Vikublaðið


Vikublaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 17. DESEMBER 1993 >í I jl'JM UAsV-C Markmið taoista er m.a. að komast sem greiðast í gegnum tilveruna. Þeir forðast sviðljósið og óttast jafnmikið að vera lofaðir eða svívirtir vegna þess það dregur athyglina að þeim og gerir líf þeirra erfiðara og óvissara en ella. Þeir meta líkainlegt öryggi sitt meira en nokkuð annað, því hvers virði eru öll auðæfi heimsins ef fólk hefur ekki heilsu til að njóta þeirra? Samkvæmt taoismm verður árang- urinn af lausn hinnu ýmsu vandamál best metinn af áhrifum þeirra á vel- verð viðkomandi. Þeir telja þá ríkis- stjómendur besta sem óska sér um- fram allt langra og góðra lífdaga. Þeir hljóti að forðast yfirgang og ó- vinsælar ákvarðanir. Slíkir ríkis- stjómendur leyfi öllu að hafa sinn eðlilegan gang án boða eða banna sem er einmitt grundvallarstefna ta- oista í stjórnmálum. 13. brot úr Bókinni um Veginn Það er skelfilegt að vera bampað eða niðurlægður. Stórvandamál skulu metin að mikil- vægi eins og líkaminn. Hvað er átt við með þvt að það sé skelfilegt að vera hampað eða niðurlægð- ur? Það er lítibnótlegt að vera hampað; það er skelfilegt að verðafyrir því og skelfilegt aðfara á mis viðþað. Þetta erþað sem átt er við með því að það sé skelfilegt að vera hampað eða niður- lægður. Hvað er átt við með því að stórvandamál skulu metin að mikil- vægi eins og líkaminn? Eg hefstórvandamál af því ég hef líkama. Ef ég væri án líkama, hvaða vandamál hefði égþá? Þess vegna má treysta þeimfyrir beimsbyggðinni sem tekur líkama sinnfram yfir heiminn. Elski hann líkama sinn meira en heiminn, þá máfela honum umsjón hehnsbyggðarinnar. Umritun þýðanda Það er jafnkvíðvænlegt að vera hampað eða niðurlægður. Það verður að meta mikilvægi stórvandamála í ljósi áhrifa þeirra á líf og limi. Hvað er átt við með með því að það sé jafnkvíðavænlegt að vera hampað eða niðurlægður? Það er lít- ilmótlegt að vera hampað án þess að eiga það skilið. Sá sem verður fyrir því óttast alltaf vera afhjúpaður og sá sem glatar slíkuin forréttindum vaknar upp við vondan draum. Hvað er átt við með að mikilvægi stórvandamála skuli metin í ljósi á- hrifa þeirra á líf og limi? Ekkert vandamál getur verið mikilvægara fyrir mig en líf mitt og liinir af því að ég hefði ekki þetta vandamál ef ég væri ekki á lífi. Þess vegna má treysta þeim fyrir að stjórna heiminum sem girnist ekki yfirráð heldur hugsar fyrst og ffemst um eigið öryggi. Sá sem þykir vænna um líf sitt en öll heimsins gæði yrði góður stjómandi. Þýðandi: Ragnar Baldursson Áskriftarsími Vikublaðsins er 17500 upplýsingar og skráning stofnenda ^Björgvin SI 05-22710 Ckl. 17-19)^ Það eru snillingar í minni ætti Afi og amma komu þessu öllu af staö. Þau sögöu aö ég væri svo músíkölsk, aö ég yröi aö eignast alvöru hljóöfæri. Samt trúöi ég varla eigin augum þegar ég settist viö nýja, fallega píanóið í stofunni heima. Mér finnst mjög gaman að æfa mig, og stundurn er ég kölluð litli snillingurinn f fjölskyldunni. En þaö eru afi og amma sem ég kalla snillinga. Þau gáfu mér þaö besta, sem ég gat hugsaö mér. * LéIFS’ h. magnússonar GULLTEIGI6 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI91 - 688611 Vandaö hljóöfæri -varanleg ánægja ta r<' /.J /f<n Ólína víkur úr borgarstjórn Kveður með tillögu um fæðingarorlofsrétt sveitarstj órnarkvenna Olína Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs, hefur ákveð- ið að hverfa úr borgarstjórn, en hún er á leiðinni í fæðingarorlof. Kveðja hennar til borgarstjómar felst í tillögu sem hún lagði ffam á síðasta borgarstjórnarfundi sínum, sem haldinn var í gær, fimmtudag, um að að borgar- fulltrúum verði tryggður orlofs, veikinda- og lífeyrisréttindi sambærileg við það sem aðrir launþegar njóta á vinnumarkaði. Hvorki í samþykkt um stjóm Reykjavíkurborgar þar sem kveðið er á um réttindi og skyld- ur borgarfulltrúa né í sveitar- stjómarlögum em ákvæði sem tryggja rétt sveitarstjórnarfull- trúa að þessu leyti, en það þýðir að t.d. konur í sveitarstjórnum sem hafa starfa sinn þar að aðal- starfi eiga ekki rétt á að halda launum sínum í fæðingarorlofi. Sama gildir reyndar um alþing- iskonur, en fyrir alþingi liggur fmmvarp ffá Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur og fleimm um breytingar á lögum um þingfar- arkaup þar sem tekið er á því at- riði sérstaklega. 