Vikublaðið


Vikublaðið - 17.12.1993, Síða 2

Vikublaðið - 17.12.1993, Síða 2
2 Viðhorf VIKUBLAÐIÐ 17. DESEMBER 1993 -#\'iknl)laðið LAÐ SEM VIT E R I Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingar: Ólafur Þórðarson Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf. Tæki til tekjujöfnunar Ríkisstjórnin lagði af stað með fyriheit um aðgerðir í skatta- og félagsmálum sem kæmu hinum tekjulægstu og barnafjöl- skyldum að gagni. Efndirnar getum við nú skoðað í formi öf- ugmælakvæðis í tíu erindum: 1. Barnabætur hafa verið lækkaðar um nálægt 600 milljónir króna. 2. Sjóntannafrádráttur hefur verið lækkaður. 3. Endur- greiðsla tannlæknakostnaðar barnaíjölskyldna hefur lækkað. 4. Ymiskonar gjaldtöku hefur verið komið á í heilbrigðiskerf- inu. 5. Þátttaka sjúklinga í lyfjakostnaði hefur verið stóraukin. 6. Skólagjöld hafa verið lögð á. 7. Vextir hafa verið settir á námslán og þau skert vemlega. 8. Tekjuskattur einstaklinga hefur verið hækkaður um 1,5% almennt. 9. Skattfrelsismörk hafa verið lækkuð um 5-6 þúsund krónur á mánuði. 10. Virð- isaukaskattur hefur verið lagður á húshitun, afnotagjöld, bæk- ur, blöð og tímarit. Margt fleira mætti tína til en það er síður en svo að ríkis- stjórnin láti staðar numið í „jafnaðarmennskunni". Framund- an er enn frekari hækkun tekjuskatts einstaklinga og gæti samanlögð skattprósenta einstaklinga á næsta ári orðið 41,9% en var 39,85% þegar ríkisstjórnin tók við fyrir tveimur ámm. Þá á að skerða vaxtabætur sem era hrein svik við fólk sem treyst hefur á óbreyttan stuðning frá hinu opinbera við hús- næðiskaup. Um áramótin leggst 14% virðisaukaskattur á ferðaþjónustu, sem meðal annars mun gera almenningssam- göngur dýrari. Skyldi það eiga að koma „hinum tekjulægstu og barnafjölskyldunum að gagni?“ I fjárlagafrumvarpi og öðrum tillögum stjórnarinnar er að fínna ýmislegt fleira sem íþyngir þeim sem stjórnin þykist vilja styðja, svo sem sérstak- an skatt á áfengissjúklinga, frekari skólagjöld og fleira. Alþýðubandalagið hefur komið þeirri skoðun á framfæri á Alþingi að róttæk endurskoðun á skattkerfinu sé nauðsynleg vegna þess hvernig stjórnin hefur haldið á málum. Þar ber hæst að útfæra og koma á raunvemlegum fjármagnstekju- skatti og leggja á hátekjuskatt sem að hluta til yrði notaður til þess að hækka skattfrelsismörk í því skyni að auka á ný tekju- jöfnun í skattkerfinu. Breytingartillögur Alþýðubandalags- manna á þingi við „skattabandorm“ stjórnarinnar snúast um að: 1. Hækka persónufrádrátt og skattfrelsismörk. 2. Halda tekjuskatti fyrirtækja óbreyttum í stað ráð- gerðrar lækkunnar. 3. Falla frá því að leggja virðisaukaskatt á fólksflutn- inga innanlands og þjónustu ferðaskrifstofa. 4. Afnema bókaskattinn. 5. Matarskattur verði lækkaður en ekki fyrr en 1. mars 1994 vegna ónógs undirbúnings. Niðurgreiðslur haldist þangað til. 6. Sérstakt hátekjuskattsþrep verði hækkað. Tekjuöflun samkvæmt tillögum AJþýðubandalagsmanna er talin verða rúmlega milljarður en útgjöld noklcru meiri eða um 1,3 milljarðar. Gera má ráð fyrir að afkomubati þjóðar- búsins og auknar tekjur ríkissjóðs sem fylgja í kjölfarið geri meira en að brúa þetta bil. Það hefur lengi verið afstaða Alþýðubandalagsins að beita ætti hátekjuskatti og niðurfellingu skatts á matvælum sem tækjum til tekjujöfnunar ásamt öðrum tekjujafnandi aðgerð- um. I stjórnartíð þess 1978 var matarskattur feJIdur niður og 1987 barðist flokkurinn af hörku gegn upptöku matarskatts- ins. Á árunum 1988 - 1991 beitti hann sér fyrir því að niður- greiðslur á helstu matvörum voru auknar svo það jafngilti lægra skattþrepi. Það er því í fullu samræmi við þessa haráttu sem Alþýðubandalagsmenn á þingi styðja það að inatarskatt- urinn verði lækkaður niður í 14%. Auðvitað getur það vafist fyrir versluninni og innheimtumönnum ríkissjóðs að lækka matarskattinn en úr því það er hægt að hafa þrep í virðisauka- skatti í flestum ríkjum Evrópu ætti okkur elcki að vera vandara um en þeim. „Peir hafa steypt sér kálf úr gulli“ Nú eru jólin að ganga í garð með slcrautí sínu, trjám og dýrum jólagjöfum og bráðum verða haldnar stórar veisl- ur. Hin kristnu jól eru að breytast og hafa verið að breytast í einhvers- konar neysluhátíðir. Þannig hefúr innihald þeirra