Vikublaðið


Vikublaðið - 17.12.1993, Síða 7

Vikublaðið - 17.12.1993, Síða 7
VIKUBLAÐIÐ 17. DESEMBER 1993 7 13. nóvember sl. voru liðin 330 ár frá fæðingu Árna Magnússonar prófessors og skjalavarðar, sem þekkt- astur er fyrir handritasöfnun sína. Af því tiiefni skrif- aði dr. Már Jónsson sagnfræðingur tvær greinar fyrir Vikublaðið og birtist sú fyrri í síðasta blaði en sú seinni hér. Már vinnur að bók um ævi og störf Árna. Árni Macjnússon og Island Síðari grein (1702-1713) 0-Tl Ljóst er að Arni hafði frá fyrstu tíð einlægan áhuga á málefnum Islands. I bréfi til Þormóðs Torfasonar haustið 1690 sagði hann fréttir sem honurn höfðu borist af íslandi og býsnaðist yfir „kúgun og órétti sem þar geysar." Þremur árum síðar skrif- aði hann Þormóði ítarlega um „eldsbruna í Heklu.“ Rúmlega þrí- tugur fór Arni síðan að skipta sér af íslenskum málum á bak við tjöldin í krafti vinfengis við háttsetta menn. Vorið 1695 vasaðist hann x erfða- máli fyrir kunningja sinn Magnús Jónsson í Vigur og þremur árum síðar stóð hann í stappi fyrir forn- vin sinn Bjöm biskup Þorleifsson á Hólum. Aldamótaárið 1700 kom Arni í veg fyrir að amtmaður kærði Björn fyrir konungi vegna vanrækslu við skólahald. Arið eftir hafði hann lít- ið álit á fyrirhugaðri ferð Gottmps lögmanns til Kaupmannahafnar í því skyni að stuðla að umbótum á Islandi: „Sýnist so sem landið inuni heil hóp peningum þar upp á voga og lítið fyrir fá.“ Þá um haustið tók Arni þó við umboði nokkurra hátt- settra manna á íslandi sem vom andvígir sendiför lögmanns og ótt- uðust að skoðanir þeirra kæmu ekki fram á fundum ráðamanna um veturinn. Heimkoman Það kom Arna vart á óvart og honum var það áreiðanlega ekki þvert um geð að takast á hendur formennsku í svonefndri jarðabók- amefnd sem konungur skipaði í maí árið 1702. I lann skipti sér af á- kvæðum erindisbréfsins og kom því til leiðar að vinur hans Páll Vídalín varalögmaður var skipaður í nefndina með honum í stað Páls Beycrs, sem síðar varð landfógeti. Tvennt hvatti Arna til dáða þegar hér var komið sögu. Hann vildi bæta kjör íslendinga og draga úr misrétti sem hann vissi að var land- lægt. Jafnframt sá hann fyrir sér að á íslandi gæti hann safnað gömlum skjölum og handritum í eigin per- sónu, því það var hans helsta hug- sjón í lífinu líkt og hann útskýrði í bréfi til Björns biskups árið 1699: „hef ég og mínum bróður sagt hve superstitiose [hjátrúarfullt] ég pergaments [skinn] bækur þrái, jafnvel þótt það ei væri nema eitt hálft blað, eða ringasta [auxnasta] rifrildi, þegar það ickun [aðeins] væri á pergament, og jafnvel þó ég 100 exemplaria [eintök] afþví sama hefði.“ Þetta hafði hann orðið að gera bréfleiðis yfir hafið ffam að þessum tíma, reyndar með einstök- um árangri, en aldrei var nóg að gert. Nóttina áður en Arni gekk til skipssnemma sumars 1702 pakkaði hann bókum sínum og öðru, en stefiidi til sfn fólki á sjötta tímanum til að kveðja og bjóst við að verða á Islandi í hálft annað ár. Aðfarirnar benda til tilhlökkunar, og enn meiri eftirvænting birtist í athuga- semd sem hann skrifaði aðfaranótt 19. júní er skipið var norður af Langanesi: þegar sólin var næst sjávarfletinum sást á milli. Arni steig á land í Hofsósi nokkrum dögum síðar, heimsótti Björn bisk- up að Hólum og náði til Þingvalla áður en alþingi kom saman. Þar hitti hann Pál Vídalín og þeir hófu störf. Mikill hugur var í Arna eftir komuna til Islands. Honum ofbauð ástandið og um haustið skrifuðu þeir Páll harðorð bréf til Kaup- mannahafiiar um ýmislegt sem þeir töldu að betur mætti fara. Sýslu- menn voru óhæfir, jarðeigendur ranglátir, kaupmenn andstyggileg- ir og dómskerfið í rúst. Almenn- ingur þjáðist undan þessu öllu og fátæktin var hræðileg. Tveimur árum síðar skrifúðu þeir að svo mörgu væri ábótavant að ekki dygði annað en algjör og hröð um- bylting („total“ og „hastig reformation“). Ami byrjaði líka umsvifalaust að safna handritum og skjölum, og skrifaði ekki svo bréf að viðtakandi væri ekki beðinn um að svipast um efrir slíku. Hvar sem hann fór spurði hann efrir því sama, þótt aldrei gengi hann jafri- langt og Halldór Laxness vildi vera láta í Islandsklukkunni, þegar Arnas leitaði í rúmi móður Jóns Hreggviðssonar: „Eftir lánga og nákvæma leit kom þar að liinn tigni gestur dró frammúr heyruddanum nokkur samanvöðluð skinnaræksn svo bögluð, skorpin og garnal- hörðnuð að ógerlegt var að slétta úr þeim.