Eintak - 15.09.1994, Side 13
Haítí
Alttklárl
til innrásar
Bandarískt herlið er í viðbragðs-
stöðu og í raun er aðeins beðið
skipunarinnar urn að leggja í hann
til Haítí. Bill Clinton Bandaríkja-
forseti hyggst ávarpa þjóð sína í
kvöld og „skýra stefnu sínan gagn-
vart Haítí“. Almennt er gert ráð
fyrir því að í ræðunni muni Clinton
gefa herforingjastjórn Raouls
Cédras á Haítí síðasta frest til þess
að fara frá völdum og af eyjunni, en
sá frestur verði afar skammur, jafn-
vel aðeins einn eða tveir sólarhring-
ar.
I raun má segja að herförin gegn
herforingjastjórninni sé þegar haf-
in, því undanfarna tvo daga hafa
bandarískar herflugvélar og þyrlur
flogið yfir Port-au-Prince, höfuð-
borg Haítí, og tvær aðrar borgir.
Fyrst í stað óttuðust íbúar Haítí að
innrásin væri hafin, en fljótlega
kom í ljós að úr flugvélunum komu
aðeins flugrit með áskorunum til
Haítíbúa að varpa af sér okinu og
fagna Jean- Bertrand Aristide
réttkjörnum forseta landsins þegar
hann snúi heim úr útlegð innan
skamms. Eigi að síður hefur flug-
umferðin haft sín áhrif, því óróa
mun vera farið að gæta í herliði
herforingjastjórnarinnar.
Herforingjastjórnin mótmælti
Suður-Afríka
Hreinsanir
íaðsigi
Hinir nýju valdhafar Suður-Afr-
íku hyggjast nú hreinsa til í þinginu
og losa sig við helstu tákn stjórnar
hvítra manna — styttur og málverk
af breskum nýlenduherrum, afrík-
önskum hershöfðingjum og hár-
kolluskrýddum stjórnmálamönn-
um. Þingið mun ákveða það í dag
til hvaða ráðstafana verður gripið,
en þar er Afríska þjóðarráðið
(ANC) í meirihluta.
Einu myndirnar af svertingjum í
hinu íro ára gamla þinghúsi í
Höfðaborg eru teikningar mann-
fræðinga af ónefndu fólki, sem að-
eins er merkt „Xhosa-stúlka“ eða
„Zúlú-maður“.
Fulltrúar Þjóðarflokksins, sem
áður var við völd, segja þessar ráð-
stafanir hafa keim miðalda, þegar
valdamenn lýstu yfir stríði gegn er-
lendum óvinum til þess að draga
athyglina frá innanríkisvanda.
Þingmaðurinn Marthinus van
Schalkwyk segir: „Þrátt fyrir að
hluti suður-afrískrar sögu orki tví-
mælis - - þá er hann samt sem áður
hluti sögunnar og honum verður
ekki eytt með því að fjarlægja
minnismerki og listaverk." ©
Danmörk
Verkfalli
flugvirlqa
SASIokið
Flugvirkjar SAS í Kaupmanna-
höfh sneru aftur til vinnu í gær-
kvöld eftir fjögurra daga skæru-
verkfall, sem lamaði nær allt flug
innan Danmerkur og truflaði milli-
landaflug nokkuð. Flugvirkjarnir
lögðu niður vinnu vegna nýs vakta-
fyrirkomulags, sem þeir sögðu að
myndi lengja vinnutíma sinn um
160 stundir á ári án þess að kaup
kæmi fyrir. Kjaradómur skikkaði
flugvirkjana til vinnu og sektaði
verkalýðsfélag þeirra og fyrirskip-
aði samningaviðræður þeirra og
flugfélagsins. ©
Raoul Cédras
Verður vafalaust kominn á
Ríveruna innan nokkurra daga.
reyndar fluginu, en Bandaríkja-
stjórn svaraði fullum hálsi og
kvaðst hafa fengið leyfi fyrir fluginu
hjá löglegum yfirvöldum Haítí. Sál-
fræðihernaðurinn er hafinn á fleiri
sviðum og þannig er útvarpað
áróðri gegn herforingjastjórninni á
nokkrum bylgjulengdum og send-
ingunum beint til Haítí.
