Vikublaðið


Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 10
10 Gerum bæinn brtri! VIKUBLADIÐ 24. MARS 1994 Hverjir stóðu með umhverfinu? Sumarið 1990 voru ræsin komin frá innstu byggðum vestur eftir Kársnesi í báðum vogum, sunnan megin við vesturenda Sunnubrautar en að norð- anverðu út fyrir athafnasvæði Vita- og hafharmálastofnunar. Með nýjum meirihluta stöðvuðust þessar framkvæmdir. Fjármagni þurffi að hans mati að veita til annarra verk- efha en að gjalda skuld okkar við um- hverfið. Það var fyrst á síðasta hausti sem skriður færðist á þessar holræsa- framkvæmdir á nýjan leik. Ríkir góð samstaða urn það innan bæjarstjórnar og er ætlunin að ljúka tengingu allra ræsa við Skerjafjarðarræsi á árinu 1996. Þar með má segja að sjór í Kópavogi og Fossvogi verði baðhæfur og hreinn af mengun. Mörg verkefni enn óleyst A sviði umhverfismála hefur margt verið vel gert á síðasta áratug eða svo. Mörgu þarf hins fegar enn að sinna. M.a. þessu: • Það þarf að hefja garðyrkjudeild bæjarins til vegs og virðingar á nýjan leik. • Það þarf að vinna samkvæmt á- kveðinni áætlun um plöntun trjáa í bæjarlandinu. • Það þarf að setja skýrari reglur varðandi mengun frá atvinnufyrir- tækjum. • Það þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana til að afstýra sjónmengun af ýmsu tagi, t.d. vegna bílhræja og ó- hrjálegra bygginga víða uin bæinn. Kjósendur í vor, a.nt.k. þeir sem láta sig umhverfismálin varða, hljóta að vega og meta hverjum þeir treysta best til að annast þennan málaflokk og bera á honum ábyrgð á næstu fjórum árum. Þar stendur valið á milli Sjálf- stæðisflokksins sem hefur sýnt döng- unarleysi sitt í þessum efnum í verki eða Alþýðubandalagsins, sem hefur barist einarðlega gegn þeim tilraun- um til umhverfisspjalla sem áður voru gerð að umtalsefni. Valþór Hlöðversson skrifar Þegar kemur að kosningum reyna menn gjaman að skreyta sig með öllum til- tækum fjöðrum og er í tísku um þessar mundir að týna þær úr um- hverfisþættinum. Þessa verða Kópavogsbúar varir um þessar mundir. Við skulum líta á þrjú dæmi um skilning Sjálfstæðismanna í Kópavogi á umhverfinu. Raunar kentur oddviti Alþýðuflokksins í bænum við sögu á einuin stað. Valþór Hlöðversson lítnr yfir Fossvogsdalinn, en átökin um dalinn eru skýrt dtemi um vilja Kópavogsbúa til að vernda umhverfi sitt af kostgæfiii. Mynd: Ol.Þ. Vildufórna Fossvogs- dalnum Um árabil hefur verið tekist á um framtíð Fossvogsdalsins í Kópavogi. Lengi ffarnan af sótm borgaryfirvöld í Reykjavík að dalnum og vildu malbika þar hraðbraut. Kópavogsbúar báru gæfu til að standa saman gegn slíkum áformum og endanlegur sigur vannst árið 1990 þegar við fengum staðfest aðalskipulag - án hraðbrautar. I upphafi þessa kjörtímabils, sem nú er senn á enda, hófust deilur um dal- inn á ný. Nú voru þessar deilur innan bæjarstjórnar Kópavogs. Vildu allir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins (þar á meðal Bragi Mikaelsson!) og oddviti Alþýðuflokksins í bænum leggja ausmrhluta dalsíns undir fá- mennan golfklúbb. Tillaga þess efnis var samþykkt í bæjarstjórn og síðan lýst eftir vilja fólksins í bænum. 1 ljós kom að þúsundir bæjarbúa snerust gegn þessari nýtingu dalsins í þágu fá- menns áhugahóps um golf. Sá hinn nýi meirihluti í bæjarstjórn sitt ó- vænna og sneri af leið og nú hefur ver- ið ákveðið að nýta dalinn allan í þágu almennings. Það er hollt fyrir bæjarbúa, sérstak- lega áhugamenn um umhverfismál, að rifja það upp að fulltrúar Alþýðu- bandalagsins stóðu einarðlega gegn á- formum um golfvöll í Fossvogsdal. Þar á bæ stóðu menn saman og þurftu ekki á undirskriftasöfnun að halda til að sjá að sér líkt og Bragi Mikaelsson, núverandi forseti bæjarstjórnar, gerði. afstýrt við Víg- Annað mál í þessum málaflokki snerist um það hvort ætti að heimila kirkjubyggingu við friðað svæði á Víghólum. Þar inyndaðist hinn hefð- bundni meirihluti í bæjarstjórn því æ ofan í æ reyndu bæjarfúlltrúar Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks að sannfæra okkur í bæjarstjórn um nauðsyn þess að byggja kirkju á þess- um stað. Niðurstöðu þess máls þekkja bæjar- búar. Fyrir harða framgöngu minni- hlutans í bæjarstjórn, en þó mildu frernur fyrir ákveðin og skipulögð mótmæli innan