Eintak

Eksemplar

Eintak - 15.09.1994, Side 8

Eintak - 15.09.1994, Side 8
Grímur Vilhelmsson, var sakaður um kynferðisafbrot og hefur síðan misst hverja vinnuna á fætur annarri „Slend uppi heimilislaus, allslaus og ærulau „Mér finnst að almenningur eigi rétt á að fá að vita sannleikann og staðreyndir málsins," segir þrítugur karlmaður, Grímur Vilhelmsson, en í síðustu viku var hann fyrir- varalaust settur í veikindafrí frá starfí sínu sem leiðbeinandi við Grunnskólann á Sauðárkróki. 1 frá- sögn DV af málinu síðastliðinn mánudag er slegið upp frétt og í fyrirsögn segir eftirfarandi: „Meint- um kynferðisafbrotamanni sagt upp sem grunnskólaleiðbeinanda: Prófgögn mannsins líka dregin í efa - maðurinn segist saldaus og hér sé um persónulegar ofsóknir að ræða.“ „Þetta eru þungar sakir sem byggjast á rógburði og ég vil hreinsa mannorð mitt,“ segir Grímur um fréttaflutning blaðsins. Grímur segist hafa komið til Sauðárkróks seint í ágúst til að undirbúa sig fyrir kennslu við grunnskólann þar í vetur. „Ég átti að hefja kennslu þriðjudaginn 6. september," segir hann. „Ég var viðstaddur skólasetninguna daginn áður og var nett kvíðinn því að hefja störf því ég er bara leiðbein- andi en ekki kennari og hafði feng- ið undanþágu til að kenna. Kvöldið fyrir fyrsta kennsludag veiti ég því athygli að margir horfa einkenni- lega á mig og ég skildi ekki af hverju allir virtust vera í svona fúlu skapi. Ég fór út í sjoppu og mér var gefið auga þar og fólk var að pískra sín á milli. Ég fer síðan heim og þá kem- ur manneskja til mín og segir að þetta sé agalegt. Allur bærinn sé að tala um að ég sé glæpamaður og ég missi sennilega vinnuna. Ég hringdi þá í Björn Sigurbjörnsson skóla- stjóra grunnskólans, og hann kallar mig á sinn fund. Eg fer upp í skóla og þar situr formaður skólanefndar og mér er tilkynnt að það séu komnar upp al- varlegar ásakanir í rninn garð og þau óski ekki eftir kröftum mínum og ég sé settur í veikindafrí á meðan þau bíði eftir umsögn ráðuneytis- ins. Ég segi náttúrlega að þetta sé tóm þvæla. Ég sé með mín gögn og geti lagt sannanir fyrir að þau séu rétt og ég geti einnig sannað að ég sé ekki dæmdur glæpamaður neins staðar í heiminum. Það var ekkert hlustað á mig. Næsta dag hringdi ég til Bandaríkjanna og bað um að mín prófgögn yrðu send til Sigurð- ar Helgasonar, starfsmannstjóra í menntamálaráðuneytinu. Síðan talaði ég við lögfræðing minn í Reykjavík og sagði honum að ég hefði ekkert að gera á Sauðárkróki og hann samþykkti að ég kæmi í bæinn.“ Grímur segir að Björn hafi boðið sér að segja upp stöðunni við grunnskólann en það hafi ekki komið til greina af sinni hálfu. „Ég ætla að fá uppreisn æru í þessu máli. I lokin kemur sannleikurinn alltaf í ljós en ég verð bara að lifa við þetta í dag. Eg spurði formann skólanefndar hvað þeir hygðust gera þegar þeir væru búnir að fá sannleikann í málinu og hvort þeir ætluðu þá bara að biðjast fyrirgefn- ingar. Björn viðurkenndi að erfitt væri fyrir mig að lifa við þetta á Sauðárkróki en mér er alveg sama um það. Ef fólk vill smjatta á ein- hverri lygi þá er mér alveg sama. Ég sætti mig hins vegar ekki við það að mínir vinnuveitendur séu fylltir af einhverri lygaþvælu eina ferðina enn og ég þurfi að flytja enn einu sinni vegna hluta sem ég er sakaður um en hef ekki gert.