Eintak

Tölublað

Eintak - 15.09.1994, Blaðsíða 9

Eintak - 15.09.1994, Blaðsíða 9
 ? * « 4 111/ ’ 1 V 1' § il i m Guðjóns þáttur Bjama- sonar „Þá hefur Guðjón Bjarnason, þáverandi framkvæmdastjóri Barnaverndarráðs Islands, sam- band við lögregluyfirvöld í Noregi og lýsir mér beinlínis sem hættu- legum glæpamanni,“ segir Grímur. „A hvaða forsendum veit ég ekki, því hann á að hafa skýrslurnar frá barnaverndarnefndum á Egilsstöð- um og Hafnarfirði undir höndum. Hann byggir hins vegar málflutn- ing sinn á orðrómi og það kemur orðrétt frá föður Birgittu um að ég sé hættulegur maður. Guðjón er ekki hæfari í starfi sínu en það að hann étur þetta bara upp. Ég hef aldrei hitt hann eða heyrt í honum en mér þætti mjög vænt um að geta talað við þennan mann. Og ég vona að hann geti útskýrt fyrir mér hvernig hann getur sett sig í eitt- hvað hásæti og haldið slíku frarn á meðan að augljóst er á gögnum barnaverndanefnda að það er eng- inn fótur fyrir þessum orðrómi.“ Grímur leggur fram afrit af bréfi Guðjóns máli sínu til staðfestingar. Þar kemur fram meðal annars: „Barnaverndarráð hefur þungar áhyggjur af börnum Gríms og Birg- ittu sem nú eru fimm talsins og tel- ur fulla ástæðu til að fylgst verði með fjölskyldunni og málefni hennar verði rannsökuð ítarlega með tilliti til þarfa og hagsmuna barnanna. Barnaverndarráð fer hér með þess á leit að lögregluyfirvöld í Lillehammer hafi upp á núverandi dvalarstað fjölskyldunnar og til- kynni viðeigandi barnaverndaryfír- völdum um hann svo unnt verði að leggja mat á aðstæður barnanna og hugsanlega grípa til viðeigandi ráð- stafana í framhaldi af því. Sam- kvæmt upplýsingum sem barna- verndaryfirvöldum hafa borist virðist móður barnanna vera um megn að gæta hagsmuna þeirra og ekki vera í stakk búin til að mæta þörfum þeirra. Faðir þykir ofbeld- issinnaður og beinlínis geta talist hættulegur. Báðir foreldrar þykja koma vel fyrir við fyrstu sýn. „Hvernig hann leyfir sér þetta, skil ég ekki,“ segir Grímur. „Þá er bréfið skrifað á íslensku en Birgir Guðsteinsson þýddi þetta fyrir lögregluna. Guðjón sendi það til Lillehamm- er af því að Birgir tengdafaðir minn býr þar. Af hverju sendi hann þetta ekki til Osló þar sem flugvélar frá fslandi lenda? Svarið er að þetta komi frá föður Birgittu og að best væri að senda þetta þangað. Þannig að hann gæti líka verið með putt- ana í þessu eins og öll þessi ár. Skömmu síðar var ég stoppaður af lögreglu þar sem ég var að keyra og var umsvifalaust settur í hand- járn og fluttur á lögreglustöð. Þar var mér haldið í 5 tíma á meðan bíllinn minn var gegnumlýstur því upplýsingar um að ég væri með skammbyssu höfðu komið frá Birgi. Ég hef aldrei átt skambyssu og kann ekki á svoleiðis verkfæri." I kjölfar handtökunnar segir Grímur barnaverndaryfirvöld í Noregi hafa fengið málið til um- fjöllunar. „Ég fæ síðan vinnu í janúar 1993 og eftir tvo tíma var mér sagt upp,“ segir Grímur. „Tengdafaðir minn hafði þá hringt og er með óhróður og læti. Mér skilst að einhver frá fé- lagsmálayfirvöldum á fslandi hafí verið með ásakanir á mig. Ég var því beðinn um að fara því ég væri með falska pappíra og allt væri í vit- leysu. í febrúar fæ ég aðra vinnu í öðru sveitarfélagi við ráðgjafarstörf í menntakerfinu. Við sögðum fólki Birgittu ekkert frá hvar ég var að vinna en ákváðum síðan að athuga hvort það borgaiði sig ekki að reyna að fyrirgefa þessu fólki. Við heim- sóttum þau í maí og þá verður mér á að segja hvar ég vinn. í lok maí var ég kallaður fyrir og sagt upp af því ég væri með falska pappíra og þeir væru mjög svekktir yfir að ég skyldi koma þarna á fölskum for- sendum. Ég reyndi að sanna mál mitt með því að koma með prófskírsteini mín en þegar svo var komið var bú- ið að ná í nefndina sem sá um stöðuveitinguna. Þetta eru allt sam- an nefndir nákvæmlega eins á Sauðárkróki.