Vikublaðið


Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 9
1 GERUM BÆINN BETRI! Ávarp til Kópavogsbúa frá G listanum Alþýðubandalagið í Kópavogi hefur kynnt framboðslista sinn vegna bæjarstjórnar- kosninganna á vori komanda. Þar hefur verið leitast við að velja til verka fólk á misjöfn- um aldri, sprottið úr ólíkum jarðvegi. Því er þar um að ræða góðan þverskurð bæjarbúa. Sanna fulltrúa fólksins í Kópavogi. Frambjóðendur G listans í Kópavogi munu leggja áherslu á málefnalega baráttu á næstu vik- um þar sem markmiðið er skýrt og greinilegt: Að gera bæinn betri með því að velta núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks úr sessi. Nú, undir lok valdatíma þessara flokka, blasir þetta við: • Kópavogsbær hefur tvöfaldað skuldir sínar á aðeins fjórum árum. Heildarskuldir bæjarins nálgast það að nema tvöföldum árstekjum bæjar- sjóðs. Af um 3000 milljóna króna heildarskuld- um er þriðjungur þeirra hjá erlendum lána- drottnum. • Félagslegri þjónustu við bæjarbúa hefur hrakað á ýmsum sviðunr. M.a. má nefna að eng- ar íbúðir fyrir aldraða hafa verið byggðar á þessu kjörtímabili, biðlistar á leikskóla bæjarins eru lengri en þolað verður og málefni unglinganna í bænunt eru í algjörum ólestri. • Umhverfismál hjá Kópavogsbæ njóta ekki lengur forgangs. Garðyrkjudeildin hefur verið lögð niður og embætti garðyrkjustjóra heyrir nú undir malbikunardeild bæjarins. Framlög til umhverfismála hafa lækkað ár frá ári. • Atvinnuástandið í Kópavogi er verra en nokkru sinni fyrr og lítið sem ekkert er aðhafst til að vinna bug á því böli. Unt 500 manns í bæn- um eru án atvinnu. Alþýðubandalagið leggur höfuðáherslu á að bæta úr á þessum sviðum. Við erum sannfærð unt að nteð öðruin áherslum og breyttri stefhu um stjórnun bæjarsjóðs sé hægt að snúa vörn upp í sókn. G listinn ntun á næstu vikunt kynna ítarlega á- ætlun unt úrbætur í fjármálum, endurreisn fé- lagsmálanna, auktta sókn í umhverfisntálum og aðgerðir til að hantla gegn atvinnuleysinu nteð þátttöku bæjarsjóðs, verkalýðsfélaga og fyrir- tækjanna í bænunt. Við skorunr á bæjarbúa að kynna sér þær á- herslur sent G listinn ntun bera frant í kosninga- baráttunni. Við heitum á Kópavogsbúa að fylkja sér unt það fólk á G listanum sem er tilbúið að vinna bænunt sent mest gagn undir kjörorðinu: GERUM BÆINN BETRI!

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.