“ Vildu kaupa bömin Að sögn Gríms nær forsaga þessa máls allt aftur til ársins 1984 þegar han kynntist fyrrum eiginkonu sinni, Birgittu Huld Birgisdóttur, á balli í skemmtistaðnum Skiphóli í Hafnarfirði. Þau gengu í hjónaband í Noregi 17. júní árið eftir, en for- eldrar brúðarinnar voru búsettir þar. Fjölskylda hennar eru aðvent- istar og segir Grímur að til að að- ventistaprestur gæti gefið þau sam- an hafi hann orðið að gerast að- ventisti. Hann hafi því gengið til liðs við söfnuðinn daginn fyrir at- höfnina en sagt sig úr honurn hálfu ári síðar. Fjölskyldu Birgittu segir hann fljótlega hafa farið að sýna sér and- úð vegna þess að hann reykti og drakk. Þau hafi einnig kennt sér um að hafa komið dóttur sinni upp á áfengi og tóbak. Þetta sé hins vegar ekki rétt. „Konan mín reykti og drakk þeg- ar við kynntumst og ég vissi ekki betur en það væri í lagi,“ segir hann. „Ég var ekkert að leiðrétta þetta því mér fannst það ekki koma fjölskyldu hennar við hvað hún gerði utan heimilis þeirra." Gríntur og Birgitta bjuggu í Nor- egi fyrstu mánuðina eftir að þau giftu sig og eignuðust sitt fyrsta barn í nóvember sama ár. Skömmu síðar fluttust þau til Bretlands þar sem Grímur nam ensku og í fram- haldi af því fóru þau til Bandaríkj- anna þar sem hann gekk í Andrews-háskóla í Michigan-fylki. Grímur nam sálfræði og guðfræði við skólann sem rekinn er af 7. dags aðventistum og útskrifaðist hann þaðan með BS-gráðu 5. júní árið 1988. Þau hjónin eignuðust síðan annað barn sitt árið 1986. Sumarið á eftir var Birgitta vanfær á ný og tóku þau hjónin þá ákvörðun að hún skyldi fæða barnið í Noregi vegna kostnaðarins sem væri því samfara í Bandaríkjunum. Grímur segir stöðugar deilur hafi verið á milli þeirra hjóna og foreldra Birg- ittu vegna þess að Birgir Guð- steinsson, faðir Birgittu, og kona hans hafí viljað taka börnin og halda þeim eftir í Noregi og jafnvel ættleiða þau. „Þetta buðu þau okk- ur og þá mundu þau hjálpa okkur fjárhagslega,“ segir Grímur. „Ég svaraði þeim að börnin væru ekki til sölu en Birgir sendi okkur síðan reikning fyrir tímann sem við bjuggum á heimili hans í Lille- hammer." Að sögn Gríms tóku hann og Birgitta þá ákvörðun að senda elsta son sinn í fóstur til foreldra hans í Hafnarfirði á meðan Birgitta var að fæða barnið. „Þá tryllist allt því foreldrar mín- ir eru bara þjóðkirkjufólk og haga sér í samræmi við það. Þau neyta áfengis, reykja og vinna á laugar- dögum eins og venjulegt fólk, en það er algjört bann meðal aðvent- ista en mér fannst ekkert athuga- vert við það.“ Ásakanir um ofbeldi Grímur segir son sinn ekki hafa verið búinn að vera nema í viku hjá ömmu sinni og afa í Hafnarfirði þegar tvíburasystir Birgittu, Alfa Lind Birgisdóttir, lagði fram kæru til Félagsmálastofnunar Hafnar- fjarðar. Grímur staðfestir mál sitt með greinargerð sem hann hefur undir höndum með fyrirsögninni: Greinargerð lögð fyrir Barnavernd- arnefnd Hafnarfjarðar 20.07 1989 vegna flutnings málsins til Barna- verndar Egilsstaða. Þar kemur fram að kæra Ölfu er tvíþætt. Annars vegar að Grímur beiti elsta son sinn andlegu og lík- amlegu ofbeldi og hins vegar að báðir foreldrar vanræktu börnin. Grímur segir Ölfu aldrei hafa kom- ið inn á heimili þeirra Birgittu en í skýrslunni kemur fram að hún byggir framburð sinn á upplýsing- um frá systur sinni, ættingjum sem búsettir eru í Bandaríkjunum, og konu sem bjó í nágrenni við þau hjón í Bretlandi. Hún segir þar einnig að drengurinn komi sér fyrir sjónir sem yfirþyrmandi af róíeg- heitum og að honum sé meinilla við snertingu. „í framhaldi af kærunni kallaði Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar foreldra mína til viðtals en lét síðan leggja son minn inn á Barnaspítala Hringsins til rannsóknar," segir Grímur. I áðurnefndri greinargerð kemur fram að niðurstaða rann- sóknarinnar var eftirfarandi: 1. Almenn líkamleg skoðun, sem ekki leiddi neitt í ljós nema á hægra handarbaki sá móta fýrir gömlu öri. Um það bil 1 1/2 sm á stærð. Salvör, amma drengsins, sagði það gamalt brunasár. Að öðru leyti taldist drengurinn eðlilega þrosk- aður líkamlega miðað við aldur og samsvara sér vel. Einnig kom hann eðlilega fyrir, engin áverkamerki sáust á líkama hans og eina lýtið var fyrrgreint ör. 2. Athugun geðlæknis sem fylgd- ist með honum á leikstofu ásamt fóstru og auk þess inni á deild. Nið- urstaða var sú að drengurinn virk- aði opinn fyrir flestu nýju sem hann sér. Virtist hann átta sig á eðlilegan máta á líðan og sérkenn- um annarra. Greind virtist í góðu lagi og ekkert óeðlilegt kom fram nema vissir málaörðugleikar sem gætu skýrst af flutningi á milli landa. 