Vikublaðið


Vikublaðið - 08.04.1994, Síða 5

Vikublaðið - 08.04.1994, Síða 5
VIKUBLAÐIÐ 8. APRIL 1994 Menntng 5 ■ ■ Allar góðar skáldsögur eru sannar... Skáldskapur hefur ekkert gildi, nema hann sýni 'okkur lífið í Ijósi sannleikans, harma þess og hamingju, smœð mannanna og hetjuskap. essar Iínur úr smásagnasafh- inu Púnktur á skökkunt stað mætti nota sem eins konar stefnuskrá fyrir skáldskap Jakobínu Sigurðardóttur rithöfúndar sem nú er nýlátin. En hver var þessi kona og hvaðan kom hún? Jakobína var ættuð að vestan. Frá Homströnd- um. Hún var elst þrettán systkina. Næstyngst er Fríða Á. Sigurðar- dóttir sem einnig er þekktur og virtur rithöfúndur. Hún er tuttugu og tveimur ámm yngri en Jakobína sem er fædd árið 1918. Fjölskylda Jakobínu og Fríðu var alþýðufjölskylda, þar sem oft var þröngt í búi, en mikil virðing borin fyrir menntun. Bækur voru lesnar, málin rædd og það var fylgst vel með bæði þjóðfélagsmálum og bókmennt- um. Á heimili þeirra voru bækur ekki aðeins ræddar fram og aftur, fólk kunni líka heilu ljóðabálkana og sögu- kaflana utanbókar. Það fór ekki hjá að þetta hefði mótandi áhrif á systkinin. Þær Jakobína og Fríða eru ekki þær einu í þeirra ætt sém hafa ort og skrif- að; Sigmundur Guðnason móður- bróðir þeirra var Ijóðskáld og gaf út eina bók og Þorleifúr Bjarnason höf- undur Ilornstrendingabókar er syskinabarn við þær. Ekki rnunaði rniklu að tvær dætur þessa fátæka alþýðuheimilis hlytu bókmenntaverðlaun. á alþjóðavett- vangi. Árið 1966 hlaut Jakobína út- nefiiingu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Dægurvísu og tuttugu og sex árum síðar, árið 1992, hlaut Fríða Á. Sig- urðardóttir systir hennar þessi verð- laun fyrir skáldsöguna Á meðan nótt- in líður. Sú bók fjallar um nútíma- konu sem skráir garnlar arfsagnir ætt- ar sinnar á blað til þess að reyna að átta sig á eigin lífi. Leitar til fortíðar- innar til þess að ná fótum í nútíðinni. „Þettafór nú bara svona“ Leitin að upprunanum er einmitt þema margra bóka Jakobínu. Hún leiðir gjarnan saman tvæ;r kynslóðir, aldamótakynslóðina sem lifað hefur mestu breytingar sem átt hafa sér stað í Islandssögunni og þá kynslóð sem alin er upp í borg, við þægindi og hef- ur í mörgum tilfelluin lítinn eða eng- an áhuga á fjasi eldri kynslóðarinnar um gamla tíma. Hefur rneiri áhuga á nýjustu tegund dráttarvéla en að fregna af ættingjuin sínum og forfeðr- um - af uppruna sínum. Þannig lýsir Jakobína kynslóðabil- inu í Þessi blessuð þjóð, smásögu sem hún birti í smásagnasafninu Púnktur á skökkum stað sem út kom árið 1964. 1 síðustu skáldsögu sinni I sama klefa, sem var gefin út árið 1981, leiðir Jak- obína saman tvær kynslóðir kvenna sem hittast af tilviljun, þær eiga sam- leið með strandferðaskipi og lenda í sama klefa. Þessar konur eiga fátt ef nokkuð sameiginlegt. Það sem kannski skilur mest á milli er valið, að eiga val eða eiga ekki val. Eldri konan hefur alltaf látið aðstæðurnar stjórna sér, kannski aidrei verið um annað að ræða. „Þetta fór nú bara svona...