Eintak

Útgáva

Eintak - 15.09.1994, Síða 22

Eintak - 15.09.1994, Síða 22
4 LEIKHÚS Vald örlaganna verður frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu kl. 20:00 ef hljóðfæraleikararnir vilja spila. Sveinn Einarsson leik- stýrir og í aðalhiutverkum eru þau Elín Ósk Óskarsdóttir og Kristján Jóhannsson. FiMMTUDAGUR Óskin eftirJóhann Sigurjónsson í Borgarleikhúsinu kl. 20:00. Páll Baldvin Baldvinsson leikstýrir. Benedikt Erlingsson hefur mikla breidd og burði sem leikari og gerir margt frábærlega vel í hlut- verki Lofts. Hárið í Gamla biói kl. 20:00 íleik- stjórn Baltasar Kormáks. Ekki var alveg uppselt á síðustu sunnu- dagssýningu svo nú fer að vera sjens að fá miða. Föstudagur Hárið /' Gamla bíói kl. 20:00. Óskin /' Borgarleikhúsinu kl. 20:00. Laugardagur Óskin /' Borgarleikhúsinu kl. 20:00. Hárið /' Gamla bíói kl. 20:00. SUNNUDAGUR Danshöfundakvöld frumsýnt í Tjarnarbiói kl. 20:00. íslenski dansflokkurinn hefur starfsárið með þviað sýna dansa eftir þau Láru Stefánsdóttur, Hany Hadaya og David Greenall. Óskin /' Borgarleikhúsinu kl. 20:00. Hárið /' Gamla bíói kl. 20:00. UPPÁKOMWR Mulugett Mosissa flutur fyrir- lestur i Hafnarhúsinu við Tryggva- götu, laugardaginn 17. sept kl. 14.30. i fyrirlestrinum fjallar hann um reynslu sína af pólitískri kúgun í Eþíópiu, baráttu fyrir rétt- indum Oromofólksins, stjórnmála- ástand i Eþíópíu ídag og mann- réttindarástand í landinu. Amnesty International efnir til stórdansleiks í Rósenbergkjallar- anum laugardagskvöld. Húsið opnar kl.20.30. Hljómsveitirnar Spaðar og Perlubandið leika fyrir dansi. í Tunglinu verður Dance Fashion Show á laugardagskvöldið. Fatn- aður frá versluninni Flaue/ verður sýndur af dönsurum. Anna María Björnsdóttir sér um sýninguna. „Við erurn hjóti á milliþrítugs ogfertugs og búum á stór Reykjavíkursvœðinu. Okkur latigar að kynnast öðrum hjónum með tilbreytingu og skemmtun í huga. Fara út að borða ogfleira. íoo prósent trúnaði heitið. Vinsamlega ýt- ið á einn.“ flðeins 39.9D hr. mínúlan Drengirnir í Bubbleflies eru þessa dagana i hljóðveri að ganga frá nýrri plötu. Hljómsveitin er ein af mörgum íslenskum sveitum sem leika með Prodigy á tónleikum þann 24. september. Þann 24. september næstkomandi fara fram einir stærstu tónleikar sem hafa verið haldnir á Íslandi þetta árið. Aðalnúmer kvöldsins er enska hljómsveit- in The Prodigy sem án nokkurs vafa er vinsælasta danssveit heimsins um þessar mundir. Auk hennar spila fimm íslenskar hljómsveitir og fjórir plötusnúð- ar. Íslensku sveitirnar eru: Bubbleflies, Scope með Svölu Björgvins innanborðs, P.O.K, T-World og Dancing Mania. Þeir sem ætla að snúa plötunum eru nokkrir af bestu diskótekurum landsins, eða Robbi rapp, Þossi, Maggi legó og Mr. dj. EINTAK náði tali af Davíð Magnússyni, gítarleikara Bubbleflies, þar sem hann var staddur i hljóðveri en hljómsveitin er að leggja lokahönd á nýja plötu um þessar mundir. Það lagðist að sjálfsögðu vel i Davið að spila á konsert með Prodigy og hann sagði að þeir í Bubbleflies væru tilbúnir með þétt prógramm fyrir kvöldið. „Bubbleflies á sér margar hliðar en við höfum ákveðið að snúa teknóhliðinni að gestum Kaplakrik- ans og spila eingöngu teknó þetta kvöld, okkur finnst það svona við hæfi. Þetta verður að megninu til efni sem verðurá nýju plötunni, lög sem við höfum ekki leikið áður opinberiega. Nýja platan er annars mjög „skitsó“ en þó er ákveðið heildaryfirbragð á henni. Teknóið ræður ferðinni á þessum tónleikum, hitt bíður betri tima,“ sagði Davið. Það má búast við þvi að tónleikarnir i Kaplakrika verði hinir liflegustu. Áhuginn fyrir þeim er þegar orðinn mjög mikill