Eintak - 15.09.1994, Qupperneq 18
Það er ekkert skiljanlegra en að íslendingum finnist stundum allt stórfenglegra í útlöndum
- mannlífið margbrotnara, atburðirnir mikilvægari og lífið allt stærra, miklfenglegra
og á einhvern hátt merkilegra. Það er skiljanlegt vegna þess að þannig er það.
í samanburði við afganginn af veröldinni er ísland agnarsmátt og ósköp ómerkilegt.
Það sýnir ef til vill ágætlega hvað íslendingar eru lítilvægir að fyrir hvern okkar þá
eiga Kínverjar eina 4.800 alveg eins.
-L • Svíar eiga
ódauðlegar
kvikmynda-
stjörnur eins
og Ingrid
Bergman og
Gretu Gar-
bo. Sambæri-
legar gyðjur
okkar Islendinga
eru Anna Björns í
Graffiti og María El-
LINGSEN i D2.
jLt • Roland Am-
undsen þeirra
Norðmanna, vann
mikið afrek þegar
hann fór á Norður-
pólinn. Það sam-
bærilegasta sem við
eigum við þá landkönnun er lík-
lega ferð Árna Johnsen út í Eldey.
j • Umsátrið við Wacko vakti at-
Rygli heimsins á sínum tíma. Brjál-
æðingurinn, sem hafði verið um-
kringdur af löggunni og hernum
endaði á að drepa sjálfan sig og tug
manna með því að brenna allt heila
klabbið.
Dramatískasta umsátursmálið hér
á landi átti sér stað síðastliðinn ný-
ársdag þegar maðurinn sem hafði
ógnað nágranna sínum með
sturtuhengi var umkringdur af
Víkingasveitinni. Eftir fimm tíma
umsátur herti sveitin sig loks upp í
að ráðast inn í íbúð mannsins og
kom þá að honum sofandi.
11 sem sanna hvað íslendingarem ómerkilegir
12 • Marlon BrandoogTom jMH meearn 1Q • Frægasta fornmannvirki 2S • Forsetabústaður Banda-
I Japan er stjórnmálamönn-
um mútað með hundruðum millj-
óna og pólitísk spilling í landinu er
gífurleg. Hér heima hefur mikið
verið fjallað um hina gífurlegu
spillingu í kringum Guðmund
Arna, eins og þegar hann réð
tengdaföður sinn í vinnu og lét
frænku sína fá íbúð.
^ • Fyrirtæki blaðakóngsins, Ro-
Berts Murdoch, skilaði milljarða
hagnaði á síðasta ári.
Okkar blaðakóngur
■ líklega Friðrik
Friðriksson,
eigandi Press-
i unnar, Efst á
' baugi, Heims-
myndar og
Sviðsljóss.
U • Rússneski
fjöldamorðinginn sem drap og át
um fimmtíu manns var hataður af
esinni.
idingar hata Steingrím Njáls-
son fyrir að hafa lagt buxur af tólf
ára dreng á miðstöðvarofn.
Zm Hetjan
i Díana prinsessa leggur nafn
sitt á vogarskálarnar til að eyða for-
dómum gagnvart alnæmi.
Hetjan hann Jón Baldvin leggur
nafn sitt á vogarskálarnar til að
eyða fordómum Reykvíkinga gagn-
vart KEA-skyri.
8,
10
1 • í Los Angeles vaða uppi
glæpagengi eins og Bloods og
Crips. Meðlimir gengjanna fást við
umfangsmikla eiturlyfjasölu,
skipuleggja stórfelld bankarán eða
mannrán og hakka hver annan í
spað með vélsögum ef þeim þykir
ástæða til.
Vesturbæjargengið, með tvíburana
í fararbroddi, falsaði ávísanir, stal
nammi úr sjoppum, seldi landa og
kýldi hvern þann mann sem reyndi
við kærusturnar þeirra.
W • Hörmuleg flugslys þar sem
fugir manna farast eru tíð í útlönd-
um. Hundruðir sjúkraliða eru
ræstir út og fréttamenn vinna
aukavinnu. Hér heima eru líklega
dramatískustu fluguppákomurnar
svokölluð nærslys. FÍugleiðavél
flaug í veg fyrir aðra og næstum
því varð flugslys. Ungur maður
reykti inni á klósetti í flugvél og
vélin brann næstum þvi. Svo er
málinu hent inn á skrifborð hjá
Flugumferðarstjórn, þar sem
skýrslan gulnar á borðinu með
tímanum.
Marlon Brando og Tom
Cruise eru kvikmyndastjörnur
sem fá
kvenfólk til
að standa
dögum
saman fyrir
utan hótel-
herbergis-
gluggana
þeirra. Þeir
þurfa að
halda úti
starfsliði til að sjá um aðdáenda-
bréfin þeirra og þegar þeir svo
mikið sem
brosa á hvíta
tjaldinu taka
kvensurnar
andköf eða
pissa á sig.
