Vikublaðið - 08.04.1994, Page 10
10
VTKUBLAÐIÐ 8. APRÍL 1994
Hrafri Gunnlaugsson er hættur
sem framkvæmdastjóri Sjón-
varps - í bili ætti maður að segja í
ljósi þess hversu greiðan aðgang
hann hefur að ríkisstofnunum sem
heyra undir ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins. Þótt Hrafn sé farinn er
ekki víst að andrúmsloftið sem hann
kom með inn á Sjónvarpið fari með
honum. I margfrægum umræðu-
þætti fyrir rúmu ári kom fram að í
huga Hrafns var ekki til sá greinar-
munur sem flestir gera á per-
sónulegum hagsmunuin og viðskip-
tum. I umræðuþættinum kom frant
að Hrafni þykir sjálfsagt að útdeila
verkefnum opinberrar stofnunar til
vina sinna.
Vísbending um að andi Hrafns
ríði enn húsum Sjónvarpsins er um-
ræðuþáttur sem skjólstæðingur
Hrafns, Oli Björn Kárason, stýrði á
þriðjudagskvöld. I nokkrar vikur
hefur það verið auglýst í vikublað-
inu Pressunni og öðrum fjölmiðlum
að Oli Björn verði ritstjóri vikurits
um viðskipti sem útgefandi Press-
unnar, Friðrik Friðriksson, ætlar að
hleypa af stokkunum á næstunni.
Liður í markaðssetningu á slíkri
útgáfu er að kynna hugmyndina og
þá sem að blaðinu standa fyrir
aðilum í viðskiptalífinu. Oli Björn
notaði því aðstöðuna sem hann
hefur á Sjónvarpinu og studdist við
siðfræði Hrafhs Gunnlaugssonar til
að blanda geði á ábatasaman hátt
við ffammámenn í viðskiptalífhu og
bauð þeim inní stofu landslýðs á
þriðjudagskvöld. Oli Björn var svo
handviss um að hann starfaði í anda
siðareglna Hrafns að hann hafði
ekki fyrir því að fá menn með ólíkar
skoðanir á viðfangsefninu til að
eigast við. I umræðuþættinum var
þess vegna engin umræða heldur
áróður fyrir einlitum sjónarmiðum.
Þessi tegund þáttargerðar þekktist í
Austantjaldslöndunum fyrir fall
kommúnismans og einnig bregður
henni fyrir á sjónvarpsstöðvum
sértrúarsöfnuða sem hafa þann eina
tilgang að útbreiða boðskapinn.
Frjálshyggjan sem Óli Björn og
fleiri taka þátt í að útbreiða með
fulltingi Hrafns Gunnlaugssonar er
reyndar að verða því sérkennilegri
sem þessari hugmyndafræði hnign-
ar. A fundi sem Sjálfstæðisflokks-
félögin Vörður og SUS héldu fyrir
skömmu vakti Ogmundur Jónasson
formaður BSRB athygli á bréfi sem
þeir Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son og Friðrik Friðriksson skrifuðu
til að gráta út auglýsingasamninga
fyrir tímaritið Efst á baugi. Bréfið
var meðal annars sent til ríkisstofn-
ana og rökin sem þeir notuðu voru á
þá leið að tímaritið fengi ekki milda
dreifingu og þvf væri nauðsynlegt
að láta auglýsingar bera útgáfuna
uppi. „Þannig haga þeir sér, þessir
heilögu markaðsstjórar frjálshyggj-
unnar, sem vilja að allt lifandi og
dautt fari á markað. Þegar ekki er
eftirspurn eftir skoðunum þessara
boðbera nýsköpunar hugarfarsins á
markaði þá er lagst á kné og reynt
að gráta út rándýra auglýsingastyrki
frá fyrirtækjum skattborgaranna,“
sagði Ogmundur.
Hver skyldi hafa verið fund-
arstjóri á þessum fundi? Jú, hann
heitir Oli Björn Kárason.
Skáldin
Um langan aldur hefur heimurinn
farið versnandi og mannkyninu
hrakar alltaf dálítið með hverri nýrri
kynslóð. Eins hefur farið fyrir mörg-
um tungumálum.
Þessi almenna regla um hnignun
heimsins á þó ekki við um íslenskt rit-
mál. Aldrei hafa jafnmargir menn
ritað jafnágætt mál og á þessari öld.