Miklu herliði hefúr þegar verið
stefnt til Karíbahafs. Flugmóður-
skipið Eisenhower lagði úr höfn í
Norfolk í gær, en innanborðs eru
50 árásar- og liðsflutningaþyrlur og
um 2.000 manna herlið auk sér-
sveita, sem talið er að muni fara
fyrir eiginlegri innrás. Um 30 skip
önnur eru á leið til Haítí og alls
munu um 20.000 hermenn vera til
reiðu fyrir innrásina, auk um 2.000
manna liðs frá ríkjum á Karíbahafi.
Gert er ráð fýrir því að við inn-
rásina verði einkum beitt sérsveit-
um, landgönguliði og þyrlusveit-
um. Her Haítí er mjög illa búinn og
á nær ekkert af þungavopnum eða
vígvélum af stærri gerðinni, þannig
að hann verður sennilegast gerður
stjórnlaus með skemmdarverkum
fremur en loftárásum eins og gert
var í Panama á sínum tíma. Banda-
ríkjaher mun hafa verið sett það
markmið að halda mannfalli í liði
beggja í algeru lágmarki.
A Bandaríkjaþingi gætir hins
vegar æ meiri efasemda um afskipti
Bandaríkjastjórnar af málinu.
Repúblikanar reyndu að taka málið
til atkvæðagreiðslu í gær, en demó-
kratar kæfðu það í fæðingu. Bob
Dole oddviti repúblikana sagði:
„Það er ekki einn Bandaríkjamaður
í hættu á Haíti og engir sérstakir
þjóðarhagsmunir í hættu.“ ©
Að líkindum munu jafnaðarmenn reynast sigurvegarar kosninganna í
Svíþjóð, en vandi þeirra verður mikill. Efnahagur Svía er loks að rétta úr
kútnum og má ekki við hefðbundnum úrræðum jafnaðarmanna. Þó svo
að Carl Bildt sé sennilegast á leiðinni úr valdastóli mun stefna hans lifa.
Borgarasljóm Biktl
senn ur sogunni
Ef marka má skoðanakannanir þess að hann fái ekki hreinan
mun samsteypustjórn miðju- og
vinstrimanna halda velli í Dan-
mörku þegar gengið verður þar til
kosningar næsta miðvikudag, þó
svo hún tapi sennilegast hreinum
meirihluta sínum. Þremur dögum
áður ganga Svíar að kjörborðinu
og þá mun stjórn borgaraflokk-
anna líldega falla fyrir vinstrimeiri-
hluta. í Finnlandi gera vinstri- og
miðjumenn ráð fyrir að ná völdum
á næsta ári og Gro Harlem
Brundtland þarf ekki að hafa
áhyggjur af kosningum næstu þrjú
árin.
Þrátt fyrir að menn telji sig geta
kortlagt hið pólitíska landslag
býsna vel fram í tímann væri synd
að segja að allt sé í sóma. Hvar-
vetna á Norðurlöndum er fólk að
gera sér grein fýrir því að meira
þurfi að gera til þess að skera niður
kostnað til velferðarríkisins, sem
er að sliga Norðurlöndin öll. Samt
sem áður eru ekki nógu margir,
sem eru tilbúnir til þess að bera
þyngri byrðar, og þess vegna njóta
þeir flokkar áfram vinsælda, sem
minnst vilja aðhafast. Þetta er
sennilegast helsta skýringin á vel-
gengni vinstriflokkanna á Norður-
löndum, en jafnvel þeir geta ekki
lagt í kosningabaráttu með „brauð
og leika“ að slagorði eins og áður
fyrr. Þessi geðklofi kjósenda er
hvergi skýrari en í Svíþjóð.
Slagorðaleysið getur líka sagt til
sín. Ingvar Carlson, leiðtogi
sænskra jafnaðarmanna, hefur
sennilegast verið of rólegur í kosn-
ingabaráttunni, því allt bendir til
meirihluta eins og jafnaðarmenn
fengu með reglubundnum fresti
um áratugaskeið. Carlson þarf því
að líkindum að semja við Vinstri-
flokkinn (gamli Kommúnista-
flokkurinn) og Græningja, en þeir
eru báðir erfiðir viðfangs, hvort
heldur er í samningum eða sam-
starfi. Hann hefur þó annan
möguleika, sem er að semja við
Bengt Westerberg, leiðtoga
Frjálslynda flokksins, sem er nú í
samststeypustjórn íhaldsmannsins
Carls Bildts.
