Vikublaðið - 08.04.1994, Page 15
VIKUBLAÐIÐ 8. APRIL 1994
15
4$r FLOKKSSTARFID
Æskulýðsfylking Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík
Næsti opni fundur hefur yfirskriftina
Peningar og Pólitík
Hann verður
haldinn mið-
vikudaginn 13.
apríl að
Laugavegi 3,
efstu hæð kl.
20:30.
Frummælend-
ur verða
Steingrímur J.
Sigfússon alþingismaður og Þorbjörn Broddason
dósent.
Aðalfundur
Aðalfundur ÆFR verður haldinn fimm'tudags-
kvöldið 21. apríl kl. 20:30 að Laugavegi 3, efstu
hæð.
Dagskrá:
1. Baráttan um borgina. Unga
R-listakonan Sigþrúður Gunn-
arsdóttir stappar í okkur stálinu.
2. Venjuleg aðalfundarstörf.
3. Önnur mál.
Stjórn ÆFR
Alþýðubandalagið Akranesi
Opið í REIN öll mánudagskvöld kl. 20:30 - 22:00.
Mánudaginn 11. apríl í Rein kl. 20:30
Málefnavinna: ATVINNUMÁL
Brynja Þorbjarnardóttir atvinnufulltrúi mætir.
Miðvikudaginn 13. apríl í Garðaseli kl. 20:30
Málefnavinna: LEIKSKÓLAMÁL
Sigrún Gísladóttir dagvistarfulltrúi mætir.
Mánudaginn 18. apríl f Rein kl. 20:30
Málefnavinna: FÉLAGSMÁL, BARNAVERNDAR-
OG FRAMFÆRSLUMÁL.
Sólveig Reynisdóttir félagsmálastjóri mætir.
Allt áhugafólk velkomið. - Frambjóðendur
Alþýðubandatagið á Akureyri
Opið hús verður í Lárusarhúsi laugardaginn 9.
apríl kl. 10:30 -12:00. Kaffi og hressileg dægur-
málaumræða. - Fjölmennið
Mánudagskvöldið 11. aprfl
Bæjarmálaráðsfundur kl. 20:30 og umræður um
menningarmál.
Þröstur Ásmundsson flytur pistil.
Mætið og skráið ykkur í hópa, sem vinna að
stefnuskránni fyrir bæjarstjórnarkosningarnar.
Stjórnin
VERÐANDI
Landsfundur Verðandi verður haldinn í Iðjusaln-
um Skipholti 50 c, 9.-10. apríl 1994
Laugardagur:
Kl. 14:00 Fundur settur og kosning fundarstjóra
1. Ávarp formanns
2. Skýrsla stjórnar
3. Kynning framboða til stjórnar
4. Kynning málefnahópa
5. Hlé-skemmtiatriði
6. Starf málefnahópa
1) Stjórnskipunarhópur
2) Utanríkismálahópur
3) Sjávarútvegsmálahópur
4) Mennta- og menningarmálahópur
5) Efnahags-, verkalýðs- og atvinnu.m. hópur
Kl. 18:00 Fundi frestað
Kl. 20:00 Erkiteiti í Austurstræti 10a, 3. hæð
Sunnudagur:
Kl. 13:00 Fundi framhaldið
1. Kosning stjórnar
(Kjörkassar opnirtil kl. 14:00)
2. Framhald málefnahópa
3. Önnur mál
4. Kynning á starfi málefnahópa
Efnisatriði í málefnagrundvelli kynnt
5. Kynning nýrrar stjórnar
6. Ávarp formanns
Kl. 16:00 Landsfundi slitið
Nýir félagar geta gengið í samtökin meðan á
landsfundi stendur og tekið fullan þátt í störfum
hans. Ungt félagshyggjufólk er hvatt til þess að
mæta á landsfundinn og taka þátt í því að móta
þessa ungu hreyfingu.
