Vikublaðið


Vikublaðið - 17.12.1993, Síða 11

Vikublaðið - 17.12.1993, Síða 11
VIKUBLAÐIÐ 17. DESEMBER 1993 11 Siðan hvenœr er það glœpur að gefa veikum manni jólaköku? Einar Már Guðmundsson hefur sent frá sér nýja skáldsögu, Engla alheims- ins. Sagan ijallar um ævi og endalok manns sem lendir í hremmingum geð- veikinnar og lýsir ferð hans frá vöggu til grafar. Höfundur dregur upp mynd af bernsku aðalper- sónunnar og lýsir hinum nöturlega heimi þeirra sem dæmdir eru til einveru og afskiptaleysis. Eetta er kraftmikil bók, full kímni, hlýju og beiskum sársauka. Höfundur hefur gefíð Viku- blaðinu leyfi til að birta kafla úr bókinni. „Þetta er dýragarður," segir Ragnar, bróðir pabba, „hreinn og klár dýragarður. Eg bakka ekki með það.“ Ragnar situr við eldhúsborðið heima í kjallaranum við Bryggjusund og drekkur kaffi með möinmu. Pabbi er úti að vinna. Ragnar er æstur. Hann lemur með hnefan- um í eldhúsborðið til að leggja áherslu á orð sín. „Dýragarður, hreinn og klár dýragarður. Þessir læknar eru þeir gerðu það yrðu allt of fáir eftir í dýra- garðinum.“ Ragnar er yfir tveir metrar á hæð. Hann þarf oft að beygja sig undir dyrakarma og það er raunar ekki fyrr en hann er sestur við eldhúsborðið með kaffibollann fyrir fram- an sig að manni finnst hann komast fyrir í eldhúsinu. Það hlýtur að vera erfitt fýrir hann að finna á sig föt, jakka og skó. Ragnar er höfðinu hærri en pabbi. Hann getur ekki staðið uppréttur í strætó. Kolsvart hárið er greitt aftur. Hann er svipsterkur og ákveð- inn. „Það er blátt áfram undarlegt hvernig þessir læknar haga sér, láta ekki sjá sig dög- urn saman, en reiða svo til höggs frá skrif- borðum." . Ragnar hefur ekki aðeins afdráttarlausar skoðanir á Kleppi og starfsseminni þar. Ekkert er honum óviðkomandi. Lýsingar hans eru litríkar. lafhræddir við sjúk- lingana,“ segir Ragnar og sveiflar hendinni og rétdr fram lófann. Ragnar hefur unnið sem gæslu- maður inni á Kleppi og oft komið í kaffi eftir vaktir, en nú er búið að reka hann; það verða ekki fleiri vaktír. Mamma simr gegnt honum við eldhúsborðið og prjónar. Hún veit að Ragnar situr lengi og talar mikið og því notar hún tímann á meðan hún hlustar á ffá- sagnir hans og skoðanir. „Ég skal segja þér, mágkona góð, að það er ekki ætl- unin að lækna nokkurn inann þarna inn frá. Ef 'Se/n e/iaa/t sot/tii/1 Sími 53466 Frásagnir hans eru skrautlegar. Öll árin sem hann hefur komið í kaffi hefur hann sagt mömmu sögur og sjaldan þá sömu tvisvar. Mörninu finnst skemmtilegt að hlusta á hann. Einhvern tíma þóttí þó mömmu sagna- gleði Ragnars vera komin út í öfgar. Kannski var það þegar hann hljóp með Maxim-Gorki-vélbyssuna upp fjallshlíð á Spáni eða þegar herdeildin syntí í rauðvíni á yfirgefha búgarðinum eða þegar maður- inn við hlið hans í skotgröfinni fékk í sig þrjá hnappa, einsog Ragnar orðaði það, eða þegar forstjórinn í vélsmiðjunni var rass- skelltur eða þegar hann jafhhentí prestínn. Alla vega sagði mamma: „Nei, nú lýg- urðu, Ragnar.“ „Nei, mágkona góð,“ sagði Ragnar. „Ég lýg aldrei. Ég bara skreyti.11 En þetta er hvorki skraut né lygi: það er búið að reka Ragnar úr starfi gæslumanns við geðspítalann að Kleppi. „Og fyrir hvað varstu rekinn?“ spyr mamma. „Eg gaf sjúklingi jólaköku,“ segir Ragn- ar. „Varla er það bmttrekstrarsök." ,Jú, læknarnir sögðu að ég bruðlaði með matvæli spítalans. 