3. Sálfræðiathugun byggðist á Leiter prófi og Dipab þroskamati. Niðurstaða var að drengurinn hefði greindarþroska yfir meðallagi og þroska að öðru leyti í samræmi við aldur að svo miklu leyti sem hægt var að prófa við þessa athugun. Ekki reyndist unnt að gera ná- kvæma málþroskaathugun vegna samvinnutregðu drengsins í því efni. 4. Heildarniðurstaða. Drengur- inn virtist „algjörlega" eðlilegur í andlegum og líkamlegum þroska miðað við aldur og hefði komið eðlilega fyrir þann tíma sem hann dvaldist á deildinni. „Þetta er niðurstaðan en samt sem áður er málinu haldið áfram vegna þrýstings frá skyldfólki fyrr- um eiginkonu minnar,“ segir Grímur. Ofsóttur af aðventistum „Það væri rangt að segja að að- ventistasöfnuðurinn sé á effir mér en allt þetta fólk er aðventistar,“ segir hann. „Ég er ekki aðventisti og hef ekki hug á því. Ég er fæddur í Þjóðkirkj- unni, skírður þar og ég ætía að láta jarðsyngja mig þar. Fyrrum kona mín er aðventisti og afar hennar og ömmur í móður- og föðurætt eru aðventistar en þau eru með fyrstu aðventistum á íslandi. Aðventista- söfnuðurinn í heild sinni byggist að miklu leyti á skyldmennum henn- ar. Foreldrar Birgittu eru aðventist- ar og hafa unnið mikið starf á þeirra vegum á Islandi. Trú þeirra er sterk. Eg reyki og fæ mér í glas og bölva eins og aðrir en þar með líta þau á mig sem skrattann. Það var bænahópur í gangi hér á íslandi til að biðja fyrir íjölskyldunni og að hún losnaði undan þessum álögum djöfulsins, sem ætti þá að vera ég.“ í greinargerðinni kemur einnig fram að Grímur hafi hringt til Barnaverndarnefndar Hafnarfjarð- ar af fyrra bragði 19. ágúst. Þar seg- ir: Hafði hann haft samband við foreldra sína daginn áður og frétt af stöðu málsins. Sagði hann þau Birgittu afar slegin yfir þessu og spurði þráfaldlega hver hefði lagt inn kæru. Starfsmaður gerði Grími grein fýrir stöðu málsins og ósk kæranda um nafnleynd. Sagði Grímur þau hjónin aðallega gruna Birgi, föður Birgittu. Aðspurður um hverjar ástæður Birgis ættu að vera taldi hann þær margvíslegar, bæði persónulegar og trúarlegar. „Þetta sagði ég strax í upphafi," segir Grímur. „Ég móðgaði Birgi verulega nteð því að taka foreldra mína fram yfir hann og því grunaði ég hann strax um að hafa kært til barnaverndar- nefndar. Þannig byrjaði þetta. Það er ein- ugis fólk Birgittu sem stendur í kærum. Það er ekkert gert úr því sem er haft eftir mínu fólki.“ Grím- ur segist hafa sótt son sinn skömmu síðar til íslands og farið með hann út. „Stuttu seinna kemur kæra frá Barnaverndaryfirvöldum í Hafnar- firði til barnaverndaryfirvalda í Bandaríkjunum að ég sé hættuleg- ur og það sé jafnveí möguleiki á kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnunum. Þeir segjast vera með niðurstöðu þess efnis að eitthvað sé að. Mary Lou Frank heitir konan sem rann- sakaði þetta og heimsótti heimilið ítrekað. Þetta er eina banaverndar- nefndin sem hefur haft afskipti af málinu sem hefur beðið okkur formlega afsökunar. En hún iauk málinu með þeirri niðurstöðu að þctta væri fjölskylduágreiningur. Bréf þessa efnis var sent til barna- verndaryfirvalda í Hafnarfirði." Grímur segir að fjölskyldan hafi síðan komið til Islands 9. júní 1989 en þá hafi hann verið búinn að fá starf við Menntaskólann á Egils- stöðum. „Það leið ekki á löngu fýrr en Marta Bergmann, félagsmála- stjóri í Hafnarfirði og Einar Ingi Magnússon, aðstoðarfélagsmála- stjóri í Hafnarfirði, mættu á hurð- ina hjá okkur ásamt Guðgeiri Ing- vasyni, félagsmálastjóra Egilsstaða. 