en tónleikahaldarar segja að þeir hafi ekki undan að svara fyrirspurnum og má allt eins búast við að verði uppselt. Áhugasömum er þvi ráð- lagt að tryggja sér miða i tima. Þess má geta að drengirnir i Prodigy munu ekki beinlinis vera neinir rólegheitamenn og mun sviðsframkoma þeirra vera í villtara lagi. © Ágúst Borgþór Sverrisson „Fyrir upplestrinum stendur óformlegur félagsskapur sem heitir Nýjar smásögur. Satt best að segja er ég bara einn íþeim félagsskap. “ Snæfríð Þorsteinsdóttir opnar sýningu í Gallerí Greip Félags- skapurinn Nýjar smásögi Smásagnahöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson stendur fyrir upplestri í Norræna húsinu á sunnu- daginn. „Fyrir upplestrinum stendur óformlegur félagsskapur sem heitir Nýjar smásögur. Satt best að segja er ég bara einn í þeim félagsskap,“ segir Ágúst. Hann bendir á að þar af leið- andi sé lítið deilt á félagsfundum. „Mig langar til að rífa upp smá- sagnagerð í .landinu. Það vantar hreyfingu í kringum smásögurnar eins og var í kringum ljóðið fyrir nokkrum árum,“ segir Ágúst. „Það eru of fá tímarit til hér á landi sem birta smásögur og Tímarit Máls og menningar kemur aðeins út fjórurn sinnum á ári. Mogginn ætti til dæm- is að stofna góða ritnefnd sem sér um að birta eina smásögu í hverri viku. Einnig mætti fara að dæmi Bandaríkjamanna þar sem gefin hef- ur verið út árbók með smásögum í fleiri ár. Höfundar senda sögurnar undir dulnefhum og bæði þekktir sem óþekktir eiga sögur í árbókinni.“ Höfundarnir sem lesa upp á sunnudaginn eru þau Kristín Ómarsdóttir, Þórarinn Torfason, Stefanía Þorgrímsdóttir, Bjarni Bjarnason, Ágúst Borgþór og Sig- fús Bjartmarsson les þýðingu á sögu eftir Raymond Carver. Ágúst segir að ef sæmileg mæting verði í Norræna húsinu megi búast við framhaldi á smásöguupplestrun- um. Nokkur brögð hafa verið að því að undanförnu að reynt sé að poppa upp ljóðaupplestra. Ágúst er aftur á móti ekki mikið fýrir það. „Norræna húsið er náttúrlega ekki sérlega poppað og ég hef slæma reynslu af því að lesa upp á kaffihúsum þar sem alltaf er eitthvað lið sem kemur til þess að tala saman. 1 Norræna húsið koma bara þeir sem hafa áhuga á að hlusta á smásögur lesnar upp,“ segir Ágúst. © Snæfríð Þorsteinsdóttir „Ég kannaði meðal annars jÉ sögu ritlistarinnar og birtiÆk nokkra fróðleiksmola umÆ hana á sýningunni. “ Æk artanu Ritlistin er umfjöllunarefnið á sýningu Snæfríðar Þorsteins- dóttur sem opnuð verður í Gallerí Greip á laugardaginn. Snæfríður sýnir grafíska hönnun og iðnhönn- un en hún hefur numið hana í Par- ís undanfarin ár. „Ég fjalla um ritlistina út frá mínu hjarta,“ segir Snæfríð um sýninguna. „Mér finnst gaman að vinna út frá einni ákveðinni hug- niynd og valdi ritlistina fyrir loka- verkefnið mitt. í fyrstu ætlaði ég að gera skrifþúlt en smám saman fór sýningin að hlaða utan á sig. Ég kannaði meðal annars sögu ritlist- arinnar og birti nokkra fróðleik- smola um hana á sýningunni." Hún lauk námi í febrúar síðast- liðnum og hefur hugsað sér að dveljast í Frakklandi enn um sinn. Að undanförnu hefur hún unnið sjálfstætt við grafíska hönnun. „ítalir og Japanir voru lengi vel fremstir í hönnun en Frakkar eru óðurn að vinna sér traustari sess,“ segir Snæfríð. „Hönnun felst fyrst og fremst í því að sameina fegurð og notagildi. Hönnuðir endurbæta hluti svo þeir verði þægilegri. Það er það sem er svo skemmtilegt við hana.“ 0 Risatonleikar með Prodigy Fimm íslenskar htiómsveitir og fórir plotusnúoar spila áður en enska sveitin stígur ásviðið 22 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 H

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.