Vikublaðið


Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 8
8 Httgmyndafræfttn VIKUBLADID 24. MARS 1994 SÓSfAUSMINN Tíunda raars sl. bauð Viku- blaðið lesendum sínum að spinna áfram þráð greinar um úreldingu sósíalismans eftir banda- ríslcan mann, Norman Rush. Undirrituð púlskepna tekur þessu boði þrátt fyrir takmarkaðar frístund- ir - nærri tveim öldum eftir að upp- rennandi iðnvæðing gaf frumkvöðlum sósíalismans þá von að með réttlátri skiptingu auðsins og sameign á ffam- leiðslutækjunum kæmi að því að al- múginn þyrfti ekld að eyða nema fá- einum klukkustundum á viku til að afla sér lífsnauðsynja. Upphafsósíalismans Dæmi um einhvers konar eða að einhverju leyti sósíalískar hugmyndir eða fýrirkomulag á samfélaginu iná finna á löngu liðnum tímum, þ.e.a.s. jafnrétti og bræðralag og sameign á auðlinduin og framleiðslutækjuin eða nýting þeirra í þágu heildarinnar frek- ar en einstaklingsins. Þó verður varla sagt að rætur nútímafyrirbærisins sós- íalisma verði raktar lengra aftur en dl loka 18. aldar, svo sem kringum frönsku byltinguna. Þessi hugmynd er tengd upplýsingunni og skynsemis- stefnunni og auðvitað iðnbyldngunni. Oft eru nefndir þrír menn til sög- unnar kringum aldamótin 1800, Frakkarnir Saint-Simon og Fourier og Englendingurinn Owen, sem settu hver fyrir sig fram einhvers konar sósíalískar hugmyndir. Þeir voru allir af heldur betri borgurum komnir eða aðli og hjá þeitn var fyrst og fremst um hugmyndir einstaldinga að ræða, hugmyndir tengdar upplýsingu og skynsemisstefnu. Orðið sósíalismi mun reyndar fýrst hafa verið notað árið 1827 í tíinariti tengt Owen. Hugmyndir þessar þriggja manna voru á ýmsan hátt ólíkar og einkum var munur á Saint-Simon annars veg- ar og Fourier og Owen bins vegar. Sósíalisma hinna síðarnefndu mundu margir kalla smáborgaralegan, en þeir gerðu ráð fýrir litlum samfélögum þar sem menn lifðu saman í jafnræði og bræðralagi. Saint-Simon gerði hins vegar ráð fýrir vfðtækari áætlunarbú- skap í iðnvæddu samfélagi. Saint- Simon hafði um skeið náið samstarf við Auguste Comte, sem setti ffam pósítívismann sem heimspekikerfi, og heimspekilega er Saint-Simon ná- tengdur þessari stefnu.sem í ýmsum tilbrigðum og undir ýmsum nöfnum var sett fram og þróuð af fleiri heim- spekingum og hefur verið grundvall- arþáttur í borgaralegri hugmynda- fræði. Þannig sjáurn við við tengsl við auðvaldskerfið og borgaralegt samfé- lag strax í fýrstu skrefum sósíalismans sem nútímalegrar hugmyndar. Tengsl sósíalisma og kapitalisma Saint-Simon setti fram hugmynd urn sögulega þróun þar sem tilkoma stétta og hagsmunaárekstrar inilli þeirra skipta rniklu máli. Sú hugmynd varð mikilvæg í sögulegri efhishyggju Marx. Marx eyddi miklum hluta ævi sinnar í að greina auðvaldssamfélagið. Að áliti hans fóstrar auðvaldssamfé- lagið eigið fall í mótsögnum sínum. Hann benti líka á hvernig ýmsir þætt- ir, sem hann taldi vísa til sósíalismans, verða til í auðvaldssamfélaginu. Þar er félagslegt eðli framleiðslunnar mikil- vægur þáttur: félagslegt eðli vinnunn- ar og þróun eignarhalds á framleiðslu- tækjunum frá einstaklingseign. Með hlutafélagsforminu greinist eignin ffá stjórnandanum, það er ekki lengur sjálfgefið að fýrirtækið sé undir stjórn eigandans, margir eigendur hafa eng- in áhrif á stjórn