Vikublaðið - 19.11.1992, Page 9
Fimmtudagur 19. nóvember 1992
VIKUBLAÐIÐ
9
ÞINGMÁL
Jöfhunarsjóður
annar ríkSssjóður!!!
„Ég gagnrýni efnistök sveitarfélaganefndar en tel engu að síður nauð-
synlegt að endurskipuleggja stjórnsýsluna og þar með skipan landsins í
sveitarfélög,“ segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður í viðtali, en
athygli hefur vakið að hann skilað séráliti, er nefndin lét frá sér fara
áfangaskýrslu í lok síðasta mánaðar.
Kristinn telur að höfð séu enda-
skipti á hlutunum hjá nefndinni.
Áður en farið sé að endurskipu-
leggja mörk sveitarfélaga þurfi að
gera grein fyrir markmiðum
stjórnsýslunnar í heild, ekki aðeins
stjórnsýslu sveitarfélaga heldur
einnig rikisins. Nauðsynlegt sé að
endurskipuleggja stjórnsýsluna alla
vegna þess að verkaskipting innan
hennar sé óskýr og samhæfing lílil
ntilli stofnana. Áfram sé því hætta á
að verkefni blandist og skarist
þannig að um tvíverknað og skrif-
finnsku verði að ræða. Fram-
kvæmdavaldið, hvort heldur sé hjá
ríki eða sveitarfélögum, einkennist
af samþjöppun valds til fámenns
hóps manna. Nauðsynlegt sé að
setja löggjöf um upplýsingaskyldu
stjórnvalda og ennfremur sérstök
stjórnsýslulög, þar sem m.a. verði
gert ráð fyrir stjórnsýsludómstól.
í séráliti sínu segir Kristinn að
þar sem markmiðin með samein-
ingu sveitarfélaga séu óljós verði
niðurstaðan í skýrslu sveitarfélaga-
nefndar mótsagnakennd. Annars
vegar sé ætlunin að efla sveitarfé-
lögin og gera þau hæfari til að ráða
við verkefni sín og hins vegar sé
niðurstaðan að þörf verði á stórauk-
inni jöfnun tekna milli þeirra í
gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
í reynd verði Jöfnunarsjóður annar
ríkissjóður.
Kristinn segir ýmsar tillögur í
skýrslunni gagnlegar til umræðu
unt skipan stjórnsýslunnar og til-
lögugerð sem miðar að því að við-
halda samfelldri byggð í landinu.
„Tvennt er rétt að undirstrika: Ég tel
að menntakerfið eigi að vera á
höndum ríkisins, þar með talinn
grunnskólinn, og að kosningafyrir-
komulag við sameiningu sveitarfé-
laga eigi að grundvallast á rétti
hvers sveitarfélags, sem er yfir
mörkum um lágmarksíbúafjölda, til
að ráða sinni framtíð."
Hér er átt við að heildarniður-
staða í atkvæðagreiðslum misstórra
sveitarfélaga á tilteknu svæði geti
ekki ráðið úrslitum heldur niður-
staðan í hverju sveitarfélagi fyrir
sig.
Þá telur Kristinn að fulltrúaráðs-
fundur Sambands sveitarfélaga sé
of fámennur vettvangur sveitar-
stjómarmanna til þess að endur-
spegla vilja sveitarstjórna landsins,
en á honum hefur sveitarfélaga-
nefnd byggt störf sín. Þá bendir
hann á að fyrir Alþingi liggi stjóm-
arfrumvörp um Framkvæmdasjóð
aldraðra og ný hafnalög sem séu
hornrétt á hugmyndir sveitarfélaga-
nefndar.
„Það er eins og nefndin sé keyrð
áfram af einhverju fyrirfram
ákveðnu tímaplani einstakra ráð-
herra um ákvarðanir í janúar og gef-
ist ekki tími til þess að ígrunda
verkefni sitt sem skyldi." Hvorki
Alþýðubandalagið sem Ilokkur né
þingflokkur þess hafa mótað af-
stöðu til tillagna sveitarfélaga-
nefndar.
Kristinn H.
Gunnarsson:
Markmiðin eru
óljós og þess
vegna verður
niðurstaðan
mótsagna-
kennd.
Kristinn telur að höfð séu enda-
skipti á hlutiimim hjá nefitd-
iiini. Aður enfarið sé að endur-
skipuleggja mörk sveitarfélaga
þurfi aö gera grein fyrir mark-
miðum stjórnsýslunnar í heild,
ekki aðeins stjórnsýslu sveitar-
félaga heldur einnig ríkisins.
Mand sker sig úr
Efnahagsmálaráðuneyti?
Viðfangsefni hreyfingarinnar hafa
líka breyst. Til hennar em gerðar
auknar kröfur á sviði starfsmenntun-
ar. Það má reyndar segja það í heild
um viðfangsefni verkalýðshreyfing-
arinnar að komi félagsmenn ekki til
hreyfingarinnar þá verði hún að
koma til þeirra með einhverju móti.
- Grípur ekki verkalýðshreyf-
ingin inn í þjóðarpólitíkina á allt
annan hátt en hún gerði áður fyrr?
- Jú, drottinn minn dýri! Það má
kannski segja að árið 1990 hafi verið
framið valdarán. Þessir svokölluðu
aðilar vinnumarkaðarins tóku völdin
af ríkisstjórn og settu upp ákveðna
efnahagsáætlun. Margir vilja að eitt-
hvað svipað gerist núna.
