Vikublaðið


Vikublaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 17. DESEMBER 1993 9 um verði ekki eytt í neitt annað. „Fyrst og fremst er það matur sem fólk vantar fyrir jólin,“ segir Unn- ur. „Stundum brestur fólk í grát þegar það kemur til okkar því það er svo þakklátt fyrir að fá aðstoð. Sumir eiga mjög erfitt með að koma því út úr sér að þeir þurfi að- stoð og margir hafa aldrei komið til okkar áður. Mig langar til að nota tækifærið og koma á framfæri númerinu á gíróreikningi okkar, en það er 36600-5.“ Straumurinn vaxandi fyrir þessijól Aðstoð félagsmálastofnana er misjöín eftir sveitarfálögum en í Reykjavík er hver umsækjandi met- inn. Greiðslan er 85 prósent af líf- eyrisgreiðslum Tryggingastofnun- ar ríkisins og tillit tekið til barna- fjölda og húsaleigu. Meðlag, barnabætur og atvinnuleysisbætur eru talin til tekna og lækka greiðsl- una. Anní G. Haugen segir jólin vera sérstakan álagstíma hjá Félags- málastofnun. „Fólk hefur rejmt að skrimta en svo koma jólin með öll- um sínum kröfum. Aukningin sem við áttum von á árið 1992 lét ekki á sér kræla fyrr en rétt fyrir jól en síðan hefur ekkert lát verið á. Okk- ur virðist sem að straumurinn fari Laugardaginn 18. desember nk. - næsta laugardag - bryddum við upp á nýjung í starfi Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Frá klukkan 15:00 til 23:00 verður opið hús að Laugavegi 3, risinu og eru félagsmenn, flokksmenn úr öðrum kjördæmum í höfuðstaðarferð og aðrir gestir og gangandi hvattir til að líta við. Á boðstólum verður jólaglögg, piparkökur, kaffl og te, bjór og gos. Þessar veitingar verða seldar á vægu verði. Hér er komið kjörið tækifæri fyrir þá sem hvíla vilja lúin bein um stundarsakir og gera stutt hlé á jólainnkaupunum. Við hvetjum félags- og flokksmenn og annað gott fólk til að líta inn og njóta yls menningar og góðra veitinga. Við sendum félagsmönnum ABR og öðrum velunnurum bestu jóla- og nýjáróskir og þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. skref að ganga til prests og óska eftír aðstoð. Fólk upplifir ákveðið skipbrot og sjálfsniðurlægingu.“ Bergþór Bjarnason vaxandi fyrir þessi jól og t.d. má nefna að nokkur biðtími er eftír að komast í viðtöl á hverfaskrifstofum Félagsmálastofnunar.“ Langvarandi atvinnu- leysijarið að setja mark sitt a samfélagíð Málssvarar þeirra stofnana sem aðstoða þá sem jrurfa eru santmála um að mikil aukning hafi orðið á beiðnum um aðstoð á þessu ári. Langvarandi atvinnuleysi, gjald- Jtrot og efhahagskreppa eru greini- lega farin að setja svip sinn á líf fjölmargra hér á landi og því miður ekkert sem bendir til að horfur verði bjartari á nýju ári. Um leið og fleiri þurfa að leita eftir aðstoð eru færri sem treysta sér til þess að styrkja þau líknarfélög sem ein- göngu byggja á framlögum al- mennings. F.nn er Jró ekki of seint að læða nokkrum krónum inn á reikninga líknarfélaga sem örugg- lega geta komið þeim á rétta staði. Megintilgangur þessa opna húss er að menn hittist og spjalli saman í góðum félagsskap og þægilegu andrúmslofti. Til að gera andrúmsloftið enn þægilegra munu skáld og rithöfundar lesa úr verkum sínum og söngvarar syngja fyrir gesti. Beiðnum umfjárhags- aðstoð hefiir jjölgað um jjórðung á árinu Anni G. Haugen yfirmaður fjöl- skyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar segir aukning- una á beiðnum um fjárhagsaðstoð vera 