Vikublaðið


Vikublaðið - 17.12.1993, Qupperneq 1

Vikublaðið - 17.12.1993, Qupperneq 1
Okkar minnstu bræður Fátæktín hefur hreiðrað nm sig á Islandi og á atvinnuleysi þar mesta sök. Hvar geta þeir efna- litlu fengið aðstoð f\TÍr jólin? Miðopna ListamannakafH Vikublaðið heldur áfram að birta erindin úr listamannakaffi lands- fundarins og í þetta sinn skril'ar Þórunn Björnsdóttír um hrika- Iega stöðu tónmenntakennsl- unnar. BIs. 4 Hrafn beðinn afsökunar Ritstjóri biður Ilrafn Gunn- laugsson afsökunar á óviður- kvæmilegum ummæluin en stendur við önnur. Hrafti stefnir samt! BIs. 5 49. tbl. 2. árg. 17. desember 1993 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Landsbyggðar- fjandsamleg skattastefna Ríkisstjómin hefur fallið frá þeim áformum sínum að leggja fullan virð- isaukaskatt á almenningssam- göngur á höfuðborgarsvæðinu en heldur til streitu að skatt- leggja að fullu aðrar almenn- ingssamgöngur, þar með talið innanlandsflugið. - Þessi framgangsmátí er furðu- legur og í þessari niðurstöðu birtist landsbyggðarfjandsamlegra við- horf en áður og er þá langt til jafnað, segir Steingrímur J. Sig- fusson þingmaður Alþýðubanda- lagsins, en hann á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins. Steingrímur segir það fagnaðar- efhi að ríkisstjórnin hafi séð að sér í málefhum almenningssamgangna í þéttbýli og falli frá íyrri hugmynd- um um skattiagningu á þær. En ótækt sé að láta skattlagningu á innanlandsflug standa óbreytt. - Skatmrinn á innanlandsflugið bitnar langþyngst á íbúum af- skekktustu byggðarlaganna og bitnar þyngst á landsbyggðinni í hcild og mögulcikum hennar tíl almennra samskipta í þjóðfélaginu, segir Stcingrímur í minnihlutaáliti sínu í efnahags- og viðskiptanefnd. I minnihlutaálití Steingríms um skattabreytingar kemur frain að Alþýðubandalagið styður þá ákvörðun að matarskattur verði lækkaður niður í 14 prósent. En flokkurinn hafnar virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og gagnrýnir harðlega ósanngjarnar skatta- hækkanir og íþyngjandi ráðstafanir sem almenningur hefur inátt þola þann tíma sein ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur setið að völdum. I áliti sínu vitnar Steingríinur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í apríl 1991 um að hún ætli að bæta lífskjör hinna tekjulægstu og barnafjölskyldna og segir fátt fjær sanni. 114 liðum tíundar hann aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem hafa skert hag tekjulágra og barna- fjölskyldna. Áhrif VSK á fargjöld í innanlandsflugi Fullt fargjald 10% hækkun Fullt fargjald fyrir hækkun v/VSK eftir hækkun Frá/til Reykjavíkur Akureyri 12.650 1.232 13.882 Egilsstaðir 16.770 1.644 18.414 Ilornafjörður 14.810 1.448 16.258 14.270 1.394 15.664 Isafjörður 11.830 1.150 12.980 Patreksfjörður 11.450 1.112 12.562 11.390 1.106 12.496 Þingeyri 11.330 1.100 12.430 Vestmannaeyjar.... 8.330 800 9.130 Upplýsingamar eru frá Flugleiðum Teikning: Brian Pilkington Vikublaðið sendir lesendum sínum og landsmönnum öllum til sjávar og sveita bestu kveðjur í tilefni jólahátíðarinnar með ósk um að þeir megi njóta friðar og návistar sinna nánustu um jólin. Við vekjum athygli á að þetta tölublað er hið síðasta fyrir jól, en nœsta blað kemur út fimmtudaginn 30. desember. Tíu milljarðar í feluskatta Asíðasta ári innheimti ríkið rúnta 10 milljarða króna með ýmsum sértekjum og er það meira en þriðjungs hækkun frá árinu 1988 miðað við fast verðlag. