Vikublaðið - 19.11.1992, Page 16

Vikublaðið - 19.11.1992, Page 16
VIKUBUKÐIÐ Óheft sókn á / Islandsmið Steingrímur Hermannsson, Kristín Astgeirsdóttir og Svavar Gestsson töldu vaxtalœkkun fœra leið. Fyrsti sameiginlegi og opinberi ftmdur stjómar- andstöðuflokkanna Efasemdir um friðunargildi kvótakerfisins vegna lélegra aflabragða Afli á úthaldsdag 20% minni og stóraukinn kostnaður á hvert kíló. Samstaða um aðalatriðin Vikublaðið hefur það eftir áreiðanlegum heimildum að í röð- um útgerðarmanna gæti nú sívax- andi efasemda um að kvótakerfið sé það verndartæki fyrir botnfisk- tegundir sem því er ætlað að vera. Til viðbótar fyrri efasemdum, svo sem vegna þess hve miklu hefur verið hent, tilfærslu á veiðiheim- ildum fra bátum til togara og auk- inni sókn í smáfisk, komi nú sú staðreynd að þegar aflabrögð séu léleg valdi kvótakerfið því að sótt sé af sífellt meiri þunga. Þær fullyrðingar heyrast að það hefði sáralitlu breytt, hvað sóknar- þunga togaraflotans snertir, þótt alls enginn kvóti hefði verið við lýði frá og með hausti 1991. Aflabrögð hafi einfaldlega verið það léleg, sérstak- lega af þorski, að flotinn hafi verið keyrður á fullu og reyndar ekki dug- að til. Möguleikar útgerðaraðila til að færa veiðiheimildir (geyma) milli ára voru mjög víða fullnýttir við síð- ustu kvótaáramót sl. haust og þá hafi kvótinn einfaldlega hætt að skipta máli. Fyrirtæki sem bæði reka útgerð og fiskvinnslu eru mikið til hætt að reyna að beina sókninni í ákveðnar tegundir heldur er farið út með því hugarfari að ná í einhvern afla, og svo er kvóta skipt eftir þörfum. Reyndur útgerðarmaður sagði við tíðindamann Vikublaðsins að hann sæi ekki annað en að sóknarmynstrið væri að færast í svipað horf og það var fyrir daga kvótakerfisins. Algert áhugaleysi á veiðiheimild- um Hagræðingarsjóðs ber þessu ástandi einnig vitni þó að fleira komi reyndar til. Við þessar aðstæður kernur mun- urinn á aflamarkskerfinu og öðrum friðunarráðstöfunum skýrt í ljós. Aflamarkið getur valdið því (þegar til er í landinu floti nteð gífurlega af- kastagetu) að sóknin vex og vex með minnkandi afla. Sóknartakmarkanir eða svæðis- og/eða veiðarfærabundn- ar friðunaraðgerðir eiga það hins vegar yfírleitt sammerkt að í þeim felst a.m.k. einhver hlutfallsleg frið- un, jafnt fyrir stóran sem lítinn stofn, við góð jafnt sem léleg skilyrði. Afleiðing lélegri aflabragða og um leið viss sönnun þess að kvóta- kerfið er lítil verndaraðgerð, a.m.k. á hefðbundinni veiðislóð togara þessa mánuðina, er svo stóraukinn kostn- aður við útgerðina. Samkvæmt upplýsingum frá tog- araútgerðum fyrir norðan er afli á út- haldsdag nálægt 20% minni sl. ár heldur en í góðum árum þar á undan. Tilkostnaður við veiðarnar minnkar aftur á móti lítið, svo útkoman verð- ur stóraukinn kostnaður á hvert kíló. Á fjölmcnnum fundi scm Al- þýðubandalagið í Reykjavík efndi til á Hótel Lind sl. þriðjudags- kvöld kom fram samstaða um öll meginatriði efnahagsmála í máli fulltrúa núverandi stjórnarand- stöðuflokka. Það var enda mat þeirra að létt verk yrði að mynda ríkisstjórn Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Kvennalista ef flokkarnir hlytu tilskilinn stuðning. Þetta var fyrsti opinberi og al- menni fundurinn sem fulltrúar stjómarandstöðuflokkanna hafa efnt til sameiginlega á kjörtímabilinu. í máli Kristínar Ástgeirsdóttur, Kvennalista, Steingríms Hermanns- sonar, Framsóknarflokki, og Svavars Gestssonar, Alþýðubandalagi, var áhersla lögð á 2-3 % vaxtalækkun og skyldu stjórnvalda til þess að beita sér af fullum þrótti í slíkri viðleitni. Kristín og Steingrímur tóku sérstak- lega undir þau orð Svavars að sem upphafsaðgerð þyrfti að afnema fjár- magnsvísitölur því að lánskjaravísi- talan hefði tilhneigingu til þess að frysta ástandið. Það var mat frummælendanna þriggja að stjórnarmyndun flokka þeirra væri annarrar handar verk, þegar og ef þeir fengju aðstöðu og meirihluta til. Samstaða væri um öll meginatriði efnahagsstefnu og þess- vegna væri stjórnarmyndun létt verk. Það vakti sérstaka athygli að Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins, sagði að samningurinn unt Evrópska efna- hagssvæðið stangaðist tvímælalaust á við stjórnarskrá íslenska lýðveldis- ins. Askriftarsmii Vikublaðsins er 17 500 Vikublaðið þakkar þeim u.þ.b. eitt þúsund einstaklingum og fjölskyldum sem gerst hafa áskrifendur að blaðinu á þann veg að greiða þrjá mánuði fyrirfram. Þessir þúsundmenningar hafa látið Vikublaðinu í té nesti og nýja skó og sýnt útgáfunni kærkomið trúnaðartraust. Vikublaðið er einnig sent fyrrverandi áskrifendum Þjóð- viljans í trausti þess að í þeim hópi séu fjölmargir sem gerast vilja fastir áskrifendur að nýja blaðinu. Þeir eru vinsamlega beðnir að hafa samband í áskriftarsíma sem er 91 - 17 500 og láta vita hvort þeir vilja fá Vikublaðið sent áfram. s Askriftargjald er kr. 1000 á mánuði en þeir sem greiða með Visa eða Eurocard fá 10% afslátt. Vikublaðið hefur hafið göngu sína. Siáist með í förina.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.