Vikublaðið


Vikublaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 5
VTKUBLAÐIÐ 17. DESEMBER 1993 5 Hrafn beðinn afsökunar Magnús M. Norðdahl, lögmað- ur Hrafiis Gunnlaugssonar, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, hefiir í bréfi dagsettu 3. nóvember 1993 fárið fram á það við ritstjóra og ábyrgðarmann Vikublaðsins að tilteldn ummæli, níu alls, scm birst hafa í fjórum greinum í Vikublaðinu verði dregin til baka og Hrafn beð- inn afsökunar á þcim. Bréf lögmannsins hefst á þessum orðum: „Mér befur falið Hrafn Gunn- laugsson, Brávallagótu 20, Reykjavík að gæta hagsmuna sinna vegna tiltek- inna skrifa í Vikublaðið svo sem nán- ar verður skýrt. Umbjóðandi minn telur að gróflega sé að <eru sinni vegið sem einstaklings og einnig sem opin- bers starfsmanns. Þau mmiueli sevi hér um rceðir koma öll fram í ómerktmn pistlum í blaðinu og eru þvt á ábyrgð ritstýóra. “ Þau ummæli sem lögmaður Hrafns tilgreinir í bréfi sínu eru aðallega af tvennum toga. Annars- vegar eru ummæli í blaðagreinum sem byggð eru á skýrslu Ríkisend- urskoðunar um fjármálaleg sam- skipti Hrafns við ýmsa opinbera aðila og hinsvegar ummæli í pistl- um á borð við „Á flækingi" og „Tilveran og ég“ sem er sniðinn rúmur stakkur í stíl við skylda pistla, t.d. Svarthöfða og Dagfara í öðrum fjölmiðlum . Ritstjóri stendur við ummæli blaðsins sem byggð eru beint á skýrslu Ríkisendurskoðunar, með þeirri undantekningu að hann telur að uinmælin sem tilgreind eru úr dálkinum „Einkavinur vikunnar" sem að nokkru leyti eru byggð á skýrslu Ríkisendurskoðunar séu villandi sökum ónákvæmni í ffam- setningu. Ritstjóri fellst á að draga til baka þau ummæli sem greint er frá hér að neðan. í samræmi við bréfaskriftir á milli ritstjóra og lög- manns Hrafns, sem farið hafa ffarn að undanfömu uin sáttaboð rit- stjóra, og ósk lögmannsins er látið ógert hér að endurtaka þau um- mæli sem ekki eru dregin til baka. Það er einnig í samræmi við ábend- ingar lögmanns Hrafns varðandi grein þessa að birtar era athuga- semdir hans við þau ummæli sem dregin eru til baka 1. Úr pistlinum ,Jí flækingi" 20. 8. 1993. „Það veitir ekki af því að orðspor Hrafns er slíkt að sjálfstœðismenn eru ttpp til bópa komnir með óbragð í munninn, þetta sama bragð og maður fer við að borfa á peivertuna i mynd- um leikstjórans. “ Athugasemdir lögmanns Hrafhs við þessum ummælum hljóða á þessa leið: „Ekki verður Vikublað- inu lagt það til lasts að hafa skoð- anir á kvikmyndum umbjóðanda míns, enda virðast þeir ekki ffekar en flestir aðrir landsmenn láta und- ir höfúð leggjast að bregða sér í bíó þegar myndir hans eru sýndar. Hins vegar fela ofangreind um- mæli það í sér að umbjóðandi minn er samkenndur því sem höfundur segir „pervertu" eða öfuguggahátt. Með öðrum orðum segja ummæli höfundar umbjóðanda minn „per- vert“ eða öfúgugga. Almenn mál- notkun felur það í sér að hér sé átt við ýmiskonar afbrigðilega hegðun í kynlífi og öðrum háttum. Um- mæli þessi eru í hæsta máta óviður- kvæmileg og til þess eins ætluð að sverta æru umbjóðanda míns.