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar fylgir þeirri skattastefhu að leggja á ýmis sérgjöld til að komast hjá því að hækka almenna skatta. I framsöguræðu fyrir minnihluta fjárlaganefndar í síðustu viku gagn- rýndi Margrét Frímannsdóttir þingmaður Alþýðubandalagsins ríkisstjórnina fyrir að reyna að blekkja almenning með feluskött- um. Hún benti á að þótt fjármála- ráðherra hefði viðurkennt að ríkis- Mergsjúga velferðarkerfið Margir læknar raka til sín almannafé með því að gegna fjölmörgum störfum hjá hinu opinbera. Veik og illa skipulögð stjómsýsla gerir læknum kleift að marg- falda laun sín með því að vera í mörgum störfum jafhvel þótt til séu reglur sem takmarka rétt Iækna til aukastarfa. Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra kynnti í vik- unni skýrslu Ríkisendurskoðunar á greiðslum hins opinbera til lækna á síðasta ári. Þar kemur fram að læknar starfa oft hjá fleiri en einum opinberum aðila. Algengt er að læknar fastráði sig við eina stofnun en vinni síðan í aukavinnu eða í verktöku hjá öðrum stofnunum. Sá læknir sem var stórtækastur tók laun hjá ellefu opinbemm stofn- unurn. I skýrslu Ríkisendurskoðunar eru tekin dæini af læknum sent eru með 600 - 800 þúsund krónur í mánaðarlaun og af þeirri upphæð eru föstu launin (fyrir fullt starf) innan við helmingur. A blaðamannafundi sagði Guð- mundur Arni að niðurstaðan benti til þess að sitthvað væri að athuga við stjórnkerfið í lteilbrigðisgeir- anum því að þeir læknar sem vinna á mörgum stöðum samtímis gætu varla skilað fullnægjandi vinnu- framlagi á hverjum stað. I gildi cru samningar sein banna læknum í 7 5 prósent starfi eða þar yfir að vinna meira en 9 klukkustundir á viku í aukastarfi. Allt bendir til að þessir samningar séu þverbrotnir af sum- um læknuni, meðal annars vegna þess að stjórnendur í heilbrigðis- kerfinu hafa ekki nægilegt eftirlit með störfum lækna. Aðeins hluti læknastéttarinnar makar krókinn sem sést á því hversu launin eru misjöfh. Meðal- mánaðarlaun fimm tekjuhæstu kvenlæknanna eru 620 þúsund kr. en þeir fimm tekjulægstu þiggja að meðaltali 171 þúsund kr. í laun á mánuði. Meðallaun fnnm tekju- hæstu lyflæknanna eru 767 þúsund kr. á mánuði en fimm tekjulægstu fá 158 þúsund. Meðallaun fnnm tekjuhæstu skurðlæknanna eru 638 þúsund á mánuði en þeir fimm tekjulægstu fá að meðaltali 138 þúsund krónur. Guðmundur Arni hyggst skipa nefnd á næsm dögum til að fara yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar og gera tillögur til úrbóta. stjórnin hefði hækkað skatta um 2,7 milljarða með tveim síðustu fjárlögum þá væri skattlagning tneð sértekjum ekki talin þar með. - Það er alveg ijóst að sértekjur stofnana verða sífellt stærri hluti af rekstrartekjum þeirra. Og hlutur þjónustugjalda í þessu vex mest í heilbrigðisþjónustunni. A síðusm fimm árum hafa þessar tekjur í heilbrigðisgeiranum liækkað unt 175,8 prósent. Samkvæmt ríkis- reikningi ársins 1992 innheiinti heilbrigðiskerfið 2733 milljónir króna það ár borið saman við 1516 milljónir króna árið 1990, sagði Margrét og hélt áfram: - Þegar tölur sem þessar eru skoðaðar og aukningin borin sam- an við þann sparnað sem náðst hef- ur í heildarútgjöldum heilbrigðis- kerfisins þá veltir maður því fyrir sér hversu stórt hlutfall af þessum sparnaði hefur náðst með því að [yvngja skattbyrði almennings í iandinu.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.