Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 16.JÚLÍ 1993
9
Merkar tilraunir gerðar á Dalvík
Með því að láta eldisfisk hrygna á mismunandi árstímum má margfalda hagkvæmnina í seiðaeldinu
er hversu léleg nýtingin er á
tækjum og búnaði í seiðaeldinu,"
segir Olafúr. „Hrygningartími
fisksins stendur ekki nema tvo til
þrjá mánuði á ári, afganginn af
árinu standa kerin og annar
búnaður ónotaður. I Evrópu hafa
menn ýmist farið út í það að vera
með tvær eða fleiri tegundir sem
hrygna á mismunandi tímum, eða
að láta hluta af klakstofninum
hrygna á öðrum tíma. Það er gert
með því að breyta hrygningartí-
manum með ljósi.
Hjá okkur eru lúðueldi á til-
raunastigi og við fáum bara hrogn á
vorin en þurfúm svo að bíða í ár
eftir næstu hrygningu. Þegar Öl-
unn á Dalvík fór á hausinn fékk ég
þá hugmynd hvort ekki væri hægt
að nota aðstöðuna þar til að gera
tilraunir með að breyta hrygn-
ingartímanum. Þarna var mátulega
stór stöð á heppilegum stað því það
er ekki svo langt frá höfuð-
stöðvunum á Hjalteyri út á Dalvík.
Við höfðum samband við Haf-
rannsóknastofnunina í Björgvin í
Ef forsjálnin sem höfð er að
leiðarljósi hjá Fiskeldi
Eyjafjarðar hefði ráðið
ferðinni í íslensku fiskeldi væri
öðruvísi umhorfs í atvinnugrein-
inni en raunin er. Eða skyldu þau
vera mörg fiskeldisfyrirtækin sem
hafa starfað í sex ár án þess að selja
svo mikið sem einn ugga en skulda
samt ekki krónu?
Hjá Fiskeldi Eyjafjarðar hefur
verið unnið að rannsóknum á því
hvort hagkvæmt geti reynst að
stunda lúðueldi. Þarna er um ffum-
herjastarf að ræða því fyrstu lúðu-
seiðin sem lifðu af klak í kerjum
fyrirtækisins á Hjalteyri litu dags-
ins ljós árið 1990, fimm árum eftir
að fyrsta lúðuklakið undir hand-
leiðslu manna átti sér stað í heim-
inum. Og Ólafúr Halldórsson
ffamkvæmdastjóri hefúr góða von
um að fyrirtækið verði meðal
þeirra fyrstu í heiminum sem setja
fjöldaffamleidda lúðu á markað.
En hvemig er þetta hægt án þess
að taka krónu að láni? Jú, það er
gert með því að láta innborgað
hlutafé standa undir rekstrargjöld-
um ásamt styrkjum úr rannsókna-
og vísindasjóðum. Fyrstu árin stóð
hlutaféð að öllu leyti undir útgjöld-
um en með tímanum hefur hlutur
styrkjanna vaxið enda er fyrirtækið
í samstarfi við háskóla og vísinda-
stofúanir hér á landi, í Noregi og
Svíþjóð. Hluthafarnir eru fyrirtæki
og einstaklingar - einkum í sjávar-
útvegi - ásamt sveitarfélögum og
opinberum stofnunum.
Stuttur hrygningartími
Meðal þeirra síðastnefúdu er
Byggðastofúun sem lagði fram
eigur fiskeldisfyrirtækisins Öluns
hf. á Dalvík sem hlutafé. Þar er nú
verið að gera rnerkilegar tilraunir
sem gætu valdið tímamótum í
fiskeldi og aukið hagkvæmni grein-
arinnar vemlega.
„Eitt af vandamálum fiskeldisins
Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri Fiskeldis EyjaJjarðar til hagri ásamt
tveim starfsmönnum á Hjalteyri, þeim Amari Jónssyni líffrteðingi og stöðv-
arstjóra á Hjalteyri (tv.) og Steindóri Helgasyni rafvirkja. Alls vinna sex
manns hjáfyrirttekinu. Mynd: Þröstur Haraldswn.
Sigmar Hjartarson líjfræðingur við töhmna sem stjómar Ijósunum í eldis-
kerjunum á Dalvík. Tilraunin snýst um aðplatafiskinn til að hrygna á mis-
munandi árstímum. Mynd: Pröstur Haraldsson.
Noregi og kynntum þessa hug-
mynd okkar, en þar á bæ ráða
menn yfir mikilli þekkingu á fisk-
eldi. Einnig höfðum við samband
við Háskólann í Gautaborg en þar
em menn sérffæðingar í hormóna-
breytingum í fiski. Við höfum ffá
upphafi átt gott samstarf við Haf-
rannsóknastofnun í Reykjavík sem
hefur ma. lagt okkur til lúðu til að
nota í tilraununum.
I samráði við þessar stofnanir
gerðum við þriggja ára rannsókna-
áætlun sem lögð var fyrir rann-
sóknaráð Islands, Noregs og Sví-
þjóðar, Norræna iðnþróunarsjóð-
inn, Norrænu ráðherranefndina og
íslenska sjávarútvegsráðuneytið.
Þessir aðilar ákváðu að styrkja til-
raunina sem hófst í fyrra og á að
ljúka í árslok 1994.“
Fiskurinn plataður
með Ijósum
„Við leggjum alla áherslu á
lúðuna þótt við séum einnig með
nokkur stykki af hlýra og steinbít í
kerjunum. A Dalvík gemm við
tilraunir með fiskinn á þann hátt að
við skiptum honum í þrennt.