Hvað sem því líður mun Carl-
son þurfa að takast á við erfiðar
staðreyndir ef hann verður forsæt-
isráðherra á ný. Fjárlagahallinn
nam 13 prósentum af þjóðarfram-
leiðslu á síðasta ári og þó hann fari
minnkandi er talið að hann verði
um 11 prósent á þessu ári. Heildar-
skuldir ríkisins nema um 92 pró-
sentum af þjóðarframleiðslu, sem
eru einar hinar mestu í Evrópu. Til
þess að gera illt verra er atvinnu-
leysi um 13-14 prósent.
Síðustu þrjú ár hafa verið erfið
fyrir Carl Bildt. Hann tók við efna-
hagslífi í þenslu rétt áður en bólan
sprakk og allt fór til andskotans.
Bankar landsins lentu í mestu erf-
iðleikum frá því á þriðja áratugn-
um, atvinnuleysi fór af stað, ríkis-
sjóðshalli jókst stjórnlaust og
gengið snarféll þrátt fyrir 500 pró-
senta vaxtahækkun.
Þrátt fyrir það hefúr Bildt verið
að bæta stjórn landsins. Hann hef-
ur dregið verulega úr fjármagns-
sköttum, velferðargjöfum og hús-
næðisniðurgreiðslum, aflétt ýms-
um atvinnuhömlum, einkavætt
ríkisfyrirtæki og komið í gegn
fyrstu framleiðniaukningu í ríkis-
geiranum í heilan mannsaldur.
Allt þetta mun styrkja efnahag Svía
til langframa. Á hinn bóginn eru
kjósendur ekki þolinmóðir. Bildt
reynir að sannfæra þá um að
teiknin séu góð; útflutningur hefúr
stóraukist, iðnframleiðsla eykst
hröðum skrefum og dregið hefur
úr atvinnuleysi. Þessi bati kemur
hins vegar sennilegast of seint til
þess að bjarga Bildt.
Að þessu sinni tala jafnaðar-
menn reyndar óvenju varlega og
hafa gefið til kynna að sultarólin
verði ekki linuð mikið komist þeir
til valda. Carlson hefur ekki heitið
því að auka aftur við velferðarkerf-
ið, en atvinnuleysisbætur eru nú til
Bildt
Missir völdin íkjölfar
efnahagsbata.
dæmis 80 prósent af fyrri launum í
stað 90 prósent áður. Jafnaðar-
menn óttast að þessi tala þurfi að
vera jafnvel enn lægri og þeir hafa
ennfremur sagt að von sé á veru-
legum skattahækkunum, en Bildt
vonast til þess að það eitt dugi
honum til þess að kjósendur styðji
hann á nýjan leik. Sú von kann að
vera á misskilningi byggð. 66 pró-
sent kjósenda þiggja nefnilega laun
sín frá ríkinu hvort sem það eru
opinberir starfsmenn, ellilífeyris
þegar eða velferðargreifar. 1 Sví
þjóð er engan veginn gefið að
flokkar, sem lofa lágum sköttum
séu vinsælir - þvert á móti. ©
\Pípt á kynlífið
Karlmenn á Taiwan eru að gera
I konur sínar vitlausar með því að
I skilja símboða sína og farsíma eftir
I í gangi þegar þeir njóta ásta. í frétt
China Times Express kemur ffarn
að æ fleiri konur leiti kynferðisráð-
I gjafar vegna þeirrar truflunar sem
I samskiptabyltingin hefur valdið á
| samskiptum kynjanna. Um leið og
I síminn fer af stað hætta karlmenn-
irnir í miðjum klíðum eða ljúka sér
laf í snatri. „Karlarnir verða vita-
I skuld fyrir jafnmikilli truflun, en
þetta veldur konunum meira hug-
I arangri og ef þetta stendur lengi
getur ástandið valdið kynkulda
[kvenna,“ var haft eftir Yeh Kao-
| fang, lækni við Chang Gung minn-
