Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 15.09.1994, Qupperneq 20

Eintak - 15.09.1994, Qupperneq 20
1 Pyntingar eru ennþá stór hluti af stjórnkerfi margra ríkisstjórna. Þær eru viðurkenndar af stjórnvöldum í um 70 löndum. Víða um heim eru starfræktar endurhæfingarstöðvar fyrir fórnarlömb pyntinga. Sú elsta, Rehabilitationscenter for torturofre, er í Kaupmannahöfn og tók hún til starfa árið 1984. Gerður Krist- ný heimsótti stofnunina, kynnti sér starfsemi hennar og ræddi við forstöðumanninn Inge Genefke taugasérfræðing. Lýðræðið er sterkasta vopnið gegn pyntingum Snemma á áttunda áratugnum var Inge Genefke í læknahópi sem starfaði innan mannréttindasam- takanna Amnesty International. Hópurinn athugaði hvernig pynt- ingum væri háttað í heiminum og komst að raun um að þær voru afar algengar. Aftur á móti var lítið gert til að koma fórnarlömbunum aftur á réttan kjöl. Læknarnir stofnuðu því sérstaka endurhæfingarstöð með þau í huga. „Faðir minn starfaði með dönsku andspyrnuhreyfingunni á tímum seinni heimsstyrjaldar. Því þekkti ég fólk sem Þjóðverjar höfðu pyntað," segir Inge. „Einnig þekktu nokkrir úr læknahópnum til Grikkja sem sætt höfðu pyntingum á tímum herforingjastjórnarinnar. Við sáum að mörgum árum eftir að pyntingarnar höfðu átt sér stað þjáðust fórnarlömbin enn af and- legum erfiðleikum sem fólust til dæmis í martröðum og þung- lyndi." Starfsfólk Endurhæfmgarstofn- unarinnar lærði líka fljótt að ekki er sama hvernig að meðferð fórnar- lamba pyntinga er staðið. Þess er gætt að sjúkrastofurnar séu heimil- islegar og að hjúkrunarfólkið klæð- ist ekki hvítum sloppum. Hjúkrun- arfólk er nefnilega oft haft til að- stoðar við pyntingar til að gæta þess að fórnarlambið deyi ekki meðan á þeim stendur. Hvítir sloppar gætu því minnt fórnarlömbin á lyrri reynslu. Þau geta heldur ekki beðið eftir tíma hjá nuddaranum eða sál- fræðingnum. Hluti pyntinganna felst nefnilega í að láta þau bíða eft- ir þeim og hlusta á aðra þjást. Margir þurfa því að læra sérstakar æfingar til að slappa af. Bjart ljós getur minnt á yfirheyrslur og blóð- prufa á það þegar fórnarlambið var skilið eftir í blóði sínu að pynting- um loknum. Dyrum er helst ekki lokað og herbergin mega ekki vera það lítil að þau minni á fangaklefa. Kafbáturinn og falanga Pyntingum er ætlað að brjóta fólk niður, vekja ótta og halda heilu þjóðunum í heljargreipum. Til- gangur þeirra getur líka verið sá að fá upplýsingar og íylla fórnarlömb- in skömm yfir að hafa gefið þær, enda geta uppljóstranir haft alvar- lega áhrif fýrir vini og vandamenn viðkomandi. Pyntingarnar hefjast oft á því að ráðist er inn á heimili fórnarlambs- ins. Húsbóndinn er barinn, eigin- konunni ef til vill nauðgað og börnin látin horfa upp á aðfarirnar. Síðan er húsbóndinn leiddur burt með bundið fyrir augu. Líkamlegu áhrifin sem fórnar- lambið finnur fyrir eftir pynting- arnar fer eftir þeim aðferðum sem beitt er. „Kafbáturinn" er það kall- að þegar fólki er haldið ofan í keri fullu af mannaskít, hlandi, ælu, hárum, brotnum nöglum og fleiru, þar til því liggur við köfnun. Þá er það dregið upp úr og látið jafna sig. Síðan er Ieikurinn endurtekinn. Eftir slíka meðferð getur fólk átt við Inge Genefke „Aðalatríðið við pyntingar er að brjóta fóik niður og þess vegna er kraftaverk að geta hjátpað því. Fyrst og fremst er þetta eðlilegt fólk sem bregst eðlilega við óeðlilegum aðstæðum. “ króníska öndunarerfiðleika að stríða. í Mið-Austurlöndum tíðkast að hengja menn upp og berja undir ilj- ar þeirra. Er það þekkt undir nafn- inu „falanga" og fórnarlömb þess eiga skiljanlega erfitt með gang. Oft þjaka blæðingatruflanir kon- ur sem beittar hafa verið kynferðis- legu ofbeldi en flest fórnarlömb pyntinga þurfa að þola slíkt ofbeldi. Eftir að pyntingunum er lokið er fórnarlambið sent aftur út í samfé- lagið til að vara aðra þegna þess við. Honum finnst hann öðruvísi en annað fólk og þekkir ekki sjálfan sig fýrir sama mann. I staðinn fyrir að vera jákvæður, orkumikill og dríf- andi í félagsmálum er hann orðinn þunglyndur, niðurdreginn og kýs að vera út af fyrir sig. Léleg sjálfs- mynd og skömm einkenna hann. Bömin sleppa heldur ekki Milli 40-45 fullorðnir eru í með- ferð í einu hjá Endurhæfingar- stofnuninni í Kaupmannahöfn og 20-30 börn. Oft er gripið