25 prósent á þessu ári miðað við árið í fyrra. Borgin veitti á þessu ári sérstakri aukafjárveitíngu til Félagsmálastofnunar svo hún geti aðstoðað þá sem þurfa. Anni segir það hafa komið á óvart að ekki hafi verið rnikil aukning á síð- asta ári en skýringin á því kunni að vera að fólk dragi lengi að leita að- stoðar hjá Félagsmálastofnun. Þess vegna er oft kornið rnjög illa fyrir fólki þegar það óskar eftír aðstoð F élagsmálastofnunar. „Á íslandi er fólk alið upp í því að vinnan sé göfug og það sé merki um hreysti að hafa 2-3 störf, það er partur af þjóðarsálinni," segir Anni. „Þess vegna held ég að það sé erfiðara fyrir okkur að takast á við atvinnuleysið. Fyrir marga eru það Jiung spor að óska eftir styrk frá fé- lagsmálastofnun en félagsmála- Jónas Þórisson framkvœmdastjóiri Hjálparstofnunar kirkjunnar. Hjálpar- stofnunin opnar matarbúr Jyrir jólin og dreifir matvælum til fólks sem jyrirtæki, heildsalar ogfi amleiðendur gefa. Brestur í grát Mæðrastyrksnefnd var stoffiuð árið 1928 af Kvenréttindafélagi Is- lands þegar margar konur ntissm menn sína í tíðum sjóslysum og hefur því starfað í 65 ár. Reykjavík- urborg greiðir laun fyrir eina manneskju sem vinnur á skrifstofu nefndarinnar tvisvar í viku og fyrir aðra einu sinni í viku í fatamót- töku. Að öðru leyti er eingöngu um sjálfboðavinnu að ræða og fúlltrúar frá ölluin kvenfélögum í Reykjavík leggja til vinnu sína. I kringum 1. desember ár hvert Anni G. Haugen, yfirmaður fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkm borgar. „Oft mjög illa komið fyrir fólki þegar það óskar eftir aðstoð. “ stofnun hefur verið talinn parmr af velferðarkerfinu fyrir fólk sem ræður ekki við aðstæður sínar um lengri eða skemri tíma. Það eimir saint sterkt eftir af þeim gamla draugi „að fara á sveit“ ef fólk leit- ar eftir aðstoð sveitarfélags." Lítið um jjárjramlög til Mæðrastyrksnefndar Beiðnum um aðstoð hjá Mæðra- styrksnefnd fjölgaði um helming í fyrra og á þessu ári hefur um 350 fjölskyldum verið hjálpað. Fólk hefur mikið leitað til Mæðrastyrksnefhdar allt þetta ár sem er alveg nýtt. „Beiðnir um að- stoð eru gríðarlega ntargar núna,“ segir Unnur Jónasdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar. „Ástæðurnar eru margar, t.d. atvinnuleysi og hjá mörgum hrökkva 50-60 þúsund króna mánaðarlaun einfaldlega ekki fyrir nauðsynjum. Við byggjum starf okkar á fram- lögum einstaklinga og fyrirtækja en við höfum fengið mjög h'tíð af pen- ingagjöfum fyrir þessi jól. Hins vegar hefur koinið mikið af fötuin, þó lítið af nýjuin fötum.“ Unnur segir einstaklinga oft hafa komið og gefið 50 Jtúsund krónur fyrir jólin en hæsta einstaka framlagið í ár er 20 þúsund. sendir Mærastyrksnefhd bréf til 200 fyrirtækja og einstaklinga. Sum fyrirtæki gefa matvæli sem er dreift til fólks en peningagjafir eru notaðar til að kaupa matarkort í stórmörkuðum og verslunum. Með þeim hætti er tryggt að peningun- Sagan íjallar um Harún og föður hans og baráttu þeirra fyrir frásagnargáfunni. Fyrsta skáldsaga Salmans Rushdie eftir dauðadóminn. r Isafold Oddur Ólafsson á Reykjalundi var afreksmaður og mannvinur. Hann vann ómetanlegt starf í þágu sjúkra og öryrkja. Oddur var gæfusamur hugsjónamaður sem sá hugsjónir sínar rætast. Forvitnileg bók sem allir ættu að lesa. Austurstrceti 10 Ath. opið öll kvöld ti

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.