Eintak

Eksemplar

Eintak - 15.09.1994, Side 15

Eintak - 15.09.1994, Side 15
Fyrir háffum mánuði lýsti írski lýðveldisherinn óvænt yfir vopnahlé og menn hafa ekki verið jaínvongóðir um frið á Norður- írlandi í aldaríjórðung. En þó svo morðsveitir kaþólikka hafi slíðrað sverðin í bili hafa kollegar þeirra í hópi mótmælenda engin áform um að láta af hryðjuverkum sínum. Mót- mælendur sjásér engan hag í vopnahlei Öfgamenn í hópi norður-írskra mótmælenda munu halda áfram hryðjuverkum sínum, að minnsta kosti fyrsta kastið, vegna þess að þeir sjá sér í raun engan hag í því að leggja niður vopn. Þetta er sam- dóma álit heimildarmanna í röðum vopnaðra sveita mótmælenda. Þrátt fyrir vopnahlé írska lýðveldis- hersins (IRA), sem staðið hefur 15 daga, fá mótmælendur ekki séð að það komi þeim við, því þeir virðast hafa verið skildir eftir út undan í þeim viðkvæmu friðarumleitun- um, sem hafnar eru milli ríkis- stjórna Bretlands og Irlands. Þrátt fyrir að enn hafi Bretar ekki ljáð máls á því að ræða opinberlega við Sinn Fein, hinn pólitíska arm IRA, hafa þeir ekki útilokað möguleik- ann að því tilskildu að vopnahléið haldi. Margir mótmælendur telja aftur víst að leynilegar viðræður séu löngu hafnar og þess vegna vilja þeir halda áfram skotárásum og sprengjutilræðum til þess að tryggja það að sú krafa þeirra, að Norður-írland verði áfram hluti Bretlands, gleymist ekki. Á mánudag minntu öfgasinnaðir mótmælendur á sig með því að koma sprengju fyrir í farþegalest á leið til Dyflinnar, höfuðborgar írska lýðveldisins. Til allrar ham- ingju sprakk aðeins hvellhettan, en sprengjan, sem var 2 kíló að þyngd, sprakk ekki. Tvær konur slösuðust lítillega, en hefði sprengjan virkað eins og til var ætlað, hefði vafalaust mikill mannskaði orðið. Fólk, sem tengist hinum ýmsu hryðjuverkahópum mótmælenda, segist í engu treysta vopnahléi IRA, anr.að hvort sé það áróðursbragð IRA, lognið á undan miklum stormi eða liður í samsæri Breta, Irska lýðveldisins og IRA til þess að láta mótmælendur lönd og leið. „Menn spyrja sem svo: fyrst sprengjutilræði og skotárásir komu IRA að samningaborðinu, af hverju skyldi það ekki gagnast okkur líka?“ segir ónafngreindur heimildamað- ur Reuters, sem tengist Sjálfboðaliði Ulster (UVF), en það kom sprengj- unni fyrir í Dyflinnarlestinni. I yfir- Iýsingu frá UVF sagði að með til- ræðinu væri ætlað að koma þeim skilaboðum áleiðis til ríkisstjórnar Irlands að „Norður-Irland [sé] enn breskt og að því [verði] ekki þving- að, þröngvað eða lokkað til sam- eingar alls frlands." Sameinuð herstjórn sambands- sinna, en að henni eiga UVF og Frelsishermenn Ulster (UFF) aðild, sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að hún myndi ekki lýsa yfir vopnahléi fyrr en ljóst væri að vopnahlé IRA væri varanlegt, að kvíslhópar frá IRA héldu það líka og að Bretlands- stjórn hefði enga leynisamninga gert í skiptum fyrir vopnahléið. „Breyting á högum Norður-ír- lands, ef einhver verður, hefur ekk- ert gildi nema að undangengnum viðræðum og allsherjarsamkomu- lagi.