Eðlilegur hrygningartími er í mars
og einn hópurinn er látinn vera á
því rólinu. Öðrum hópnum er flýtt
þannig að hann hrygni í nóvember
en þeim þriðja seinkað ffam í júlí.
Við erum með tölvustýrt ljósakerfi
sem við notum til að breyta ljóslot-
unum í kerjunum. Forritið sem
stjórnar því er frá Háskólanum í
Þrándheimi og gefur okkur kost á
að haga lýsingunni að vild.
Tilraunin hófst í fyrra með því
að einum hópnum var flýtt og
öðrum seinkað. Það tekur sinn
tíma fyrir fiskinn að laga sig að
þessurn brey'tingum svo við eigum
ekki von á að sjá neinn árangur fyrr
en á næsta ári. Við tökum með
reglulegu millibili blóðsýni úr 70-
80 fiskum. Þau eru send til Gauta-
borgar þar sem fylgst er með hor-
mónabreytingum sem verða í fisk-
ununi.
Framtíðardraumurinn er svo að
hrognin verði kreist úr fiskinum á
Dalvík og þeim ekið inn á Hjalteyri
þar sent seiðaeldið fer fram.
Vonandi verður rúta í förum þarna
á milli, helst daglega! Hingað til
hefur allt gengið vel, fiskurinn
þrífst og allt er í lagi. Það hefur
sýnt sig í tilraunum erlendis að það
er hægt að plata þessi grey, en við
nomm eingöngu ljós við tilraun-
irnar, engin lyf eða hormónagjafir.
Breytingar á ljósi eiga að nægja.
Ef þetta gengur eins og við
vonum að það geri má líkja þessu
við loðnuverksmiðju sem fengi
hráefúi átta til tíu mánuði á ári í
stað tveggja til þriggja mánaða. Við
það margfaldast hagkvæmnin,"
segir Ólafúr.
Styttist í
jjóldaframleiðslu
Af seiðaeldinu á Hjalteyri er það
að ffétta að þar er enn verið að
glíma við ýmis vandamál sem
tengjast svonefndri ffumfóðrun.
Lúðan hrygnir lirfúm sem fæðast
með kviðpoka sem hefúr að geyma
næringu til fyrstu viknanna. Við
umbreytinguna í seiði fer dýrið að
taka til sín fæðu úr umhverfinu og
þar hafa helstu vandamálin komið
upp hingað til.
Sú leið hefúr verið valin að rækta
fóðrið handa seiðunum en ala þau
ekki á náttúrulegu fóðri eins og
gert hefur verið í Noregi. Með
eigin fóðurffamleiðslu er hægt að
stjóma öllu ferlinu frá hrygningu
til fullvaxinnar lúðu og útiloka
áhrif veðurs og vinda á ffam-
ieiðsluna.
Síðustu tvö árin hafa verið ffam-
leidd þúsundir seiða. I ffamtíðinni
er fyrirhugað að flytja þau til
Þorlákshafnar þar sem seiðin verða
alin upp í sláturstærð, fimm til sjö
kíló, en það tekur þrjú ár. I
stöðinni í Þorlákshöfn (sem áður
hét ísþór hf.) er hægt að framleiða
100-150 tonn af lúðu á ári og
auðvelt að auka afkastagetuna upp í
500 tonn ef þörf krefur.
Ólafur er bjartsýnn á að
fjöldaframleiðsla verði að veruleika
á næstu árum. „Við erum á réttri
leið. Það tekur sinn tíma að leysa
vandamálin en þetta er hægt. Við
höfum möguleika á að verða fyrstir
í heiminum að koma á fjöldaffam-
leiðslu og þá er hagnaðarvonin
mikil.
Lúða er dýr fiskur, en það verður
eflaust sama þróunin og í öðm fisk-
eldi að verðið lækkar eftir því sem
ffamleiðslan eykst og fleiri fyrir-
tæki koma til sögunnar. Okkar
möguleiki er sá að verða meðal
þeirra fyrstu og nota þann hagnað
sem þá fæst til að greiða niður
kostnaðinn af rannsóknunum. Eg
er á því að við eigum mestan
möguleika í kaldsjávartegundum
eins og lúðu, en valið á tegundum
verður fyrst og síðast að ráðast af -
því hvernig samkeppnisaðstaða
okkar er á markaði fyrir eldisfisk,“
segir Ólafúr Halldórsson, sjávarlíf-
fræðingur og ffamkvæmdastjóri
Fiskeldis Eyjafjarðar.
-ÞH
AKKUR hf.
Byggingaverktaki
Námuvegi 12
Ólafsfirði
Kristinn Kr. Ragnarsson
og Jón Halldórsson
Trésmíðaverkstæði
s. 96-62596
Kristinn Kr. Ragnarsson
Framleiði pílára
í handrið
Sími 96-62479
TFíOL L FJJJL L JJfJ
PLASTSfJETTJ
POTPPJEFJ
VATj jstaj jkafj
hefur upp á margt að bjóða
fyrir ferðamenn...
Útibú KEA í
Eyjafirði
Verslanir á sex
stöðwn í Eyjafirði.
Vöruhús KEA Matvöruverslanir
í göngugötunni KEA á Akureyri
GUsileg verslun
hlaðin af útilegu- og
veiðivörum.
Fjórar matvöru-
verslanir.; hver með
sínu sniði vel stað-
settar fyrir ferðafólk.
Góða ferð og akið varlega!