“ Gæsluvarðhald í Noregi Grímur heldur sögu sinni áfram. „LJm sunrarið búum við í litlum sumarbústað og ég vinn í eldhúsinu á veitingastað við að smyrja snittur og skúra og svona til að hafa eitt- hvað að gera,“ segir hann. „Ég vann fyrir mat og húsnæði. Meira feng- um við ekki. Þá kemur kæra til barnaverndar- nefndar því nú sé hægt að sanna að við geturn ekki séð fyrir okkur og þá er elsti strákurinn tekinn af okkur og farið með hann á barna- heimili en hin börnin skilin eftir. Ég hef ekki séð drenginn síðan. Þann 1. febrúar síðastliðinn segja barnaverndaryfirvöld í Noregi síð- an konu minni á fundi að nú verði hún að velja á milli mín eða barn- anna sinna nreð því að skilja við mig. Þau sögðust hafa áreiðanlega heimildir frá Guðjóni Bjarnasyni þess efnis að ásakanirnar á mig hefðu við rök að styðjast. Mér var kastað út af þessum fundi.“ Að sögn Gríms valdi Birgitta að vera með börnunum og höfðu þau leynilegt aðsetúr. „Mánuði síðar kemur hún mín til mín aftur' og um hvítasunnuna ræðst lögreglan inn á heimili okkar og ég er Séttur í járn, leiddur fyrir dómara og krafist 6 vikna gæslu- varðhalds yfir mér vegna meintra kynferðisafbrota gagnvart börnum mínum og hugsanlega annarra barna líka. Úrskurðurinn var byggður á sögusögnum og á meðan ég var í varðhaldinu voru börnin rannsökuð en þar kom ekkert fram sem benti til þess að þetta ætti við rök að styðjast. Mér var sleppt eftir þrjár vikur úr gæsluvarðhaldinu og ekki einu sinni beðinn afsökunar. Ég var orðin húsnæðislaus og alls- laus. Ég húkkaði mér far til Osló og spilaði á trompet fyrir smápeninga á götunum þar. Þannig safnaði ég fyrir fari hingað heim og fékk vinnu hér í sumar sem leiðsögumaður fyrir Japani. EINTAK hafði samband við lög- fræðinga Gríms í Noregi og sögðu þeir að ekkert benti til þess að hann hefði beitt börn kynferðislegu of- beldi. Hann hafi ekki hlotið neina dóma tengda slíku þar í landi og læknaskýrslur sem gerðar hafi verið þar bendi ekki til að neinar af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hendur honum eigi við rök að styðjast. Varðandi aðdraganda þess að hann missti starfið á Sauðárkróki segir Grímur: „Mér skilst að Guðjón Bjarnason hafi hringt í Fjölbrautarskólann á „Grímur kom mjög vel fýrii41 segir Björn Sigurbjörnsson skóla- meistari sem leysti Er það rétt að Guðjóti Bjarnason hafi hringt í Fjölbrautarskólann á Sauðárkróki og talað utn ákveðið atvik í sambandi við Grím Vilhelmsson setn cetlaði að fara að vinna fyrir ykkur, og síðan hafi það setn Guðjón sagði kvis- ast út utn bœitut? „Ég vil ekki tala um það á þessunr nótum, mér finnst það ekki rétt.“ En er það ekki dálítið stórt atriði að þetta Itaft kvisast svona út en ekki farið beint til þín? „Guðjón Bjarnason sem vinnur í félagsmálaráðuneytinu og sér um málaflokkinn sem snýr að börnum og unglingum hringdi. Hann hafði grun um það að Grímur væri kominn hingað til Sauðárkróks og það sem hann þekkti til Gríms var það að hann hefði kennt við framhaldsskóla eins og Menntaskólann á Egilstöðum. