Eintak - 15.09.1994, Blaðsíða 12
OQEÐ-
FELLDASTA
FRÉTT
VIKUNNAR
Ógeðfelldasta frétt vikunnar er í
raun sakleysisleg mynd og mynda-
texti aftan á DV í fyrradag. Undir
myndinni stendur eftirfarandi:
„Gangbrautarvörður við
Hlíðarskóla í Reykjavík
fylgir þremur nemendum
yfir Hamrahlíð og má full-
yrða að þeir séu í örugg-
um höndum. Unga kyn-
slóðin er sest á skólabekk
á ný og fyrir ökumenn er
vissara að fara með gát
þegar ekið er framhjá
skólunum því fjöldi skóla-
barna er á ferð.“
Þetta virðist allt saklaust - en
það er einmitt það sem er svo
ógeðfellt við þessa klausu og þessa
mynd. Því á myndinni má sjá hinn
meinta gangbrautarvörð halda
stoltur á lofti einhverju sem ekki er
annað hægt en að líta á sem reður-
tákn. Þetta er hiutur sem er ekki
óvipaður rafdrifnum unaðslókum
og það af stærstu gerð. Þessu tóli
heldur vörðurinn á lofti á meðan
hann leiðir saklaus börnin eitt-
hvurt.
Nú má það vel vera að þetta sé
misskilningur. Ef til vill heldur
maðurinn ekki á rafknúnu
plasttyppi. En það er engu að síður
ógeðfellt að yfirmenn hans skuli
neyða manninn til að flagga þessu
frjósemistákni. Og enn ógeðfelld-
ara er efþeir hafa ekki tekið eftir
þessari leyndu merkingu, horft á
lókinn og fundist hann helst
minna sig á rúllutertu. Það væri
virkilega ógeðfellt. O
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík
Slagurinn er hafinn og
hann mun verða harður
Markús Örn hefur flautað til leiks og ætlar sér fjórða sætið. Geir Haarde, Katrín Fjeldsted
og Sólveig Pétursdóttir vilja þriðja sætið hans Björns Bjarnasonar. Fer hann í annað sætið?
Ljóst er að látið verður sverfa til
stáls í prófkjörsslag sjálfstæðis-
manna í Reykjavík en kjörið fer
frant dagana 28. og 29. október
næstkomandi. Þrátt fyrir að enn sé
rúmlega einn og hálfur mánuður til
stefnu hófst kosningabaráttan í
raun síðastliðinn þriðjudag þegar
Markús Öm Antonsson, fyrrum
borgarstjóri, varð fyrstur manna til
að auglýsa frantboð sitt. Fram að
þessu hafa líklegir kandítatar látið
nægja að skrifa hinar hefðbundnu
framboðsgreinar í Morgunblaðið en
Markús Örn klippti á borðann með
því að biðja fólk um að styðja sig í
fjórða sætið á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
Þó nokkur tími er liðinn frá því
að Markús Örn gaf það opinberlega
út að hann hygðist stefna í fram-
boð. EINTAK hefur þó heimildir
fyrir því að forysta Sjálfstæðis-
flokksins hafi reynt að koma í veg
fyrir framboð Markúsar og í því
skyni gert tilraunir til að finna hon-
um feitt embætti á vegum ríkisins.
Þær tilraunir hljóta að vera fyrir bí
þar sem Markús Örn hefur þegar
hafið auglýsingaherferð.
Samkvæmt innanbúðarheimild-
um í Sjálfstæðisflokknum munu
stuðningsmenn Markúsar reyna að
afmá kerfiskarlsmyndina af honum
í kosningabaráttunni. Þeir munu
benda á, að þrátt fyrir að auðvelt
hafi verið fyrir Markús að fá starf
einhvers staðar í kerfinu eftir að
hann hætti sem borgarstjóri, hafi
hann ekki þegið það. Þvert á móti
hafi hann farið út á hinn almenna
vinnumarkað (Markús Örn starfar
við myndbandsgerð fyrir Myndbæ
h/f)og staðið sig í stykkinu.
Menn eru ekki á eitt sáttir um
líkur á velgengni Markúsar í próf-
kjörinu. í röðum ungliða Sjálfstæð-
isflokksins heyrast þær raddir að
Markús Örn sé kerfiskarl. Einn for-
ystumanna í Heimdalli segir að
ungliðum flokksins lítist engan
veginn á Markús, talað sé um að
hann sé eyðslukló eða BIG SPEN-
DF.R. Hann hafi ekkert sparað sem
borgarstjóri þrátt fyrir slæma fjár-
hagsstöðu heldur þvert á móti
haldið eyðslunni áfram.
Annars staðar innan flokksins
telja menn þó að Markús eigi mik-
inn stuðning vísan hjá eldra fólk-
inu. Það er feitari biti en unga fólk-
ið, enda er helmingur af þátttak-
endum í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins að jafnaði yfir fimmtugu.
Því er talið að fýlgi meðal eldra
fólksins muni skila honum lang-
Borgum ekki - borgum ekki-samtökin
Eftir aö ég hætti aö borga
afnotagjöldin mín hef ég
endurnýjað kynni mín við
fjarskylda ættingja.
