Vikublaðið


Vikublaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 12
12 VTKUBLAÐIÐ 17. DESEMBER 1993 Auglýsingbindindi ógnar bókmenningu Auglýsingabindindi bókaút- gefenda í Ijósvakafjölmiól- unum hefúr óneitanlega vakið mikla athygli. Vissulega er skiljanlegt að bókaútgefendur bregðist við virðisaukaskattinum með því að reyna að halda bóka- verði í skefjum. Hugsanlega gemr tímabundið auglýsingabindindi verkað að hluta sem auglýsing vegna þess umtals sem það vekur en ólíklegt er að það vegi upp á móti neikvæðum áhrifum þess á neysl- una. Fullvíst má telja að varanlegt auglýsingabindindi bókaútgefenda í útvarpi og sjónvarpi magni skað- leg áhrif harkalegrar skattlagningar og stórauki hættxma á hruni ís- lenskrar bókmenningar. Neysluþjóðfélag Hvort sem okkur líkar bemr eða verr hefur þjóðfélagið sem við Uf- um í réttilega verið skilgreint sem neysluþjóðfélag. Þrátt fyrir tíma- bundinn samdrátt á undanfbmum misserum er eyðsla okkar ótrúlega mikil. Ef einhver skyldi efast um þetta, gemr hann borið lífshætti okkar nú saman við lífshætti þjóð- arinnar við upphaf aldarinnar. Raunar er óþarfi að fara svo langt aftur í tímann því að stór hluti full- orðinna Islendinga man þá tíð að íakmörkun sælgætisneyslu var fjár- hagsleg en ekki fyrst og ffemst heilsufarsleg eins og nú. Neyslan er ekki bundin við ver- aldleg gæði heldur nær hún ekki síður til andlegra gæða. Mörkin milli þessa tvenns mást svo að erfitt að greina á milli. Hvort eru geisla- diskar, myndbönd, sjónvarpstæki og sérútgáfur bóka í leðurbandi veraldleg eða andleg gæði? Stað- reyndin er auðvitað sú að í neyslu- þjóðfélaginu renna andleg og ver- aldleg gæði saman í eitt sem sölu- vamingur. Bílaframleiðendur ráða listamenn til að aðstoða við útlits- hönnun og tónlistarmenn fa aug- lýsingafyrirtæki til að sjá um mark- aðssetningu. Bók eða pípuhreinsara Andleg verðmæti taka á sig form neysluvamings sem keppir inn- byrðis á markaðnum. Neytandinn tvístígur á milli þess hvort hann eigi að kaupa bók eða pípuhreins- ara, málverk eða sófasett. Allt er þetta hluti af nútímalífs- háttum. Hægt er að lýsa menning- arbreytingum í neysluþjóðfélaginu sem breytingum á neysluvenjum. Kjúklinganeysla eykst á kostnað lambakjöts, bensínsala eykst en far- þegum strætisvagr^anna fækkar, út- lán á myndböndum aukast en það er samdráttur hjá almenningsbóka- söfnum, sala á geisladiskum marg- fáldast á sama tíma og bókasala minnkar o.s.ffv. Þannig sveiflast neysluvenjumar í takt við tímann, stundum vegna þess að nýr og aðlaðandi neyslu- vamingur heldur innreið sína á markaðinn og stundum vegna tískusveiflna sem oft eiga uppmna sinn í öðmm Iöndum. Markaður- inn er alþjóðlegur og menningar- neyslan fær á sig alþjóðlegt yfir- bragð. Eitt helsta einkennið á nútíma- þjóðfélagi em drottnandi áhrif fjöl- miðla og þá sér í lagi ljósvakamiðl- anna á neysluna og þá um leið menninguna alla. Það er ekld að á- stæðulausu að auglýsingakostnaður hjá mörgum ffamleiðendum getur orðið hærri en ffamleiðslukostnað- ur. Öllu máli sldptir að ná til neyt- andans og vekja hjá honum löngun í viðkomandi vöm. Auglýsingamótun menningar Máttur auglýsinga og fjölmiðla- umfjöllunar við mótun neysluvenja er svo mikill að mikilvægir þættír í menningu okkar hefðu sjálfeagt aldrei náð fótfestu án tilstuðlan þeirra. Þannig hefðu myndbands- tæki sjálfeagt aldrei náð almennri útbreiðslu ef ekki hefði komið tíl gegndarlaus auglýsingaáróður ein- stakra framleiðenda. Víst mun það rétt að sérvitur minnihluti lands- manna hefur staðið af sér straum- inn og á ekki myndbandstæki og jafnvel heldur ekki sjónvarpstæki. Það breytír hins vegar ekld heildar- áhrifunum á menninguna eins og fjöldi myndbandaleiga ber vitni um. Eitt af því sem er athyglisvert við skjóta útbreiðslu myndbandstækja og annarra tækninýjunga er að hver framleiðandi auglýsir einung- is sína eigin framleiðslu en auglýs- ingar hans verða samt tíl þess að auka áhuga fyrir myndbandstækj- um almennt. Auglýsingastríð á milli Coca Cola