Vikublaðið


Vikublaðið - 08.04.1994, Qupperneq 1

Vikublaðið - 08.04.1994, Qupperneq 1
Kvenmynd fjöl- miðlanna Bert hold og tælandi stúlkur troðfyila hvern miðilinn á fætur öðrum en málefnaleg- um frétttaviðtölum við konur fjölgar lítið. BIs. 8-9 ValJakobínu Rithöfundurinn, bóndakonan og sósíalistinn Jakobína Sig- urðardóttir skilur effir djúp spor í íslenskum bókmenntum og baráttuhreyfingu vinstri- manna. Bls. 5 Utanríkismál og atvinnuleysið Á vinstrivængnum eru hefð- bundin baráttumál tekin til urnræðu í ljósi breyttra tíma og ný vandamál kalla á róttæka stefhumótun. Bls. 12,13 og 14 13. tbl. 3. árg. 8. apríl 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Ingibjörg Sólrún nýtnr meira trausts en Árni Reykjavíkurlistinn er með 57,6 prósent samkvæmt könnun Hagvangs. 60,7 prósent treysta Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur betur en Árna Sigfússyni. Skoðanakönnun sem Hag- vangur opinberaði í gær sýnir að væri gengið tíl borgar- stjómarkosninga núna fengi Reykjavíkurlistinn 57,6 prósent at- kvæða en Sjálfstæðisflokkurinn 42,4 prósent. Þessi niðurstaða gef- ur Reykjavíkurlistanum níu borg- arfulltrúa, en miðað við skekkju- mörk er stutt í að þeir séu átta. Þá leiðir könnunin í ljós að 60,7 pró- sent treysta Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur betur en Ama Sigfús- syni tíl að stjóma borginni, en 39,3 prósent treystu Ama betur. Niðurstöðurnar sýna að fylgi Reykjavíkurlistans gæfi honum nú níu manns í borgarstjórn en Sjálfstæðis- flokkurinn fengi sex. Hér er miðað við þá sem afstöðu tóku í könnuninni, en 16,3 prósent tóku ekki afstöðu. Sam- kvæmt því væri Gunnar Gissurarson tækniffæðingur inni. Hins vegar ligg- ur fylgi Reykjavíkurlistans samkvæmt könnuninni mjög nálægt mörkum átt- unda og níunda manns og ineð hlið- sjón af nýlegri könnun Gallups, sem sýndi nokkra sókn Sjálfstæðisflokks- ins, virðist mega gera ráð fyrir því að fylgið sé heldur að síga niður á við hjá Reykjavíkurlistanum að óbreytm. Bendir ýmislegt til þess að næstu vik- urnar verði baráttan um áttunda sæt- ið; um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur alþingismann hjá Reykjavíkurlist- anum og Þorberg Aðalsteinsson handboltaþjálfara hjá Sjálfstæðis- flokknum. Könnun Hagvangs var gerð í tveim lotum fyrir og eftir páskahátíðarnar. Náði úrtakið til 958 kjósenda á aldrin- um 18 til 75 ára, en svarhlutfall reynd- ist 70,9 prósent. - Sjá nánari umfjöllun um Reykjavíkurlistann á bls. 2 og baksíðu. Hrafninn floginn - óreiðan eftir Pétur Guðfinnsson hefur tekið við starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri ríkissjónvarpsins á ný og Hrafn Gunnlaugsson farinn á annan vettvang. Samkvæmt heirn- ildum Vikublaðsins mætír Pétri hár stafli af vandamálum efirir eins árs stjómartíð Hrafns. Má nefna að á fyrstu þrem mánuðum þessa árs var Hrafh búinn að eyða tæplega helmingnum af 31 milljón króna útgjaldaramma skrifstofu fram- kvæmdastjóra og gera auk þess samninga til lengri tíma sem efrir er að greiða. Erfiðasta glíman á fyrstu vikum Péturs verður þó að leysa fjárhagsleg vandamál fféttastofu og íþróttadeildar sjónvarpsins. Að óbreyttu vantar al- gerlega fé til að standa straum af kostnaði vegna kosningasjónvarps og vegna sýninga leikja frá heimsmeist- aramótinu í knattspyrnu. Við mótun fjárhagsáætlunar þessa árs sýndi Hrafii íþróttadeildinni lítinn skilning og er alls óvíst að knattspyrnuunn- endur fái HM-leikina, þótt búið sé að greiða réttindin eða um helming af alls 13 milljón króna kostnaði. Annar kostur er sagður að skera niður inn- lent íþróttaefni, nema til komi sérstök aukafjárveiting. I raun