Eintak - 15.09.1994, Qupperneq 31
Nýjar baráttu-
aðferðir
Skíðasam-
bandið í
Skíðasamband Islands hefur
ákveðið að halda úti sex manna æf-
ingabúðum skíðalandsliðsins í
borginn Schlaming í Austuríki
fram á næsta vor. Þar hefur sam-
bandið tekið íbúð_ á leigu fyrir
landsiiðsmennina. Asta S. Hall-
dórsdóttir verður áfram við nám í
sænska bænum Östersund og
sömuleiðis skíðagöngumaðurinn
Daníel Jakobsson, þannig að nú
ættu flestir okkar bestu skíðagarpa
að æfa við góðar aðstæður og þá
verður gaman að sjá hvort árangur
þeirra á alþjóðavettvangi batnar
ekki. 0
Stuðningsmenn
Alvöru
Valsmenn
Stofnaður hefur verið klúbbur
stuðningsnianna Knattspyrnufé-
lagsins Vals. Klúbburinn hefur
hlotið nafnið „Alvöru menn“ og er
markmið hans að styðja vel við
bakið á Valsmönnum í vetur og
hefur klúbbnum verið úthlutað
húsnæði fyrir starfsemi sína að
Hlíðarenda.
Klúbbfélagar fá ýmiss konar vild-
arkjör og margt verður gert til efl-
ingar starfseminni og héfur meðal
annars verið ákveðið að hægt sé að
kaupa aðgöngumiða á heimaleiki
félagsins á vægu verði. Ennfremur
munu félagsmenn hita upp fyrir
hvern leik í klúbbhúsinu, í hálfleik
og eftir leik með leikmönnum. Op-
ið hús verður mánaðarlega þar sem
leikmenn, þjálfari og stjórn hittast
ásamt félögum í stuðningsmanna-
klúbbnum.
Fyrsti fundur félagsins verður í
kvöld kl. 20 í félagsheimilinu og
verður hann notaður til að kynna
starfsemina og til að skrá nýja fé-
laga í klúbbinn.
Allar upplýsingar gefa Ómar í s.
77231/681944 og Guðmundur Rafn í
s. 615945/644112. 0
Badminton
Tryggvi
annar
Tryggvi Nielsen badminton-
kappi varð annar á alþjóðlegu ung-
lingamóti sem fram fór.í Svíþjóð
um síðustu helgi. Mótið, sem var
fyrir x8 ára og yngri, var fjölmennt
og voru keppendur hátt á sjöunda
tuginn. I' úrslitaleik tapaði Tryggvi
fyrir Dananum Sören Hansen
með einni lotu gegn tveimur. ©
Styrkleikalisti
FIFA
Topp tíu
Alþjóða knattspyrnusambandið,
FIFA, birti á þriðjudag nýjan lista
yfir þrjátíu sterkustu knattspyrnu-
þjóðir Evrópu. Við íslendingar er-
um ekki inni á þeim lista og enn á
eftir að reikna út stöðu okkar en í
júlí vorum við í sæti 42.
Brasilíumenn eru taldir vera með
sterkasta lið heims, enda heims-
meistarar og næstu lið eru þessi: 2.
I'talía, 3. Svíþjóð, 4. Þýskaland, 5.
Holland, 6. Spánn, 7. Rúmenía, 8.
Noregur, 9. Argentína, 10. Nígería.
Athygli vekur staða mótherja
okkar í undanriðli Evrópukeppn-
innar. Þriðja besta lið heims hefur
þegar unnið okkur, ellefta besta lið-
ið, Sviss, mætir okkur ytra í nóv-
ember og hin löndin tvö, Tyrkland
og Ungverjaland eru með sömu
stöðu og við, fyrir neðan topp þrjá-
tíu. ©
Slappir Skagamenn áttu ekkert í menn keisarans
Heppnir að sleppa
með Ijögur möric
Björn Ingi Hrafnsson skrifar
Það er ekki ofsögum sagt
að íslandsmeistarar Skaga-
manna hafi hitt fýrir ofjarla
sína á Laugardalsvellinum á
þriðjudagskvöldið. Þýska
liðið Kaiserslautern var
betra á öllum sviðum knatt-
spyrnunnar og þegar upp
var staðið máttu Skagamenn
teljast heppnir að fá „aðeins“
fjögur mörk á sig 1 leiknum.
Byrjun íslandsmeistar-
anna var þó með ágætum og
fyrstu tuttugu mínúturnar
náðu þeir nokkrum ágætum
sókhum og svo virtist sem
þýsku stórstjörnurnar hefðu
verið slegnar út af laginu. Þó
nýttust sóknirnar ekki og
fyrir það hefndist á endan-
um'. Áhugamenn hafa ekki
éfni á að nýta ekki færin sín
gegn topp-atvinnumönnum
og brátt tóku þýsku leik-
mennirnir öll völd á vellin-
um.
f fyrri hálfleik lék Ólafur
Þórðarson best allra á vell-
inum. Hann var sívinnandi
og ógnáúdi og barátta hans
skilaði miklu á upphafsmín-
útunum. Það var einkar
garnan að fylgjast með bar-
áttu hans við stórstjörnuna
Andreas Brehme og oft hallaði
meira á milljónamæringinn í þeirri
viðureign í fyrri hálfleiknum.