Gangið í
samtökin eða
iátið í ykkur
heyra
Borgum ekki
Borgum ekki'samtökin, Vesturgötu 2,101 Reykjavík
leiðina að góðri útkomu, jafnvel
kosningasigri. Til eru þó þeir sem
vara Markús við að reiða sig um of
á eldra fólkið. Það sé farið að taka
honum með meiri fyrirvara en áð-
ur, sér í lagi vegna þess hvernig skil
hans við borgina komu til. „Hann
sýndi þar pólitískan veikleika,“ seg-
ir einn flokksmanna. Flestir eru þó
á því að Markús Örn muni vinna
öruggt sæti á listanum.
Helstu keppinautar Markúsar
auka líkur sínar á að hreppa fjórða
sætið. Stefni formaður þingflokks-
ins á fjórða sætið gætu menn sagt
að hann stefni ekki jafn hátt og aðr-
ir. Katrín Fjeldsted og Sólveig Pét-
ursdóttir stefna, auk Björns, á
þriðja sætið. Því er hætt við að
þessum kandídötum verði raðað í
þriðja, fjórða og fimmta sætið en
Geir lenti þá einhvers staðar þar
fyrir neðan.
Þetta getur Geir ekki hætt á.
of gamall. Það virðist mjög út-
breidd skoðun á nteðal þeirra
flokksmanna sem EINTAK talaði við
að Eykon hefði átt að hætta eftir
síðasta kjörtímabil, ef ekki fyrr.
Hann hafi átt glæstan feril en ekki
passað sig á að hætta þegar halla fór
undan fæti. Á kjörtímabilinu
hrökklaðist hann úr sæti formanns
utanríkismálanefndar fyrir Birni
Bjarnasyni og þótti það merki um
að hann væri ekki lengur í náðinni
góðu sæti, er allt eins talið að hann
bjóði fram sér. Hann muni þá gefa
slíku undir fótinn í von um að fá
fram skoðanakönnum sem sýni
styrkleika hans. Af því muni hann
svo ráða hvort af framboði hans
verður.
Tvennum sögum fer af mögu-
leikum Guðmundar Hallvarðs-
sonar í prófkjörinu nú. Hann fékk
óvænta útkomu síðast og náði inn á
þing. Hins vegar hefur lítið heyrst
Markús Örn
hóf prófkjörslag sjálf-
stædismanna í vikunni
með þvíað verða fyrstur
til að auglýsa framboð
sitt í Mogganum. Hann
virðist því ekki vera á
þeim buxunum að þiggja
fleiri embættisbitlinga frá
fiokksforystunni.
Geir H. Haarde
stefnir óvænt á þriðja
sæti listans. Því mun
ekki vera beint gegn
Birni Bjarnasyni heldur á
það að styrkja möguleika
hans á fjórða sætinu.
Björn Bjarnason
Orðrómur er á kreiki um
að hann hyggist halda
áfram upp í mót og
bjóða sig fram í annað
sætið.
Eyjólfur Konráð
JÓNSSON
ætlar ótrauður í slaginn
þrátt fyrir að vera kominn
á aftökulista flokksins
fyrir aldurs sakir.
Ingi Björn Alberts-
SON
veit að hann er á aftöku-
listanum. Þess vegna fer
hann hugsanlega í sér-
framboð.
um fjórða sætið stefna reyndar
flestir á þriðja sætið. Það eru þau
Katrín Fjeldsted, Sólveig Pét-
ursdóttir og Geir Haarde. Mörg-
um kom það á óvart þegar ljóst
varð um síðustu helgi að Geir Ha-
arde stefndi á þriðja sætið, sæti fé-
laga síns, Björn Bjarnasonar. Þar
mætast því tveir hinna efnilegri
ntanna flokksins sem ýmsir telja
líklega arftaka að formannssætinu
þegar fram líða stundir, einkunt þó
sá síðarnefndi. Björn er nú formað-
ur utanríkisnefndar Alþingis og
Geir er formaður þingflokksins.
Báðir geta því kokhraustir gert
tilkall til þriðja sætisins.
Heimildir EINTAKS
herma að með því að
stefna að þriðja sæt-
inu sé Geir ekki að
veitast gegn
Birni heldur sé
hann í raun
m e ð
þ e s s u
a ð
Þetta gæti orðið keðjuverkandi því
á sörnu forsendunt gæti Björn
Bjarnason stefnt á annað sætið þar
sem Friðrik Sophusson, varafor-
maður og fjármálaráðherra, er fyr-
ir. Björn er metnaðarfullur maður
og á hraðri uppleið í pólitík eins og
sést best á því að hann varð þing-
maður fyrir rúmum þremur árum.
Hann kann að telja sig geta unnið
annað sætið af Friðriki en hann get-
ur látið það líta svo út að hann sé
ekki að ráðast gegn Friðriki og beitt
fyrir sig sömu rökunt og Geir.