eignar sinnar: hversu stór hluti eigenda Eimskipafélagsins hefur einhver áhrif þar; oghverjir eiga eiginlega fjölþjóðafýrirtæki; hvað með* hlutabréfin sem ganga kaupum og sölum? Eftir daga Marx höfum við svo séð vöxt velferðarríkisins, sem er hreint ekki bara árangur sósíalískra flokka og verkalýðshreyfingar heldur líka beinn ávöxmr kapítalismans. Frumhugsjón ffjálshyggjunnar um frumkvæði, framtak og frelsi einstaklingsins á æ minna við meðan félagslegt eðli fram- leiðslunnar eykst og félagslegar lausn- ir á vanda einstaklinganna skipa æ TheNa January 24, 1994 $2.25 U.S./S2.75 Canada fj Norman Rush contemplates the bust of socialism .;. andwhywe will all miss it so much, % 'ls. % * % <%• meiri sess á mjög skrifræðjslegan og ólýðræðislegan máta. Samkvæmt greiningu Marx og seinni tíma rnarx- ista stefnir þróun auðvaldssamfélags- ins í átt til sósíalisma á þrennan hátt: í fýrsta lagi ber auðvaldskerfið fall sitt í eigin mótsögnum, í öðru lagi er þróun framleiðsluaflanna undir kapítalism- anum forsenda sósíalismans og í þriðja lagi byrja ýmsir þættir sósíal- isnians að vaxa fram í auðvaldssamfé- laginu. Ef eitthvað er aó marka þessa grein- ingu er ffáleitt að tala um að „sósíal- ísku tilrauninni sé lokið“, eða um samkeppni milli sósíalisma og kapítal- isma sem hafi lokið með ósigri sósíal- ismans, eins og Rush talar um í grein sinni. Hvað sem „sósíalísku tilraun- inni“ líður, eða þeim „sannleik að hvarvetna þar sem sósíalisma hefur verið hrint í framkvæmd er hann bú- inn að vera“, þá býr kím sósíalismans í kapítalismanum, sein er hreint ekki Segja má að höfuðboðskapur Laotse í Bókinni um veginn sé einfaldlega sá að menn skuli taka náttúruna sér til fýririnyndar í öllu sem þeir taka sér fýrir hendur. Það er þýðingarlaust að reyna að brjóta gegn grunneðli tilverunnar. Þess í stað ættu menn að leitast við að öðlast skilning á því og hegða sér í samræmi við það. 23. hrot úr Bókinni um veginn Fámœlgi er náttúruleg enda blása stormkviður ekki í heilan tnorgun og úrhellisskúrir halda ekki áfram heil- an dag. Hverskyldi athafna sig meðslíkutn bœtti? Hitn- inn ogjörð. Efhiminn ogjörð geta ekki cnst lcngurpá á það enn frekar við um manninn. Pess vegna erfrutnferl- inujýlgt. Fylgjenilur frumferlisins satnsamast frutnferlinu, sið- spekingar samsamast siðgæði. Auðnuleysingjar samsarn- ast auðnuleysi. Frumferlið fagnar þcittt setn satnsamast frutnferlinu. Siðgœðið fagnar þeitn setn satnsatnast sið- gæði. Auðnuleysið fagnar þeitn sem satnsatnast auðnu- leysi. Það, setn ékki er nœgjanlega tníverðugt, nýtur einsk- is trausts. Athugasemd: Það er orðaleikur í því fólginn að bera siðgæði og auðnuleysi saman því að kínverska orðið yfir siðgæði, De, þýðir líka að öðlast eitthvað og auðnuleysi, shi, þýðir að tapa einhverju. Umritun þýðanda Það er í samræmi við náttúrulögmálin að vera fá- mæltur eins og sést af því stormkviður endast ekki .