“ 2. Úr sama pisdi. „Hrafnsliðið triiir því aðþað takist að hreinsa skjöld leikstjórans með at- lögu að ceru Svavars. En það sannar bara það sem sumir vissu og marga grunaði: Pervertisminn í afurðum HrafnsBaldurs er engin tilviljun heldur opinberun á þeirra innsta eðli. “ Við þetta gerir lögmaður Hrafns þessa athugasemd: „Ummæli þessi eru gróf árás á æru umbjóðanda míns. I greinum blaðsins sbr. lið D (ummælin sem tilgreind eru hér fýrst - skýring ritstjóra) hefur ít- rekað verið vísað til þess að um- bjóðandi minn ffamleiði myndir hvar fram komi ýmis afbrigðileg hegðun. Um það efhi vísast til D liðar hér að ffaman. Hér tekur þó steininn úr þar sem höfundur greinarinnar beinlínis kallar um- bjóðanda minn „pervert" undir á- kveðnum formerkjum með því að samkenna hann, tilfinningar hans og eðli því efhi sem hann tekur fýr- ir og fjallar um í kvikmyndum sín- um. Hverjum sæmilega skynibom- um manni má vera ljóst að myndefhi listamanna sem segja vilja sögu eða túlka ákveðin list- form í verkum sínum verður ekki samjafnað við það efhi sem þeir fjalla um og má sem dæmi nefna marga virtustu rithöfúnda þessarar þjóðar sem fjallað hafa um ofbeldi, kynferðislega misneytingu, sam- kynhneigð o.s.frv.. Greinarhöfundi gengur ljóslega það eitt til að sverta æru umbjóðanda míns.“ 3. Úr pistlinum „Tilveran og ég“ 17. 9. 1993. „Hrafn er nú ekki ókunnugurþessu enda landsþekktur áhugamaður um cehir og annað það er frá búkum kem- ur. Og í samstarflnu við leiðandi ábugamann um sauðariðla befur þetta fieðst.“ Athugasemd lögmanns: „Um- mæli þessi eru af sömu (rót - inn- skot ritstjóra) runnin og ég hef fjallað um undir liðum D og F. Þeim er augljóslega ætlað það eitt að sverta æru umbjóðanda míns.“ 4. Úr pisdinum „Einkavinur vikunnar" 24.9.1993. „Hann fær hærra verð fyrir sýn- ingu mynda sinna í Sjónvarpi en aðr- ir menn. “ Athugasemd lögmanns: „Full- yrðing þessi er röng og sett fram gegn betri vitund enda liggja fýrir opinber gögn sem sanna hið gagn- stæða. Má um það vísa til skýrslu Ríkisendurskoðunar á bls. 10-15.“ 5. Úr sama pisdi. „Hann selur menntamálaráðu- neytinu myndir handa Námsgagna- stofnun á hært a verði en allar aðrar myndir og á margfalt hærra verði en myndin sem var keypt næst á undan í ráðuneytið. “ Athugasemd lögmanns: Fullyrð- ing þessi er röng og vísast til fýrr- nefhdrar skýrslu á bls. 60. Báðar þessar fúllyrðingar eru rangar og settar fram af augljósri illfýsi í garð umbjóðanda míns og til þess eins ætlaðar að sverta æru hans í augum almennings." Bréfi sínu lýkur lögmaðurinn með þessum orðum: „Eins ogyður má vera Ijóst Fr. rit- stjóri, af þessum tilvitnunum i rit yðar, getur umhjóðandi minn ekki set- ið aðgerðalaus undir skrifum blaðsins. Hér með er skorað áyður að draga öll hin tilvitnuðu ummæli til baka og biðja umbjóðanda minn formlega af- sökunar á þeim. Það yrði gert í blaði yðar og jafnframt í 3 öðrum stærstu dagblöðum landsins. Verði ekki orðið við þeirri kröfu innan 14 daga frá dagsetningu þessa bréfs verður án frekari fyrirvara höfðað mál til ógild- ingar ummælanna, greiðslu skaðabóta og refsinga. “ Ritstjóri telur ummæli, þar sem blandað er saman afstöðu til kvik- mynda Hrafhs og sjónvarpsþátta Baldurs Hermannssonar annars vegar og hins vegar persónugerð eða eðli Hrafns, rituð í hita þeirrar reiðiþrungnu umræðu sem átti sér stað í samfélaginu fýrr á árinu og að þar sé farið yfir eðlileg velsæm- ismörk. Því dregur ritstjóri þau ummæli sem hér eru tilgreind til baka og biður Hrafh Gunnlaugsson afsök- unar á þeim. Ritstjóri hyggst ekki verða við þeirri beiðni að birta afsökunar- beiðni þessa í þreinur öðrum stærstu dagblöðuin landsins, held- ur einskorðar birtinguna við Viku- blaðið, enda fær afsökunarbeiðnin nteð því móti sömu útbreiðslu og nær augum sama lesendahóps og gilti um þau ummæli sem beðist er afsökunar á. Ritstjóri vill geta þess að þegar í