“ Öfgamenn í hópi mótmælenda velta eðlilega fyrir sér hvers vegna IRA skuli allt í einu efna til vopna- hlés eftir 25 ára skæruhernað gegn yfirvöldum og telja einsýnt að IRA hafi fengið eitthvað fyrir snúð sinn. Opinberlega er eini ávinningur- inn aðild Sinn Fein að friðarvið- ræðum, svo framarlega sem vopna- hléið endist. Mótmælendur óttast aftur að Bretar haft fallist á tilslak- anir á stöðu Norður- írlands innan Stóra-Bretlands. Fari svo að Sinn Fein verði boðið til viðræðna sjá mótmælendur hins vegar fram á að fulltrúar þeirra verði skildir eftir úti í kuldanum. Mótmælendur eiga enga kjörna fulltrúa líkt og IRA á innan Sinn Fein, en hryðjuverkahópunum verður aldrei boðið að samninga- borðinu hvort sem þeir lýsa yfir vopnahléi. Eigi þeir að gera það verða þeir einungis að vona það besta og biðja um gott veður í Lundúnum, sem þeir treysta ekki nema miðlungi vel. Norður-írski stjórnmálamaður- inn Gary McMichael í Lýðræðis- flokki Ulster (UDP), sem tengist öfgahópunum, sagði að sprengju- árásin í lestinni ætti ekki að koma neinum að óvart. „Tilgangurinn var alltaf sá að hefja aðgerðir hand- an landamæranna fyrr eða síðar. Ég held að það hafi verið óumflýjan- legt.“ Á hinn bóginn sagði Chris Hudson, sem starfar í friðarsam- tökunum Friðarlestinni og hefur átt viðræður við öfgamenn mót- mælenda, að hann vonaðist til þess að þetta væri aðeins hinsta sýning á styrkleika mótmælenda, en að hann óttaðist að tilræðið væri hluti stærri herfarar. Sambandssinnar fylltust mikilli bræði þegar Albert Reynolds bauð Gerry Adams oddvita Sinn Fein velkominn til Dyflinar aðeins örfáum dögum eftir að vopnahléð hófst. Þeim fannst Reynolds hafa verið fullgikkfljótur og létu því sitt ekki eftir liggja í þeim efnum. Öfgahóparnir svöruðu fyrir sig með stöðugum árásum. Sama kvöld og vopnahléð hófst drápu þeir einn kaþólikka og særðu ann- an. Nokkrum dögum síðar sprengdu þeir upp bíl utan við upplýsingaskrifstofu Sinn Fein. Síðastliðinn laugardag komu þeir fyrir vítisvél utan við bakdyr borg- arstjórnarmanns Sinn Fein, en dóttir hans uppgötvaði hana í tæka tíð og gerði íögreglu viðvart. Með þessu er ekki ljóst hvort mótmæl- endur eru einfaldlega að láta í ljós efasemdir sínar uni heilindi IRA eða hvort þeir eru að reyna að egna IRA til þess að rjúfa vopnahléð. Enginn friður í augsýn. Á hinn bóginn verður að segjast eins og er að árásir mótmælenda upp á síðkastið hafa verið vægast sagt misheppnaðar. Sumir telja að þannig vilji mótmælendur minna á sig og gefa vopnahléinu möguleika án þess að taka beinlínis þátt í því. Aðrir telja hins vegar að þeir séu einfaldlega ekki hæfari en raun ber vitni. Að sögn lögreglunnar hafa mót- mælendur þjálfað betri sprengju- smiði upp á síðkastið og hafa jafn- framt lært aðferðir sínar af IRA. Þrátt fyrir að almennt sé litið á UVF sem agaðri hreyfmgu en UFF báru liðsmenn UVF samt sem áður ábyrgð á einu mesta blóðbaðinu í ár, en þá drápu þeir 6 kaþólikka, sem voru að horfa á heímsmeist- arakeppnina í fótbolta inni á krá í Lougbinisland. I síðasta mánuði frömdu liðsmenn UVF þó jafnvel enn viðurstyggilegra hermdarverk þegar þeir brutust inn til 38 ára gamallar vanfærrar konu og felldu hana í kúlnahríð að nokkrum barna hennar aðsjáandi. „Búið ykkur undir dauðann, því þið fáið að sjá nóg af honum,“ sagði í yfirlýsingu UVF, sem send var fjölmiðlum í kjölfarið. Það er