Eintak

Eksemplar

Eintak - 15.09.1994, Side 21

Eintak - 15.09.1994, Side 21
Mulugetta Mosissa er staddur hér á landi í tilefni af 20 ára af- mælishátíð íslandsdeildar Amnesty International. Mosissa er frá Eþíópíu og sat í fangelsi í 11 ár vegna þjóðernisuppruna síns. Rödd fólksins í Eþíópu ÉQ VEIT PAÐ EKKI HALLGRÍMUR HELGASON Svona er égl Iðrun Alma Jónsdóttir segir frá sjálfri sér og sínum stíl. Mulugetta Mosissa er af kyn- þætti Oromo sem er fjölmennasta þjóðin í Eþíópíu. Oromomenn hafa verið undirokaðir í hundruðir ára og lengi barist fyrir sjálfstæði sínu. Mosissa og eiginkona hans, Namat Issa, tóku virkan þátt í stjórnmála- flokki Oromoflokkanna þegar stjórnvöld iétu handtaka þau. „Alræðisherrann Menghistu sat við stjórnvölinn og beitti hernum fyrir sig. Oromomenn höfðu aðeins um tvennt að velja; ganga í lið með Menghistu eða halda áfram að berj- ast fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar. Oromomenn voru lítt vinsælir af stjórninni og þúsundir þeirra hurfu sporlaust. Mér hafði verið sagt frá morðum og handtökum. Árið 1980 voru kona mín og ég handtekin,“ segir Mosissa. Þau voru færð hvort í sitt fang- elsið og ekki var réttað í máli þeirra. Ekki eru nema þrjú ár síðan farið var að draga pólitíska fanga í Eþí- ópíu fyrir dómstóla. Issa var vanfær þegar hún var handtekin og slapp þar af leiðandi við líkamlegt ofbeldi. Hún ól son þeirra í fangelsinu og þar eyddi hann fyrstu níu árum ævi sinnar. Mosissa fékk aðeins fréttir af konu sinni og syni í gegnum aðra fanga. Hann sá ekki mynd af syni sínum fyrr en hann var orðinn níu ára. Mosissa var heldur ekki beittur lík- amlegu ofbeldi en horfði upp á þær afleiðingar sem þær höfðu á vini hans. „Pyntingaaðferðirnar eru alls staðar eins. Menn voru látnir dúsa í litlum dimmum klefum, fengu raf- magnslost og látnir í kafbátinn. Fa- langa var einnig beitt, menn barðir um allan líkamann og brenndir með sígarettum. Ekkert hjúkrunar- fólk var viðstatt pyntingarnar í fangelsinu. Það skipti engu máli þótt mennirnir létust. Þegar ég hugsa aftur til þessara tíma birtast mér andlit vina minna sem margir hverjir dóu meðan á fangelsisvist- inni stóð. Sumir þoldu aðeins sjö ár bak við rimlana. Þeir létust þó fyrir réttan málstað." Þegar Mosissa hafði setið inni í sex ár fóru Sovétríkin að hvetja Eþíópíu til að slaka á stjórnartaum- unum og batnaði ástandið í fang- elsunum. Árið 1989 var Issa laus úr haldi og frétti Mosissa þá af þvf að Amnesty International væri að berjast fyrir frelsi hans. Fjölskylda hans og vinir höfðu sagt samtökun- um af honum. Árið 1991 var honum loksins sleppt og nokkru síðar fór Menghistu frá. „Það var yndislegt að hitta Issu aftur eftir allan þennan tíma. Til- finningar okkar til hvors annars voru alveg þær sömu og áður,“ seg- ir Mosissa. Amnesty International bauð honum til Englands þar sem hann fékk læknisþjónustu við hæfi. Stjórnmálaástandið í Eþíópíu leit út fyrir að vera að fara að skána og Mosissa sneri vongóður aftur heim. Hann gerði sér þó fljótlega grein fyrir því að kúgun Oromomanna myndi halda áfram. Áður en allt féll í sama farið settist hann að í Hol- landi þar sem hann býr nú ásamt Issu og syninum sem nú er orðinn 13 ára. Mosissa segist hafa verið einn þeirra heppnu sem var sleppt laus- um og þakkar það Amnesty Inter- national. „Þó er ég ekki frjáls,“ segir hann. „Ég varð að flýja land mitt. Það hef- ur ekki síst verið erfitt fyrir son minn sem varð að kynnast nýjum menningarheimi og öðru tungu- máli. Þó sé ég ekki eftir neinu. Ég trúði því að ég hafði fylgt réttri stefnu enda var ég að berjast fyrir réttlæti." Mosissa og fjölskylda fylgjast ná- ið með ástandinu í Eþíópíu þótt þau búi í annarri heimsálfu. Mos- issa segist ekki lengur hafa áhuga á stjórnmálabaráttu en þess í stað reyni hann að vekja athygli á þeim mannréttindabrotum sem framin eru í Eþíópíu. „Ég reyni að vera rödd fólksins í Eþíópíu. Ég ferðast um sem fyrir- lesari og deili reynslu minni með öðrum. Ástandið í Eþíópíu er enn slæmt og fjöldi Oromomanna situr í fangelsi. Mér berast reglulega fréttir af fólki sem hefur horfið. Vinir mínir sitja bak við lás og slá Mulugetta Mosissa „Þegar ég hugsa aftur til þess- ara tíma birtast mér andlit vina minna sem margir hverjir dóu meðan á fangelsisvistinni stóð. “ og það er svo mikilvægt fýrir þá að vita af því að það er til fólk sem stendur með þeim og vinnur að því að fá þá lausa.