Eintak - 15.09.1994, Side 28
ENSKA URVALSDEILDIN
vá , j&vSggsjlEr
Æ, ég veit það ekkL.jú, jú, ef að
kóngurínn er hamingjusamur þá er
ég það iíka, en að i/era að gera heilan
sjónvarpsþátt um það er kannski fullmikið.
Oasis
Definitely maybe
-*★
Eins og undirritaður hefur impr-
að á fyrr hefur breski tónlistar-
heimurinn lagt stund á það hin síð-
ari ár að uppgötva með reglulegu
millibili nýja „bestu hljómsveit í
heimi“, hampað henni gífurlega
nokkra hríð til þess eins að geta
rakkað hana niður síðar og upp-
götvað nýja. Þessi hvimleiði vani
hófst að vissu marki þegar Bretar
uppgötvuðu Sykurmolana um árið.
Sykurmolarnir áttu fyrst hljóm-
sveita forsíður tveggja tónlistar-
blaða sömu vikuna þegar Life’s too
good kom út. Þegar önnur platan
kom út var hún rökkuð í svaðið og
hljómsveitn átti í raun enga mögu-
leika í Englandi eftir það.
Það er kannski einokunarstaða
danstónlistarinnar í Bretlandi sem
knýr breska blaðamenn til þess að
leita í sífellu að nýjum messíasi í
rokkinu en „come on“! Hver man
orðið effir hljómsveitum eins og
THE FARM sem var á öllum for-
síðum í nokkra mánuði fyrir
skemmstu? altént, Oasis er sumsé
nýjasta besta hljómsveit í heimi og
sem slík er hún kannski ekki sú
versta sem gegnt hefúr þeirri nafn-
gift. Hljóðfæraeign í Bretlandi er
augljóslega nægileg til þess að alltaf
er til sandur af góðum óþekktum
hljóðfæraleikurum til að tylla á
stallinn.
Oasis leika nokkuð dæmigert gít-
arpopp og gera það vel. Breska
pressan útmálar þá félaga sem
brjálaða partírokkara, prumpandi
og bölvandi en þeir hljóma hins
vegar og líta út eins og mömmu-
strákar í poppstjörnuleik. Á köflum
ná gargandi gítarar yfirhöndinni í
dúndrandi pönksveiflu en á milli
hljóma letilegar melódíur yfir hálf-
gerðum dansryþmum. Söngvarinn
nær David Bowie glimrandi vel en
það virðist helsti kostur rokksöngv-
ara Breta um þessar mundir enda
goðið sjálft löngu útlægt gert í
beimalandinu. Það er samt orðið
dálítið þreytt að heyra endalausan
itraum af fyrstu plötum hljóm-
sveita sem hljóma allar eins, og það
alveg eins og fyrstu plötur Bowie í
ofanálag.
Lagasmíðar Oasis eru ekki alveg
nægilega traustar til þess að maður
stilli Definitely maybe upp við hlið-
ina á Diamond dogs í safninu. For-
verar þeirra í kastljósinu Suede
voru öllu meira sannfærandi á
þeim vettvangi. Þó eru perlur á
Þessari skífu sem gefa ágæt fyrirheit
um framhaldið, það er að segja ef
sveitin á einhverja framtíð. Eins og
er er Oasis ágæt tveggja-laga gítar-
rokksveit sem gæti orðið ljómandi
fín í framtíðinni. Það læðist bara að
manni sá grunur að fyrirbærið sé
ekki nema enn eitt sporið í bresku
göngunni löngu í leit að fullkomnu
poppbandi.
Oasis á því líklegast eftir að falla í
gleymskunnar dá. Það væri óskandi
að þessi ofursveit fyndist sem fyrst
því þetta yfirþyrmandi húllumhæ í
kringum nýjar og nýjar meðalsveit-
ir er orðið fremur lýjandi. Lagið
Supersonic er annars glimrandi fín
bjögunarballaða sem nær kannski
að lifa af fjölmiðlaflóðið. Hver
veit? O
Siónvarp
SIGURJÓN KJARTANSSÓN
Hamingju$ami kóng-
________urmw___________
ÞAtturinn um Bubba
Hamingian er hugarAstand
SEM BYRJAR MEÐ BROSI
RIkissjónvarpinu
**
Stórfurðuleg sjónvarpsmynd um
kónginn Bubba Morthens var
sýnd í Ríkissjónvarpinu á sunnu-
dagskvöldið. Já, ég segi stórfurðu-
leg, meðal annars vegna þess að
hún var um gerð plötu sem kom út
fyrir rösku ári og myndi núna
flokkast undir gamlar lummur.