því langur vegur frá því að á írlandi sé friður skollinn á. O Bandaríkin Suiptingasamt í forkosningum Krakkborgarstjórinn Marion Barryafturí stólinn og fólksflótta frá Washington DC spáð í kjölfarið. Fyrrum borgarstjóri Washington DC, Marion Barry, sem dæmdur var fyrir krakkneyslu fyrir fjórum árum, reis úr pólitískri öskustó sinni í gær þegar hann sigraði próf- kjör demókrata, en fram að þessu hafa sjálfar kosningarnar nánast verið formsatriði, því meirihluti demókrata í borginni er mikill. Margir demókratar óttast hins veg- ar að við kjör Barrys eigi fyrirtæki og miðstéttarfólk eftir að flýja borgina í úthverfi í Virginíu og Maryland. Glæpir eru óvíða fleiri en í Washington og er talið að þeir muni ekki minnka við valdatöku Barrys. Þrátt fyrir að kjör Barrys hafi vakið mesta athygli, var víða gengið að prófkjörsborði í Bandaríkjun- um. Frambjóðendur beggja flokka til ríkisstjóra, borgarstjóra, borgar- stjórna, ríkisþinga og Bandaríkja- þings víða unt Bandaríkin voru valdir, en stjórnmálaskýrendur fylgdust grannt með til þess að meta stöðuna á miðju kjörtímabili Bandaríkjaforseta. Innan beggja flokka var einnig litið á prófkjörin sem liðskönnun. I Minnesota bar rikisstjórinn, Arne Carlson, sem er frjálslyndur repúblikani, sigurorð af Allan Quist, en sá bauð sig fram sem full- trúa kristilegra lífsviðhorfa í strang- asta skilningi. Með þessari kosn- ingu var sérstaklega fylgst til þess að meta styrk trúarhópa innan Repú- blikanaflokksins. Úrslitin bera þess víða merki að demókratar eru að færast nær miðju eða að minnsta kosti fjær Bill Clinton Bandaríkjaforseta, en lítill styrkur þykir í honum þessa dagana. I New York vann Mario Cuomo ríkisstjóri tilnefningu demókrata léttilega, en hann mun éiga harða kosningabaráttu fyrir höndum, því hann hefur hrapað í vinsældum að undanförnu. Hann mun mæta reþúblikanum George Pataki, sem er öldunga- deildarþingmaður í ríkisþinginu. Sá er vel þokkaður, þó hann hafi ekki mikla kynningu, en repúblik- anar um gervöll Bandaríkin hafa dælt peningum í kosningabaráttu hans. Öldungadeildarþingntaðurinn Daniel Patrick Moynihan sigraði blökkumannaleiðtogann Al Sharpton. Sonur Edwards Kennedys, öldungadeildarþing- manns Massáchussetts, sigraði prófkjör tH fölltrúadeiidar Banda- ríkjaþings fyrir Rhode Island. Frænka hans, Kathleen Kennedy Townsend, sem er dóttir Roberts heitins Kennedys verður í kjöri sem vararíkisstjóri í Maryland. Tom Duane, sem er alnæmissýktur hommi, tapaði í prófkjöri demó- krata í New York til fulltrúadeildar- innar. © FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 Þ9GI R38M3TR33 .51 RUOAQUTMMR FRÁ FRÆNDUM VORUM Tórshavn Turið Sigurðardóttir • Storsta vandamál foroyinga er nú fólkaflytingin. Tvær hovuðorsokir eru: 1. Arbeiðsloysi, 2. Vána fíggjar- kor. 1 blaði sum Fróðskaparfelag Foroya gevur út, Froði, stóð í apríl mánaði í grein eftir Rolf Gutte- sen, Geografisk institut, Keyp- mannahavnar universitet, at flyting- in er so stór, at hon hóttir við at taka grundina undan samfelagnum. Men hugsanir eru ymiskar um flyt- ingina: summi halda, at Foroyar bera ikki meira enn um 25.000 íbúgvar. Onnur meta, at storri fólkatal hevði verið ein samfelagsl- igur fyrimunur og hevði givið moguleika fyri einum fjolbroyttari samfelagi enn eitt fáment samfelag. 