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að hann hringi í fjölbrautarskólann og ræði við Jón Hjartarson sem segir honum að Grímur sé ekki kenn- ari hjá honum heldur kenni hann við gagnfræðaskólann. Þá spyr Guðjón Jón að því hvort henn geti ekki náð í mig og mér skilst að honum hafi ver- ið sagt að svo sé. En svo kemur það í ljós að ég er ekki staddur á Sauðár- króki heldur á Siglufirði. Ég fæ hins vegar skilaboð þangað um að hafa samband við Jón Hjartar- son og konuna mína. Stuttu seinna hringir Guðjón til mín en ég vil ekk- ert tala um það sem gerðist meðan ég var ekki á Sauðárkróki. Síðan þegar ég kem á Krókinn byrjaði ég að vinna í þessu máli og það fyrsta sem mér datt í hug var að fá staðfestingu á því að Guðjón þessi vinni í ráðuneytinu því Grímur var búinn að segja mér frá því að hann hefði lent í erfiðu skilnaðarmáli og ég gat alveg eins búist við því að einhver óvinur hans hefði hringt til að bera út um hann lygar og óhróður. Ég fór svo og sannreyni sögur og þegar ég hafði unnið þetta mál í nokkra klukkutíma þá var ég ákveðinn i því að óska eftir því við Grím að hann tæki sér frí næsta dag sem var þriðjudagur. Eftir því sem leið lengur á daginn var ég ákveðinn í því að segja honum upp.“ Þúfékkst setn sagt einhver ný gögn í hendurnar? „Samkvænrt samningi sem ég gerði við manninn get ég sagt honum upp með þriggja mánaða fyrirvara eða eins mánaðar fyrirvara meðan reynslutíminn varir. Og í sjálfu sér hann frá störfum. hefði ég ekki þurft að gefa honum neinar skýringar af hverju ég segi honum upp. En ég var ákveðinn í að segja honum upp og það gerði ég í fullu samráði við skólanefndarfor- manninn. Þar sem við vorum búnir að heyra í mönnum sem báru honurn ekki gott orð. Síðan ber ég þetta und- ir fulltrúa í menntamálaráðuneytinu og þeir óska eftir því að ég fái skóla- nefndina til þess að óska eftir því við menntamálaráðuneytið að hann verði leystur frá störfum vegna gruns um saknæmt athæfi.“ Hverjir voru það fleiri en Guðjón Bjarnason sem báru Grími illa söguna? „Ég hafði samband bæði við Rann- sóknarlögreglu ríkisins og saksókn- araembættið. Einnig hafði ég sam- band við menntamálaráðuneytið og aðila á Egilstöðum sem höfðu kennt með honum við menntaskólann. Þær sögur sem þeir sögðu urðu til þess að þessi ákvörðun okkar var tekin." Samkvœmtþeitn gögnutn sem ég hef í höndum hefur Grítnur aldrei verið sakfelldur? „Þó menn séu ekki kærðir þá hafa þeir kynnst urmul af fólki og allir þeir sem ég hef talað við ber saman um að þetta sé ekki akkúrat sú týpa sem ætti að vera að kenna í grunnskóla. Og þó hann hafi sýnt mér hreint sakavott- orð liggur mál inni hjá saksóknara sem á að fara að birta honum. En ég viðurkenni það að ég hef ekkert í höndunum um að hann hafi verið kærður.“ En voru þetta ekki einketmilegar að- ferðir hjá Guðjóni að koma upplýsing- unutn um Grítn á framfæri með þess- um hœtti? „Nei það finnst mér ekki, hann vissi af Grími hér og tengir Grím við Fjölbrautarskólann því hann hafði verið að kenna við menntaskólann á Egilstöðum. Þannig að mér finnst ekkert óeðlilegt að hann hafi hringt í fjölbrautarskólann. En þetta kvisaðist útutn bœitm, ekki rétt? „Ég veit nú ekki hversu mikið, en allavega vissi Jón af þessu því hann og Guðjón töluðu sig saman um þetta. Skólanefndarformaðurinn vissi af þessu líka enda mjög eðlilegt því mál- ið var mjög alvarlegt." En kom Grítnur vel og eðlilega fyrir? „Hann kom mjög vel fyrir og ég kvarta ekki yfir framkomu hans af því sem ég kynntist af honum.