hefði staðan verið enn verri ef samþykktar hefðu verið róttækar niðurskurðartillögur sem Hrafn kynnti deildarstjórum í janúar, án undanfarandi samráðs. Eftir storma- sama fundi ákvað Heimir Steinsson útvarpsstjóri að leggja ffam sínar til- lögur með hliðsjón af tillögum Hrafns og þar vantaði t.d. fé í kosningasjón- varp og HM. í tillögum Heimis var gert ráð fyrir endurskoðun þessara tdl- lagna um miðjan apríl. Formaður Framsóknarflokks- ins í opinbera rannsókn Skiptastjóri þrotabús útgáfufé- lags Tímans skrifar svarta skýrslu um ráðstafanir for- manns Framsóknarflokksins og vill láta reyna á þær fyrir dómsstólum. Samþykktar kröfur eru á bilinu 30 - 35 milljónir króna en peningaeign þrotabúsins er um 10 milljónir króna. Skiptastjóri þrotabús Mótvægis hf. sem gaf út dagblaðið Tímann til ára- rnóta lagði ffam skýrslu á miðvikudag þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins og Steingrímur Hermannsson forntaður Framsóknarflokksins eru gagnrýndir fyrir aðgerðir sem þeir stóðu fyrir síð- ustu mánuðina sem 'l'íminn var á á- byrgð Framsóknarflokksins. Skiptastjórinn, Brynjólfur Kjart- ansson, segir í skýrslu sinni „að full ástæða er til þess að rannsaka gaurn- gæfilega ýrnsar aðgerðir forsvars- manna félagsins." Eigendur DV tóku við rekstri Tím- ans um áramót og Brynjólfur hefur eftir þeirn að þeir hafi ekki keypt á- skrifendaskránna afMótvægi hf. held- ur af Framsóknarflokknum. „Ef rétt er þá hefur Framsóknarflokkurinn selt sömu skrána tvisvar," skrifar Brynjólfúr en flokkurinn hafði áður selt Mótvægi hf. sömu skrá. Mótvægi hf. tók við rekstri Tfmans á síðasta ári þegar Framsóknarflokk- urinn reyndi að fá fleiri aðila til að taka þátt í útgáfunni. Eftir sem áður var flokkurinn stærsti eigandi blaðsins og Steingrímur Hermannsson sá maður sem hafði mest áhrif á stefnu útgáfufélagsins, bæði sem stjórnar- ntaður í Mótvægi og formaður Fram- sóknarflokksins. I skýrslu sinni skrifar skiptastjórinn að „formaður stjórnar Mótvægis hf., sem er formaður Framsóknarflokks- ins [samdi við] framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins um endurgjald fyrir notkun á nafninu „Tíminn" og skyldi endurgjaldið vera í því fólgið að flokkurinn fengi, án greiðslu, auglýs- ingar allt að fyrir kr. 250.000 á mán- uði miðað við gildandi auglýsinga- taxta án afsláttar. Sérstök ástæða er til þess að láta reyna á samning þennan fyrir dómstólum.“ Skiptastjóri hefur samþykkt kröfur að upphæð 30 milljónum króna. Þar af eru almennar kröfúr um 23 milljón- ir. I'organgskröfur starfsmanna nema um 15 milljónum króna en af þeim hefur skiptastjóri samþykkti 7 millj- ónir. Þessi upphæð gæti hækkað. Stærsti kröfúhafinn er Landsbank- inn með 10 milljóna króna kröfú. Prentsmiðjan Oddi hefúr lýst kröfum upp á 8,5 milljónir og fengið þær sam- þykktar. Peningaeign Mótvægis er um 10 milljónir króna og því er ólíklegt að nokkuð fáist upp í almennar kröfur. Stærsti kröfúhafinn með forgangs- kröfur er Blaðamannafélag íslands og lífeyrissjóður félagsins með 1,3 millj- ónir króna. í skýrslu skiptastjóra koma ffarn al- varlegar athugasemdir unt greiðslu Framsóknarflokksins á hlutafé og tal- að um að það hafi verið greitt með verðlitlum tækjum og viðskiptavild. Þá er efast um lögmæti hlutafjáraukn- ingar í félaginu og verður endurskoð- andi fenginn til að fara yfir þær ráð- stafanir. „Ljóst er að rekstri félagsins var haldið áffam löngu eftir að gefa átti félagið upp til gjaldþrotaskipta og án þess að nokkur leið út úr vandanum hafi verið í sjónmáli," segir í niðurlagi skýrslu skiptastjóra Mótvægis hf.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.