11930-árunum og 50-árunum flutti fólk eisini burt, men tað sum hend- ir nú, er nógv álvarsamari. Nýggj tol siga, at higartil eru 1800 mans farnir í ár, tað svarar til eina bygd sum Tvoroyri, Tey eru flyta eru millum 0-40 ár. Síðan niðurgongdin byrjaði 1989 eru 7000 farin. Metingin er, at í besta fori verða 38.000 eftir í 1998. Men stQrur skaði er longu hendur, ikki bara íbúgvafroðiliga, men eisini viðvíkjandi búskapi og hugburði. Tað eru tey ungu og arbeiðsforu, ið flyta. Síðsta ár vóru 45-50% úr ald- ursflokkinum 20-29 ár, tá ið vit hyggja at nettotalinum. Men í fólkatalinum í heild er hesin flokk- urin bara um 15%. Flytingin fer við tí fólkinum, sum framtíðin skal byggja á, skrivar Rolf Guttesen. • Havsbrún í Fuglafirði, sum fram- leiðir fiskafóður og við góðum úr- sliti hevur selt í Danmark, hyggur seg nú um í ES við útflutningi í huga. Verksmiðjustjórin Bergur Poulsen heldur moguleikar vera til staðar, men ein darvandi kapp- ingarbági er tann stóri flutnings- kostnaðurin. Torvur er fyri trygg- um, bíligum flutnigi. Ein annar trupulleiki er at londini í ES kenna ikki ta avtalu sum finst um inn- flutning av alifóðri. Kvotan fyri inn- flutning er ikki nóg góð, tí eingin kvota er fyri innflutning av alifóðri higar úr ES. • Ein maður, sum í 1986 fekk var- andi mein og gjordist 10% avlamin av skurðviðgerð sum hann fekk á Landssjúkrahúsinum, hevur nú í Foroya rætti fingið 115.000 kr. í endurgjaldi umfram rentu, síðan hann kærdi í 1989. Maðurin varð skorin fyri bruna í blindgornini. Læknagáloysi og mistok gjordi, at skurðviðgerðin mátti endurtakast 3 ferðir og fjórðu ferð á Ríkissjúkra- húsinum í Keypmannahavn. Nógv fólk hava sett seg í samband við mannin um líknandi royndir og hann ætlar nú at stovna sjúklingafe- lag. • Sunnudagin 18. september flytur Stefán Karlsson forstoðumaður fyri Handritastofnun Islands, fyri- lestur, sum Fróðskaparsetur Foroya bjóðar til. Hetta verður 2. ferð at sonevndur Christian Matras fyrilestur verður hildin til minnis og heiðurs málvísindamanninum og skaldinum. Við sama hovi verður veittur somdarpeningur úr Grunni Kristjans á Brekkumork (Matras) onkrum ið hevur starvast til gagns fyri foroyskt mál. • Rúmliga 500 næmigar ganga í Foroya studentaskúla í Hoydolum. I gjár gingu teir mótmælisgongu til Landsskúlafyrisitingina tí teir hava ongan studning fingið enn, hóast tað er 1 mánaður, siðan teir fóru í skúla. • Islendskir reiðarar og reiðarar úr fleiri oðrum londum hava verið og skoða fyrrverandi Skálafjalli, núver- andi Beinir, og sýna stóran áhuga fyri at keypa hann, nú hann fer á tvingsilssolu. • Heimsins kendasti dunnusteggi kemur nú út á foroyskum. Bóka- deild Foroya Lærarafelags stendur fyri útgávuni og ætlar at skriva út kapping um navn - verður tað Andras Dunna ella Dunnu Dánjal? • Foroyska landsliðið spældi móti Grikkalandi í Europakappingini. Dysturin fór fram á vollinum á Svangaskarði í Eysturoy. Foroyingar skutu fyrsta mál sitt í hesari Eur- opakappingini. Venjari hjá foroy- ingum er danin Allan Simonsen. Grikkar vunnu 5-1. © 15

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.