Vikublaðið - 08.04.1994, Side 3
VIKUBLAÐIÐ 8. APRÍL 1994
Stjórnmátin
3
Arni Sigfusson Johnsen raulaði
„Skattalagið" sitt fyrir sveitar-
stjórnarkosningarnar 1990. Þá
var Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra og Olafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra og Jón
Baldvin Hannibalsson heim við hlið. I
texta sínum kvartaði Arni yfir þvf að
fólk væri að sökkva dýpra í „skatta-
flórinn" en boðaði að landnáms-
draumurinn yrði látinn rætast. Og
1991 yfirgaf Davíð Oddsson borgar-
stjórastólinn og settist að í forsætis-
ráðuneytinu. Og Friðrik „Báknið
burt“ Sophusson settist að í fjár-
málaráðuneytinu. Hefur draumurinn
ræst? Er verið að moka skattaflórinn?
Hetjurnar hans Arna
heimta þriðjungi hœrri
skatt
Framreiknað til núvirðis voru
beinir skattar (aðallega tekjuskattur
og eignaskattar) einstaklinga til ríkis-
ins að meðaltali 13.139 milljónir
króna á ári á tímabilinu 1988 til 1990.
Þetta meðaltal hækkaði í 16.044 millj-
ónir á tímabilinu 1991 til 1993 eða um
22,1 prósent að raungildi (heimild:
fjármálaráðuneytið). Og samkvæmt
fjárlögum fyrir 1994 á að innheifnta
17.425 milljónir króna í beinum
sköttum á einstaklinga í ár.
Þetta þýðir að í ár niunu Friðrik,
Davíð ogjón Baldvin skattleggja ein-
staklinga um 4,3 milljarða króna meir
en Olafur, Steingrímur og Jón gerðu
og Arni söng um. Munurinn er 32,6
prósent. Fólkið í landinu hefur sigið
þriðjungi neðar í skattaflórinn.
Og hvað gerir Árni? Nú „syngur“
hann um 10 lykla í atvinnumálum, þar
sem trompið er að vísa á sanminga við
ríkisstjórnina um skattalækkun á fyr-
irtækin í borginni. Skattar á fólk
hækka og hækka en Árni biður Friðrik
að vera fyrirtækjunum góður.
nna
Skattajlór jyrirtækja
gljáfœgður?
En það hefur Friðrik einmitt leitast
við að vera. Á valdatíma núverandi
ríkisstjórnar hafa beinir skattar fyr-
irtækja lækkað úr 4.954 milljónum
(meðaltal 1991 til 1993) í 3.920 millj-
ónir (fjárlög 1994) vegna lækkunar
tekjuskatts og eignaskatts.
Og er þá ótalin 5 milljarða króna
niðurfelling aðstöðugjalds. Friðrik
Sophusson og félagar tóku nefnilega
völdin af Árna Sigfússyni Johnsen og
öðrum sveitarstjórnarmönnum og
afnant aðstöðugjald fyrirtækjanna. En
hann hækkaði skatta fólksins til að
bæta borginni og öðrum sveitar-
stjórnum tekjumissinn. Skattaflór fyr-
irtækjanna var ntokaður og skítnum
vippað yfir í skattaflór fólksins. Og
bætt unt betur.
Þegar á heildina er litið hafa skattar
og gjöld hins opinbera á einstaklinga
hækkað á tímabili núverandi stjórnar
um nettó 6,8 milljarða, en skattar og
gjöld á fyrirtæki lækkað nettó unt 5,7
milljarða. Hér er allt tínt til, líka
lækkun virðisaukaskatts á matvæli.
Hér kernur margt til, fyrir utan
beina hækkun á staðgreiðslunni. Per-
sónuafsláttur hefur lækkað. Barna-
bætur hafa lækkað. Vaxtabætur hafa
lækkað. Og áffam mætti telja.
Fasteignaskattur á
atvinnuhúsnæði þriðjungi
hærri
Hvað hefur Reykjavíkuríhaldið gert
í skatttekjumálum sínum síðustu árin?
Borgin fær 80 prósent aðstöðugjalds-
ins endurgreitt frá ríkinu og fær síðan
heimild til að hækka fasteignagjöldin
með meiru.