“, segir hún og þá var Ijóst að það hefði alls ekki getað orðið öðruvísi. Nokkuð sem eflaust er saga fjölmargar kvenna. Leitin að npprunanum Fríða Á. Sigurðardóttir, skáldkonan systir Jakobínu sem þó er heilli kyn- slóð yngri, segir 1 sama klefa, ásamt skáldsögunni Lifandi vatnið sem út kom árið 1974, vera þær bækur Jak- obínu sem hún er hrifnust af. Reyndar segir Fríða að Jakobína sé einn af upp- áhaldsrithöfúndum sínum. „Skáld- skapur hennar var mér afskaplega mikils virði.“ Fríða bætir því við að Jakobína hafi verið henni góð systir og mikil fyrirmynd. Lifandi vatnið segir frá manni sem ætlar að snúa aftur til fortíðarinnar, til uppruna síns. Þegar líður á söguna kemur í ljós sú niðurstaða höfundar að það sé ekki hægt: Við snúum aldrei aftur en við megum samt aldrei gleyma hvaðan við erum komin. Á skáldskap Jakobínu er ljós sú skoðun hennar að þú losnir aldrei við þinn fæðingarhrepp, við bernskuna, sama hve langt þú ferð að heiman. Jakobína er alls ekki haldin neinni nostalgíu, hún sér ekki fortíðina með neinni glýju í augum, en hún veit líka að ým- islegt mætti bemr fara í nútímanum. Kannski ein ástæða þess hve upp- runinn er mikið til umfjöllunar í verk- um hennar sé einmitt sú að bærinn þar sein hún og tólf systkini hennar ólust upp er nú í eyði. Sjálf fluttist Jakobína ung að árum til Reykjavíkur og sat aðeins vetrarpart í Kennara- skólanum. Meiri varð formleg skóla- ganga hennar ekki. Hins vegar var Jakobína gagnmenntuð, á þann hátt sem kannski verður æ óalgengari. Nú komast flestir þeir sem vilja í skóla. Saint er eins og það verði æ algengara að hitta fólk sem er hámenntað ef ár þess í skóla eða prófin eru talin, en er samt algjörlega menntunarsnautt. Beygðu þig maður, beygðu pig Virðingu Jakobínu fyrir menntun, og þá á ég við raunverulega menntun, sér víða stað í bókunt hennar. Þar á meðal í Snörunni scm kom út árið 1968. Þetta er ein ákafasta ádeilubók Jakobínu og þar beitir hún háðinu af mikilli snilld. Sagan er einræða, það er verkamaður í verksmiðju í eigu er- lends auðhrings sem talar. Á þeim tíma sem sagan lýsir eru slíkar verk- smiðjur komnar út um allt landið og þjóðin er aðeins sjálfstæð að nafninu til. Upphafsorð sögunnar lýsa vel þeim anda sem ríkir í verksmiðjunni og í þjóðh'finu öllu gagnvart hinum erlendu herrum. Sagan byrjar á orðunum: „Beygðu þig maður, beygðu þig - ...“ Og sögu- maður vor beygir sig, fyrir hermönn- unum sem nauðguðu systur hans, fyr- ir yfirboðurunum í verksmiðjunum, fyrir aðstæðunum. Hann lýtur svo lágt að það er varla hægt að segja að hann sé maður lengur, a.m.k. ekki upprétt- ur nvaður. Þessum manni fannst ekki mikil ástæða til þess að vera að senda börn sín „nauðug" í skóla, lengur en nauðsyn er. Hann vill að þau fari að vinna sem fyrst, svo að þau verði „manneskjur, vinnandi manneskjur, það skaltu fá að bóka—“ En hver er þessi þú? Við hvern er maðurinn að tala? Jú, það er vinnufélagi hans, sem segir aldrei orð, þó að við lærum ým- islegt um hagi hans af tali verka- mannsins sem lætur móðan mása sög- una í gegn. I lok hennar virðist hann þess albúinn að svíkja félaga