Stjórn Verðandi
Steingrímur J. Sigfússon Þorbjörn Broddason
Nes-listinn
Framboð
vinstri-
manna á
Seltjarnar-
nesi
•. “ ;»»*«* i’í í
Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar fýrir fjórum árum var
stofnað félag einstaklinga í framhaldi af viðræðum milli Al-
þýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. í félaginu er
félagshyggjufólk með aðrar áherslur í bæjarmálefirum en
núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokksins. Félagið, Bæjar-
málafélagið, hefur haft tvo fulltrúa af sjö í bæjarstjórn.
Þrátt fyrir fáa fulltrúa hefur náðst nokkur árangur og er þar
skemmst að minnast þegar tókst að koma í veg fyrir að á-
ætlun meirihlutans sem fól í sér eyðileggingu náttúru og
fornminja með lagningu hringvegar vestast á nesinu. Þá
risu gamlir sem ungir Seltirningar upp og afstýrðu slysi.
Bæjarmálafélagið hefur á að skipa fólki með þekkingu
sem það hefur skipað í nefndir bæjarfélagsins. Við höfum
lagt áherslu á fagmennsku og dreifingu valds. Þessu er
öðruvísi farið hjá meirihlutanum sem leggur áherslu á sam-
þjöppun valds þar sem bæjarfulltrúar sitja í sem flestuin
nefndum. Sem dæmi má nefna að þar sem bæjarstjórinn er
ekki fulltrúi í nefnd er hann ritari nokkurra nefnda og hef-
urþannig ægivald yfir helstu málaflökkum í bænum.
I janúar síðastliðnum ákvað Framsóknarflokkurinn að
bjóða fram sérlista. Eftir nokkrar úrtölur snerist
Framsóknarmönnum hugur enda var sú ákvörðun í hróp-
legu ósamræmi við hið góða samstarf í Bæjarmálafélaginu.
Á aðalfúndi félagsins var eftirfarandi listi samþykktur:
1. Siv Fríðleifsdóttir, sjúkraþjálfari.
2. Eggert Eggertsson, lyfjafræðingur.
3. Katrín Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
4. Högni Óskarsson, læknir.
5. Arnþór Helgason, deildarstjóri.
6. Sunneva Hafsteinsdóttir, kennari.
7. Sverrir Ólafsson, rafmagnsverkfræðingur.
8. Ómar Siggeirsson, verslunarstjóri.
9. Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur.
10. Guðmundur Sigurðsson, læknir.
11. Anna Guðmundsdóttir, háskólanemi.
12. Valgerður Janusdóttir, kennari.
13. Jóhann Pétur Sveinsson, lögffæðingur.
14. Guðrún Þorbergsdóttir, framkvæmdastjóri.
Seltjarnarnes er fullbyggt bæjarfélag þótt meirihlutinn
hafi ekki skynjað það enn. Þannig er komið upp alveg nýtt
ástand fyrir bæjarfélag á Islandi. Bærinn getur ekki lengur
þanið sig út og því verða áherslur í bæjarpólitíkinni allt
aðrar. Það er mjög spennandi verkefni að huga að innri
uppbyggingu bæjarfélagsins, samskiptum íbúa og stofnana,
fjölskyldunni í leik og starfi.
Nes-listinn er á fúllu í málefnavinnu og mun leggja fram
stefnumarkmið sín von bráðar. Við gerum ekki ráð fyrir
því að ná meirihluta, en við vonumst til að fá þrjá bæjarfull-
trúa. Við það fjölgar fulltrúum okkar í nefndum og þannig
geturn við náð frain áherslubreytingu sem við skynjum að
meirihluti íbúa Seltjarnarness vill en vegna ótrúlegrar í-
haldssemi og hollustu við Sjálfstæðisflokkinn hefúr ekki
það þorað að breyta til.
Eggert Eggertsson.
Gjaldskrá fyrir debetkort og tékkaviðskipti
DEBETKORT
- ódýrari kostur
Innstæðueigendur og lántakendur greiða um
80% af kostnaði við tékkaþjónustuna
Viðskiptavinir Búnaðarbankans greiða nú kr. 10,80 fyrir
hvert tékkaeyðublað en kostnaður bankans vegna hvers
útgefins tékka er rúmar 50 krónur. Vaxtamunur bankans
hefur jafnað þann halla sem verið hefur á tékka-
þjónustunni. Með öðrum orðum, innstæðueigendur og
lántakendur hafa greitt um 80% af kostnaði við þessa
þjónustu.