bréfi dagsettu 16. nóveinber bauðst ritstjóri til að draga ofangreind ummæli til baka og biðja Hrafh af- sökunar á þeim. Hildur Jónsdóttir ritstjóri Vikublaðsins Vikublaðinu stefnt rátt fýrir bréfaskriftir milb lögmanns Hrafhs Gunn- laugssonar og ritstjóra Vikublaðsins um sáttaboð rit- stjóra hefur Ilrafn Gunnlaugsson nú stefht Hildi Jónsdóttur rit- stjóra og ábyrgðarmanni Viku- blaðsins persónulega og Olafi Ragnari Grímssyni fýrir hönd Al- þýðubandalagsins, útgefenda blaðsins. Var stefhan lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðast- liðinn þriðjudag. I stefnunni, sem ritstjóra var birt fimmtudagskvöldið 9. desem- ber og barst saina kvöld til heimil- is Olafs Ragnars Grímssonar sem þá var staddur í Rússlandi, gerir Hrafn kröfu um 2 milljónir króna í miska- og skaðabætur ásamt 250 þúsundum króna sem hann hyggst nota til að kosta birtingu á dóms- orði í öðruin fjölmiðlum. Hann krefst ógildingar uminælanna og þyngsm leyfilegrar refsingar að auki. í röksmðningi með stefhu til ritstjóra eru „málgögn" Alþýðu- bandalagsins „á undanfömum árum“ beinlínis gerð ábyrg fýrir þeim umræðum sem orðið hafa á Alþingi í tilefni embættaveitinga til Hrafns Gunnlaugssonar og í framhaldi af þeim Jieirri rannsókn sem Ríkisendurskoðun gerði á fjármálalegum samskipmm Hrafns við opinbera aðila. 1 stefnunni segir orðrétt: „Und- anfarin ár hafa málgögn Alþýðu- bandalagsins gert ítrekaðar og grófar árásir á æru og störf stefn- enda. Þær árásir hafa orðið tilefúi umræðna á Alþingi og nú síðast sérstakrar rannsóknar á vegum Ríkisendurskoðunar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er sú að stefn- andi, sem einn umsvifamesti kvik- inyndaframleiðandi þjóðarinnar, utan- og innanlands, hefur ekki inisnotað aðstöðu sína sem per- sóna eða opinber embættis- og sýslunarmaður, né fengið aðra til slíks. Hins vegar brá svo við þegar spillingarumræðunni linnti og málefnalegar skýringar voru fengnar og kynntar alþjóð, að stefndu virmst ákveða að virða þær að vettugi." Eins og segir í skýrslu Ríkis- endurskoðunar féllst Ríldsendur- skoðun á að framkvæma téða rannsókn vegna beiðna frá í fýrsta lagi Hrafrii Gunnlaugssyni sjálf- um, í öðru lagi menntamálaráð- herra og í þriðja lagi frá fjárlaga- nefhd Alþingis. I ofangreindri klausu í stefn- unni kemur einmitt frain sá skiln- ingur Hrafhs á niðurstöðuin skýrslu Ríkisendurskoðunar að hún hafi algerlega hreinsað hann af ásökunum um að eiga greiðari aðgang að opinberu fé en aðrir í hans stöðu, nýta sér þá aðstöðu að sitja víða beggja rnegin borðs, t.d. í Sjónvarpinu og í Kvikmynda- sjóði og jafnframt að regiur hjá hinu opinbera séu víða sveigðar til þegar kemur að Hrafni, honum til hagsbóta, eins og gilti um kaup á kvikmyndum hans fýrir Náms- gagnastofnun. Ritstjóri Vikublaðsins er alger- lega ósammála því að skýrslu Rík- isendurskoðunar beri að túlka á þann hátt sem Hrafh kýs, því þótt hvergi séu í henni dregnar afdrátt- arlausar ályktanir um bein lög- brot, er bent á að t.d. hæfisreglur hafi verið brotnar innan Kvik- myndasjóðs og tekið undir það að ýmsar ráðstafanir sem varða I Irafn orki tvímælis og valdi tor- tryggni. Einmitt á þeim grunni leggur Ríkisendurskoðun víða til að lögum, starfsháttum og venjum sé breytt. Þetta verður væntanlega lykil- atriði í þeim málaferlum sem frainundan eru, en lesendur Viku- blaðsins munu fá að fýlgjast með framvindu þeirra í skrifum blaðs- ins.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.