Vikublaðið


Vikublaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 16

Vikublaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 16
Munið áskriftarsímann _ Deila ASÍ - BSRB varðar grundvallarhagsmuni Deila Bandalags starfs- manna ríkis og bæja annarsvegar og Alþýðu- sambandsins hinsvegar um það hvaða verkalýðsfélag fer með samningsumboð starfsmanna Strætisvagna Reykjavíkur gagn- vart Vinnuveitendasambandinu varðar grundvallarhagsmuni verkalýðsambandanna tveggja. Verkalýðsfélög innan ASI hafa forgangsrétt að sanrningum við VSI og eftir að Strætisvögnum Reykjavíkur var breytt í hiutafélag gekk SVR hf. inn í VSÍ. Þar með telur Alþýðusambandið að samn- ingsrétturinn fyrir hina 150 starfs- menn SVR sé kominn í hendur ASÍ. Ilvorki starfsmenn SVR, sem eru í Starfsmannafélagi Reykjavík- urborgar, né forysta BSRB fellst á sjónarmið ASÍ. BSRB telur að í húfi sé réttur fólks til að velja sér verkalýðsfélag og samtökin ætla sér að standa vörð um starfsmenn SVR sem vilja vera áfram í Starfsinanna- félagi Reykjavíkurborgar. ASI telur að forgangsrétrur sam- takanna til samninga við VSI sé einn af hornsteinum almennu verkalýðshreyfingarinnar. Þess vegna kemur ekki til greina að leyfa Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar að gera kjarasamning við VSI. Síðustu daga hafa lítt dulbúin brigslyrði gengið á milli forystu BSRB og ASI vegna málefna starfs- manna SVR. I bréfi sem Benedikt Davíðsson forseti ASI sendi til starfsmanna SVR og stjórnar Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar komu fram ásakanir um að BSRB nýtti sér umdeild rök fýrir félagafrelsi til að grafa undan for- gangsrétti ASI til samninga við VSI. Og í umræðuþætti á Rás 2 lét Ogmundur Jónasson formaður BSRB þau orð falla að samtök op- inberra starfsmanna þyrftu ekki að skrifta fyrir ASI þótt þau héldu fundi um sín mál. Tilefnið var at- hugaseind sem Benedikt hafði gert við framgöngu BSRB í málinu. Það fer tvennum sögum af mögulegum afleiðingum úlfúðar- innar milli ASI og BSRB útaf mál- efnum SVR. Sumir telja að um leið og deilan leysist þá falli samskipti þessara samtaka í fyrri farveg á meðan aðrir líta á þannig á uppá- komuna að hún verði til að auka enn á gagnkvæma andúð og tor- tryggni forystusveita ASI og BSRB. Fyrirkomulag á gerð fjárlaga hvetur til aukinnar eyðslu Halli ríkissjóðs vex ár frá ári og tilhneiging fagráðuneyta að passa „sínar stofnanir" er skynseminni yfirsterkari. Fyrir nokkrum árum voru þau vinnu- brögð tekin upp að fagráðuneyti voru látin sjá um íjárlagatillögur fyrir þær stofnanir sem undir ráðuneytin heyrðu. Ráðuneytin fengu ákveðinn fjárlagaramma og höfðu nokkurt sjálfstæði til að fylla út í hann. Fyrirkomulagið átti að leiða til spamaðar og aðhalds í ríkisrekstrinum, en það hefur ekki gengið eftir. Margrét Frímannsdóttir þingmaður Alþýðu- bandalagsins og fjárlaganefndarmaður gagnrýndi það hvernig staðið er að undirbúningi fjárlaga í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi á fimmtudag. - Rammahugsunin sem átti að leiða til þess að faglega yrði tekið á óskum um fjárframlög hefur snúist upp í andhverfu sína. Nú eru það ekki ein- ungis stofnanir sein reyna allt hvað þær geta til að halda í fjárframlög og helst auka þau heldur er það einnig augljós tilhneiging ráðuneyta að halda sem stærstum ramma og tapa helst engu frá fyrra ári. Engu máli virðist skipta að þó stórum fjár- frekum verkefnum ljúki eða augljósar breytingar verða í þjóðfélaginu sem krefjast flutninga á fjár- magni milli málaflokka. Keppikefli ráðuneytanna er að halda sínum hlut gagnvart öðrum ráðuneyt- um. Hætt er við meðan slíkur hugsanagangur við- gengst að Iítið verði úr hagræðingu eða nausyn- legri sameiningu stofnana. Það er reyndar svolít- ið spaugilegt að hlusta á það að fái einn ráðherra hækkun á sfnum ramma þá verði aðrir að fá það sama, sagði Margrét. Hún spurði uin hvað liði sameiningaráformum Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar, sem Ríkisendurskoðun Iagði tdl, og sameiningu Land- mælinga og embættis Skipulagsstjóra ríkisins. - Eg er sannfærð uni að rammafjárlögin koma í veg fyrir að þessir kostir verði skoðaðir af alvöru, sagði Margrét Frímannsdóttir. Vaskur inn- heimtist illa s Arið 1994 er gert ráð fyrir að virðisaukaskatturinn skili ríkissjóði 37,9 milljörðum króna sem á föstu verðlagi er rúmum 10 milljörðum lægri upphæð en innheimt var árið 1988. Þetta kom fram í máli Margrétar Frímannsdóttur þing- manns Alþýðubandalagsins þegar hún flutti álit minnihluta fjárlaganefndar á frumvarpi til fjárlaga í síðustu viku. Hún taldi þennan mikla mun ekki nema að hluta skýrast af fyrir- hugaðri lækkun matarskatts og almennum samdrætti í þjóð- arbúskapnuin. - Arið 1988 var innheimtan 11,5 prósent af vergri lands- framleiðslu, árið 1991 var hún 11 prósent og í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1994 er gert ráð fyrir að innheimtan verði aðeins 9,7 prósent af vergri landsfrainleiðslu. I ár er inn- heimtan 10,3 prósent. Mismunurinn á þessu ári og áætlun fyrir árið 1994 skýrist af fyrirhugaðri lækkun á matarskatti. Þessar tölur benda ó- tvírætt til þess að misbrestur hafi orðið á því að virðisauka- skatturinn hafi skilað því sem til var ætlast. A því þarf að taka en það er ekki gert í þessu frumvarpi, sagði Margrét. 30% afsláttur á jólasmjöri. •• •• •• •• •• •• •• •• •• •• •» • ••••••••• •• •• • e 133 kr. Þú færð 500 g stk. á og sparar 116 kr. á kíló. Gerðu gott betra með jólasmjöri.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.