Vikublaðið


Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 18

Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 18
18 VIKUBLAÐIÐ 24. MARS 1994 Ceriim hmimm foetrl! Meirihlutinn er áhugalaus um málejni unglinga - segir Skafti P. Halldórsson kennari. Tvœr öflugar félagsmið- stöðvar og virk útideild eru á óskalista hans Skafti: Einn daginn birtist Bragi Mikaelsson með gömul billiardborð sem hann lét félagsmiðstöðina Ekkó fá. Sjálfsagt frá einhverjum sem fór á hausinn. Bragi er líka sá eini t meirihlutanum sem eitthvað hugsar um þessi mál, hinir eru áhuga- lausir og viljalausir. Enda er Bragi í minnihluta innan meirihlutans. Og rceður engu. Skafti Þ. Halldórsson cr kenn- ari í Digranesskóla og um- sjónarmaður með félagslífi nemenda þar. Hann skipar 16. sæt- ið á Iista Alþýðubandalagsins fyrir komandi bæjarstjómarkosningar. Við ákváðum að heyra í Skafta um viðhorf hans til unglingamála í Kópavogi og Skafti vandaði ekki núverandi meirihluta kveðjumar. „Þegar íhaldið tók við eftir síðustu kosningar hafði átt sér stað uppbygg- ing í málefnum unglinga, reyndar of hæg fyrir minn smekk. Það var komin félagsmiðstöðin Ekkó í Þinghóls- skóla, drög að annarri í Digranesskóla og útideild. En þegar íhaldið tók við var hætt við félagsmiðstöðina í Digra- nesskóla og útideildin lögð niður. Það var þeirra áþreifanlega framlag til unglingamála og þetta gert að þeirra sögn í sparnaðarskyni, þeir töldu þetta vera óþarfa." - Kaldar kveijur til unglinganna eða hvað? , Já og þeir gerðu meira. Þeir skáru gífurlega niður vinnuskólann, þannig að sú starfsemi er vart nema helming- urinn af því sem hún var áður. Þannig fá yngstu krakkarnir ekki lengur störf þar og annað var skorið niður. Það þarf ekkert að efast um gildi þessara starfa fýrir unglingana og fyrir þá sem unnið er fyrir. En því var borið við að verktakar gætu gert þetta. Það mátti sem sé ekki taka störf frá fullorðna fólkinu. Ofan á þetta hafa unglingarn- ir mátt þola almennan niðurskurð hjá ríkinu. Ég nefni bara skólamálin sem dæmi.“ - Er ekki neitt jákvœtt að sjá hjá meirihlutanum? „Nei. Sálffæðideild Reykjaness var skorin mikið niður og meirihlutinn í Kópavogi tók reyndar upp á því að ráða sálffæðing og aðstoðarmann við félagslífið, en það er gert núna á kosn- ingaári og engin ástæða til að ætla að það sé til ffambúðar." - Og eni góðverkin þar með upptalin? „Reyndar er verið að dæla peningi í Breiðablik en þó einkum HK. Meiri- hlutinn bendir á og veltir sér upp úr því að það er verið að veita milljónum í félagsheimili fyrir HK. En þegar spurt er hvað þar eigi að gera fyrir unglingana verður.fátt um svör. Það verður þarna kaffitería fyrir félags- menn og einhver nefndi pílukast. Það er allt framlagið. Þetta er gott dæmi um það einkennilega stefnuleysi sem er ríkjandi." - Hvaða braut vilt þúfara tmálefnum unglinganna? „Það sem ég vil sjá eru félagsmið- stöðvar bæði í austur- og vesturbæn- um. Þó félagsmiðstöðvar leysi ekki vandamál unglinganna er hægt að vinna þar gífurlegt forvarnarstarf. Og í því sambandi er mikilvægt að hafa útideild, sein við viljum endurreisa. I skipulagsmálum lagði meirihlutínn síðan starf tómstundafulltrúa undir skólanefnd, sem áður hafði verið und- ir félagsmálastjóra. Þetta er röng á- kvörðun að mínu mati. Eg vil hafa forvarnir og meðferðarstarf undir sama hattí og teldi eðlilegt