Eftir um hálftímaleik leit fyrsta
mark gestanna dagsins ljós. Þá
slapp Matthias Hamman einn inn
fyrir vörn Skagamanna og átti ekki í
vandræðum með að leggja boltann
framhjá Þórði Þórðarsyni í mark-
inu. Skömniu síðar urðu Skaga-
menn fyrir miklú áfalli þegar Sig-
ursteinn Gíslason, þeirra besti
maður í sumar, varð að fara meidd-
ur af leikvelii og eftir þetta var sem
meistararnir gæfust endanlega upp
og nokkrum mínútum síðar var
staðan orðin 0:2 eftir gott mark
Anders Dirk.
í seinni hálfleik varð einstefna
gestanna meiri ef eitthvað var og
mótsvör Skagamanna fá og afskap-
lega ómarkviss. Mikið var um vafa-
samar sendingar og mistök í vörn-
inni. Oftsinnis urðu marksúlur
Skagamönnum til bjargar en þó
ekki í tveimur færum Þjóðverjanna
til viðbótar og því endaði leikurinn
4:0 og hefði munurinn hæglega
getað orðið mun stærri.
Skagamenn hittu fyrir rniklu
Sigurður Jónsson
berst gegn ofurliði.
betra lið og raunar frá-
bært lið. Hvergi var veik-
an hlekk að finna og sér-
lega skemmtilegt var að
fylgjast með því hvernig
atvinnumennirnir réðu
hraða leiksins algjörlega
eftir eigin geðþótta.
Margir leikmenn Skaga-
manna áttu slæman dag
og kömust seint eða ekki
inn í leikinn. Má þar
nefna Sigurð Jónsson
sem oft var eins og úti á
þekju og einnig varnar-
mennina Ólaf Adolfs-
son og Zoran Miljkovic,
en þeir hafa þó þá löglegu
afsökun að hafa ekki
gengið heilir til skógar í
leiknum vegna meiðsla.
Helst bar á baráttujaxl-
inum Ólafi Þórðarsyni og
markverðinum efnilega,
Þórði. Aðrir voru ekki
svipur hjá sjón og vérður
síðari leikurinn ytra
áreiðanlega mjög erfiður.
Sé leikurinn borinn
saman við hinn gléesta
sigur Skagamanna gegh
Feyenoord í fyrra verður
að gera það með tveimur stórum
fyrjrvörum. Sá fyrri er sá að Kais-
erslautern er mun sterkara og jafn-
ara lið én það hollenska var og sá
seinni er að það sama gildir um ís-
landsmeistarana, munurinn á spili
þeirra nú og í fyrra er gífurlega
mikill og segir það kannski meira
en mörg orð um hversu döpur
deildin hefur verið í sumar. ©
Ummæli eftir leikinn
Voru einfaldlega miklu betri
Sigursteinn Gíslason
Hrikalegt
„Þetta var alveg
hrikalegt," sagði
Sigursteinn
Gíslason eftir
leikinn. „Við spil-
uðum vægast sagt
mjög illa ög þeir
aftur á móti mjög
vel. Þetta var bara
ekki okkar dagur í boltanum og það
verður bara að taka því, við getum
ekki alltaf átt toppleiki.
Við höfum ekki verið að spila
sannfærandi að undanförnu, hvað
sem því veldur. Leikurinn gegn
Blikum var lélegur af okkar hálfu
og sömuleiðis leikurinn gegn KR
þrátt fyrir að við höfum bætt okkur
í seinni hálfleik þá. Síðan var þessi
leikur lélegur og kannski er ástæð-
an sú að deildin er búin og pressan
vegna hennar að baki.“
Ólafur Þórðarson
Rosalega erfitt
Þetta var rosal-
ega erfiður leik-
ur,“ sagð Ólafur
Þórðarson, besti
leikmaður Skaga-
manna, eftir leik.
Við byrjuðum
reyndar ágætlega
og fyrri hálfleikur-
inn var nokkuð góður. En í seinni
hálfleik skitum við alveg á okkur.
Þeir voru rosalega fljótir í öllum
sóknaraðgerðum og framherjarnir
þeirra spiluðu frábærlega. Við réð-
um ekkert við þá og misstum al-
gjörlega dampinn. Það er svolítil
þreyta í okkur og sumarið er búið
að vera erfitt hjá okkur. En við
hefðum átt að geta gert betur en
þetta.“
Sigurður Jónsson
Þeir voru
bara mikið betri
„Þeir voru bara
einfaldlega mikið
betri en við,“
sagði Sigurður
Jónsson eftir
leik. „Við spiluð-
um aldrei sem ein
heild í leiknum og
vorum allan tím-
ann að elta þá úti á vellinum. Þeir
eru mjög hreyfanlegir og teknískir.