í heilan morgun og hellidembur ekki í heilan dag. Og það er enginn annar en náttúran sjálf sem þannig hegðar sér. Ef náttúran er ekki úthaldsbetri er varla hægt að búast við meiru af mönnum. Þess vegna er best að hegða sér í samræmi við fruinferlið (tao). Taoistar aðlagast frumferlinu (tao), siðvandir mcnn aðlagast siðgæði, auðnuleysingjar aðlagast auðnuleysi. Frumferlið (tao) tekur fagnandi við þeiih sem aðlagast ffumferlinu (tao), siðgæðið tekur fagnandi við þeim sem samsamast frumferlinu (tao) og auðnuleysið tekur fagnandi við þeim sem aðlag- ast auðnuleysi. Þýðandi: Ragnar Baldursson. búinn að vera, og það verður að reikna með sósíalismanum hvort eða hvenær eða í hvaða formi sem hann springur út. Sósíalisminn og stétta- haráttan Að vissu leyti kemur fram lög- hyggja í marxismanum, þ.e.a.s. að framtíðin sé að einhverju leyti ráðin af orsakasamhengi. Þó ber þess að gæta að Marx lagði áherslu á að „ffelsun verkalýðsins er verk hans sjálfs.“ Og meðan við sjáum hlutlæga þætti, hlut- lægt kím, sósíalismans í auðvaldskerf- inu, sjáum við í verkalýðsbaráttunni sósíalismann að einhverju leyti sem hugsjón, hugmynd eða þátt í menn- ingu stéttvísasta hluta verkalýðsins: samstöðu, jafnréttishugmyndina, al- þjóðahyggju. Saint-Simon sagði eitthvað á þá leið að niðurrif úreltra stoffiana væri eitt, annað væri að setja í stað þeirra aðrar varanlegar stofnanir sem væru í samræmi við tæknilegar, efnahagsleg- ar og félagslegar þarfir tímans. Skyndileg sósíalísk bylting eða valda- taka í meira og minna vanþróuðum löndum eins og Rússlandi, Kína og sumuin austantjaldsríkjunum verður að tilraun sem lendir í samkeppni við kapítalismann og er nánast dæmd til að tapa, meðal annars af því að í þess- um ríkjum tóku ekki við stofnanir sem voru í sainræmi við þarfir tímans. Þetta óttuðust margir marxistar strax við októberbyltinguna. Ohjákvæmi- lega veldur þessi ósigur tilraunar, sem að vissu leyti var ótímabær og vonlítil, því að margir þj’kjast geta afskrifað sósíalismann. En þróun innan auð- valdssamfélagsins, sem hefúr breytt stöðu verkalýðsstéttarinnar nokkuð, veldur líka mildu unt. I grundvallarat- riðum er staða verkalýðsstéttarinnar óbreytt, en á ytra borði hafa orðið iniklar breytingar. Verkamönnum við ffamleiðslustörf hefur fækkað meðan fjölgað hefur í allskonar millistéttum og stéttarvitund verkalýðsstéttarinnar hefur veikst við það að menningarleg mörk hennar eru á margan hátt orðin óskýrari og menningarleg sérstaða minni. Sósíalisminn er því takmark- aðri þáttur í menningu verkalýðsins en hann var áður, hann er orðinn af- mörkuð hugmynd sem æ færri hafa að hugsjón eða scm meðvitaðan eða ó- meðvitaðan þátt í menningu sinni. En sósíalisminn er áfram fólginn í auðvaldskerfinu og hann kemur enn fram í verkalýðsbaráttunni. Gegn at- vinnuleysinu gera verkamcnn nú víða kröfu um styttri vinnutíma: deilum vinnunni, segja þeir og vísa á bug hug- mynd hagfræðinganna um að leggja af kjarasamninga vcrkalýðsfélaganna til að verkamenn geti bitist um vinnuna með því að undirbjóða hver annan. Sósíalíska samstöðu- og jafnaðarhug- myndin lifir enn. Og það er full á- stæða til að efla hana sem hugsjón, því þótt sumum virðist kapítalisminn hafa borið hærri hlut í samkeppni við sósí- alismann er ljóst að auðvaldssamfélag- ið er ekki við neitt sérlega góða heilsu með atvinnuleysi og vaxandi ójöfnuð, eiturlyfjavandamál sem grefur sig æ dýpra inn í sjálft hagkerfið, alls konar félagsleg vandamál og umhverfis- spjöll, að ekki sé nú talað uin vaxandi bil niilli norðurs og suðurs þar sem hungursneyðin verður æ geigvæn- legri. Höfundur er rithöfundur

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.