Vikublaðið


Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 20

Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 20
20 Af erlendtim vettvaiigl VIKUBLAÐIÐ 24. MARS 1994 Sögulegar kosningar á Italíu um helgina ingkosningarnar á Ítalíu sem verða núna 27. og 28. mars eru þær mikilvægustu síðan 1948 þegar Kristilegir demókratar unnu mikinn kosningasigur og hlutu 48% atkvæðanna. I 45 ár voru þeir síðan nær óslitið við völd og gegndu forystu fyri r mismunandi skammlífum og veikburða samsteypustjórnum þriggja eða fjögurra flokka, sem samanstóðu yfirleitt af Lýðveldisflokknum, Frjáls- lynda flokknum, Sósíalistum, Sósí- aldemokrötum eða einhverjum öðr- um smáflokki á miðju stjórnmálanna. I stjórnarandstöðu var aðeins einn öflugur og velskipulagð- ur flokkur, þ.e. Kommúnista- flokkurinn, sem hafði um 30% fylgi. Fall Berlínarmúrsins 1989 og endalok kalda stríðsins hafa síðan valdið miklum hræringum á Italíu eins og víðar. Hinu svokallaða hefta lýðræði (blocked democracy) fortíðarinnar, í raun ein- flokksræði, þar sem hægri- og vinstriöflin hafa ekki skipst á að fara með stjórnartaumana eins og í öðrum vestrænum ríkjum, hefur verið hafnað, fyrst og fremst fyrir tilstilli afla utan þings, s.s. blaða- manna, dómara og andófs- hópa innan flokkanna sem neita að beygja sig undir veldi flokksforingjanna. Frá júní 1992 hafa samtökin Herferð hinna hreinu handa beitt sér fyrir að afhjúpa umfang spill- ingarinnar, Undir forystu Antonio di Pietro dómara hefur hópur saksóknara í Mílanó staðið fyrir rannsókn- um á ólöglegri fjármögnun þess var Kommúnistaflokkurinn sem breytti nafhi sínu í Lýðræðisflokk vinstrimanna (PDS) árið 1991. Snemma á þessu ári breyttu Kristileg- ir demókratar nafni sínu í Þjóðarflokk Italíu (PPI), en tvö minni flokksbrot þeirra komu einnig fram á sjónarsvið- ið: Italski sáttmálinn undir forystu Mario Segni og Miðjuflokkur kristi- legra demókrata (CCD). Nýfastista- hreyfing Gianfranco Fini's gegnir ekki lengur heitinu MSI heldur heitir nú Þjóðarbandalagið og reynir að bregða yfir sig meiri virðuleikablæ. Margir almennir borg- arar hafa fyllst mikilli reiði og biturleika, ekki síst vegna þess að lciðtogar sem þeir hafa treyst hafa verið teknir til rannsóknar eða jafnvel fangelsaðir. Þetta gæti skýrt niðurstöð- ur skoðanakannana frá því fyrir u.þ.b. mánuði, þar sem ffam kemur að tveir af hverjum þremur kjósend- um voru enn óákveðnir í því hvern þeim myndu kjósa nú um helgina. Berlusconi kemur fram á sviðið Spennuna í kosninga- baráttunni má að hluta skýra með tilkomu Forza Italia (Áfram Ítalía), flokks Silvio's Berlusconi. Á síð- asta ári setti þessi fjöl- miðlajöfur upp 2000 Forza Italia ldúbba um allt land, þrátt fyrir að hann xreitaði því stöðugt að hann hygð- ist snúa sér að stjórnmál- um. I lok janúar s.l. var Forza Italia skráð sem nýr stjórnmálaflokka, inútum til ríkis- starfsmanna og stjórnmálamanna sem tryggja áttu verktakasantninga, ýmiss- konar fjárplógsstarfsemi og svikum. Hin inikla bylgja andófsins gegn spill- ingunni sem fer sem logi um akra ítal- íu um þessar mundir jafnast á við hljóðláta byltingu. Til að reyna að skapa sér fjarlægð frá hinu gamla og ótrúverðuga stjórn- málakerfi hafa stærstu flokkarnir beitt allskyns brögðuin til að lyfta andlitinu og skapa sér nýja ímynd, til dæmis með því að breyta um nafn. Fyrstur til Achille Ochetto, leiðtogi Lýðrceðisflokks vinstrimanna, sem leiðir kosningabandalag átta vinstriflokka og er spáð yfir 40% fylgi- stjórnmálaflokkur. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum gæti flokkur Berlusconis fengið fjórðung atkvæða. Þrátt fyrir að stefnuskrá hans sé mót- sagnakennd og óskýr höfðar hann til hægrimanna með þeim einfalda boð- skap að Lýðræðisflokk vinstrimanna og önnur stjórnmálasamtök á vinstri vængnum verði að sigra með öllum ráðum. Uppskrift hans að því að vinna bug á atvinnuleysinu, sem nú er um 11 %, er að draga úr velferðarþjónustu og eftirláta markaðshyggjunni vand- ann. Hann beinir spjótum sínum cinkurn að formanni Lýðræðisflokks vinstrimanna, Achille Ochetto, kallar hann alltaf „uppgjafakommann" og heldur því frarn að fái vinstrimenn völdin muni þeir ráðast að grundvall- armannréttindum og rústa efnahags- lífinu. Silvio Berlusconi er vissulega á- hrifamildll inaður. Hans helsta tromp á hendi er að þrátt fyrir nokkuð háan aldur, hann er 57 ára, er hann samt sem áður nýr á vettvangi stjórnmál- anna, gagnstætt helstu leiðtogum annarra iniðjuflokka, s.s. Andreotti og Forlani frá Kristileguin demókrötuin eða sósíalistunum Bettino Craxi og Gianni de Michelis, sem líklega þurfa flestir að viðurkenna að stjórnmála- ferli þeirra sé að ljúka. Berlusconi hef- ur byggt upp mikið viðskiptaveldi all- ar götur frá 1961 þegar hann setti Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá nafn á alkunnu kvæði. - Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Sigluvík. 1— 3 r- V- s~ L ? 8 9 V 10 u 12 A= 1 = Á= 2 = B = 3 = D = 4 = Ð = 5 = E = 6 = É = 7 = F = 8 = G = 9 = H = 10 = 1= 11 = í = 12 = J= 13 = K = 14 = L = 15 = M= 16 = N = 17 = 0= 18 = Ó= 19 = P= 20 = R - 21 = S= 22 = T = 23 = U= 24 = Ú= 25 = V= 26 = X= 27 = 13 JY ¥ '9 z ID l(a s? 17- 18 tí 20 £— d 21 10 XO 2í '9 2D ih V ll 29- ^ 7- y T~ Ih 10 z 2Í T~ Wi 7- 25 8 W ií> ‘Z 19 d U f V Z5 9 H is IZ y 2? 1 2o zfl- F H h 25 9 ÍS 29 a 2JT ZD tb H ZV W 2+ °l 20 25 V °l i? 15 r? zt 2S d 15" 15 lg 19 2k ry) iv Z s? V 8 i& W 25 29 V 2o ZY f k 2b 10 T~ 8 9 Y Is l1? 15 2 0? u 29 <r~ 2S- 62 U 1*7 2o Y V 2 25 9 b '2J i - TT~ y 25- /Á 2T~ f? 30 9 ’a 23 5 V (s> 2o s? 1 to >5 s? y 28 Y = 28 = Ý = 29 = Þ = 30-= Æ = 31 = Ö = 32 = W—123— ! ! 9 29 at U fyrsta fyrirtæki sitt á fót, en það varð seinna eignarhaldsfélagið Fininvest. Hann á 300 fyrirtæki þar sem urn 40.000 manns starfa og á árinu 1993 velti samsteypan meira en 500 millj- örðum íslenskra króna. Meðal fyrir- tækja hans eru sjónvarpsstöðvarnar Canale 5, Rette Quatro og Italia 1 sem samanlagt ná til unr 36 milljóna áhorfenda. Berlusconi hefur þegar sýnt af sér nokkra stjórnmálakænsku ineð því að ná að þétta raðir hægrimanna, s.s. hina fyrrum