Breytt stefna - sá sem notar þjónustuna
greiðir þann kostnað sem henni fylgir
Stórlega niðurgreidd tékkaþjónusta hefur lengi einkennt
bankastarfsemina um heim allan. Að undanförnu hafa
bankar víða um heim verið að breyta um stefnu I þá átt
að sá sem notar bankaþjónustuna greiði þann kostnað
sem henni fylgir. Þetta hefur leitt til verulegrar hækkunar
á verðlagningu tékkaþjónustu. Helstu bankar og spari-
sjóðir í Noregi taka nú á bilinu 50 til 100 ísl. krónur fyrir
hvern útgefinn tþkka og dæmi finnast um hærri gjöld
bæði í Noregi og Svíþjóð.
Bankastjórn Búnaðarbankans telur eðlilegt og nauð-
synlegt að taka upp breytta stefnu við verðlagningu á
þjónustu bankans I samræmi við framangreint. Lækkun
vaxtamunar bankans á síðustu mánuðum gerir slíka
stefnubreytingu enn nauðsynlegri en ella.
Tékkar á undanhaldi sem greiðslumiðill
I þessu sambandi skal lögð áhersla á að tékkar eru á
undanhaldi sem greiðslumiðill um allan heim. Tékkar
uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru I dag um
þægindi, hraða og öryggi við miðlun fjár. Líklega er
notkun tékka hvergi á byggðu'bóli eins almenn og hér á
landi og snertir því breyting yfir I hagkvæmari
greiðslumiðil tiltölulega fleiri hér á landi en annars
staðar. Ýrniskonar rafrænar greiðslur hafa smám saman
verið að ýta tékkunum til hliðar og eru hin nýju
debetkort mikilvægur þáttur I þeirri þróun en svo sem
flestum landsmönnum mun kunnugt hófst útgáfa þeirra
( desember sl. Korthafar eru nú orðnir yfir 21.000
talsins. Samningar hafa þegar verið gerðir við yfir 500
aðila um móttöku debetkortanna og alls eru um 1200
kaupmenn og þjónustuaðilar með búnað fyrir rafræn
viðskipti. ( upphafi var tilkynnt að debetkortin yrðu
gjaldfrjáls fyrir korthafa fyrstu mánuðina en síðan yrðu
tekin upp gjöld sem nálguðust það að standa undir
stofnkostnaði og rekstri þessa nýja greiðslukerfis.
Ljóst var strax I upphafi að kostnaður við debetkortin
yrði verulega minni en kostnaður við tékkaþjónustuna.
Jafnframt eru debetkortin miklum mun þægilegri,
hraðvirkari og öruggari greiðslumáti en tékkarnir.
Bankastjórn Búnaðarbankans hefur I Ijósi framanritaðs
ákveðið eftirfarandi gjaldskrá fyrir debetkortaþjónustuna
og tékkaþjónustuna:
Debetkortagjald........ 270 kr. á ári frá 1. júlí 1994
Færslugjald v/debetkorts ... 9 kr. hver færsla frá 1. júní 1994
Færslugjald v/tékka.....19 kr. hver færsla frá 15. maí 1994
Færslugjöldin verða skulduð á viðkomandi reikning 10.
dag hvers mánaðar vegna færslna næstliðins mánaðar.
Debetkortin hafa mun víðtækara notkunargildi en
tékkar en engu að síður munu korthafar að
meðaltali greiða lægri gjöld til bankans en nú eru
greidd af tékkaútgefendum í stórlega niðurgreiddu
tékkakerfi.
Þrátt fyrir þá hækkun á tékkaþjónustunni sem nú
er auglýst munu útgefendur tékka einungis standa
undir innan við 60% af þeim kostnaði sem fylgir
þessari þjónustu.
0 BLINAÐARBANKi ÍSLANDS
I