Þetta er sem sagt platan Lífið er
ljúft, en ég hélt í einfeldni minni að
ég væri að fara að horfa á þátt um
gerð plötunnar sem kóngurinn
gerði nú í sumar og er væntanleg á
markað seinna í haust. Ég er reynd-
ar handviss um að flestir hafi vaðið
í sömu villu.
Hvort sem þarna var um að ræða
seinagang kvikmyndagerðarmanna
við að klára þáttinn í tæka tíð (það
er að segja, fyrir ári síðan) eða
einhvers annars konar klúður veit
ég ekki, en hitt veit ég að miðað við
hversu langan tíma tók að gera
þáttinn var hann ekkert sérstaklega
góður.
Áuðvitað er alltaf gaman að sjá
Bubba í „aksjón“ og fróðlegt að sjá
hvernig hann vinnur plötu en því
var því miður ekki gerð almennileg
skil í þessari mynd. Þess í stað voru
menn að æða til Benidorm og fleiri
staða og megninu af myndinni var
eytt í að tala um hvrsu lífið væri
ljúft, hve kóngurinn væri ham-
ingjusamur og þess háttar.
Æ, ég veit það ekki.. .jú, jú, ef að
kóngurinn er hamingjusamur þá er
ég það líka, en að vera að gera heil-
an sjónvarpsþátt um það er kannski
fullmikið. Eða á hann það kannski
skilið? Jú, auðvitað, hann er náttúr-
lega kóngurinn. ©
The Jesus & Mary chain
STONED & DETHRONED
®
Þegar Jesus & Mary chain gáfú út
fyrstu plötu sína Psycho candy árið
1985 þóttu rokkurum sem þeim
hefði opnast ný vídd. Hugguleg-
ustu poppmelódíur flóðu fram í
argandi flóðbylgju gítarbjögunar og
hávaða. Hér var komin Velvet und-
erground með almennilegum lög-
um. Hljómsveitin var umsvifalaust
tekin í gúrúa tölu og heimurinn
hljóp á tónleika til að upplifa sarg-
andi algleymi.
Eitthvað var Adam þó ekki mikið
lengi í paradís. Álagið bugaði hræ-
unga meðlimina og þeim tókst
aldrei að fylgja fyrsta meistara-
stykkinu eftir. Þeirra helsta innlegg
í poppsöguna hin síðari ár er
söngvarinn Jaggeríski í Primal scre-
am sem var víst einhvern tímann
trommari í Jesus & Mary chain. Nú
er enn komin ný plata með drengj-
unum og sú gefur helst til kynna að
þeir hafi kafað enn dýpra ofan í
hasspípuna og það kannski helst til
djúpt. Værðarlegt kassagítargutlið
er tæpast til að vekja mikla hug-
ljómun hjá hlustendum. Lögin eru
lítilvæg og ótrúlega fyrirsjáanleg,
sönglínur hreinlega illa grundaðar
og annað þar fram eftir götunum.
Það er helst að hljóðfæraleikurinn
gæti talist góður ef ekki væri fyrir
flatar útsetningarnar.