Digranessafnaðar, tókst að knýja meirihlutann til að skipta um skoðun. Var snarlega beygt af leið og kirkjunni fundinn nýr staður þar sem veglegt guðshús er nú risið af grunni. Þetta dæmi sýnir enn og aftur að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi í umhverfismálunum. Þar á bæ eru menn stöðugt tilbúnir að láta undan þrýstingi, m.a. vegna þess að flokkinn skortir skýra stefnu í því hvað sé hægt að bjóða umhverfinu upp á. Hreinsun fjaranna seinkað Síðast en ekki síst vil ég nefna hreinsun strandlengjunnar í Kópa- vogi. Fyrir um áratug var samin sér- stök áætlun um hreinsun fjörunnar í bænum og var lengi vel frarnan af unnið samkvæmt henni. Þá var ákveð- ið að taka allt ffárennsli frá heimilum og atvinnufyrirtækjum og leiða í einu ræsi út með ströndinni og taka um leið fyrir allt rennsli beint niður í fjöru. A síðasta kjörtímabili, en þá var undirritaður formaður umhverfsiráðs bæjarins, var tugum milljóna króna veitt til þessa verkefnis á ári hverju. Hneyksli hóla Baráttan skilaði árangri Guðný Aradóttir tók þátt f því með mörgum öðrum að mótmæla byggingu fjöl- býlishúss við Engihjalla 6. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að fá bæjaryfirvöld ofan af fyrirætlunum sínum en hafðist að Iokum. - Okk- ur fannst nóg komið af steypu og vildum gera lóðina að grænu svæði, segir Guðný en hún hefúr búið við Engihjalla ffá því hún flutti frá Eskifirði árið 1982. Guðný er kerfisfræðingur hjá Pósti og sínta og skipar 4. sætið á G listan- um í Kópavogi. Iiún hefur setið í stjórn Póstmannafélags Islands í sjö ár og er formaður samninganefhdar fé- lagsins. Hún er ekki óvön því að takast á við ögrandi verkefni. Arið 1983 var hún fyrst kvenna kosin í stjórn Skíðasam- bands Islands og starfaði þar í karla- heimi. Hún hóf afskipti af félagsstarfi skíðahreyfingarinnar þar sem bæði börnin hennar stunduðu fyróttina. Börnin komu líka við sögu þegar hún flutti suður til að taka við starfi hjá Pósti og síma. - Eg flutti í Engihjalllann í Kópa- vogi vegna þess að þaðan var stutt í skóla fyrir börnin og aðstaðan fyrir þau góð. Afturfór Guðný sér ekki effir því að hafa flutt í Engihjallann en hún segir jafn- framt að byggðinni og íbúunum þar hafi ekki verið sinnt sem skyldi af bæj- aryfirvöldum. Einkum gildi það um unglingana. - Fyrir átta árum var félagsmiðstöð hér í Austurbænum en henni var lok- að. Það er takmarkað hvað hægt er að gera fyrir börnin í skólanum og ég verð mikið vör við óánægju íbúanna hérna með frammistöðu bæjaryfir- valda í þessuin málaflokld, ségir Guð- ný. Við Engihjalla búa nálægt eitt þús- und manns og Guðný þekkir þau mál sem brenna á fólki þar, bæði af því að hún hefúr búið þarna í meira en ára- tug og alið þar upp sín börn og einnig hefúr hún starfað í íbúasamtökum svæðisins. A vettvangi bæjarmála mun Guðný vinna að framgangi hagsmuna íbúanna í Austurbænum. En hún hef- ur líka hug á að leggja öðrum góðum málum lið. Skólamir taki mið afað- stæðum - Skólamlr hafa ekki bmgðist við nýjum aðstæðum. Það er ekki lengur sjálfsagt að fólk um tvítugt fái vinnu þegar það útskrifast úr framhaldsskól- urn. Það er of seint að tala um ffam- tíðarhorfur við ungt fólk þegar það er orðið tvítugt. Strax við 14-16 ára ald- ur á að kynna þeim þá möguleika sem em fyrir hendi. Og ég er þeirrar skoð- unar að skólarnir hafi ekki komið nægilega til móts við þá sem era í verklegu námi, segir Guðný. Alþýðubandalagið styður það að skólarnir í Kópavogi verði einsetnir og skóladagurinn lengdur. - En þótt skóladagurinn verði lengdur má ekki gera skólann að geymslustað fyrir börnin, eins og bor- ið hefur á í Reykjavík. Við verðum að bjóða upp á nám, til dæmis í tónlist, myndlist og leiklist þannig að börnin fái að spreyta sig. Þá mun Alþýðu- bandalagið leggja það til að fornám í tónlist verði flutt í skólana í samvinnu Tónlistarskólann, segir Guðný. Guðný hefur ekki áður tekið sæti á framboðslista en hún segist tilbúin til að starfa að málefnum bæjarins. - Ég hef áhuga á umhverfi mínu og sé að það eru ýmis mál sem betur inega fara, er skoðun Guðnýjar Aradóttur. Guðný Aradóttir: Fólk í Austurbæninn befur orðið fyrir vonbrigðum með bæjaryfirvóld. Mytid: Ól.Þ.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.