Reykjavíkurborg nýtir sér að fullu
þá heiinild að hækka fasteignagjöld á
Arna
Sigfússonar
Johnsen
ppll
lllll
fkattalaýtö
eftir Árna Sigfússon Johnsen
borgarstjóra Sjálfstaeðistlokksins
Er land cr þjáð og þnkið djúpum sánivt,
þjóbin kreppt, afsköttum niðurlút,
þá leitar hugur að landnámsmannaánim.
Hví lögðn þeir íferðir hiúgað ÚU
Svörin höfmn við á reiðum höndum.
Er hclsið hafði skattafyrir vönd,
þá sigldu þeir íleit að nýjum löndum
og lögðii að við ísakalda strönd.
viðlag:
Þeir sögðu:
Við böfunt skömm á skattastjórnum
og skulum aldrei leyfa slíkar hér.
Við munum kefa í miðstýringarkórnum
og kjósa aukið valdfrelsi,
kjósa aukið sjálfstæði,
kjósa frelsisstjðm er þessi fer.
En núna cr bún Snorrabúðin stekkur
og Steingrímur að hækka skatta og giyón.
Dýprafólk t skattaflórinn sckkur,
áfjóshitanum fitna Óli ogjón.
Við scgjuvi: (viðlag)
Enn er von og ástceða að kætast
þvííslands ævi ekki er nærri bálf
vjð munuvi láta landná/nsdrauniinn rætast
uvt frclsi til að hjálpa okkw sjálf.
Við segjum: (viðlag)
atvinnuhúsnæði í ár; gjaldið fer úr
1,19 í 1,4 prósent. Gera önnur
sveitarfélög slíkt hið sama? Mjög fá,
aðeins 9 af 31 kaupstöðum landsins.
Meðaltalið hjá Kópavogi, Seltjarnar-
nesi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garða-
bæ og Keflavík er 1,067 prósent.
Hlutfallslega er fasteignaskatturinn á
atvinnuhúsnæði 31,2 prósent hærri í
Reykjavík en í þessum sex nágranna-
bæjarfélögum.
ETm leið rukkar Reykjavík hærri
fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði en
flestir aðrir kaupstaðir. í ár er álagn-
ingarprósentan 0,421 prósent í
Reykjavík. Aðeins 4 af 31 kaupstöðum
eru með hærri álagningu. I ofan-
greindum sex kaupstöðutn er meðal-
talið 0,37 prósent. Hlutfallslega er
fasteignaskatturinn 13,8 prósent
hærri í Reykjavík en í þessum bæjar-
félögum.
Afhverju innheimta þeir
skattinn á skrifstofii- og
verslunarhúsnæði?
Þegar Friðrik tók aðstöðugjaldið af
sveitarfélögunum afhenti hann þeint á
móti hinn illa þokkaða sérstaka skatt á
verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Þeg-
ar Árni kynnti „lykla“ sína lagði hann
til afnám þessa skatts. Sveitarfélögin
voru samt ekki nauðbeygð til að nýta
sér þennan skatt frekar en þau vildu
eða þurftu. En Reykjavíkurborg tekur
í ár skattinn á verslunar- og skrifstofu-
húsnæði fegins hendi ffá ríkinu og
leggur hann á af fullum þunga, 1,25
prósent.
Árna og félögum var og er fullkom-
lega frjálst að fara að fordæmi Garð-
bæinga, Seltirninga, Dalvíkinga, Ol-
afsfirðinga og Vestmannaeyinga og
innheimta þennan skatt alls ekld. Eða
hafa hann 0,9 prósent eins og níu
sveitarfélög gera, t.d. Mosfellsbær,
Akranes og Hveragerði.
En Markús Örn og Arni völdu að
innheimta skattinn og gjörnýta hann.
Og ekki má gleyma því að unt 70
prósent þessa skatts kemur ffá skrif-
stofu- og verslunarfyrirtækjum í
Reykjavík.
Útsvarið hækkað um
2.500 krónur ájjölskyldu
Og ekki er Árni beinlínis frumlegur
að leggja til að skattur á skrifstofu- og
verslunarhúsnæði verði lagður niður.