Sambæriieg
kvennagull á
Islandi eru lík-
lega Gunnar
Eyjólfsson
og Baltasar Kormákur. Sökum
lágra launa leikarastéttarinnar á ís-
landi hafa þeir félagar ekki efni á að
búa á hótelum og eini pósturinn
sem þeim berst er líklega stefnur og
ábyrgðarbréf.
Í3.C
mummill
> Millahverfi á borð við Be-
verly hills og Bel Air eru algeng er-
lendis.
Hér heima er eina millahverfið lík-
lega Arnarnesið, en það saman-
stendur af tvöhundruð fermetra
húsum með Toyotu ‘78 eða Mözdu
‘84 í bílskúrnum þvi enn er verið
að berjast við
að borga kof-
ann.
11« Skíða-
svæðin í Sviss
og Austurríki
eru með bör-
um og hótei-
um í brekk-
unum enda
eins gott því
það getur tek-
ið fleiri klukkutíma að renna sér
niður í púðursnjónum.
Bláfjöllin okkar hér heima bjóða
upp á kakó og kleinur í fúkkalykt-
andi skíðaskálanum. Það tekur um
tvo tíma að komast í lyfturnar og 1-
2 mínútur að renna sér niður ef
það er ekki manndráps harðfeni.
1 Donald Trump varð
líimilljóner á byggingarfram-
kvæmdum og afskiptum sínum af
veitingabransanum, en svo hrundi
veldið. Vihjálmur Svan varð sér
úti um einhvern vasapening þegar
hann hóf afskipti sín af veitinga-
bransanum og keypti Hressó,
Tunglið, Uppi og Niðri, Fimmuna
og Casablanca. En svo hrundi veld-
ið.
14 • Viðtals- og
skemmtiþættir Davids
Lettermans hafa
gert hann að millj-
arðamæringi, og
að átrúnaðargoði
bandarísku þjóð-
arinnar sem dáist
að öllu sem hann
segir.
Hemmi Gunn er
eflaust með ein-
hverja 100 þúsund
kalla á mánuði og er orðinn svo
vinsæll að þegar hann fékk Völu
Matt til að leysa sig af hringdu ör-
ugglega upp undir 10 manns í
Þjóðarsálina daginn eftir og kvört-
uðu.
14 •Donna
Karan, Armani
og Versace eru
aflt ffægir hönn-
uðir sem hafa á
bak við sig fýrir-
tæki sem velta
miUjörðum, og
miUjónir manna
fýlgjast með tískusýning-
um þeirra sem haldnar eru í París,
Róm, London, New York o.s.frv.
Við eigum Dóru Einars og hana
Filippíu sem hélt tískusýningu í
Kolaportinu sem 200-300 manns
fylgdust með.
1 Tónlistarmaðurinn Michael
Jaclcson er dularfullur maður
mjög, og trúaður. Hann býr á bú-
garði, sem einnig er skemmtigarð-
ur, fjarri stórborginni. Jackson hef-
ur gaman af að klæða sig upp í
múnderingar og hefur aldrei týnt
barninu í sjálfum sér. Tónlistar-
maðurinn Hallbjörn Hjartarson
er ekki minna trúaður. Hann býr á
búgarði sínum fjarri stórborginni
og breytir honum í skemmtigarð
þegar hann heldur kúrekeveislurn-
ar sínar. Hallbjörn virðist líka hafa
gaman af að klæða sig upp í mún-
deringar og hefur aldrei týnt barn-
inu í sjálfum sér.
16 • George Michael varð
enn frægari þegar hann yfirgaf
Wham og hóf sólóferil sinn. Ge-
orge sem þykir mikill töffari með
þriggja daga skeggið fær allar kon-
ur til að kikna í hnjánum þegar
hann syngur um brotin hjörtu og
vonlausar ástir. Careless Whisper
fór á toppinn í flestum lönd-
um heimsins.
Okkar kvennagull í tón-
listarbransanum er
Geiri Sæm.
Hann yfirgaf
Pax Vobis og
varð enn frægari.
Hann virðist Ieggja jafn
mikla áherslu á skeggið,
og syngur um brotin
hjörtu og vonlausar ástir.
Aftursæti í rauðum bíl
komst í 5. sæti á lista Rásar
17 • Leysigeislinn, fúkkalyf-
ið, smasjáin og röntgenmyndatæk-
ið eru allt erlendar uppfinningar
sem hafa bjargað fjölda mannslífa.
Við Islendingar látum ekki okkar
eftir liggja, fyrir nokkrum árum
fann íslenskt fyrirtæki upp hækju
sem hægt er að leggja frá sér án
þess að hún detti um koll. Önnur
íslensk uppfinning í svipuðum dúr
eru sérstaklega fóðraðir sokkar
sem koma í veg fýrir að fólk fái
hælsæri.
18 • Á kjötkveðjuhátíðinni í
Ríó skapast jafnan mikil stemmn-
ing. Fjöldi fólks klætt í grímubún-
inga kemur saman og skemmtir sér
og öðrum.