sína, sem af veikum mætti reyna að bæta kjör verkamannanna. Þá hefur hann svikið bæði sjálfan sig, sína nánustu og félaga sína. Það er sú synd sem ekki er hægt að fyrirgefa. Þó að okkur sem lesum þessa sögu í dag finnist Jakobína kannski stunduin hafa rnálað hlutina full svart/hvítum litum þá á sagan sarnt fúllt erindi við nútímann. Þó svo við höldum enn sjálfstæði okkar og málfrelsi hafi eldd verið afnumið (nema ef talað er ógæti- lega um einkavini ráðamanna) og ekki hafi slík kúgun verið innleidd í þeim verksmiðjum sem hafa verið reistar með tilstyrk erlends fjármagns. En, herinn situr enn á Miðnesheiði á meðan íslenskir ráðherra beygja sig fyrir bandarískum stjórnvöldum og grátbiðja þau um að láta herinn vera. Enn líta margir á erlenda stóriðju sem lausn allra okkar vandamála og enn er undirlægjuhátturinn við lýði. Snöruna má bæði lesa sem viðvörun vegna ým- issa þátta í utanríkispólítík okkar, en líka og ekki síður sem siðferðilega á- deilu sein á við á öllum tímum. Að taka afstöðu Árið 1949 giftíst Jakobína Þorgrími Starra Björgvinssyni í Garði í Mý- vatnssveit. Alla tíð síðan bjó Jakobína að Garði. Þar skrifaði hún bækur sín- ar og þar ól hún upp börn þeirra. Lífs- skoðanir þeirra hjóna fóru saman. Bæði voru þau eindregnir andstæð- ingar hersetu og hermangs og bæði voru þau á móti erlendri stóriðju á ís- landi. Fyrsta skáldsaga Jakobínu kom út árið sem Kári, yngsta barn þeirra hjóna, fæddist. Þetta var árið 1959. Þá var hún fjörutíu og eins árs og hafði þegar eignast þrjú börn, Stefaníu, Sig- rúnu Huld og Sigríði Krístínu. I allt komu fiinm skáldsögur út eftir Jak- obínu. Hún birti líka þrjú smásagna- söfn og eitt ljóðasafn. Það er raunar undravert hve miklu hún kom í verk ef tekið er tillit til þess að hún var hús- móðir á stóru heimili þar sem mikið var um gesti og tók þar að auki virkan þátt í ýmsum félögum; Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kt'enna, Alþýðubandalaginu og Samtökum herstöðvaandstæðinga. Jakobína mun hafa gert cins og margar skáldsystur hennar, hún skrif- aði á nóttunni og eldsnennna á morgnana áður en heimilisfólk kom á fætur. F.kki veit ég hvort hún hafði sérherbergi eins og það sem Virginia Woolf í samnefndri bók telur nauð- synlegt öllum rithöfundum. Það skiptir heldur ekki máli. Það eru verk hennar sem skipta máli. Stílsnilld Jakobínu var viðbrugðið. Hún lýsir alþýðufólki Islands af mik- illi næinni og hefur sérstakt lag á að skrifa eðlileg samtöl. í verkum hennar talar víðsýn kona, skáld sem lætur sér ekki á sama standa heldur tekur af- stöðu. Og afstaða hennar fer heldur ekki á milli inála. Hún er á móti her, á móti erlendri stóriðju, á móti hræsni og gervimennsku, á móti hlutadýrk- un, en síðast en eklci síst á móti þeiin doða sem lýsir sér í afstöðuleysinu, að láta allt yfir sig ganga og svíkja um leið sjálfan sig og það sem manni er kærast. Kannski að örlítið meiri afstaða og örlítíð meiri ádeila sé það sent vantar í íslenskar bókmenntir nú? Ingibjörg Stefánsdóttir

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.