Vikublaðið


Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 21

Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 21
VIKUBLAÐIÐ 24. MARS 1994 Ikvli 21 Hús andanna ★★★ 1/2 Sýnd í Bíóborginni Leikstjóri: Billie August Aðalhlutverk: Jeremy Irons, Meryl Streep, Winona Ryder. Það er ávallt vandasamt að segja sögu myndrænt sem spannar langt tímabil og inniheldur margar sögupersónur. Jafnvel harðgerðustu menn hafa guggnað á slíku en Billie August tekst það hér með ágætum. Við fáum að fylgjast með Jeremy lrons frá því að hann er ungur og metnaðarfullur verkamaður þangað til hann er orðinn íhaldssamur óðalseig- andi og skíthæll með.meiru. Mikið af sögunni snýst einnig um undarlega skyggnigáfu konunnar hans, lcikna af Meryl Streep. Svo ísak Jónsson kemur næsta kynslóð inn í þetta, þeg- ar dóttir óðalseigandans (Winona Ryder) verður ástfangin af ungum og uppreisnargjörnum verkamanni (Ant- onio Banderas) sem vinnur sér inn hatur óðalseigandans með því að tala uin liönnuð málefni eins og réttindi og kjör verkamanna. Inn í þetta flétt- ast svo pólitísk barátta og loks hertaka þar sem fortíðin hefnir sín á Irons í formi óskilgetins sonar hans. Þrátt fyrir mikinn íburð í efnisþráð- inn verður sagan aldrei losaraleg eða óskýr, hún er í hæsta máta •skilmerki- leg ffá byrjun til enda. Hún inniheld- ur í senn töffandi og hádramatísk at- riði og þrátt fyrir mikinn tilfmninga- ofsa í myndinni man ég aðeins eftir einu atriði þar sem hún verður til- gerðarleg (Þar eru fimm ára börn lát- in haga sér eins og Eyvindur og Halla, í hæsta máta óviðeigandi). Þrátt fyrir að mér sé illa \áð alhæf- ingar vil ég samt meina að leikur allra sem koma söguþræðinum eitthvað við sé stórkostlegur og til sé mikið rang- læti ef þessi mynd verður snuðuð urn Óskarsútnefningar í þeint flokki á næsta ári. Þrátt fyrir smávægilega galla á stöku stað er þessi mynd álitleg Stórleikaramir Jeremy Irons og Meiyl Streep í hlutverkum sínum í myndinni Hús midannn. skrautfjöður í hatt Billie August sem má prísa sig sælan ef liann heldur uppi allavega hluta af þeim staðli sein hann hefur haldið undanfarin ár. Dómsdagur ★★ Sýnd í Laugarásbíó Leikstjóri: Stephen Hopkins Aðalhlutverk: Emilio Estevez, Cuba Goodingjr., Denis Leary. T udgement Night eða Dómsdagur I eins og hún útleggst á Islensku (tímaskyni þýðanda virðist vera eitt- hvað ábótavant) væri ósköp venjuleg spennumynd ef ekki væri fyrir nokkur smáatriði. Fyrir það fyrsta eru aðal- persónur myndarinnar ekki hinar dæmigerðu „hetjur" sem við þekkjum úr bandarískuin spennumyndum. Það er iögð mikil áhersla á að þetta séu hinir venjulegustu einstaklingar sem lenda í hremmingum, og myndin er blessanlega laus við hnyttyrði og fölsk svalheit frá þeirra hálfu. Óþokkarnir eru hins vegar hálf klisjukenndir, þá sérstaklega for- sprakkinn, leikinn af MTV-fígúrunni Denis Leary (já, hann aftur). Leik- stjórinn Stephen Hopkins, sem gerði m.a. myndina Predator 2, er hálf ber- skjaldaður hér, þ.e. hann hefur engar dýrar tæknibrellur til að fela sig bak við og þarf því að nýta sér grundvall- arbrellur kvikmyndagerðar til að skapa spennu. Það gerir hann ágæt- Iega á köflum og þó stöku klisju sé að finna í frásögninni freistast aðstand- endur t.d. ekki til að láta varmennið rísa upp frá dauðum í endann, sem er virðingarvert því að sú brella er orð- inn útjaskaðri en salernin á Illemmi. Myndin snýst sem sagt frekar um sjálfsbjargarviðleitni heldur en hctju- skap og ef hún hefði verið aðeins frumlegri að öðru leyti hefði hún orð- ið prýðileg spennumynd. Eins og er stendur hún pikkföst í meðallaginu. Popp, popp, popp Uttekt á poppframboði kvik- myndahúsa í Reykjavík Til er það fólk sem lítur á neyslu poppkorns sem órjúfanlegt stak í hlutinenginu bíóferð. Ef það finnur ekki fyrir leifum af maískjarnanum milli tannanna á leiðinni út úr saln- um fyllist það tómleika og minni- máttarkennd út í manneskjuna með stóra popppokann sem sat við hlið- ina á því. I ljósi þessa ávana fólks á- kvað ég að gera samanburð á firain- boði kvikmyndahúsa á neysluvöru þessari. Til eru margar stærðir og gerðir poppkornspoka, en til að einfalda hlutina hélt ég mér við einmenn- ingsstærð í könnun þessari, þ.e. þá stærð sem er betur þekkt undir nafn- inu „lítill popp“. Verð á þessum poka, sem er lítið breytilegt eftir bíóum, er á hilinu 70-80 krónur og eftir að ég hafði framkvæmt ná- kværnar mælingar á innihaldi pokanna komst ég að því að þeir innihéldu allir svipað magn, hvort sem mælt var í desilítrum eða • stykkjatali. Eftir langa og stranga popp- smökkun komst ég að því að mér þótti poppið hjá Laugarásbíó einna bragðbest en einnig kólesterólríkast vegna alls smjörsins sem þeir drekkja því í. Flest hinna bíóanna gera sig reyndar einnig sek um að smjörbaða p.opp. Það væri kannske ekki úr vegi að koma upp svona smjörmaskínum hér á Iandi svo að fólk fengi alla vega að velja um smjörlaust popp ef það kærði sig um. Annars er líka hægt að nota að- ferðina alíslensku sem er eflaust álíka gömul og og kvikinyndahúsa- starfsemi á Islandi, þ.e. að smygla með sér heimapoppuðu, en sú að- ferð höfðar eflaust til þeirra sem vilja hafa áhrif á poppgerðina á öll- um stigum. Sagt með mynd Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Puríður Hjartardóttir

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.