óvini í Þjóðarbandalag- inu og Norðursambandinu. Norður- sambandið undir forystu Umberto Bossi krefst aukinnar sjálfstjórnar til þess að hin auðugu norðurhéruð þurfi síður að standa undir aðstoð við hin fátækari suðurhéruð sem eru undir oki skipulagðrar glæpastarfsemi eins og Mafíunnar á Sikileyjum, Ndrang- heta í Kalabríu, Camorra í Napóli og Kampaníu. Þjóðarbandalagið tclur Norðursambandið ógna þjóðarein- ingunni. Hinsvegar eru þessir tveir flokkar nú tilbúnir til að samfylkja undir merkjum F'orza Italia og Berlusconi á einnig í viðræðum við Mario Segni, stofnanda ítalska sátt- málans, en hann átti stærstan þátt í því að hrinda uinbótum- á kosningalög- gjöfinni í framkvæind 18. apríl 1993. Sú dagsetning markar upphaf hins svokallaða Annars lýðveldis á Ítalíu. Sögulegt tcekifieri vinstri- manna Lýðræðisflokkur vinstrimanna" (PDS) leiðir samsteypu átta stjórn- ntálaflokka. Marlunið Ochettos er ekki aðeins tímabundið kosninga- bandalag heldur stór vinstriflokkur, ekki ólíkur Verkamannaflokknum í Bretlandi. Síðan Konnnúnistaflokk- urinn breytti nafni sínu hefur hann gengið í Alþjóðasamband sósíalista. Þrátt fyrir að Rómardómstóllinn hafi 16. febrúar gefið út tilkynningu um rannsókn sem nær m.a. til þingflokks- formanns flokksins, Massimo d'Alema, er flokkur Ochettos, Lýð- ræðisflokkur vinstrimanna, eini stjórnmálaflokkurinn sem er óflekk- aður af spillingarákæruin Herferðar hinna hreinu handa. Lýðræðisflokkur vinstrimanna er arftaki langrar og viðburðaríkrar for- tíðar þar sem margir hugsuðir og stjórnmálasniliingar koma við sögu. Nefna má hinn marxíska hugmynda- fræðing Antonio Cramsci á þriðja ára- tugnum en ffamlagi hans til sósíalism- ans hefur verið líkt við hlut þeirra Lenins og Rosu Luxemburg. Einnig Palmiro Togliatti, þekktan baráttu- mann gegn fasismanum, og Enrico Berlinguer, sem mótaði hinn svokalla evró-kommúnisma og sagðist frekar vilja láta NATO verja landið en Rauða herinn. í sveitarstjórnarkosn- ingunum síðasta haust vann Lýðræð- isflokkurinn inikinn kosningasigur í sex stórborgum, Róm, Feneyjum, Genúa, Trieste, Napólí og Palermo. Aðeins Lýðræðisflokknum tókst að sigra Alessöndru Mussolini, frænku hins alræmda Mussolinis. Til merkis um þrótt flokksins má nefha að í janú- ar ákvað hann að gefa út tvö eintök á dag af blaði sínu L'Unita, annað er menningarblað og hitt pólítiskt. Sam- steypu vinstriflokkanna er spáð yfir 40% atkvæðanna í kosningunum um næstu helgi. Vegna hinnar nýju kosningalög- gjafar munu verða breytingar á sam- setningu þingsins, enda hefur reglum um hlutfallskosningu verið breytt á þann veg að það dregur úr veldi flokksforingjanna og aukinnar til- hneigingar mun gæta í átt til meiri samvinnu inilli minni stjórnmála- flokka. Þetta stafar af því að litlir flokkar munu eiga svo gott sem enga ntöguleika á að ná mönnum inn á þing. Effir kosningarnar mun hið pólitíska landslag því breytast mjög og skapast gætu skilyrði fyrir miklum endurbótum í lýðræðisátt í stjórn- málalífi Ítalíu.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.