þau Þröstur Leó
Gunnarsson,
Sigurður
Karlsson,
Guðmundur
Ólafsson,
Guðrún Ás-
mundsdóttir,
Jakob Þór
Einarsson og
Margrét
Helga Jó-
hannsdóttir. Einnig koma fram
þær Guðlaug E. Ólafsdóttir og
Katrín Þorkelsdóttir sem úskrif-
uðust úr Leildistarskóla íslands
síðastliðið vor.
Hvað með Leond-
ardo?
er slóvenskt leikrit eftir Evald Flis-
ar og niunu sýningar hefjast á því á
Stóra sviðinu í október. Því leik-
stýrir Hallmar Sigurðsson. Verk-
ið er sagt vera grátbroslegur gam-
anleikur.
I nóvember verður unglingaleik-
ritið
Ófælna stúlkan
eftir Anton Helga Jónsson frum-
sýnt á Litla
sviðinu. Hlín
Agnarsdóttir
leikstýrir því
og meðal
þeirra sem fara
með hlutverk
verða þau Árni
Pétur Guð-
jónsson,
Benedikt Er-
lingsson, Margrét Vilhjálmsdóttir,
Ellert A. Ingimundarson ogSig-
rún Edda Björnsdóttir.
Söngleikurinn
Kabarett
verður frumsýndur á Stóra sviðinu
í janúar. Guðjón Petersen annast
leikstjórn en þau Edda Heiðrún
Backman
ogIngvar
E. Sigurðs-
son eru í
aðalhlut-
verkum sem
þau Sally
Bowles og
skemmtana-
stjórinn.
Meðal ann-
arra leikara
eru þau Hanna María Karlsdótt-
ir, Steinn Ármann Magnússon,
Guðlaug E. Ólafsdóttir og Helga
Braga Jónsdóttir. Dansarar úr Is-
lenska dansflokknum koma einnig
fram. Ný þýðing verður notuð í
leikritinu en hún er eftir Karl Ág-
úst Úlfsson.
Framtíðardraugar
heitir nýtt leikrit eftir Þór Tulinius
sem byrjað verður að sýna á Litla
sviðinu í febrúar. Þór leikstýrir
verkinu sjálfur. Framtíðardraugar
er ævintýrasaga um lánsamt óláns-
fólk og gerist árið 2009.1 verkinu
er fjallað um ungt og atvinnulaust
fólk sem stofnar miðilsstofu. Ekki
fer allt eins og ætlað er. Ekki hefur
enn verið ákveðið hverjir fara með
aðalhlutverk í Framtíðardraugum.
Sömu sögu er að segja um leik-
ritið
Heimur svörtu
fiðrildanna
sem enn er verið að þýða og sér
Hjörtur
Pálsson
um þann
starfa. Ætl-
unin er að
frumsýna
leikritið á
Stóra svið-
inu í mars. Höfundur er hin
finnska Leena Lander en leik-
stjóri verður Kjartan Ragnars-
son. Heimur svörtu fiðrildanna er
átakanlegt og miskunnarlaust leik-
rit sem fjallar um dreng sem tekinn
er frá foreldrum sínum og komið
fýrir á betrunarhæli.
Þjóðleikhúsið hefur starfsárið
með því að frumsýna óperuna
Vald örlaganna
eftir Verdi hinn 17. september á
Stóra sviðinu. Þetta er frumflutn-
ingur óperunnar hér á landi og
syngur Krist-
ján Jóhanns-
son aðalhlut-
verkið. Með
önnur hlut-
verk fara Viðar
Gunnarsson,
Elsa Waage,
Tómas Tóm-
asson, Elín
Ósk Óskars-
dóttir og skipta þeir Keith Reed
og Trond Halstein Moe einu
hlutverkanna á milli sín. Sveinn
Einarsson leikstýrir óperunni en
leikmyndahönnuður er Hlín
Gunnarsdóttir.
Á Smíðaverkstæðinu verður
verk Guðbergs Bergssonar,
Sannarsögur
úr sálarlífi systra
sýnt í leik-
gerð Viðars
Eggerts-
sonar sem
jafnframt er
leikstjóri.
Snorri
Freyr Hilm-
arsson
hannaði
leikmynd-
ina. Með
helstu hlut-
verk fara
þau Ingrid
Jónsdóttir, Guðrún Gísladóttir,
Þóra Friðriksdóttir og Valdimar
Örn Flygenring. Sannar sögur úr
sálarlífi systra var sýnt á Listahátíð
í Reykjavík í sumar og hlaut góðar
viðtökur.
Einleikurinn
Dóttir Lúsifers
eftir Bandaríkjamanninn William
Luce verður frumsýndur á Litla
sviðinu um mánaðamótin sept-
ember-október. Leikritið er byggt á
ævi dönsku skáldkonunnar Karen
Blixen. Bríet Héðinsdóttir fer
með hlutverk hennar en Ólöf Eld-
járn þýddi verkið. Leikstjóri er Há-
var Sigurjónsson. Til stóð að
sýna Dóttur Lúsifers á síðasta leik-
ári en það datt upp fyrir.
Þann 22. október verður
Snædrottning
H.C. Andersen frumsýnd á Litla
sviðinu. Leikgerðin er eftir mann
að nafni Schwartz en Árni Berg-
mann þýðir verkið yfir á íslensku.
