Vikublaðið


Vikublaðið - 17.12.1993, Side 4

Vikublaðið - 17.12.1993, Side 4
4 Lan d s toi II d u ri n it VIKUBLAÐIÐ 17. DESEMBER 1993 Hljómur þjóðkórsins Listamannakaffið sem haldið var í tengslum við landsfund Alþýðubandalagsins vakti mikla athygli. hótti mörgum það tímabært framtak til þess að efla umræðu um stöðu listarinnar og menningarinnar milli Ustamanna innbyrðis og milli listamanna og þeirra sem starfa á vettvangi stjórnmálanna. Enn eru tilmæb að berast til ritstjóra um að birta erindin - og verður það gert eins og Vikublaðið hefur þegar heitið lesendinn. Hér birtist erindi bórunnar Björnsdóttur tón- menntakennara og kórstjóra í Kópavogi, en sökum anna komst hún ekki sjálf til að flytja það og fékk Heimi Pálsson sambæing sinn til verksins. Tónlist hefur á öllum tímum verið snar þáttur í lífi og starfi manna. Jafhframt því að gegna mikilvægu hlutverki í daglegu lífi er tónlistin merkur hluti inenningararfs þjóðanna. Gildi tónmenntarkennslu er fyrst og fremst fólgið í að iðka tón- list og njóta hennar. Tónlistariðk- un hefur þar að auki víðtækt félags- legt gildi. Markvisst tónmenntar- uppeldi getur veitt nemendum meiri lífsfyllingu og innsýn í fagur- fræðileg verðmæti sem eru meðal homsteina hvers menningarsamfé- lags og hafa víðtæk áhrif á persónu- þroska hvers manns. Tónlist höfðar sterkt til tilfinn- inga. Iðkun hennar hefur í sér fólgna hvamingu og örvun til þess að láta í ljós tilfinningar en krcfst um leið sjálfsaga, samvinnu og til- lits til annarra. I tónmenntamámi er því aðalatriðið að nemendur fái tækifæri til að njóta tónlistar og iðka hana og á þeirri reynslu bygg- ist það sem þeir læra um tónlist. Þessi göfugu markmið má finna í kaflanum uin tónmennt í námsskrá gmnnskólans og það má halda lengi áfram að tíunda ágæti tónlist- arinnar. Við vimm að tónlistin er ekki aðeins mannbætandi heldur getur hún einnig verið ágætis land- kynning ef rétt er haldið á málum og markaðssemingu. Svo til dag- lega fáuin við fféttir af afrekum stórsöngvaranna okkar sem era að gera garðinn frægan á erlendri grund og það er ekki laust við að þjóðarstoltið kristallist í þessum landflótta listamönnum sem þjóðin hefur ekki efni á að láta syngja heima hjá sér. Og vissulega stöndum við okkur vel í samfélagi þjóðanna. Tón- skáldin okkar, kórarnir og einleik- aramir era að fá allskonar viður- kenningar og verðlaun út í hinum stóra heimi. Erlendar hljómplötuútgáfur gefa út efhi með íslenskum flytjendum og hingað til lands koma margir heimsfrægir listamenn og auðga anda og hýrga geð áhugasamra hlustenda. Og eins og aðrar menn- ingarþjóðir eigum við líka okkar eigin Sinfóníuhljómsveit sem flyt- ur okkur bæði nýjustu tónstníðam- ar og skærastu perlur tónbók- menntanna. Við eigum líka ópera sem vinnur hvert kraffaverkið á fætur öðra. Við eigum vafalaust heimsmet í tónleikahaldi. Fjöl- breyttar menningar- og listahátíðir bjóða reglulega upp á margréttaðar tónlistarveislur og síðast en ekki síst má finna um allt land yfirfiilla og blómlega tónlistarskóla sem standa flestir fyllilega jafnfætis er- lendum kennslustofnunum. Allt er þetta gott og blessað og þetta er sú mynd sem við viljum helst sjá og heyra og státa okkur af Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram þrettándi útdráttur húsbréfa í 1. fiokki 1989, tíundi útdráttur í 1. fiokki 1990, níundi útdráttur í 2. flokki 1990, sjöundi útdráttur í 2. flokki 1991 og annar útdráttur í 3. flokki 1992. Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 1994. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í Degi miðvikudaginn 15. nóvember. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cRd HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 69 69 00 inn er óléttur. Yrði slíkt úrræða- leysi liðið ef einhver önnur náms- grein ætti í hlut? Þess era jafnvel dæmi að enginn tónmenntarkenn- ari hefur verið ráðinn í stað þess sem hættir kennslu. Tónmenntar- tímamir hafa einfaldlega verið not- aðir í eitthvað „hagkvæmara.“ En hvað er hagkvæmt í dag? Fer það ekki bráðum að vera þjóðhags- lega hagkvæmt að spoma gegn of- beldi og einelti, að efla samkennd og rækta tilfinningar. I Noregi hef- ur markviss tónlistarfræðsla innan grannskólans dregið úr stórlega úr einelti gagnvart nýbúum og frá Svíþjóð berast þær fféttir að skóla- menn telja brýna þörf á því að fara að nota hluta skólastarfsins til kenna og rækta með bömum til- finningar. Það er vitað mál að fjöldi þeirra bama sem eiga í örðugleik- um í bóklegu námi, blómstra í list- greinunum og verða margir gjör- breyttir einstaklingar í 40 mínútur á viku. Uppeldisgildi listiðkunar er ótuírætt Starfandi tónmenntarkennarar hafa haft af því áhyggjur í mörg ár að hlutur tónlistar í almennu grunnskólanámi muni hreinlega þurrkast út - það muni í nánustu framtíð standa þeim einum til boða sem era svo heppin að eiga foreldra sem hafa fjárhagslegt bolmagn og skilning á mikilvægi tónlistarapp- eldis. Hin mega eiga sig. Það var forvitnilegt og sláandi að lesa um tilboðin sem skólabömum stóð til boða í sumum heilsdag- skólum Reykjavíkurborgar. Þar gátu nemendur t.d. valið um að fara í hljóðfæranám fyrir rúmar tíu þúsund krónur fyrir nokkra vikna námsskeið á sama tíma og þau fengu ekki Iögboðna kennsla í tón- mennt í skólanum sínum. Verður það hlutverk heilsdags- skólans að auka enn frekar á það misrétti sem íslensk skólaböm búa við? Verður það hlutverk hcilsdags- skólans að auka enn frekar á það vítaverða tómlæti og áhugaleysi sem tónmenntarkennslan býr við í flestum skólum landsins? Spyr sá sem ekki veit, en víst er að tónlist- armenningin - skrautfjöðrin okkar - er ekki sameign þjóðarinnar eins og málum er háttað og kannski er það ástæða þess að við eigum t.d. ekkert Þjóðartónlistarhús. Það er brýnt að gera stórátak í að bæta aðstöðu tón- menntarkennsl- unnar. Fyrst og fremst verður að fjölga tímum og breyta hugarfari skólamanna, for- eldra og ekki síður tónlistarmanna. Til að listrænt starf dafni innan grann- skólans verður að vera skilningur á því að þessar náms- greinar eru ekki síður mikilvægar í skólagöngu barna okkar en bóklegt eitthvert náttúralögmál sem menn eiga bara að búa við og sætta sig við. En þessi niðurröðun - þetta mat einhverra ffæðimanna á mikil- vægi einhverra námsgreina - gerir það að verkum að heilu skólamir, heilu sveitimar og jafnvel heilu sýslumar hafa verið hlunnfarin um þau sjálfsögðu mannréttindi að fá „meiri lífsfyllingu og innsýn í fag- urfræðileg verðmæti" í almennu gmnnskólanámi áram og áratug- um saman. Og hvergi í viðmiðunarstunda- skrá er gert ráð fyrir öllum þeim aragrúa skólakóra sem starfa víða með miklum blóma innan grann- skólans. Þó undarlegt megi virðast telst kórstarf ekki kennslustarf þeg- ar það er unnið innan grunnskól- ans, heldur er það skilgreint og greitt af sveitarfélögunum sem fé- lagsstarf í skólum og lútrir því sömu lögmálum og um væri að ræða gæslu á diskóteki. Einkavæðing í menntamúlum Þó svo að æ oftar sé rætt um