23. maí 1990 sendir Guðgeir síð- an Mörtu Bergmann bréf, en mér og fleirum er óskiljanlegur áhugi hennar á málinu því við vorum ekki búsett í hennar heimahéraði." Trúnaðarmái hvað? Grínrur leggur fram afrit af bréf- inu máli sínu til staðfestingar en þar stendur meðal annars: Tvö eldri börnin voru tekin inn á leikskóla síðastliðið haust og yngsta barnið um áramót og reynt að fýlgjast með þeim þar. Einnig var haft samráð við ungbarnaeftirlitið hér og þau fóru í skoðun þangað. Haft var samráð við skólameistara Menntaskólans vegna starfs Gríms þar og auðvitað farið með málið sem trúnaðarmál. „Á hvaða forsendum það var haft samband við skólameistarann veit ég ekki og að tala um að farið væri með það sem trúnaðarmál er út í hött,“ segir Grímur. „Skólameistar- inn átti í erfiðleikum vegna áfengis- neyslu og talaði um alla hluti við vini sína og kunningja þannig að það hefði alveg eins verið hægt að hengja þetta upp á ljósastaur. Svo mikið trúnaðarmál var það.“ Þá segir í bréfinu: „Ekkert óeðlilegt kom fram í skoðun hjá ungbarnaeftirlitinu og ekkert sérstakt kom fram á leikskól- um eða við heimsóknir á heimilið sem hægt væri að festa hönd á að benti til líkamlegs ofbeldis. Félags- málaráð og undirritaður telja þó fulla ástæðu til að fýlgjast vel með fjölskyldunni áfram m.a. vegna sér- kennilegrar hegðunar Gríms og þess hve oft er erfitt að sannreyna hvernig líkamlegu og andlegu of- beldi er beitt.“ „Á hvaða forsendum, er óskiljan- legt,“ segir Grímur. „Það finnst ekkert athugavert en samt skal haldið áfram. Við flytjum frá Egilstöðum vegna þess að bærinn var byrjaður að tala um að ekki væri allt með felldu. Ég vann þar í eitt skólaár en ég fékk ekki framlengingu. Síðan var búið að lofa mér starfi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur samkvæmt samtali við Gunnar Sandholt en þegar til kom sagðist hann hafa fengið upphringingar um að ég væri með fölsk próf plús það að ég væri í rosamálum hjá Fé- íagsmálastofnun." Þá segir Grímur að fjölskyldan hafi flutt til Mosfellsbæjar og hann hafi ekki komist að því fýrr en löngu síðar að Barnaverndarnefnd hafi fylgst með fjölskyldunni þar og enn að ósk Mörtu Bergmann. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur og Grímur leitaði til Félagsmálastofn- unar eftir fjárhagsaðstoð vegna greiðsluerfiðleika og atvinnuleysis. „Þá fluttum við til Selfoss en Ól- afur Þ. Þórðarson, skólastjóri í Gagnfræðaskólanum á Selfossi og fyrrrverandi dómsmálaráðherra, var búinn að lofa mér starfi þar,“ segir Grímur. „Þegar við komum til Selfoss er< hann búinn að fá sím- hringingar þess efnis að ég sé glæpamaður og hann segist ekki hafa áhuga á að fá mig í starf. Á Sel- fossi kom Birgir tengdafaðir niinn í heimsókn en ég var ekki heima. Þetta er í eina skiptið sem hann kom inn á heimili okkar. Við erurn þar stuttan tíma, flytjum svo til Eyrarbakka, kaupum þar iítið hús og ætlum að reyna að koma okkur fyrir þar. Ég fékk vinnu senr al- mennur starfsmaður á Kópavogs- hæli og vann þar í stuttan tíma. Það var eyðilagt fyrir mér því það var hringt í yfirsálfræðinginn þar og óbeint óskað eftir að ég færi.“ Grímur segir að í nóvember 1992 liafi fjölskyldan ákveðið að flytja til Noregs til að reyna að hefja nýtt líf og gleyma því sem á undan var gengið. 8 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.