Því má þakka framsýnum mönnum á
liðinni öld sem vildu ekki una því að
sagan færi sínu fram andspyrnulaust,
heldur settu sér að varðveita og auðga
íslenska tungu.
Enda þótt margir riti prýðilega nú á
tímum og ávallt hafi verið til menn
sem rituðu gott mál, þá beita samt
engir íslensku eins fallega og góð-
skáldin, gömul og ný. Þetta er flestum
mönnum ljóst og því hagnýta þeir sér
iðulega orð skáldanna óbreytt þegar
mikið liggur við eða þeir þurfa að tjá
hug sinn um hluti sem standa hjartanu
nærri. Þær eru til dæmis fáar minn-
ingargreinarnar í blöðunum þar sem
ekki er vitnað í línur, erindi eða jafn-
vel heil kvæði eftir skáldin. Og
frammámenn þjóðarinnar flytja varla
svo hátíðarræður að þeir nýti sér ekki
á einhvern hátt snjallyrði skáldanna til
að koma almennilega orðum að hug-
sun sinni. Það brást til að mynda varla
að Steingrímur Hermannsson vimaði
í ræðum sínum í Stephan G. Step-
hansson eða Davíð Stefánsson þegar
hann ávarpaði þjóðina sem forsætis-
ráðherra. Og arftaki hans, Davíð
Oddsson, hefur haft það fyrir sið eftir
að hann settist í stól forsætisráðherra
að vima í ræðum sínum á tyllidögum í
Hannes Hafstein - og aldrei neinn
annan.
Af þessu sést að það er mjög ómak-
legt sem sumir halda ffam að skáld
geri ekkert gagn. Það er mönnum
ekki lítdls virði að geta hvenær sem er
vitnað til þeirra og gert vel smíðuð
orð þeirra að sínum. Þó er mik-
ilsverðast að með starfi sínu smðla
skáldin mest allra að því að halda
íslensku máli í rækt.
Sviðsljós
Síðustu sýningar
á Blóðbrullaupi
Nú eru aðeins eftir þrjár sýningar
á Blóðbrullaupi eftir Federico
Garcia Lorca, sem sýnt hefur verið á
smíðaverkstæði Þjóðleikhússins síð-
astliðna þrjá mánuði.
Sýningin hefur hlotið mjög góðar
viðtökur og verið sýnd við mikla að-
sókn þennan tíma. Blóðbrullaup þarf
nú að víkja af fjölunum fyrir næsta
verkefni á Smíðaverkstæðinu, sem er
Sannar sögur af sálarlífi systra eftir
Guðberg Bergsson og Viðar Eggerts-
son.
Síðusm sýningar verða • laugar-
daginn 9. apríl, föstudaginn 15. apríl
og þriðjudaginn 19. apríl.
Hjartagátan
Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá örnefni. - Lausnarorð krossgámnnar í síðasta blaði
er Ferðalok.
r- 4 3 ¥- T (s> ? 8 V 1 8 3 10 s? A = 1 = Á= 2 = B= 3 = D = 4 = Ð = . 5 = E = 6 = É = 7 = F = 8 = G = 9 = H = 10 = 1= 11 = í= 12 = J= 13 = K = 14 = L = 15 = M = 16 = N- 17- 0= 18 = Ó= 19 = P = 20 = R = 21 = S= 22 = T = 23 = U= 24 = Ú= 25 =
sr 71 3 )¥ fy 9 13 )S 13 V 4
l(p ? n 7 13 18 V w~ T~ )8 V 20 21 1
3 & 22. 9- <yn 1 7~ /3 /8 w 7- 4
'1 1T~ 3 12 TT~ 2T V )T 71— 1 10 y> v-
2T lo T 27 T~ 13 TX 8T~ TJ— l 3 <o 13
?? > Sf' 3 Zi >9- rS2 3 )2 13 V n 2°l V
10 V 10 (O I3 10 T is— W~ 20 y 22
7 (e> 1J~ 4 f 7 )<o 22 12 T Ti W
3Z ¥ 3 /2 n- /3 V 18. 3 T5~ V /4 2é
TT~ 20 7 OT)20 /é> /e 18 te 73 20 7- rr-4
U 8 y 2¥ V 2¥ 2 )3 3 V 32 V= 26 = X= 27 =
)3 32 ‘ s 7 2S )0 9 3 lo Y - 28 - Ý = 29 = Þ 30
‘M 3 1 10 z. r g 7 )3 Æ = 31 = Ö= 32 =