að það tíl- heyrði félagsmálaráði og félagsmála- stofnun, en ekki skólamálanefhd. Reyndar teldi ég skynsamlegt að hafa Iþrótta- og tómstundaráð eins og í Reykjavík." - Er lausnin einfaldlega að snúa því við sem núverandi meirihluti hefur gert? „Nei, það þarf meira, það þarf að efla starfið verulega. Reykjavíkur- meirihlutínn hefur ekki verið talinn mikilvirkur í félagsmálum, en þar nota menn þó margfalt meiri pening á hvern ungling en hér er gert. Eg vil sjá félagsmiðstöðvar með sex tíl sjö stöðugildi og eflingu vinnuskólans. Það sem bærinn lætur þó af hendi ein- kennist af nísku; það er ætlast til þess að unglingastarf sé rekið, en það fást ekki peningar til að halda uppi al- mennilegum rekstri. Það þarf tæki og það er verið að láta unglingana taka þátt í kostnaðinuin. Einn daginn birtist Bragi Mikaels- son með gömul billiardhorð sem hann lét félagsmiðstöðina Eldcó fá. Sjálfsagt frá einhverjum sem fór á hausinn. Bragi er líka sá eini í meirihlutanum sem eitthvað hugsar um þessi mál, hinir eru áhugalausir og viljalausir. Enda er Bragi í minnihluta innan meirihlutans. Og ræður engu. Manni svíður að það sé gert meira fyrir ung- linga í íhaldsbænum Reykjavík en í Kópavogi. Hér er malbikið að flæða uin holt og hóla langt inn á óbyggð svæði, en ekki hægt að kaupa h'tinn magnara fyrir félagsmiðstöðina. Það er ótrúlegt hverju þó hefur tekist að koma tíl leiðar fyrir krakkana miðað við peningasveltið.11 Stórsýning í 4 daga! Lífstíll '94 Hópur áhugafólks um íþróttir og heilbrigðar tómstundir efnir til mik- illar sýningar í íþróttahúsinu Digra- nesi dagana 21.-24. apríl nk. Þar verð- ur á boðstólum flest það sem lýtur að íþrótmm og íþróttaiðkun, tómstund- um og tísku, útívist og sportveiðum. „Tilgangur sýningarinnar er að draga upp heildstæða mynd af heil- brigðum lífstíl, en heilbrigði og holl- ustu ber einmitt hátt í umræðunni um þessar mundir og fer vel á því á ári fjölskyldunnar," sagði framkvæmda- stjóri sýningarinnar, Kristján Ottós- son. Sýningarsvæðið allt er um 1500 fermetrar innanhúss en sýningarkerf- ið spannar 600 fermetra gólfflöt. Þar gefst sýnendum tækifæri tíl að kynna vörur og þjónustu en einnig að stunda vörusölu og uppákomur af ýmsu tagi. „Sýningin verður rækilega auglýst í öllum helstu fjölmiðlum landsins, sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum. Aætluin við að a.m.k. 10.000-15.000 manns komi á sýningarsvæðið í Digranesi. I tengslum við sjálfa sýn- inguna verður efnt til ráðstefnu undir kjörorðinu „Fjölskyldan og þroskandi tómstundir" og mun fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara fjalla um efh- ið,“ sagði Kristján ennfremur. Að Lífstíl '94 stendur, eins og áður sagði, hópur áhugafólks um íþróttir og heilbrigðar tóinstundir og er sýn- ingin rn.a. studd af UMFI, Iþróttum fyrir alla, ISÍ og Ólympíunefnd Is- lands. Verndari sýningarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir, forsetí Is- lands. Bókanir í sýningarbása á Lífstíl '94 eru þegar hafnar. Pantanir er hægt að gera í síma 91-644013 og á fax með sama númeri. Skóverslun Kópavogs Ham rabo rg 3 s í m i 417 5 4 FATAHREINSUN Hamraborg 7 - Sími 42265 KOPAVOGS Gengið inn að norðanverðu Opiðalla virkadagafrá kl. 8.00 til 18.00 - Opiðtil kl. 19.00 áföstudögum - Opið til hádegis á laugardögum

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.