“ Mótlæti Að því marki leið Arna vel sein hann þóttist gera gagn og ætlaði að láta gott af sér leiða. Hins vegar leist honum illa á aðbúnað, sam- göngur og húsnæði. Veturinn 1702-1703 var harður og hefur Arna brugðið í brún, því hann hafði ekki komið til Islands í sextán ár og var orðinn vanur borgarlífi og velsæld í Kaupmannahöfn og Leipzig. I bréfi til konungs síðla sumars 1703 bar hann sig illa. Hálft árið var ekkert hægt að fara vegna snjóa, hús voru óupphituð og aðeins sjö eða átta kakkalofriar í landinu. A sumrin var gjarnan rok og rigning, svo farangur spilltist nema hann væri tekinn inn í tjöld, en þau voru eina húsaskjólið á ferðalögum vegna bágborinna húsakynna almennings og presta. Engar brýr var að finna og ferjur fáar, vegir alltaf slæmir og versnuðu enn í vondu veðri: „I einu orði sagt verður því ekki lýst í flýti hversu örðugt er að komast leiðar sinnar í þessu landi.“ Eftír tveggja ára dvöl voru runnar á hann tvær grímur og hann langaði burt. Söfri- un handrita gekk ekki eins vel og hann hafði búist við og linnulausar útréttíngar vegna landsmála tóku allan tíma hans. Þormóði skrifaði hann hausrið 1704: „Eg er hér uppi eins og í fangelsi, sé og ei að héðan leysast kunni ennú í tvö, þrjú ár.“ Þrátt fyrir ótrúlegan dugnað er- indrekanna og aðstoðarmanna þeirra gekk samantekt jarðabókar hægt. Seinlegt var að ferðast á milli staða og ekki mátti kasta tíl hönd- um, því lýsa þurfti hverri einustu jörð af mikilli nákvæmni. Ofan á þetta meginverkefrii Arna og Páls hlóðust alls kyns klögumál og deil- ur. Vorið 1704 bar Magnús Sig- urðsson í Bræðramngu Arna á brýn að hann héldi við konu sína, og þótt Arni fengi áburðinum hnekkt tók það tíina og gekk nærri virð- ingu hans. Otrúlegir misbrestir vom á öllum sviðum íslensks sam- félags og innlendir ráðamenn, ís- lenskir sent danskir, reyndust ekki sérlega fylgispakir. Arni fór ýmsum erindum tíl Kaupmannahafriar haustið 1705 og var þar um vetur- inn, aðallega vegna fyrirhugaðra breytinga á tilhögun verslunar, sem hann réði mestu um. Eftir að Árni kom aftur til ís- lands vorið efrir fór hins vegar að gæta vansældar hjá honum. Jarða- bókin sóttist seint sem fyrr og Arni átti erfitt uppdráttar í ýmsum mál- um, ekki síst vegna þess að Gyldcn- löve stiftamtmaður, hálfliróðir konungs, snerist gegn honum. Sumarið 1707 var síðan allt á öðrum endanum, flokkadrættir ó- trúlegir og leiðindi óhemju mikil, að ógleymdri Stórubólu sem lam- aði frainkvæmdir í marga mánuði. A alþingi ári síðar dæmdu Arni og Páll í svonefridum firnamálum, þar á meðal morðmáli Jóns Hreggviðs- sonar, sem þeir töldu að Sigurður Bjömsson Iögmaður og fleiri hefðu farið rangt með og klúðrað áratug- ina á undan. Sigurð sviptu þeir embætti og aðrir fengu himinháar sektir. Innlendir ráðamenn urðu enn andsnúnari þeim félögum fyrir vikið og einsettu sér að hnekkja þessum dómum. Með haustskipum hélt Arni hélt til Hafriar, að ég hygg búinn að fá sig fullsaddan af Islandi og Islendingum. Um vetur- inn varð hann umstanginu afhuga. Heimþrá I bréfi til vinar síns Reitzer í Kaupinannahöfri haustið 1706 velti Arni því fyrir sér hvort hann yrði nokkru sinni svo lánsamur „engang at komme hiem.“ Þegar haustið 1707 var hann farinn að hugsa um fyrirhugaða ferð til Hafriar ári síð- ar. Vorið 1709 gekk hann að eiga Memi Fischer og gerði sér vonir um að þurfa ekki að vera á Islandi nema sumarmánuðina. Hann skrif- aði Bimi biskupi að nú byggi hann sig til ferðar ineð síðasta Eyra- bakkaskipi „í þeirri von að reisa af landinu í haust til baka.