Auðvitað eru þessar breytingar til
komnar vegna þess að hækkanir á
grunnkaupi hafa ekki dugað vel til að
tryggja kaupmátt og því hefur orðið
að grípa til annarra aðferða. Tilgang-
urinn hlýtur að vera sá að menn fái
eitthvað fyrir þessar krónur sem þeir
fá í launaumslagið. Það hefur orðið
til þess að menn hafa farið að hugsa
um hve margt annað en upphæðin í
launaumslaginu hefur áhrif á kjör.
Fólk er með skuldir og borgar vexti,
verðlagið skiptir mjög miklu máli - í
stuttu máli sagt allt umhverfi manna
mótar kjör þeirra.
Þetta veldur því að hreyfingin
verður að hafa áhrif á efnahagseftir-
lit á hverjum tíma
Hlutverk verkalýðshreyfingar-
innar
Ég er þó alls ekki þeirrar skoðunar
að það sé hlutverk verkalýðshreyf-
ingarinnar að stjórna efnahagsmál-
um á íslandi. Hreyfingin má alls
ekki láta gera sig að eina ábyrga að-
ilanum í þjóðfélaginu. Nú bíður rík-
isstjórnin og segir: Við erum að bíða
eftir tillögum frá aðilum vinnumark-
aðarins. Þetta segja þeir sem voru
kosnir til að stjórna landinu. Svo er
engin samstaða í röðum atvinnurek-
enda. Þeir geta ekki komið með
neinar tillögur. Á þá verkalýðshreyf-
ingin ein að koma með tillögur í
efnahagsmálum? Á hreyfingin að
koma með tillögur urn að skerða kjör
eigin félagsmanna?
Við þær aðstæður er hlutverk
verkalýðshreyfingarinnar að verja
sfna félagsmenn og reyna að beita
áhrifum sínum í þá átt að kjaraskerð-
ing komi sem sanngjarnast niður -
þ.e. lendi fyrst og fremst á betur
stæðu hópunum í samfélaginu.
Margir telja að kjaraskerðing sé
að ganga yfir þessa þjóð og það er
óhjákvæmilegt ef tekjur hennar í
heild eru að ntinnka. Það er ekki
hlutverk verkalýðshreyfingarinnar
að stjórna framkvæmdum á slíkri
kjaraskerðingu. Efnahagsaðgerðir
eru viðfangsefni ríkisstjórnar. Verka-
lýðshreyfingin hefur ekki forsendur
til að vera gerandinn í því máli. Hún
hefur ekki umboð til þess og ekki
þau tæki sem þarf til að fylgja því
eftir. Verkalýðshreyfingin getur ekki
sett lög. Ef hún á að gera efnahags-
ráðstafanir verður hún að fá löggjaf-
arvald.
- Yrði þingið þá ekki lagt niður
í sparnaðarskyni?
- Það væri sjálfgefið. En í alvöru
talað held ég að það sé hættuleg þró-
un ef verkalýðshreyfingin er að
verða sá aðili í þjóðfélaginu sem allt-
af tekur á sig alla ábyrgð.
Þetta lið sem vill að verkalýðs-
hreyfingin sé svona ábyrg skammtar
sér meira og minna allt sjálft. Taktu
til dæmis bankana. Ekki veit ég
hversu oft er búið að reyna að semja
um að lækka vexti í þessu landi. Rík-
ið tekur líka alltaf það sem það telur
sig þurl'a og sker niður það sem það
vill skera. Þá er ekki verið að tala um
samráð. Þá hugsar hver um sig og
það verður verkalýðshreyfingin að
gera líka. Hún á að hugsa um sig og
sína félagsmenn en ekki vera örygg-
isventill á samfélaginu.
Kristján Jóhann Jónsson
I samanburði við önnur norræn
ríki er hlutdcild sveitarfélaga í
samneyslu á Islandi mun lægri, en
hlutdeild ríkisins hærri. Á Islandi
sinnir ríkið ýmsum fjárfrekum
verkefnum sem sveitarfélög ann-
ast annarsstaðar á Norðurlöndum
vegna þess hve öflug þau eru.
Þetla kemur fram í áfangaskýrslu
sveitarfélaganefndar og segir m. a.
að það sé eðlilegt að ríkisvaldið ann-
ist fleiri verkefni á Islandi en gerisl í
grannlöndunum vegna þess hve
sveitarfélög hér á landi séu fámenn.
Einnig valdi fámennið í landinu því
að nálægð ríkisins við íbúana sé
meiri en annarsstaðar á Norðurlönd-
um.
Samanburður á verkefnum sveit-
arfélaga á Norðurlöndum leiðir í ljós
að þau eru mjög svipuð ef ísland er
undanskilið.
Grunnskólar eru alls staðar verk-
efni sveitarfélaga en á íslandi greiðir
ríkið Iaun en sveitarfélögin sjá um
rekstur skólanna.
Heilsugæsla er verkefni ríkisins á
íslandi en sveitarfélaga í Noregi og
Danmörku, léna í Svíþjóð en í Finn-
landi er heilsugæsla verkefni
byggðasamlaga.
Löggæsla er hvergi verkefni sveit-
arfélaga en fyrirkomulag hafnamála
virðist vera með mismunandi hætti.
Framhaldsskólar og sjúkrahús eru
verkefni fylkja í Noregi, amta í Dan-
mörku, léna í Svíþjóð (ekki allir
framhaldsskólar) og byggðasamlaga
í Finnlandi (ekki allir). Hér á landi
sér ríkið um þessa þætti.
Þjónusta við fatlaða er almennt
verkefni sveitarfélaga en stofnanir
fyrir fatlaða eru oft reknar af milli-
stjómsýslustigum. Hér á landi rekur
ríkið ýmsar stofnanir fatlaðra en
sveitarfélögin annast ýmsa þjónustu
við þá.