rýrnað en umbúð- irnar orðið glæsilegri og glæsilegri. En kannski eru hér á ferðinni ný trúarbrögð neyslunnar. Guð þeirra var guð neyslunnar, eklii veit ég hvað hann heitír en það er við hæfi að skýra hann upp á ensku, því nú á dögum sækjum við öll okkar viðmið í sjónvarps- og bíó- myndamenningu Bandaríkjanna og Breta. Því ætla ég að kalla hann Konsúmer, sem yrði að sjálfsögðu að skrifast með c-i og engri kommu yfir u-inu. Einhver rnyndi þó kalla hann Mammon, eítir hinum sýr- lenska guði ágirndar og auðsöfnun- ar. Þetta er karlkyns guð en hvorki kvenkyns né hvorugkyns. Nei, kyn hans er skýrt, og hann er að rneira að segja með lim einn inikinn ffant- an á sér, sem er í laginu eins og spjót, oddhvasst og ffekt. Þannig getur hann þrengt sér í smæstu og þrengstu rifúr mannsálarinnar og hamast í þeim af ófullnægðri þrá sinni. Honum kemur lítið við þó hann gangi að dýrkendum sínum dauðum. Þjónustumey hans græðgin býr yfir vopni sem hcitir auglýsing og getur alltaf gabbað tíl sín nýja og nýja dýrkendur guðsíns mikla. Ekki er hægt að steypa hon- um af stalli sínum, því þar var hann kyrfilega settur af dýrkendum sín- um kaupmönnunum og peninga- valdinu sem ræður fjölmiðlum og stjórnar þeim með peningastreymi auglýsinganna og þannig hafa áhrif á hugi fólksins. „Nei, vinur, þú ert ekki vinur okkar og þá færð þú ekki peninga ffá okkur,“ sögðu fúlltrúar inarkað- arins við þá sem ekki vildu þýðast guðinn. „Nei vinur, þú auglýsir ekki hjá okkur, því erm okkur óviðkom- andi“, sögðu fjölmiðlanir við þá sem sertu sig uppá móti lögum markað- arins. Sem á þessum tímum þjónaði hlutverki lögmálsins. Og allir voru dauðhræddir við að minnast á þetta heldur þráðu að komast í algleymis ástand og njóta biessunar neysluguðsins. Allir keppmst við að vinna sem mest og best til þess að ná því takxnarki að geta keypt sem mestan og dýrastan varning. En þegar þeir höfðu keypt hann komust þeir að því að vaming- urinn veitti þeim ekki þá ánægju sem þeir höfðu vænst eftír, því þurftu þeir að fara af stað á ný og kaupa nýjan varning, því guðinn heimtaði blóð, nægilegt blóð fékk hann frá áhangendum sínum og prestar ríkiskirkjunnar í landinu ýtm undir þessa trú. 1 trúarrimn kirkjunnar í landinu var eitthvað talað um gullkálfa og víxlara í musterum en prestar henn- ar höfðu það að engu og flykkmst um hina nýju trú á neysluguðinn og heimmðu launahækkun sjálfum sér til handa, til þess að geta tekið þátt í leiknum. Talaði frelsarinn ekki eitt- hvað uin guð og keisarann, ef við fáum okkar þá erum við ánægðir, við gemm ekki staðið á rnóti svona öflugu valdi. Þetta gerðu þeir í sam- ræmi við breskan inálshátt uin hinn ósigranlega óvin sem best sé að ganga í lið með. Dýrkefidum nýja guðsins óx ás- meginn og þeir sneru fornuin trúar- hátíðum og siðvenjum kirkjunnar í landinu uppí dýrkun hins nýja guðs. Menn kepptust við að vinna, slá lán til þess að geta gefið sem dýrastar og flottastar gjafir, haldið sem dýrastar veislur, neytt sem mest í kringum þessar hátíðir þeirra. Dýrkendur neysluguðsins þræl- uðu fyrir höfðingja sinn alltaf jafn ó- ánægðir; við viljum meira, við vilj- um meira, en aldrei fengu þeir nóg fyrr en þeir lágu örendir á stofugólf- inu heima hjá sér búnir að vinna úr sér heilann, kveikm á auglýsingun- um í sjónvarpinu tíl þess að leita sér að innblæstri fyrir sinn tóma haus og lina þannig þjáningar síns ófull- nægða lífs með draumum um nýrri og betri varning sem gætí eytt von- brigðum sem sá gainli olli. Þannig var þetta, er og mun verða um aldir alda. Neytum!. Höfúndur býr á Neskaupstað SPIL FYRIR ALLA SKÁKHÚSK) LAUGAVEGI118 ajwwæ SfMI 19768 éæBm* REYKJAVfK SCRABBLE VASA-SCRABBLE MONOPOLY FIMBULFAMB MATADOR PICTIONARY RISK TRIVIAL PURSUIT QUARTO RUMMIKUB TRIOMINO MASTERMIND MEISTARI V ÖLUNDA RH ÚSSINS GO ABALONE DRAUGASPILIÐ PYROMIS SPRETTHLAUP DÝRANNA HAFMEYJUSPILIÐ HNETURUGL KAPPHLAUPID AÐ KALDA BORÐINU UNO DOMINO RALLY RALLY DRIVF.R LÚDÓ SLÖNGUSPIL KlNASKAK BINGÓ STRADEGO GAME OF THE YEAR SCATFEGORIES TOPSECRET SCOTLAND YARD BATTLESHIP CLUEDO TWISTER NUMBER RUMBA POI.TERGEIST RAM’N SIAM SF.GDU SÖGU FATCATSo.fl o.fl. Taflmcnn og borð, 4&-50 (egundir og margar gcrðir af skákklukkum.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.