Þessi plata gæti kannski verið
kærkomin viðbót við Syd Barrett-
safnið í hasspartíum. Þeir sem
stunda ekki slíkar veislur ættu frek-
ar að skrúfa frá krana og hlusta á
vatnið gutla í niðurfallið. Nafn
Stoned and dethroned er því miður
laukrétt réttnefni. ©
Ú T I
I Leí kí r u J T Mörk Mörk Stiq
5 3 0 0 13:3 Newcastle 2 0 0 6:2 + 14 15
5 2 1 0 6:2 Notth. For. 2 0 0 3:1 +6 13
5 3 0 0 10:0 Blackburn 0 2 0 1:1 +10 11
4 1 1 0 3:0 Liverpool 2 0 0 8:1 + 10 10
5 2 0 0 5:0 Man. Utd. 1 1 1 3:3 +5 10
5 2 0 1 5:4 Leeds 1 1 0 2:1 +2 10
4 2 0 0 5:0 Chelsea 1 0 1 5:6 +4 9
5 1 2 0 4:2 Aston Villa 1 1 0 3:2 +3 9
5 1 0 2 3:4 Tottenham 2 0 0 7:4 +2 9
5 2 1 0 8:1 Man. City 0 0 2 0:6 +1 7
5 1 2 0 1:0 Norwich 0 1 1 0:2 -1 6
5 1 1 0 3:0 Arsenal 0 1 2 0:4 -1 5
5 1 1 1 6:6 QPR 0 1 1 1:3 -2 5
5 1 1 1 3:3 WlMBLETON 0 1 1 1:4 -3 5
5 0 1 1 1:3 SOUTHAMTON 1 1 1 4:7 -5 5
5 0 1 1 3:4 Sheff. Wed 1 0 2 4:7 -4 4
5 0 0 2 1:4 Ipswich 1 1 1 3:4 -4 4
5 0 0 2 2:8 C. Palace 0 3 0 2:2 -6 3
5 0 1 1 1:3 West Ham 0 1 2 0:4 -6 2
5 0 1 1 1:2 COVENTRY 0 1 2 1:10 -9 2
5 0 1 1 2:4 Leicester 0 0 3 1:6 -7 1
5 0 1 1 3:4 Everton 0 0 3 1:9 -2 1
FJÖLMIÐLASPA
Leikir SvIþjóð ÍSLAND Meðaltal
1 X 2 1 X 2 1 X 2
1 Degerfors - AIK 6 3 1 2 1 7 4,0 2,0 4,0
2 Göteborg - Örebro 6 3 1 2 1 7 4,0 2,0 4,0
3 Halmstad - Trelleborg 6 3 1 2 1 7 4,0 2,0 4,0
4 Malmö FF - Norrköping 6 3 1 2 1 7 4,0 2,0 4,0
5 Frölunda - Hácken 6 3 1 2 1 7 4,0 2,0 4,0
6 COVENTRY - LEEDS 6 3 1 2 1 7 4,0 2,0 4,0
7 C. PALACE - WlMBLEDON 6 3 1 2 1 7 4,0 2,0 4,0
8 Everton - QPR 6 3 1 2 1 7 4,0 2,0 4,0
9 Leicester - Tottenh. 6 I 3 1 2 1 7 4,0 2,0 4,0
iö“ Man. Utd. - Liverpool 6 !T 1 2 1 7 4,0 2,0 4,0
11 Sheff. Wed - Man. City 6 3 1 2 1 7 4,0 2,0 4,0
12 Southampt - Notth. For. 6 3 1 2 1 7 4,0 2,0 4,0
13 West Ham - Aston Villa 6 3 1 2 1 7 4,0 2,0 4,0
ALLSVENSKA
HEIMA JÍTI Stio
Leikir U J T Mörk IJ J T Mörk Mörk
20 7 2 1 28:11 ÖREBRO 5 3 2 20:13 +24 41
19 6 0 3 27:15 Göteborg 6 3 1 17:8 +21 39
19 6 2 1 21:8 Malmö FF 5 3 2 22:19 +16 38
20 5 2 3 18:13 Öster 6 2 2 17:9 +13 37
20 7 3 0 31:8 Norrköping 3 3 4 9:11 +21 36
20 6 1 3 17:11 Halmstad 3 3 4 19:23 +2 31
19 6 2 1 20:11 AIK 2 4 4 13:17 +5 30
19 2 5 3 11:11 Trelleborg 4 2 3 9:13 -4 25
19 3 3 4 9:16 Degerfors 3 1 5 8:13 -12 22
19 3 1 6 12:13 Frölunda 3 2 4 10:11 -2 21
19 5 2 3 13:11 Helsingborg 0 1 8 4:26 -20 18
20 1 4 5 8:17 Landskrona 2 0 8 7:25 -27 13
20 1 3 6 7:13 Hammarby 1 3 6 11:22 -17 12
19 Ll 3 5 9:20 Hácken 1 3 6 12:21 -20 12
€INTAK
fyrir þá sem eru á milli
tannanna á fólki.
SAMimÍ
úi/iAf Bfl
BUÐU ÞIG UNDIR SPENNUÞRUMU ARSINS!
1(fSAMmÍÚ
99-1000
tft'ttt/
ŒEcrGArö
HX
SJÁÐU „SPEED" í KVÖLD!
28
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994