Það er ljóst að þetta verður mjög
erfiður útileikur.“
Friedel Rausch
Gáfust strax upp
Mér fannst byrjun Skagamanna í
leiknum rnjög kröftug,“ sagði Frie-
del Rausch, þjálfari Kaiserslaut-
ern, eftir leikinn. „Þeir gáfust hins
vegar upp eftir stuttan tíma og það
kom mér helst á óvart. En við spil-
uðum mjög vel og uppskárum eftir
því.
Við ætlum okkur stóra hluti í
Evrópukeppninni og spiluðum eft-
ir því og erum komnir áfram í
keppninni. Ég held að Skagamenn
eigi að geta gert mun betur en þetta
og meiðsli lykilmanna settu strik í
reikninginn. En munurinn á
áhuga- og atvinnumönnum kom
berlega í ljós og ég hlakka til úti-
leiksins."
Hörður Helgason
Áttum von
á erfiðum leik
„Við gerðum
allt of mörg mis-
tök í Ieiknum,“
sagði Hörður
Helgason, þjálfari
ÍA, eftir leikinn.
„Við töpuðum
boltanum á mikil-
vægum stöðum og
það má ekki gerast gegn svona liði.
Ég var ekki ánægður með leikinn
en við vorum auðvitað að spila á
móti mjög sterku liði sem varla var
raunhæft að ætla að vinna.“
Andreas Brehme
Létt fyrir okkur
„Þetta var frek-
ar létt fyrir okk-
ur,“ sagði Andreas
Brehme eftir leik-
inn. „Við gerðum
það sem til þurfti
og eftir slappa
byrjun small þetta
saman hjá okkur.
Við fengum færi til að gera mun
fleiri færi. Þetta var rninn fyrsti
leikur á íslandi og var reglulega
gaman að koma eftir að hafa heyrt
svo rnargt um landið.
Ég er reglulega ánægður með að
vera kominn aftur heim til Kaisers-
lautern eftir dvöl á Ítalíu og Spáni
og hér líður mér best. Mannskap-
urinn, þjálfarinn og áhorfendurnir
eru góðir og það er það sem máli
skiptir. Við stefnum á að vinna
Bundesliguna og Evrópukeppnina
og í sannleika sagt tel ég það mjög
raunhæft markmið." ©
IA
Kaiserslautern
0:4
Matthias Hamman (33),
Anders Dirk (43.),
Stefan Kuntz (50.),
Pavel Kuka (57.)
IA: Þórður Þórðarson - Zoran
Miljkovic, Ólafur Adolfsson
(Bjarki Þétursson 71.),
Sturlaugur Haraldsson,
Sigursteinn Gfslason
(Theodór Hervarsson 37.) -
Alexander Högnason, Haraldur Ing-
ólfsson, Sigurður Jónsson, Þálmi
Haraldsson, Ólafur Þórðarson - Mi-
hajlo Bibercic.
Kaiserslautem: Ehrmann
- Kadlec, Funkel, Ham-
man, Roos - Brehme,
Anders (Flock 75.), Heng-
en (Haber 75.) - Sforza, Kuntz.
Áminningar:
Sigurður og Sturlaugur, ÍA.
Maður leiksins:
Ciriaco Sforza.
1. deild
Staðan
ÍA 15 28:6 36
FH 15 18:13 27
ÍBK 15 28:19 22
Valur 15 20:22 22
KR 15 23:15 21
Fram 15 23:24 19
ÍBV 15 18:20 18
Þór 15 21:28 14
Stjarnan 15 15:30 11
UBK 15 15:33 11
Markahæstir:
Mihajlo Bibercic, ÍA: 11
Bjarni Sveinbjörnsson,Þór: 9
Ragnar Margeirsson, ÍBK: 9
Óli Þór Magnússon, ÍBK: 8
Sumarliði Ámason, ÍBV: 8
2. deild
Staðan
Grindavík16
Leiftur 16
Fylkir 16
Þróttur R.16
Víkingur 16
KA
Selfoss
HK
ÍR
16
16
16
16
ÞrótturN. 16
33:10
41:19
43:22
29:17
27:24
25:30
17:37
13:30
17:35
17:38
35
32
29
28
27
18
17
13
13
10
€ i IMJ7VK
fyrir þá sem gera
úlfalda úr
mýflugu
Láttu sannleikann V I M § < aldre' eyðileggja ^ ,yrírfrínfÓ‘‘ _ Ú 4" Michael Keaton JjfUþ Glenn Close ý Robert Duvall T H E
liÉppÍ, jM| Frumsýnd á fí ||é ÍÍfl P
A
P
.zr- • fFT: .-?r | L - E
R
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994
•port