“ © Sauðárkróki og talað við starfs- mann á kennarastofu og útskýrt fyrir honum að ég sé glæpamapur og með hæpin próf. Hann segir frá þessu á kennarastofunni og sagan kvisaðist þannig út. Ég var hins vegar að vinna í gagnfræðaskólan- um sem er í allt annarri byggingu.“ Heimilislaus og allslaus „Mér finnst einkennilegt að rnaður sem vinnur hjá félagsmála- ráðuneytinu og undir sömu launa- deild og ég skuli hringja í einhverja stofnun með þessa sögu í stað þess að hafa beint samband við launa- deildina eða starfsmannahald og finna út hvar ég væri á launaskrá. Gat Guðjón ekki verið sá maður að halda trúnaði oinbers starfs- manns og hringt í viðkomandi að- ila fyrst ég var svo rnikill glæpa- maður eins og hann taldi að þurfti að vara við? Á hvaða forsendum setur hann í gang einelti eina ferð- ina enn og hjálpar til við þetta ein- elti með þessum aðferðum? Hefði ekki verið einfaldara fyrir hann að tala við starfsmannastjóra mennta- málaráðuneytisins því hann vissi að ég var leiðbeinandi og ráðningar þeirra þurfa að fara í gegnum starfsmannastjórann? Eða þá að hringja í fræðsluskrifstofuna fyrir norðan sem er með gögnin líka? Hefði það ekki verið einfaldara fyr- ir hann? Hver er ástæðan fyrir því að hann er að senda kærur þótt það standi í öllum gögnum að ekkert athugavert sé við þessa íjölskyldu? Það er augljóst mál að þarna var um persónulega aðför að ræða.“ Grímur á í forræðismáli í Noregi út af börnurn sínum. „Niðurstaða forræðismálsins sem lauk nú í síðustu viku var sú að lögfræðingurinn minn spurði hvort ég væri ekki bara tilbúinn til að samþykkja að börnin okkar yrðu sett á fósturheimili saman," segir hann aðspurður um gang málsins. „Ég samþykkti það en síðan verður það mál kært áfram. Móðirin býr hjá foreldrum sínum í Noregi en hjónaband okkar er búið og það er kannski fyrir bestu. Mér líður djöfullega því það er búið að eyðileggja mannorð mitt fullkomlega. Ég stend uppi slyppur og snauður, rúinn mannorði mínu og er heimilislaus og allslaus." Fyrir utan annan skaða segist Grímur hafa misst yfir 40 störf vegna þeirra ásakana sem honum eru bornar á hendur. Þegar hann er spurður um hvort þær ásakanir sem komið hafi fram á hendur honum vegna skjalafals éigi við rök að styðjast, segist hann ekkert hafa að fela. Þetta gerðist þegar við bjuggum á Eyrarbakka og við vorum í miklurn greiðsluerfiðleikum. Ég skrifaði nöfn foreldra minna og systkina á framlengingarvíxla og skuldabréf. Það er skjalafalsið mitt. Ég fór meira að segja að fyrra bragði til Rannsóknarlögreglunnar til að láta vita hvað ég hefði gert. Ég vissi að ég gerði rangt þegar ég skrifaði upp á framlengingarvíxl- anna og þess vegna fór ég og talaði við RLR. Það mál kemur því ekki við að ég átti að fara að kenna raun- greinar við grunnskóla. Þetta eru hiutir sem ég er búinn að taka á mig og hef þegar viðurkennt og ástæðu- laust að stimpla mig að eilífu sem hættulegan glæpamann af þeim sökum.“ © FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 9

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.