og Pepsi eykur ekki aðeins hlutdeild hvors aðila fýrir sig heldur eykur það líka heildarsöluna á kóladrykkjum. Hið sama má segja um hvaða vörutegund sem er og þar með taldar bækur. Auglýsingar bókaút- gefenda á einstökum títlum verða ekki bara tíl að auka sölu á viðkom- andi bókum heldur auka þær áhuga neytenda á bókum almennt. Bækumar víkja Vegna sívaxandi mikilvægis aug- lýsinga fyrir rekstur ljósvakamiðl- anna væri ekki óeðlilegt að þeir brigðust við langvarandi auglýs- ingabindindi bókaútgefenda með þvf að draga stórlega úr allri um- fjöllun um bækur þeirra. Það má jafnvel færa rök að því að það geti veikt stöðu íslenskra bóka svo mjög að bókmenntir verði á örfáum ára- tugum vikjandi þátrnr í menningu okkar. Markmið auglýsingabindindis- ins er að halda bókaverðinu í lág- marki en hætt er við að það hafi öfug áhrif til lengri tíma htið ef því yrði haldið áffam á komandi miss- erum. Minni bókakynning í ljós- vakamiðlunum leiðir óhjákvæmi- lega til minni bókmenntaneyslu al- mennings, svo að orðalag neyslu- þjóðfélagsins sé notað. Slíkt gætí komið af stað alvarlegri keðjuverk- un. Minni heildarsala verður til þess að titlum fækkar og upplög minnka. Færri titlar þýða minna úrval og minni fjölbreytni sem aft- ur minnkar heildarsöluna enn ffek- ar og neyðir neytendur að leita sér annars afþreyingarefnis. Nýir rithöfundar dæmdir úr leik Ungt hæfileikafólk fer síður tækifæri tíl að spreyta sig á ritvell- inum þegar titlum fekkar og neyð- ist til að leita sér annars farvegs fyr- ir sköpunargáfu sína. Auglýsinga- bindindið er líka sérstaklega baga- legt fyrir þá því að bækur gamal- gróinna höfunda, sem eiga sinn fasta lesendahóp, selja sig að hluta til sjálfár. Minnkandi upplag annarra bóka en þeirra allra ffægusm leiðir svo óhjákvæmilega til hærra bókaverðs og minni sölu sem affur hækkar bókaverð og þannig koll af kolli þar til bókaútgáfa á Islandi yrði rúsrir einar. Það er sérstaklega mikil hætta á þessu hér á Iandi vegna fámennis okkar Islendinga. Smæð markaðar- ins er slík að hann er á mörkum þess að leyfa þá fjölbreytni í bóka- útgáfu sem er nauðsynleg í nútíma- þjóðfélagi tíl að alhr finni eitthvað við sitt hæfi. Fækkun tida myndi ýta fleiri lesendum yfir til enskunn- ar og minnka enn ffekar markað- inn fyrir íslenskar bækur. Skaðleg skattlagning Hið skelfilega er að álagning virðisaukaskatts með fullum þunga hefur hugsanlega þegar komið þessari keðjuverkun af stað. Bóka- útgefendur eru þannig sagðir hafa fekkað tidum fýrir þessi jól jafn- framt því sem þeir drógu úr auglýs- ingum. Stjómmálamenn em gjamir á yfirlýsingar um að þeir látí fista- mönnum listsköpunina effir og blandi sér ekld í hana. En stað- reyndin er hins vegar sú að einstak- ar aðgerðir þeirra hafa ótrúlega stýrandi áhrif á menningarþróun þjóðarinnar. Þannig em áhrif skyndilegrar álagningar virðis- aukaskatts á bækur þegar farin að hafa neikvæð áhrif á þróun ridistar og bókmennta á Islandi. Hæpið er að örvæntíngarfull viðbrögð bókaútgefenda dragi úr skaðlegum áhrifum virðisauka- skattsins heldur er þvert á móti mikil hætta á að þau ýti enn ffekar undir hættuna á hruni íslenskrar bókmenningar nema gripið sé til róttækra gagnaðgerða á næstu misserum. Kvikmyndir Addams Family Values ★★★ Sýnd í Háskólabíó og Saga-Bíó Leikstjóri: Barry Sonnenfeld ^ Aðalhlutverk: Anjelica Huston, Raul Julia, Christina Ricci Fyrri myndin um illfýglin úr Addams-fjölskyldunni vakti misjafna lukku þegar hún var sýnd hér á landi í fýrra. Það er jú al- kunna að svört kímnigáfa fer mis- vel í fólk og þegar Addams fólkið er annars vegar er víst að húmorinn er í dekkri kantinum. Sú er aila vega raunin með nýjustu afurð fjöl- skyldunnar illræmdu sem reykvísk- ir bíógestir berja nú augum. Ef eitthvað er þá er þessi mynd enn ar yfir jafhaldra sína f kvikmynda- borginni hvað varðar þroskaða túlkun á óvenjulegu hlutverki. Ef stúlkan á ekki effir að verða stórstimi síðar meir styrkist ég enn í trúnni um það að rétdæti sé naumt skammtað hér á fröken