“ Mosissa er þess fullviss að vest- rænar þjóðir gætu haft áhrif á stjórnmálaástandið í Eþíópíu ef þær beittu því valdi sem þær hafa. „Þær ættu að þrýsta á stjórnvöld áður en ástandið þar verður eins slærnt og í Rwanda. Við getum lært af sögunni." O Ég veit það ekki. Ég held að ég sé samt frekar skipulögð týpa en það veltur þó á því hvað ég er að fást við hverju sinni og ég get verið mjög óskipulögð ef þannig stendur á. Ég er yfirleitt mjög stundvís en þó getur það komið fyrir að ég sé sein fyrir, ef skipulagið riðlast hjá mér. Mér finnst gott að vakna snemma á morgnana, nerna þegar ég sef út, sem mér finnst gott að gera annað slagið. Ég er ntjög morgunhress, líka þó ég sofi fram- eftir. Morgunmatur er þó ekkert prinsipp-atriði og veltur meira á því hvort ég er svöng eða ekki. Ætli megi ekki segja að ég borði þann mat sem er hendi næst hverju sinni, en þó kemur það fyrir að ég tek mig til og elda, ef ekkert annað er til. Það kemur fyrir að ég tek heilsu- tripp og þá reyni ég að borða holl- an mat, en svo líða heilsutrippin hjá og ég fell fyrir pizzum og ham- borgurum. Annars er ég lítið fyrir skyndibitamat. Ég held að mér líði best í galla- buxum og peysu en þó getur það verið óþægilegt ef buxurnar eru of þröngar. Annars er ég lítið fyrir að vera í víðum föturn. Ég er mest fyrir alian kasúal fatn- að en mér finnst líka gaman að klæða mig í glamour-fatnað. Ég er Iítið gefin fyrir kaffihús en þegar ég er í þannig skapi fer ég á Kaffí- barinn. Ég held að ég sé skapgóð mann- eskja og þægilegt fyrir aðra að vera nálægt mér. Annars er það kannski frekar þeirra að dæma. Þó getur verið stutt í vonda skapið, ef ég finn að fólki líkar ekki við mig. En ef ég fer í vont skap er það fljótt að fara, sérstaklega ef ég finn að fólk finnur það. Minn stærsti kostur er líklega hvað ég er hreinskilin. Ég segi yfir- leitt allt. En ég viðurkenni að ég á það til að vera dáldið stjórnsöm og skipti mér full mikið af málum minna nánustu, sérstaklega ef það er mik- ið um að vera hjá þeint. „Ég er umburðarlynd og það erfátt ífari fólks semfer í taug- arnar á mér. Þó get ég orðið mjög pirruð ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér ífarifólks.“ Ég hrífst af fólki sem er mikið að gerast hjá enda dáldið hröð sjálf. Þó fínnst mér þægilegt að hafa kvöldin róleg, fara snemma að sofa og lesa góða bók. Annars finnst mér voða gott að fara út að borða, ef þannig stendur á og ég er svöng, eða í bíó, ef það er einhver rnynd í bíó. Ég er umburðarlynd og það er fátt í fari fólks sem fer t taugarnar á mér. Þó get ég orðið mjög pirruð ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér í fari fólks. Yfirleitt er ég með sjálfstraustið í lagi þó það sé kannski ekki alveg upp á sitt besta þessa dagana. Mínir framtíðardraumar eru tengdir leiklistinni og söngnum en þó ætla ég að reyna að eignast eitt- vað af peningum. Ég nenni ekki að standa í peningavandræðum og ve- seni. Ætli ég fari ekki til útlanda. Þegar ég vil vera ein fer ég og grufla í göntlu rústunum úti í Gróttu. Ætli það megi ekki segja að ég geti hlegið að öliu. Q Falanga I Mið-Austurlöndum eru menn látnir hanga uppi og er barið undir iljarþeirra. Brunasár eftir pyntingar. FlMMTUÐAGUR-15. SEBJ£MBER 1994 m

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.