Snædrottningin var fyrst sýnd í
Þjóðleikhúsinu fýrir 40 árum og
var fýrsta barnaleikritið sem þar
var sett á svið. Guðný Richards
gerir leikmyndina.
„The Rise and Fall
of Little Voice “
eftir Jim Cartwright verður tekið
til sýninga á Smíðaverkstæðinu.
Ekki hefur enn verið fundinn ís-
lenskur titill á leikritið. Leikhús-
áhugafólk kannast eflaust við
Cartwright því hann er sá sami og
gerði Stræti sem sýnt var á Smíða-
verkstæðinu á þarsíðasta leikári.
Árni Ibsen þýðir verkið en Hávar
Sigurjónsson leikstýrir sýning-
unni. Verkið fjallar um mæðgur
sem búa saman. Móðirin er drykk-
felld en dóttirin er ósköp hlédræg
og gerir sér það helst til dundurs
að hlusta á grammófónplötur sem
faðir hennar hefur arfleitt hana af.
Hún verður loks býsna lunkin í að
herma eftir frægum söngkonum.
Leikritið var valið besta gamanleik-
ritið í Bretlandi í hitteðfýrra.
Jólaleikrit Þjóðleikhússins er
Fávitinn
eftir Dostojevski í þýðingu Ingi-
bjargar Har-
aldsdóttur.
Leikgerðin er
bresk og er
hún eftir Sim-
on Gray. Sýn-
ingin er afar
mannmörg og
viðamikil. Ver-
ið er að ganga
frá því um
þessar mundir hver leikstýrir sýn-
ingunni.
Húbert Nói Jóhannesson er meö mjög góöa
sýningu á Sólon íslandus.
Felix Eyjólfsson meö sýningu á 22. Þetta eru
ógeðslega ijótar myndir.
Hin mexíkóska Beatriz Ezban ermeö mál-
verkasýningu í Portinu Hafnarlirði.
BÍÓBORGIN
IVIaverick ★★ Jody Foster skýtur James
Garner og Mel Gibson rel fyrir rass í þessum
grínvestra sem er lengri en hann er fyndinn.
Þrumu-Jack ★ Ástralir elska Paul Hogan og
þreytast eflaust ekki á aö sjá hann í þessari
mynd. Ööru máli gegnir um Islendinga.
Hvað pirrar Gilbert Grape What’s Eating
Gilbert Grape ★★★ Ein af þessum myndum
sem maöur gleymir sér yfir.
Blákaldur raunveruleiki Realíty Bites ★★★
Góö skemmtun fyrir unglinga.
BÍÓHÖLLIN
SteinaldarmennirnirThe Flintstone ★ Eftir
hina ágætu sendingu frá steinöld í Júragarðin-
um kemur hér ein mjög vond. Manni verður
nánast illt (veskinu aö sjá jafn mörgum milljón-
um kastaö á glæ.
Bíódagar ★★★ Falleg en dálítiö gölluð
mynd. Byrjar vel en leiðist út í hálfgerða ára-
mótasketsa og endar í langri jarðarför.
Lögregluskólinn — Leyniförtil Moskvu
Police Academy — Mission to Moscow. ★ Yf-
irþyrmandi vitleysa sem er alltaf sjaldan
skemmtileg.
Ace Ventura ★★★ Davíð Alexander, 9ára
gagnrýnandi EINTAKS, segir myndina fyndna.
Fullorönir geta hlegiö meö góðum vilja.
HÁSKÓLABÍÓ
Steinaldarmennirnir The Flintstone ★ Mis-
lukkuð skemmtun sem veröur nánast óbærilega
leiðinleg þegar á líður. Flest barnanna heföu
frekar kosið teiknimyndirnar.
Veröld Waynes 2 Wayne's World 2 ★★★
Sannkölluð gleöimynd.
Löggan í Beverly Hills 3 Beverly Hills Coþ 3
★ Þaö er löngu komið í Ijós aö Eddie Murphy
er einnar hliðar maður. Ef rnaöur snýr honum
viö þá er sama lagið hinum megin.
Brúðkaupsveislan The Wedding Banquet
★★ Gamanmynd um homma í felum.
Beint á ská 33 1/3 Naked Gun 331/3 The
Final Insult ★ Frekar dapurleg tilraun til aö
halda lífi í þessari seríu. Meö góöum hug má þó
hlæja hér og hvar.
LAUGARÁSBÍÓ
Krákan The Crow ★★ Mynd fyrir áhugamenn
um rokk, dulrænu, teiknimyndir og annaö þess-
legt.
Serial Mom ★★★ Fyndin og bara rétt mátu-
lega geggjuö svo ýmsir aðrir en einlægir John
Waters-aðdáendur geta haft gaman af.
Ögrun Sirens ★★ Innihaldslaus og snubbótt
saga sem heföi mátt klára fyrir hlé. Þólt sumar
konurnar séu full jussulegar geta karlar skemmt
sér við aö horfa á prestsfrúna. Og konurnar á
Hugh Grant. Þessi tvö eiga stjörnurnar.
REGNBOGINN
Svínin þagna The Silence of the Ham 0
Steypa.
Gestirnir Les Visiteurs ★ ★ ★ Frönsk della
sem má hafa mikið gaman af. Hraður og hlaö-
inn farsi.
Sugar Hill ★ Sýrópiö og sykurinn drýpur at
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994
1