öskudagurinn íslenski er svipað
fýrirbrigði. Fólk með niðurrignda
andlitsmálningu og klætt í svarta
ruslapoka læðist afitan að hverju
öðru til að hengja á það öskupoka.
19 • Frægasta fornmannvirki
Kínverja er Kínamúrinn. Hann er
svo stór og mikill að það má auð-
veldlega sjá hann frá tunglinu.
Frægasta fornmannvirki íslands er
Stöng í Þjórsárdal. Hana má sjá ef
það er leiðsögumaður á staðnum
sem segir í hvaða átt það eigi að
horfa.
20 • í flest-
um löndum í
heiminum má
finna dýr á borð
við birni og
slöngur, eða þá
fíla og tígrisdýr.
Við höfum beljur, ánamaðka og
húsketti. Meira að segja grimm og
spennandi dýr eins og minkar og
refir er yfirleitt ekki hægt að sjá
nema í búri. Á Islandi telst sá mað-
ur heppinn sem sér örn á flugi.
21 • I dýragörðunum í Tokyo
er hægt að skoða górilluapa, pönd-
ur, pardusdýr og önnur spennandi
dýr.
I húsdýragarðinum eru hænur,
geitur, rottur og mýs. Mest spenn-
andi dýrið á staðnum er líklega sel-
urinn sem syndir í endalausa
hringi og maður verður ringlaður
af að horfa á.
Jarðskjálftinn í Los Angeles síðast-
liðinn vetur var valdur að dauða
fjölda fólks og hundruða milljarða
tjóni. Sterkustu skjálftana á íslandi
má mæla í fjölda póstkorta sem
detta á gólfið í Eden.
24 • Fátækramatur ítala, pizz-
an, er orðinn útbreiddur lúxusrétt-
ur út um allan heim. Inni á pizza-
stöðum situr fólk við kertaljós,
drekkur rauðvín og borðar að sjálf-
sögðu pizzur. Slátrið er fátækra-
matur Islendinga, horror í augum
barna og valdur að vandræðalegum
augnablikum þegar útlendingar
spyrja með tilgerðarlegum kurteis-
issvip úr hverju það sé eiginlega bú-
ið til. Engir sláturstaðir eru til, enda
erfitt að ímynda sér fólk borðandi
slátur við kertaljós og rauðvín.
45 • Forsetabústaður Banda-
ríkjamanna, Hvíta húsið, er um-
kringt af hermönnum og lífvörð-
um. Á þakinu eru flugskeyti sem
eiga að skjóta niður allt kvikt sem
ógnar forsetanum. Á Bessastöðum
em engar varnir nema ráðskonan
sem rekur óviðkomandi í burtu
með þeirn orðum að forsetinn sé
upptekinn.
22 • MacCulay Culkin er
barnastjarna sem þiggur meiri
peninga. fyrir hverja mynd en Kvik-
myndasjóður hefur úthlutað í
kvikmyndagerð síðastliðin tvö ár.
Við eigum strákinn sem lék bæði
í Cheerios auglýsinguni og auglýs-
inguni fyrir Meistarakökur og þáði
í staðinn einhverja þúsundkalla.
27 • David Copperfield er
töframaður sem halar inn marga
milljarða á ári fýrir að láta tígrisdýr
hverfa, saga fólk í marga búta og
setja það saman aftur eða þá láta
fíla verða að músum.
Baldur Brjánsson er okkar fræg-
asti töframaður. Hann gat fundið
spil aftur úr spilastokk, sem fólk
hafði valið án þess að hann sæi.
Baldur græddi aldrei neina millj-
arða og hætti í töfrabransanum.
28 • I stórborgum heimsins
má finna stærðarinnar homma-
klúbba. Inni á þessum stöðum
ganga menn um allsberir eða þá í
leðurgalla með svipu í hendinni. Á
dansgólfinu er tryllt orgía þar sem
hundruðir manna dansa hverjir
aðra í kaf eða þá heim til sín.
Á íslandi þurfa hommarnir að
kúldrast fimm eða sex saman í litlu
gufubaði í Vesturbæjarlauginni og
einu tilburðirnir sem hægt er að
hafa uppi er að ræskja sig með stæl.
29.Á
toppi hins
300 metra Eif-
felturns er
rándýr veit-
ingastaður
þar sem einu
sinni var tek-
in upp James
Bond-mynd.
Við eigum
hina 70 metra
háu Hall-
grímskirkju.
Þegar upp er
komið er
maður yfir-
leitt drullu-
stressaður yfir
að lyftan bili
og maður komist ekki niður aftur.
Eða þá að bjöllurnar hringi og
maður verði með hellu í marga
daga. Einu myndirnar sem hefa
verið teknar uppi í Hallgrímskirkju
eru eftir skítblanka Þjóðverja sem
tíma ekki að kaupa sér póstkort. O
18
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994