nauðsyn þess að auka þátt list- og verkgreina innan grunnskólans versnar staða þessara greina ár frá ári. Það er sorgleg staðreynd í ljósi þeirrar umræðu að síðustu niður- skurðar- og spamaðaraðgerðir í skólakerfinu hafe víða bitnað harkalega á tónmenntarkennslu innan grannskólans og það ekki í fyrsta sinn. Af hverju komast ráða- menn upp með það? Jú, það er nefnilega hægt að senda þau böm sem hafa brennandi áhuga á tónlist í tónlistarskólana. Þessi geiri einkavæðingar í menntamálum þjóðarinnar hefur vaxið og dafnað í hlutfalli við æ bágbornara ástand innan grunnskólans. Því miður virðist það ekki raska ró foreldrar eða skólastjórnenda þó tónlistar- iðkun leggist niður í grannskólum landsins. Myndu foreldrar og skólastjórn- endur sætta sig við það að öll leik- fimikennsla grannskólabarna færð- ist yfir til líkamsræktarstöðva, í- þróttafélaga eða dansskóla? Er það eðlilegt að stór grannskóli í Reykjavík sleppi tónmenntar- kennslu í heilt ár vegna þess að tónmenntarkennarinn er í útlönd- um í framhaldsnámi? Er eðlilegt að nemendur í öðram skóla fái enga tónmennt í einhverja mánuði vegna þess að tónmenntarkennar- (Fyrirsögn og miUifyrirsagnir eru blaðsins) Þórunn Bjömsdóttír lónmenntakennari gagnrýndi alvarlegt sinnuleysi um nauðsyn tónmenntakennslunnar t skólunum. Myndir: Ol.Þ. á góðri stund. En þegar litrið er á heildarmyndina verður hljómurinn í þjóðkómum heldur hjáróma og falskur. Við höfum nefhilega verið svo upptekin að byggja upp æðri tónlistarmenningu í landinu að við höfum vanrækt og hundsað al- menna tónlistarmenntun. Þar blas- ir við sannnkölluð hryggðarmynd. Annað hvert bamfier enga kennslu Það er sorgleg staðreynd að ein- ungis um 50% grunnskólabarna fá lögboðna kennslu í tónmennt og innan grannskólans er tónmennt sú námsgrein sem einna minnsmr tími er ætlaður í öllu skólastarfinu. í viðmiðunarstundaskrá kveður svo á að í 1. - 7. bekk skuli kenna eina kennslustund á viku, en þó er möguleiki á að hafa tvær kennslu- stundir í tveimur árgöngum! Það er því Ijóst að tónmenntarkennar- inn þarf að vera miklum kostum búinn eigi hann að veita nemend- um í stórum bekkjardeildum „meiri lífsfyllingu og innsýn í fag- urfræðileg verðmæti" á 40 rnínút- um á viku. Þessi tímaskortur er ein meginá- stæða þess að margir tónmenntar- kennarar staldra stutt við í grann- skólum landsins, því það er nánast ógjörningur að byggja upp markvisst nám með einni kennslustund á viku. Þar við bætist að í mörg ár hefur grannskólinn átt í harðri samkeppni við tónlistarskól- ana og fjöldinn allur af tón- menntarkennuram hefur horfið til starfa þar, enda era Heimir Pálsson í rœðustól en hann flutti erindi Þórunnar. starfskilyrðin ólíkt betri. Það þætti vafalaust öllum starfandi kennur- um freistandi að kenna t.d. dönsku eða stærðfræði í skólá með 8-10 nemendur í bekkjardeild í stað 20- 30. En það er ekki aðeins nemenda- fjöldi, tímafjöldi, úrval af námsefhi, hljóðfærakostur, kennslutæki eða annar aðbúnaður sem skilur á milli, heldur bætist við að launainismun- ur er oft umtalsverður - tónlistar- skólunum í hag. Þessir fáu tímar sem tónmennt- inni er ætlað innan grannskólans gera það líka að verkum að minni skólar hafa enga möguleika á að ráða til sín tónmenntarkennara og því miður er þessi niðurröðun á stundaskrá skólanna orðin eins og Milli húsa um helgar PéiTUR @§ §ÍM1 Sjá nánar í símaskránni bls. 9. 10 mínútna símtal innanbæjar um helgar kostar aðeins

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.