] ingarsjúkrahúsið. ©
17>ylltir transarar
Klæðskiptingar á Fílabeins-
j ströndinni ruddust inn á ritstjórn-
| arskrifstofur Ivoir'Soir í hofuðborg-
j inni Abidjan til þess að koma á
| framfæri mótmælum sínum við rit-
| stjórann. Að sögn blaðsins tókst að
1 róa transarana eftir tveggja tíma
| langt rifrildi við Barböru, Bibic-
| he, Tatíönu, prinsssuna og vini
[þeirra, sem voru klæddir eins og
j tískudrottningum sæmir. Klæð-
| skiptingarnir voru að mótmæla
nærveru blaðamanns og ljósmynd-
jara í einkasamkvæmi þar sem
] rjóminn af klæðskiptingum á Fíla-
I beinsströndinni kom saman. ©
I Einn Maó á mann
Á meðan valdatíma Maós for-
j manns í Kína stóð, bar lítillega á
persónudýrkun hans. Að sögn dag-
blaðsins Guizhou vour alls fram-
leiddir 4,8 milljarðar barmmerkja
með mynd af foringjanum, en íbú-
ar jarðar voru ekki einu sinni svo
margir á þeim tíma. Álið, sem not-
að var í barmmerkin, hefði dugað
til þess að smíða 39.600 MiG-orr-
ustuþotur og ef merkjunum hefði
| verið raðað upp hlið við hlið hefðu
] þau náð sex sinnum umhverfis
| jörðu. ©
j Sigur hamborg-
I arahyggjunnar
Nígeríumenn þurfa að vinna í
| ellefú stundir til þess að geta keypt
| sér hamborgara og franskar, en í
| Chicago þurfa menn að vinna í 14
j mínútur á milli slíkra mála. Union
Bank í Sviss gekkst fýrir könnun til
| þess að bera saman laun og kaup-
mátt víða um veröld, eins og
greindi að framan eru bestu kjörin í
j Chicago og þu lökustu í Lagos. 1
j Bandaríkjunum þ'urfa menn að
| vinna í 19 mínútur að meðaltali til
| þess að kaupa sér BigMac og stóran
| skammt af frönskum. Aftur á móti
jvar á það bent að víða í þriðja
] heiminum, svo sem í Naíróbí í Ke-
| nýa, Caracas í Venezúela og Lagos í
[ Nígeríu, væri hamborgarinn lúxus-
jvara. Á íslandi kostar BigMac og
jstór skammtur af frönskum 560
jkrónur, þannig að Islendingar
| þurfa að meðaltali að vinna í um 67
j mínútur fyrir borgaranum sín-
um. ©
I Knúsið krakkana
Breskur bamasérffæðingur mæl-
j ir með því við foreldra að faðma
| börn sín eins og kostur er, þar sem
| það örvi vöxt þeirra. Að sögn pró-
j fessorsins Charles Brooks fram-
[leiða afskipt börn minna vaxtar-
| hormón en hin, sem búa við ástríki.
„Sé ekki hlúð nægilega að börnum,
| virðist hæfni þeirra til ffamleiðslu á
] réttum hormónum til þess að vaxa
| eðlilega, skerðast,“ sagði Brooks á
j ráðstefnu á þriðjudag. ©
\Listaverk hverfur
Kínverski listamaðurinn Jian Ju
| Xi er með sýningu í Lundúnum um
] þessar mundir og snýst aðalverkið
j um efnishyggju. Það er gert úr pen-
ingaseðlum, sem raðað er á gólf
| sýningarsalarins af mikilli kost-
j gæfni. Það hefúr hins vegar valdið
jvandræðum að fingralangir list-
j unnendur hafa hirt um 100 sterl-
J ingspund af listaverkinu, en það er
Ijafnvirði um 10.000 íslenskra
| króna. Listamaðurinn er búinn að
fá sér öryggisvarðarbúning og
hyggst hafa auga með þeim 1.100
pundum sem eftir eru. ©
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994
13