Skatturinn var búinn til 1979 og allar
götur síðan hafa sjálfstæðismenn lofað
afnámi hans. Það tókst ekki þótt Al-
bert Guðmundssyni, Þorsteini Páls-
syni og Friðrik Sophussyni hafi boðist
vist í fjármálaráðuneytinu. Friðrik
ákvað að inoka þennan skatt yfir í flór
sveitarfélaganna. I viðkomandi tekju-
stofnalögum er beinlínis gert ráð fyrir
því að þessi skattur falli síðan inn í
núverandi fyrirkoinulag fasteigna-
skatta. Árni leggur ineð öðrum orðum
til afnám skatts sem átti hvort sem er
að fjúka. Þarna vantar hljóðstafi og
stuðla, eins og surns staðar í Skatta-
laginu hans Árna.
En hvað með blessaða útsvarið,
hefur það ekki farið lækkandi hjá
borgaríhaldinu? Að sönnu er
útsvarsálagningin í heimiluðu lág-
marld í Reykjavík. Búið að vera 6,7
prósent undanfarin ár. 1988 til 1990
námu útsvarstekjur borgarinnar að
ineðaltali 5.829 milljónum króna á
núvirði á ári eða 61.202 krónur á
hvern íbúa. 1991 til 1993 námu út-
svarstekjurnar síðan 6.144 milljónum
króna að meðaltali á ári. Hækkunin er
315 milljónir eða nær 2.500 lcrónur á
hverja þögurra rnanna fjölskyldu. Og í
ár hækkar ú'tsvarið hjá öllum sveitar-
félögum, hjá Reykjavík úr 6,7 í 8',4
prósent.
Megum við heldur heyra
Þykkvahæjarkartöflumar
Samkvæmt upplýsingum embættis
Ríkisskattstjóra úr skattskrá 1993
voru lagðar á einstaklinga alls 44,5
milljarðar króna í tekjuskatti, eignar-
sköttum óg útsvari, en á fyrirtæki
(lögaðila) 5 milljarðar í tekjuskatti og
eignarsköttum. Onnur bein gjöld eru
léttvæg fundin eftir afnám aðstöðu-
gjaldsins. Innbyrðis skipting þarna á
milli eru 90 prósent á rnóti 10 pró-
sent. Hví ekki ganga skrefið til fulls og
afnema þessa skatta á fyrirtækin í
nafni atvinnuleysisins? Til að bæta
hinu opinbera tekjumissinn þyrfti að
hækka skatta einstaklinga uin „aðeins“
11 prósent. Eigum við ekki að láta
einstaklinga fá 50 prósent stað-
greiðsluhlutfall? Er ekki lítil fórn fyrir
fólkið í landinu að taka á sig skatta
fyrirtækja eins og Eimskips, olíufélag-
anna, ttyggingafélaganna og fésýslu-
fyrirtækjanna, ef það reddar einhverj-
um vinnu?
Skyldi það annars hryggja Arna
Sigfússon Johnsen að Hæstiréttur úr-
skurðaði nýverið að Sameinaðir verk-
takar skjddu greiða skatt af hinum
umtöluðu 900 milljónum af hermang-
inu?
Þannig blasa staðreyndirnar við.
Beinir skattar sem fólkið borgar hafa
hækkað að raungildi um þriðjung frá
því núverandi ríkisstjórn tók við.
Einstaklingar borga 9 af hverjum 10
krónum til hins opinbera. Ymsir
óbeinir skattar sem fólkið borgar hafa
og hækkað, svo sem bifreiðagjöldin.
Reykjavíkuríhaldið rukkar hærri fast-
eignaskatta af atyinnuhúsnæði en
flestir aðrir kaupstaðir. Það rukkar
líka hærri fasteignaskatta af íbúðar-
húsnæði en flestir aðrir kaupstaðir.
Það gjörnýtir skattinn af skrifstofu-
og verslunarhúsnæði þótt 14 kaup-
staðir geri það ekki.
Og hvað býður Árni upp á? Flýti-
firningar. ^
Utboð
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið
„Borgarvegur, stofnlögn".
Verkið felst í að leggja tvöfalda stofnlögn fyrir hitaveitu á um 800
m löngum kafla meðfram fyrirhuguðum Borgarvegi í Borgarholti.
Stofnlögnin er 0300 og 0350 mm stálpípur í plastkápu. Einnig
skal steypa tvo brunna á lögnina, sjóða pípulögn i þeim og full-
gera þá að öðru leyti.
Verkinu skal að fullu lokið 1. október 1994.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja-
vík, gegn kr. 15.000.- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19. apríl 1994, kl.
14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800