Ingi Björn og Eykon
á aftökulistanum
Samkvæmt heimildum EINTAKS
eru tveir menn á aftökulista flokks-
manna í Reykjavík, með öðrum
orðum, búist er við því að aðrir
kandídatar muni beita sér gegn
framboðum þessara manna. Annar
þeirra, Eyjólfur Konráð Jónsson,
hefur þegar tilkynnt að hann muni
taka þátt í prjófkjörinu en hinn,
Ingi Björn Albertsson, hefur enn
ekkert gefið upp.
Eykon er ekki talinn eiga mikla
möguleika í þessu prófkjöri en
hann mun stefna á fjórða sæt-
ið. Margir eru á því að
hans tími sé liðinn í
pólitík, hann sé
hjá flokknum. Lítið hefur farið fyrir
Eykoni í pólitík síðan þá og auk
þess hjálpar það honum ekki að
fiskeldisævintýri hans fór veg allrar
veraldar.
Mikil óánægja mun ríkja um
Inga Björn Albertsson meðal
flokksbræðra hans. Á kjörtímabil-
inu hefur hann stöðugt verið upp á
kant við flokksforystuna og lenti
hann meðal annars í harðri rimmu
við Davíð Oddsson á þinginu
vegna þyrlumálsins. Ingi Björn hef-
ur vegna andstöðu sinnar ekki látið
sjá sig lengi á þingflokksfundum
flokksins.
Einn sjálfstæðismaður úr röðurn
ungliða segir að margir frambjóð-
enda muni vinna gegn Inga Birni
fari hann fram. Sá hinn sami segir
að mestur hluti
hulduhersins
s e
mynd
aðist
kring-
um föð-
hans
Albert muni
ekki vinna með
honum því hon-
unt hafi ekki verið
fyrirgefið að hlaupa á
brott úr Borgaraflokkn-
um og stofna Frjálslynda
hægri flokkinn á síðasta kjör-
tímabili. í síðasta prófkjöri
hafi Ingi Björn notið þess
að flokkurinn vildi græða
þau sár sem brottför Al-
berts skildi eftir sig og því
var honum veitt brautar-
gengi síðast. Að þessu sinni
verði honum engin miskunn sýnd.
Inga Birni mun vera kunnugt um
að samflokksmenn hans ætli sér að
vinna gegn honum og það ku vera
ástæðan fyrir því að hann hefur enn
ekkert látið uppi unt framboð sitt.
Ein kenningin innan flokksins er sú
að hann ætli sér að setja upp
dramatík. Fari hann ekki fram, eða
fari hann í prjófkjör og nái ekki
til hans á þinginu og nafn hans ekki
mikið í umræðunni. Það gæti skað-
að hann. Hins vegar ntun hann enn
hafa þó nokkurn stuðning meðal
sjómanna í gegnurn formennsku
sína í Sjómannasambandinu. Eng-
inn vill um Guðmund sþá en flestir
eru á því að hann verði ekki ofar en
í áttunda sæti.
Ekki er útlit fyrir að margir úr
röðum ungliða hætti sér í barátt-
una í ár. Einn hefur þegar ákveðið
sig en það er Ari Edwald, aðstoðar-
maður dómsmálaráðherra. Að
sögn kollega hans úr ungliðahreyf-
ingunni gerir Ari sér þó ekki miklar
vonir enda við ramman reip þung-
arvigtarmanna að draga. Ari mun
fyrst og fremst hugsa sér þetta próf-
kjör til að minna á sig og þrátt fyrir
að hann stefni á sjöunda sætið ntun
hann sætta sig við sæti aftar á
listanum.
Konur sterkar
Líklegt er að útkoma kvenna
verði betri í þessu prófkjöri en
áður. Þrjár konur eru nefndar til
sögunnar og er tveimur þeirra spáð
öruggu sæti á listanum, þeim Sól-
veigu Pétursóttur og Katrínu Fjeld-
sted, fyrrum borgarfulltrúa. Sólveig
þykir hafa staðið sig þokkalega vel í
þingmennskunni og Katrín er
sagður harður nagli og til alls líkleg.
Þriðja konan er öllu óþekktari
stærð en sú er Lára Margrét
Ragnarsdóttir sem náði inn á þing
síðast. Hún hefur verið lítt áber-
andi í þinginu en vegna þeirra við-
horfa að nauðsynlegt sé að hafa
sem flestar konur á listanum, gæti
hún náð öruggu sæti.
Ljóst er að prjófkjörsbarátta
sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem
Markús Örn setti af stað í vikunni,
verður í hæsta máta spennandi.
Baráttusætið hefur færst neðar þar
sem menn búast við að flokkurinn
komi til með að tapa einhverjum
mönnum í Reykjavík en á sama
tíma hafa sjaldan jafn margir sterk-
ir kandídatar verið um hituna. Að-
eins einn maður virðist öruggur
með sæti sitt en það er forsætisráð-
herrann, Davíð Óddsson.
Sæti Friðriks Sophussonar kann
ekki að vera jafn tryggt og áður var
ætlað. Valdataflið er hafið í Val-
höll.O
42
FIM Mty L) RHÍéS RFftEMÖ'E R' 1994 "f