3 „Ragnar er fæddur sama ár og heims- styrjöldin fýrri hófst og hann barðist sjáflur í styrjöld, sem ég vissi síðar að var borgar- styrjöldin á Spáni. Ragnar barðist gegn fásistum, en löngu áður en ég vissi hverjir það voru sá ég Ragnar fyrir mér sem Göngu-Hrólf að ganga j-fir löndin og fjöllin, einan með riffii um öxl, skimandi. Eitt sinn sýndi ég Ragnari biblíumynd- irnar mínar úr KFUM. Ragnar tók mynd- imar, flettí bunkanum, horfði brúnaþungur og alvarlegur á Jesús Krist og geislabauginn umhverfis hann. „Svona geislabaugur er líka umhverfis þig,“ sagði hann svo, „og alla sem berjast fyrir kærleikann,“ og nú sýndi Ragnar inér í fyrsta sinn handlegginn sem byssukúlurnar hæfðu. Ragnar er kommúnisti og skainmast sín ekkert fyrir það: menn eru annaðhvort kommúnistar eða fífl. Það er á hreinu. Það þarf ekki að ræða það frckar. Það er heldur ekkert nýtt að Ragnar sé rekinn úr vinnu: fyrir uppsteit og áróður, fyrir að æsa til verkfalla, jafhvel fyrir það eitt að segja sögur. „Eitt er,“ segir Ragnar, „að standa í átök- um við auðvaldsþjóðfélagið, vinnuveitend- ur og senditíkur þeirra, annað og öinur- legra að vera rekinn af læknum sem starfa á vegum hins opinbera, ekki af því að maður sé vanhæfur, heldur af því að þeir vilja ekki horfast í augu við eigin vanhæfhi.“ Og nú er Ragnar reiður: „Læknarnir em skíthræddir við sjúklingana. Sjáðu tíl dæm- is hann Bjössa frá Stóra Hóli. Hann er úr Kambahreppnum. Ég man vel eftír honum og Óli bróðir líka. Hann er álitinn einn alerfiðasti sjúklingurinn á spítalanum. Hann er tröll að burðum. Hann er stærri en ég og miklu sverari. Læknamir þora ekki inn á deildina nema að hann sé settur í spennitreyju. Hann urrar þegar hann sér þá og er hvað efrir annað lokaður inni í ein- angmnarklefa og látínn dúsa þar með alla sína orku í skrokknum. Þá hleypur hann á rnilli veggja, snaróður einsog tarfur. Held- ur þú nú, mágkona góð, að þessi maður, hann Bjössi frá Stóra Hóli, skvnji ekki hvernig fólk kemur fram við hann?“ Ragnar gerir hlé á máli sínu, horfir út f loftið einsog hann sé að leita að orðum, en segir svo: „Það er nefnilega vit í óvitínu. Þegar ég kem og gef Bjössa kaffi og jóla- köku, ég tala nú ekki um ef ég hef splæst á hann heilli sígarettu, þá færist yfir hann friður, þessi himncski friður. Ég hef aldrei átt í neinum vandræðum við að baða hann og hann hefur aldrei lagt hendur á mig þótt hann hafi reynt að drepa nokkra lækna. Það er nefhilega þetta með vitið í óvitinu. Ef allir eru vondir við þig hefúr þú engan tíl að vera góður við. Þetta skilja sjúldingarnir. Þó að vitsmunir þeirra séu brenglaðir slær hjartað í þeim einsog í öllum öðmm.“ „Ert þú að halda því fram að læknarnir viti þetta ekki?“ spyr mamma. „Nei, nci, nei. Þeir vita þetta jafn vel og ég og þú. Þeir vilja bara hafa þetta svona. Þeir láta hjúkrunarkonurnar og gæslu- mennina sjá um öll störf en em sjálfir fjarverandi heiiu og hálfu dagana og þótr** þcir séu við sjást þeir ekki á deildunum." „Ég heyri að þú hefúr farið fram á kaup- hækkun,“ segir tnamma. ,Já, ég benti þeim bara á þessa staðreynd og að launin væm alltof lág og að ég krefð- ist úrbóta,“ segir Ragnar, „en þeir notuðu jólakökuna sem átyllu til að losna við mig.“ Ragnar kveikir sér í sígarettu. Mamma leggur frá sér prjónana, sækir kaffikönnuna og hellir í bollann hjá Ragnari, en á meðan hún gengur með kaffikönnuna að eldavél- inni blæs Ragnar frá sér reykmekki og seg- ir: „En ég bara spyr: Síðan hvenær er það glæpur að gefa veikum manni jólaköku?"

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.