til þess að pynta þau til að brjóta niður for- eldrana. „Við viljum ekki stærri stofnun. Þess í stað kjósum við að sinna þeim sem hingað koma sem allra best,“ segir Inge. Þeir sem verða fyrir pyntingum eru oftast karlmenn á aldrinum 25- 35 ára sem tekið hafa þátt í baráttu fyrir auknu lýðræði eða öðru sem stjórnvöld eru á móti. Nægir oft að þeir hafi tekið þátt í mótmæla- göngu. „Þetta eru oft mjög sterkir ein- staklingar. Fyrst og fremst eru þeir þó venjulegir menn sem bregðast eðlilega við óeðlilegum aðstæðum. Því kjósum við að tala um þá sem viðskiptavini en ekki fórnarlömb. Þegar þeir koma til okkar finnst þeim þeir vera einangraðir. Þeir hafa verið beittir svo miklum heila- þvotti og þurfa að fá að vita að þeir eru ekki brjálaðir eða óæðri öðr- um,“ segir Inge. Eiturlyfjasjúklingum er ekki veittur aðgangur að stofnuninni og er þess gætt að fólk rekist aldrei á pyntara sína þar, þrátt fýrir að þeir sjálfir hafi verið pyntaðir. Fólk þarf ekki að borga fýrir meðferðina en hún tekur um níu til tólf mánuði. Tvisvar í viku er með- ferðinni beitt að líkamlegum kvill- um en einu sinni í viku að andlegu ástandi fórnarlambanna. Eftir að henni lýkur er ekki fylgst sérstak- lega með fólkinu en því er velkom- ið að líta við hvenær sem það vill. Inge segir erfitt að tiltaka hvar pyntingar eru mest stundaðar í heiminum. „Ástandið er þó hræðilegt í Gu- atemala," segir hún. „Sömuleiðis hafa Kúrdar verið pyntaðir mjög illa. Þar fara pyntingarnar ekki fram í fangelsum heldur á tyrk- neskum lögreglustöðvum. Frá Sov- étríkjunum fýrrverandi hafa leitað til okkar menn sem setið hafa í gú- laginu. Pyntingar hafa alltaf verið hluti af stríði og eftir Persaflóa- stríðið var ástandið í Kúveit eins og á miðöldum. Sameinuðu þjóðirnar ættu að beita sér betur gegn pynt- ingunum." Verðum að stöðva pynt- Ingar Á Endurhæfingarstofnuninni starfa um 60 manns og segir Inge hana góðan vinnustað. „Starfið tekur mjög á alla sem hér starfa. Þær eru ekki fallegar sög- urnar sem okkur eru sagðar eða sárin sem okkur eru sýnd. Svo starfsfólkið brenni ekki strax út hittir það sálfræðing reglulega. En þetta er gefandi vinna. Við sjáum fólk koma niðurbrotið en ganga út hnarreist og stolt. Það er yndislegt. Einhverju sinni kom hingað listakona frá Líbanon sem var mjög niðurdregin. Hún dund- aði sér í listsmiðjunni okkar og valdi bara dapra og drungalega liti. Svo fór hún að læra dönsku og gat þá farið að tala við annað fólk. Að lokum fór hún að mála myndir sín- ar í glöðum og fallegum litum.“ Endurhæfingarstöðin er einka- stofnun, óháð ríkinu en þiggur þó styrki þaðan. Hún leggur sig fram um að safna fé til að vernda þá sem þurfa að fara huldu höfði og veita þeim hæli hér í Danmörku. Inge segir dönsku ríkisstjórnina hafa sýnt mikið örlæti og skilning. Stofnunin hjálpar til við uppbygg- ingu á sams konar stofnunum er- lendis. „Danir hafa mesta reynslu í því að hjálpa fórnarlömbum pyntinga því stofnunin okkar er stærst og elst,“ bendir Inge á. „Nú er til dæmis verið að stofna endurhæf- ingarstofnanir í Úganda og Kenýa. Það er yndislegt að vita af því að fólk skuli hjálpa fórnarlömbum pyntinga þrátt fyrir þá áhættu sem því getur fylgt fýrir það. I sumum löndum eiga nefnilega þeir sem vinna við stofnanir á borð við þessa það alltaf á hættu að vera sjálfir handteknir og pyntaðir. Það tíðkast til dæmis á Filipseyjum. Endurhæfingarstöðin okkar hef- ur opnað augu fólks fyrir pynting- unum og fólk hefur lært að treysta okkur. Það verður að stöðva pynt- ingar, rétt eins og þrælahaldið var stöðvað forðum. Lýðræðið er sterk- asta vopnið gegn pyntingum og meðan þær líðast getum við ekki talað um nein mannréttindi." O „Honum finnst hann öðruvísi en annað fólk og þekkir ekki sjálfan sig fyrir sama mann. “ „Þeim finnst þeir vera svo einangraðir. Þeir hafa verið beittir svo miklum heilaþvotti og þurfa að fá að vita að þeir eru hvorki brjálaðirné óæðri öðrum." „Kafbáturinn" erþað kallað þegar fólki er haldið ofan íkeri fullu af mannaskít, hlandi, ælu, hárum, brotnum nöglum og fleim, þar til því liggur við köfnun. „Fórnarlömbin geta ekki beðið eftir tíma hjá nuddaranum eða sál- fræðingnum. Hluti pyntinganna felst nefnilega íað láta það bíða eftir þeim og hlusta á aðra þjást. “ 20 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.