1 greinargerð með tillögu sinni segir Olína að fæðingaror- lofsréttur sveitarstjórnarkvenna Ólína Þorvarðardóttir. sé túlkunaratriði og hafi í reynd verið háður pólitískum og persónulegum vilja ráða- manna sveitarfélaganna í hverju tilviki. „Það er mikilsvert fyrir borgarfulltrúa að vita að hverju þeir ganga þegar þeir taka að sér störf í þágu sveit- arfélagsins. Sanngirnissjónar- mið krefjast þess að í því efhi gildi eitt fyrir alla - og að það sé ekki pólitísk eða embættis- leg ákvörðun hverju sinni hvernig með mál einstakra Fyrsta barnabók Pórunnar Klukkan Kassíópeia og hús- ið í dalnum heitir nýút- komin barnabók eftir Þómnni Sigurðardóttur. Bókin er byggð á leikriti sem flutt var í Ríkisútvarpinu í haust og fjall- ar um börn sem fara að grafast fyrir um gamalt leyndarmál og komast þá að óvænmm sann- leika. Þegar farið er að gmfla í fortíðinni kemur ýmislegt spennandi í ljós og aðalpersón- an, Halla, uppgötvar að lífið í sveitinni hefur ýmsa kosti sem ekki finnast í höfuðborginni þar sem kapphlaupið við tím- ann er allsráðandi. Þómnn Sigurðardóttir, höf- undur bókarinnar, er þekkt fyrir störf sín við leikhús borg- arinnar. Hún hefur bæði leikið og leikstýrt mörgum verkum og eftir hana hafa verið flutt sex leikrit, m.a. Haustbrúður, en leikritið var gefið út á bók af Menningarsjóði árið 1989. Klukkan Kassíópeia og húsið í dalnum er fyrsta bamabók Þómnnar. Katírn Sigurðar- dóttir, systir höfundar, mynd- skreytti bókina. Bókin er 140 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda og kostar úr úr búð kr. 1390. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í kaldavatnsdælu fyrir Nesjavallavirkjun. Helstu kennistærðir: Magn 450 l/sek. Lyftihæð 140 m vatnssúlu. Snúningshr. 1.490 sn/mín. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 18. janúar1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 fulltrúa er farið í veikindum eða öðmm forfölluin þeirra," segir í greinargerðinni. Þá lagið Olína einnig fram til- lögu um að borgarstjórn komi upp fánamerkingum við Tjörn- ina að vetrarlagi til að gefa til kynna hvort ísinn sé mannheld- ur eða ekki. Þetta verði gert í samvinnu við lögreglu og ísinn athugaður tvisvar á dag að minnsta kosti. Olína hefur tilkynnt að hún mun ekki taka sæti á framboðs- lista fyrir næstu borgarstjórnar- kosningar. íandófínu pólsk nútímaljóð Iandófinu er sýnisbók pólskra nútímaljóða sem ljóðskáldið Geirlaugur Magnússon hefur þýtt og valið. Hér birtist á ís- lensku úrval ljóða eftír mörg helstu skáld Pólverja á þessari öld, m.a. Zbigniew Herbert, Tadeusz Rozewicz, Wieslawa Szymborska og Ewa Lipska. Pólsk ljóðlist minnir um margt á bronsmynd sem fellir dimman skugga á malarstíg í leynduin garði, kraftmikil og dulúðug í senn, vitnisburður sem grimmd styrjalda og harð- stjóra hefur ekki tekist að má burt. Þýðingar Geirlaugs Magn- ússonar eru verk skálds, meitl- aðar og áræðnar, ávallt með sínum sérstæða tón. Bókin er 74 blaðsíður og er unnin í Odda. Hörpuútgáfan gefúr út, en sú útgáfa hefur sinnt því afburðavel fyrir þessi jól að koma ljóðabókum á markað. Nýjar bækur um siðfræði Greinasafnið Erindi siðfræð- innar og bókin Siðfræði lífs og dauða - erfið- ar ákvarðanir í heilbrigðis- þjónustunni eftír Vilhjálm Arnason eru komnar út hjá Rannsóknar- stofnun í siðffæði við Háskóla íslands. Erindi siðffæðinnar geymir valdar greinar um siðffæðileg efni og meðal höfúnda eru Björn Bjömsson guðffæðingur, Páll Skúlason heimspekingur, Atli Harðarson kennari og Guðmundur Heiðar Frímanns- son heimspekingur. Bókin Siðffæði lífs og dauða eftír Vilhjálm Amason heim- speking tekur til ítarlegrar um- fjöllunar þau siðferðilegu álita- mál sem tengjast heilbrigðis- þjónustunni. Vilhjálmur hefúr á síðustu ámm víða flutt fyrir- lestra um ýmsar hliðar siðfræði- umræðunnar í heilbrigðiskerf- inu. Bókin er aðgengileg al- menningi enda fjallar hún utn efni sem varðar líf allra og flest- ir þekkja af eigin raun.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.