“ Hug- myndin var að vera í Kaupntanna- höfn um veturinn, en fara vorið 1710 með skipi beinustu leið til Isafjarðarsýslu eða Múlasýslu að gera jarðabók. Með þeim hætti fullyrti hann að mætti ljúka jarða- bókarstörfum á árinu 1711. Kon- ungur og ráðamenn bim ekki á agnið og erindinu var snarlega synjað með þeim rökum að svona flækingur myndi tefja störf ncfrid- arinnar enn frekar en orðið var. Arni lét þó ekki deigan síga og skrifaði konungi ffá Skálholti þeg- ar haustið 1709 og vildi fá að dvelj- ast í Kaupmannahöfti veturinn 1710-1711 sér til heilsubótar, auk þess sem hann væri nú kvæntur og kona hans væri þar. Mettu sjálfri skrifaði hann tveimur dögum seinna að hann hefði sótt um „at maa konune hiem ad aare,“ en Reitzer síðar um haustið: „Eg mun koma heim að ári, bið hann þó ekki hér um að tala.“ Þegar hann skrif- aði þessar línur mun Árni hafa séð prófessorsbústað sinn í hillingum, því þar var kona þans og í Kaup- mannahöfri allir hans bestu vinir. Brottfararleyfi Ekki fékk hann þessu framgengt og átti eftir að vera á Islandi í nærri tvö ár til viðbótar. Manna fegnast- ur varð hann því sennilega þegar Rentukammer kallaði hann heini vorið 1712, þótt ástæðan væri óá- nægja þess vegna seinagangs við gerð jarðabókar og aðrar skyssur sem því fannst þeir Páll hafa gert sig seka um. Ekki var ffá miklu að hverfa og óvinir þeirra, Oddur Sig- urðsson lögmaður og Múller amt- maður, réðu lögum og lofum í landinu. Söfriun skjala og handrita hafði að vísu gengið vel árin á und- an. Einkurn hafði ferð um Isafjarð- arsýslu sumarið 1710 reynst ábata- söm, en eins víst var að ekki væri eftir meiru að slægjast. Haustið 1712 fórÁrni því frá Is- landi alfarinn í annað sinn, en var hjá Þormóði á Stangarlandi yfir há- veturinn og kom til Kaupmanna- hafriar í mars árið eftir. Hann tók til í hirslum sínum og fyrir áramót- in seldi hann um 400 bækur sem hnn langaði eklci lengur til að eiga. Litlu síðar fluttu þau hjónin í nýtt hús og nærri fimmtugur gat Árni tekið upp þráðinn ffá haustinu 1701. Það sem eftir var af ævi hans, ein sextán ár, unni hann Islandi úr hæfilegri fjarlægð. Hann hundsaði skipanir yfir- valda um að ganga frá jarðabókinni og þýða hana á dönsku, en stússaði í málum íslenskra vina og gaf góð ráð ef stjórnarherrar báðu hann um það. Hann rækti embætti sín, en sinnti fyrst og ffemst handritunum og skrifaði hina ómetanlegu seðla um sögu lands og þjóðar. Um Is- land talaði hann ávallt hlýlega og líklega má treysta þeim orðum Jóns bróður hans „að hann vildi föður- landinu til alls þess góðs vera sem hann kynni.“ Hann var engu að síður danskur embættismaður af lífi og sál, prófessor, skjalavörður og bókavörður, og umgekkst eink- um danska starfsbræður sína - „hálfur útlendingur“ eins og Hall- dór Laxness lætur Sigurð dóm- kirkjuprest segja við Snæfríði Is- landssól. Bruninn í Kaupmannahöfit haustið 1728, einn voðalegasti at- burður Islandssögunnar, eyðilagði þó minna af handritum og skjölum Árna en efrii stóðu til. Árni dó rúmu ári síðar, en lét gera erfða- skrá daginn áður og þar kemu hug- ur hans til Islands skýrt í ljós. Fyrst og síðast vildi hann efla þekkingu og styrkja rannsóknir á íslenskri menningu með athugunum á því sem hann hafði safriað. Það hefur honum svo sannarlega tekist eða öllu heldur körluin og konum sem hafa orðið þess aðnjót- andi að taka við því sem hann lét eftir sig og birta það eftirkoinend- um þess fólks hvers hag hann þráði sem bestan. (Helstu heimildir eru bréf Árna í útgáfu Kristjáns Kálund: Embedsskrivelser og andre offentlige aktstykker. Kaupmanna- höfn 1916; Arne Magnussons Private Breweksling. Kaupinannahöfn 1920. Sér- lega góða úttckt á jarðabókarnefhdinni iná lesa í inngangi Gunnars F. Guð- mundssonar að nýútkominni bók, Jarða- bréf frá 16. og 17. öld. Utdrættir. Reykja- vík 1993. Uinmæli Jóns Magnússonar eru í sfðari hluta fyrra bindis ritsins Árni Magnússons JeNTied og skrifter. Kaup- mannahöfn 1930. Loks iná nefna bók Finns Jónssonar, Ævisaga Árna Magnús- sonar. Kaupmannahöfn 1930.)

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.