Jörð. Annars eru allir Ieikarar myndarinnar eins og klæðskera- sniðnir í hlutverk sín og auðséð er að þeir hafa lúmskt gaman af því að túlka þessi kyndugu fýrirbæri. Leikstjóm Sonnenfelds er myndræn og lifandi enda er hann hreint ótrúlega fær myndatöku- maður (Raising Arizona, Misery). Þetta er að vísu aðeins þriðja myndin sem hann leikstýrir (hann gerði einnig fýrri Addamsfjöl- skyldumyndina og For Love or Money með Michael J. Fox sem sýnd verður mjög bráðlega í Há- skólabíó) en ekki er annað að sjá en að hann valdi verkinu vel og gott betur. Besti kafli myndarinnar fjallar um ævintýri Addains systk- inanna Wednesday og Pugsley í sumarbúðum þar sem gert er stólpagrín að þessu fáranlega am- eríska fýrirbrigði sem slíkar búðir em, auk þess sem skotið er all hressilega á Michael Jackson í einu atriði. Til stóð reyndar að hann flytti lag í myndinni, en það fór að sjálfsögðu forgörðum þegar um- ræður hófust um siðvenjur KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF kappans. Þess í stað stóðust að- standendur sýnilega ekki mátíð og bættu inn einum mjög illkvitinis- legum brandara á hans kostnað. Eg mæli hiklaust með þessari mynd fýrir þá sem er í nöp við umheim- inn og þá sem kunna að meta svolida gálgakímni. Að gefinni velgengni þessarar myndar þá er nær ótvírætt að núm- er þrjú muni líta dagsins ljós ein- hvem daginn og ég get ekki annað en beðið í effirvæntingu. The Program 0 Sýnd í Laugarásbíó Leikstjóri: David S. Ward Aðalhlutverk: James Caan, Craig Sheffer, Halle Berry Hvert þó í fuðrandi! Gefst kaninn virki- lega aldrei upp á því að búa tíl bíómyndir um þessa sauðheimsku þjóðaríþrótt sfna, ainerískan fótbolta?! Hm jæja, Bandaríkjamenn verða víst að eiga sína sérvisku í ffiði, ef þeir hafa gaman af því að stunda „íþrótt" þar sem tílgangurinn virðist oft vera sá að rífa raddböndin úr hálsi and- stæðingsins og hlaupa með þau í mark, þá er það þeirra mál! En það afsakar ekki þá tilhneigingu þeirra til að mjólka sömu beljuna trekk í trekk þegar bíómyndir eru annars vegar. Söguþráður þessarar mynd- ar er semsagt margendumnninn og gerilsneyddur upp úr myndum cins og Top Gun og Rocky og er ill- skiljanlegt hví var verið að eyða negatívu í þetta yfirleitt. Þegar ekki er verið að sýna „æsispennandi" amerísk fótboltaatriði, sem dmkkna í hrúdeiðinlegri og há- værri bámjárnstónlist, þá er mynd- in ekkert annað en hrokafull sápu- ópera, full af dæmigerðum amer- ískum víðómatýpum sem em það holar að innan að hvert búkhljóð hlýtur að framkalla langvarandi bergmál. Hér á landi brá umboðs- aðili á það ráð, tíl að auglýsa upp þennan ómerkilegaa filmubút, að flagga því að í myndinni væri atriði sem hefði kostað nokkra á- hrifagjama Kana lífið. Þetta er auðvitað siðlaust, en ég er nú einu sinni á þcirri skoðun að ef þú ert nógu vidaus tíl að þramma rakleið- is út á miðja hraðbraut og leggjast niður, af því að þú sást það í bíó- mynd, þá áttu ekkert betra skilið en að verða fýrir bíl! Eg sé ekki nokkurn rökstuðning með þeirri ritskoðun sem Umferðarráð hefur hótað á hendur þessarar myndar. En mér er svo sem nokkuð sama um þetta blessaða atriði, það var svosem jafn bjánalegt og afgangur- inn af myndinni. Ef þú, lesandi góður, ert eitil- harður aðdáandi „mðnings“ (am- erískur fótboltí) þá tel ég um 2% líkur á því að þú getir haff nokkuð gaman af mynd þessari. Aðrir ættu að halda sig eins fjarri og aðstæður leyfa. dekkri en forverinn og ber þar hæst í skepnuskapnum dótturina Wednesday sem á ömgglega eftir að verða önnur Myra Hindley þeg- ar hún vex úr grasi. Leikkonan unga sem túlkar Wednesday, Christina Ricci, sýnir þó ótvíræða leikhæfileika ffemur en kvikindisskap, og þykir nær sannað að hún beri höfuð og herð- Fundur Málfundafélag alþjóða- sinna heldur fund laugar- daginn 18. desember kl. 15, þar sem Gylfi Páll Hersir er frummælandi um efnahagskreppu, frí- verslun og verkalýðs- baráttu. Fundurinn er öllum opinn og kaffiveitingar á boð- stólum.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.