Vikublaðið


Vikublaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 14

Vikublaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 14
14 VIKUBLAÐIÐ 17. DESEMBER 1993 Sviðsljós Óður til landsins og birtunnar Áfbddngt Nu hyggst borgarstjómar- meirihluti Sjálfetæðis- flokksins eína loforð sem gefið var fyrir síðustu borgarstjómar- kosningar um að greiða mæðmm fyr- ir að vera heima hjá bömum sínum. Reyndar vill Sjálfetæðisflokkurinn ekki klæða aðgerðina í þennan bún- ing núna, heldur hyggst greiða öllum foreldmm sem ekki nýta sér leikskóla borgarinnar eða aðra sem borgin leggur fé til sömu upphæð og einka- rekin dagheimili em styrkt með, sex þúsund krónur á bam. I morgunút- varpi Rásar tvö í gær harðneitaði Sjálfetæðiskonan Anna K. Jónsdóttir forstöðumaður Dagvistar bama því að ákvörðunin hefði tekið breyting- um ffá því loforðið var gefið. Þessi köttur er minnugur vel. Það er kolrangt hjá Önnu að kosningalof- orð Sjálfttæðisflokksins hafi gengið út á að allir foreldrar sem ekki nýta sér niðurgreidda dagvistarþjónustu eigi að fa þessa peninga. í>vert á móti var loforðið sett fram í kjölfar upp- hlaups nokkurra kvenna sem töldu sig fulltrúa giftra, heimavinnandi húsmæðra og héldu frarn að þær væm hlunnfamar. Einstæðar mæður og aðrir sem ekki nenntu að hugsa um bömin sín riðu hinsvegar feitum hesti frá fjárhagslegum samsldpmm sínum við hið opinbera. Upp vom sett kúnstug reikningsdæmi sem áttu að styðja þetta og miðuðust við ein- stæðar mæður með sannkallaða ó- megð (og þ.a.l. háar bamabætur, ^inæðralaun og meðlög - og bömin á leikskóla) og jafnframt hreinræmð forstjóralaun. (sic!) Niðurstaðan: Þær hefðu það svo óheyrilega gott, í þær ausið fé á alla kanta, gagnstætt sam- viskusömum mæðmm sem fóma sér launalaust og án opinberrar aðstoðar fyrir böm, eiginmann og heimili. Undir þetta tók Davíð Oddsson og þáverandi og núverandi borgar- stjómarmeirihluti. En Davíð hvarf af vettvangi og arfleiddi Markús Öm Antonsson að loforðinu. Og það var klárt og kvitt: Það á að borga konum fyrir að vera heima hjá bömum sín- um því að þær spara borginni mildð fé (og em betri konur og mæður fyrir bragðið - hallelúja). Kvenréttindakonur benm Markúsi á meiriháttar veilu í hugmyndinni. Veilan var sú að vegna lélegrar dag- vistarþjónusm eiga t.d. langflestar giftar mæður sem vinna fúllan vinnu- dag engan kost á leikskóla. A sama tíma og þær borga skatta til borgar- innar (sem heimavinnandi húsmæður gera ekld) verða þær að borga dýrar einkalausnir fúllu verði. Þær "spara" Reykjavíkurborg útlát nauðugar vilj- ugar. Vegna jafnræðissjónarmiða væri það brot á mannréttindum að nota skattfé þeirra ril að hygla þeim sem enga skatta borga á meðan þær sjálfar fá enga þjónusm, auk þess sem loforðið sjálft væri óframkvæman- legt. Og greinilega hefúr borgar- stjómarmeirihlutinn fallist á þessi rök. Eftir stendur samt sú gagntýni að dagvistarmál í borginni eru ril skammar og nærtækara að mæta þörfúm bama og foreldra fyrir leik- skóla heldur en að kaupa sig ffá því með svo afkáralegum hætti. Fyrirtækið Nýjar víddir með hönnuðinn og listakonuna Kristínu Þorkelsdóttur í far- arbroddi hefúr gefið út undurfal- lega prentgripi, sem spanna allt ffá jólakormm og veggmyndum tíl ráðstefnumöppu og dagatala, en meðal þeirra er hið þekkta dagatal ,Af ljósakri“ sem nú kemur út í fimmta sinn. Sem fyrr em það breiðmyndir Harðar Daníelssonar af íslensku landslagi í samspili við hina sérkennilegu íslensku birrn sem prýða dagatalið ásamt ljóð- rænum og fræðandi texta Páls Ims- lands jarðffæðings. Hönnunin var í höndum Kristínar. Við gerð dagatalsins „Af ljósakri“ hafa verið þróaðar nýjar aðferðir í prenttækni hér á landi í samvinnu við Odda h.f., sem felast í því að auk hefðbundinnar fjög- urra lita prenmnar er prentað yfir myndirnar með bæði möttu og glansandi lakki sem gefur myndun- um einstaka dýpt. Þetta dagatal, sem er hugsað sem tilvalin jóla- og áramótakveðja fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja rækta tengsl sín við útlönd, hefúr þegar borið hróð- ur Islands víða. Texti dagatalsins birtist á sex mismunandi mngu- málum, íslensku, ensku, þýsku, ffönsku, sænsku og nú í fyrsta sinn einnig á spænsku. íslands rétta nafn Að sögn Kristínar var í fyrsta skipti í fyrra sett pönmnareyðublað aftast í dagatalið og eru pantanir farnar að streyma beint inn ril fyr- irtækisins að utan. - Fyrsm árin litum við á útgáfu- starf Nýrra vídda sem ffamtíðar- fjárfesringu, því við fengum engan veginn til baka allan þann tíma og kostnað sem í uppbyggingu fyrir- tækisins fór. Núna um þessi áramót ræðst hvort við höfuin þetta af, segir Kristín, en þegar hún handleikur afurðirnar endurspeglast í svip hennar sú alúð sem hefur verið lögð í verkið. Og memaður hennar fyrir hönd landsins og tungumáls- ins kemur í ljós í atriðum sem mörgum gæm virst léttvæg, eins og þegar hún bendir á að á þeim tveim breiðmyndaplakötum sem fyrir- tækið gefur út er nafhið Island skrifað stórum stöfum og þýðingar á nafninu standa smáu letri fyrir neðan. - Eg vil ekki að við sjálf kynnum landið okkar erlendis með enska heitínu Iceland. Utlendingar eiga að þekkja hið rétta nafn landsins, segir hún. Hörður Daníelsson, Páll Imsland og Kristín Þorkelsdóttir, en þegar þau handleika afurðir Nýrra vídda sést glöggt hvílík alúð hefiir verið lögð í verkið. Mynd. Sverrir Vil- helmsson Tilbrigði við ís og lita- dýrð jjallanna Ekki er ólíklegt að jólakort fyrir- tækisins fari einnig víða um heim en þeirra á meðal er þrettán korta sería af íslensku jólasveinunum með texta á íslensku og ensku sem útskýrir þá hrekki þeirra og tíltæki sem gert hafa aðdraganda íslensku jólanna á liðnum öldum ólíkan því sem annars staðar þekldst. Jöklasýn og Fjalladans heita tvö hin minni dagatöl sem Nýjar vídd- ir hefur gefið út og fást þau hvort heldur sem vegg- eða borðdagatöl. Hið fyrrnefhda er með ljósmynd- um Ragnars Th. Sigurðssonar, en Ari Trausti Guðmundsson jarð- ffæðingur skrifar inngangstexta. Eins og felst í orðsins hljóðan eru myndirnar af jöklum og ís í ótal til- brigðum. Hið síðarnefnda, Fjalladans, er með vamslitamyndum og inn- gangstexta Kristínar sjálfrar, en Kristín er kunn fyrir vatnslita- myndir sínar sem hún málar á ferð- um sínum um landið. Sögusvuntan sýnir nýtt jóla- leikrit fyrir börn Asunnudaginn, 19. desemberkl. 15, verður ffumsýnt brúðu- leikritrið Þrettándi jólasveinninn í Gerðubergi í Reykjavík. Leikritið, sem er splunkunýtt, er eftir Hall- veigu Thorlacius en hún hefur gert allar brúðurnar og leikmyndina og leikur öll hlutverkin sjálf. Leik- stjóri er Guðrún Asmundsdóttír. Jóhanna Stefánsdóttir saumaði tjöld. I Þrettánda jólasveininum fáum við að sjá Grýlu, jólaköttinn og Stúf við allt aðrar aðstæður en við eigum að venjast. Leikritið er ætí- að til flutnings í leikskólum og yngsm bekkjum barnaskóla og verður þetta eina opna sýningin fyrir þessi jól. Þú getur ekki hangið endalaust í pilsfaldinum á móður þinni, virðist hún Grýla hérna vera að segja við snáðann Stúf. Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá karlmannsnafh - Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Nauteyri. / 1 T— I7~ r- l y 1 T** 9 r“ 7 ) 2 £ 10 n Iz w~ w~~ Ts )U (. 77— T1— TT~ /íT 10 )8 )t ib 19 ¥ 9 Tp T— ryrrr— I/ H> Zl y. 10 TT~ 22 23 V Tf T— 6 11 2¥ T 23 i 2! 5" T 3 vr~ JT~ V 77 sr 32~ 1 22 Tz~ TV~ 1 2S V T~ n 4 Ho 21 7 /0 u ¥ 13 13 T 73— s? /3 10 15 V f 7K H 'if 10 ¥ 6 ID 15 22 rg— i )0 )i T 2! It W~ W~ V 5 13 is1 13 ¥ 2*1 io 23 4 íT~~ I0 4 ¥ 13 31 ' T~ H V iZ /3 10 b Ua V Z !(> V /1 7*7—7K ¥ TT~ 3 H> T~ ió> 32 (a V 1 ¥ y 3Z 10 i/ T~ Jt 2J 21 áf V "ó u> 3o 2! 5- 10 é> 1 U 1s 7/ 11 ■ A = Á = B = D = Ð = E = É = F = G = H = 1 = í = J = K = L = M = N = o = Ó = P = R = S = T = U = Ú = v = x = Y = Ý = Þ = Æ = Ö = 1 = 2 = 3 = 4 = 5 = 6 = 7 = 8 = 9 = 10 = 11 = 12 = 13 = 14 = 15 = 16 = 17 = 18 = 19 = 20 = 21 = 22 = 23 = 24 = 25 = 26 = 27 = 28 = 29 = 30 = 31 = 32 =

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.